Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1988, Síða 26
42
FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988.
Jarðarfarir
Guðjón E. Guðmundsson frá Þór-
oddsstöðum, áður til heimilis í
HjaUalandi 14, verður jarðsunginn
frá HaUgrímskirkju fóstudaginn 16.
september kl. 13.30.
'Útfór Guðmundar Einarssonar,
Eyjaholti 13, Garði, verður gerð frá
Keflavíkurkirkju laugardaginn 10.
september kl. 14.
útför Daníelu Jónsdóttur frá Krók-
túni, Dvalarheimilinu Lundi, Hellu,
sem lést í Landakotsspítalanum 30.
ágúst, fer fram frá Stórólfshvols-
kirkju laugardaginn 10. september
kl. 14.
Sigurður Þórðarson bóndi, Tanna-
stöðum, verður jarðsunginn frá Kot-
strandarkirkju laugardaginn 10.
september kl. 14.
.Sigurður Sigursteinsson bifreiða-
stjóri frá Akureyri, til heimilis á
Vallarbraut 5, Seltjarnarnesi, er lést
31. ágúst, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni föstudaginn 9. sept-
ember kl. 15.
Alda Rafnsdóttir lést 3. september sl.
Hún var fædd 26. júlí 1963, dóttir
hjónanna Karenar Gestsdóttur og
Rafns Vigfússonar. Alda starfaði síð-
astliðin tvö ár sem deildarritari á
Landspítalanum í Reykjavík. Hún
lætur eftir sig ungan son. Útíor henn-
ar verður gerö frá Langholtskirkju í
dag kl. 15.
Ingibjörg Georgsdóttir er látin. Hún
fæddist 5. febrúar 1917 í Ytri-Njarð-
♦ vík og ólst þar upp. Hún var dóttir
hjónanna Guðrúnar Magnúsdóttur
og Georgs Péturssonar. Eftirlifandi
eiginmaður hennar er Þorvaidur
Valdimarsson-. Útfór Ingibjargar
verður gerð frá Fella- og Hólakirkju
í dag kl. 13.30.
Andlát
Sverrir Sverrisson rennismiðtir,
Kóngsbakka 5, Reykjavík lést af slys-
fórum 7. þessa mánaðar.
Guðrún Guðmundsdóttir, Stóragerði
36, lést Á Elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund 8. september.
Tilkynningar
Ólafi Noregskonungi færð
bókin Húðir Svignaskarðs
Bókaútgáfan Reykholt hf. hefur fært Ól-
afi V. Noregskonungi að gjöf bókina Húð-
ir Svignaskarðs eftir Indriða G. Þor-
steinsson. Bókin kemur út á næstu dög-
um en vegna hinnar opinberu heimsókn-
ar konungs var eitt eintak hennar sérinn-
bundið og fært honum að gjöf. Húðir
Svignaskarðs er leikrit og fjallar um
Snorra Sturluson, ritstörf hans og verald-
arvafstur, andstæðurnar milh' þess að
skrifa og verða að taka þátt í stjórn-
málum dagsins, baráttu um völd og fyrir
sjálfstæði landsins gagnvart erlendum
\Tirráöum. Inn í þennan söguþráð er
fléttað frægum atriðum úr Heimskringlu,
sögum Noregskonunga. Bókin er mynd-
skreytt af Einari Hákonarsyni myndlist-
armanni.
Vetrarstarf Samstillingar
Mánudaginn 12. september hefst vetrar-
starf Samstillingar. Samstilling er söng-
og skemmtifélag sem hittist á mánudags-
kvöldum allan veturinn og tekur lagið.
Auk þess er staðið fyrir skemmtunum
og farið í ferðalög af og til. Þátttaka er
öllum opin og er áhugasömum bent á að
mæta í Risið á Hverfisgötu 105 kl. 20.30 á
mánudag. Þeir sem vilja geta fengið nán-
ari upplýsingar í síma 688016.
Rit um börn með downs synd-
rom
Rit það sem hér er lítillega sagt frá kom
nýverið út á vegum Landssamtakanna
Þroskaþjálpar og Öryrkjabandalags ís-
lands. Sambærilegt efni var upphaflega
gefið út í Noregi og birtist hér í þýðingu
Guðnýjar Bjamadóttur læknis, sem einn-
ig skrifar formála, en sjálf á hún barn
með downs syndrom. Þá leggja aðrir ís-
lendingar orð í belg. í ritinu er einnig
fjallað um hvað down syndrom er og
hveijar séu orsakir þessa ástands. Sagt
er frá því hvemig þannig bam þroskast
og hagnýtar ráðleggingar gefnar, s.s. um
fasðu og umönmm, mál og tal og hreyfmg-
ar og leiki. Þá er að finna í þessu hefti
upplýsingar um hvert hægt er að snúa
sér við þessar kringumstæður. Þó efni
þess sé miðað við börn með downs synd-
rom leikur enginn vafi á að það kemur
foreldrum annarra fatlaðra bama, sem
og öðrúm áhugasömum, einnig að gagni.
Ritið, sem er 20 síður í stóm broti, verður
til sölu í bókaverslunum og á skrifstofum
Þroskaþjálpar og Öryrkjabandalagsins
og kostar þar 500 krónur.
Tombóla
Nýlega héldu þær Herdis Elisabet Krist- til styrktar Eþíópíusöfnuninni. Alls söfn-
- insdóttirogEmaKristjánsdóttir tombólu uðu þær 2.241 krónum.
Merming
Fjórtán tónleikar voru haldnir á vegum Listahátíðar. Hér stjórnar Pólverjinn Penderecki Sálumessu sinni.
Línudans og
rýmisdans
- um sýningu Messíönu Tómasdóttur í FÍM-sal
Leikmyndateiknarar gera alltof
lítið að því að viðra verk sín og
hugmyndir utan sviðsins. Margir
þeirra eru hrein og klár konseft-
séní og ljóðræn taug sjaldnast langt
undan. Messíana Tómasdóttir vílar
t.a.m. ekki fyrir sér að yrkja ljóð
og semja tónhst til að fylgja rýmis-
verkasýningu sinni úr hlaði. Það
er aUtaf gaman að slíkum uppá-
komum. Þær segja mikið um lista-
manninn sjálfan, burtséð frá því
hvort verkin skoðist eftir á í öðru
ljósi. Raunar þótti undirrituðum
næsta fátt skýrast í frumlitadansi
Ásu Bjarkar. Rýmisverkin þijú
virkuðu máttlítil og það var eins
og þau skorti tengsl við gerninginn,
þrátt fyrir tileinkanir í ljóðasöngn-
um. í dansinum afjúpuðust þannig
stærstu gallar og kostir rýmisverk-
anna á sama hátt og galdur leik-
myndar lýkst upp þegar leikari
gengur inn í hana. „Skáldið“ er
e.t.v. snjallasta hugmyndin á sýn-
ingunni. Stiginn upp í hæðir and-
legheitanna leitast við að vængjast
í efsta þrepi. En þar er líka þrí-
hymdur spegiU, ugglaust annað
tveggja, hrökkbrauð handa hinum
ljóðhrædda eða stökkpallur í skáld-
legt algleymi. Fundnir hlutir eins
og ryðgaði ofninn í „Móðurinni"
hafa ekki tilætluð áhrif nema í
réttu umhverfi. Súrreahska klisjan
um regnhlífina og saumavéhna,
sem áttu stefnumót á skurðar-
borði, getur komið að notum í til-
vikum eins og þessu. Salarkynni
FÍM við Garðastrætið vinna ein-
Myndlist
Ólafur Engilberts
faldlega ekki nógu vel með þessum
tilteknu rýmisverkum. í hugtakinu
„rýmisverk“ felst að verkið er
órjúfanlegur hluti af ákveðnu
rými, enda eru slík verk oft unnin
á svipaðan hátt og leikmyndir.
Staðurinn, rýmið, landið, er upp-
hafs- og lokapunktur verksins.
Þannig tengist rýmishstin og einn-
ig leikmyndagerðin hinni fornu
landmögnunarlist, geómansíunni,
sem er álitin hafa verið trúspeki-
legur þáttur í landnámi víkinga.
Að öllum líkindum hafa rýmisverk
Messíönu plumað sig mun betur á
þeim stað þar sem þau voru unnin.
Þetta kemur inn á þá hugmynd að
hstamenn hafi einfaldlega „opið
hús“ á vinnustofum sínum svo sem
einu sinni á ári. Slíkt fyrirkomulag
er fastur hður í hstahátíðum borga
eins og San Francisco og Chicago
og hefur gefist vel.
Annar handleggur á sýningu
Messíönu er röð eins konar khppi-
mynda. Þetta erp þó ekki cohage-
myndir á la Max Ernst heldur sam-
khpp úr akrýlhtuðum pappír. Und-
irritaður verður að viðurkenna að
hann sá fátt finna drátta í þessu
samklippi. Myndirnar á efri hæð-
inni standa þó ágætlega fyrir sínu
og vinna þar vel meö rýmisverkun-
um, sérstaklega þó „Bláu stúlk-
„Skáldió", eitt af rýmisverkum
Messíönu Tómasdóttur.
DV-mynd S
unni“. í neðri sal þóttu mér „Turn-
inn á heimsenda" og „Mars“ bera
af. Hvorug þeirra mynda þarf að
afsaka sig fyrir klippinguna, en það
sama gildir hins vegar ekki um
aðrar myndir í neðri sal. Samkhpp
er aðferð sem virkar oftar en ekki
eins og ódýr lausn. Þar þarf agaðan
línudans ef verkið á ekki að verða
„ljótleikanum" að bráð. í kynningu
á sýningunni getur Messíana þess
að hún vilji með þessari sýningu
taka afstöðu gegn forfrömun ljót-
leikans í samtíðinni. Þetta eru stór
orð en faha fyrir ofan garð og neð-
an þar sem listamaðurinn gerir
enga tilraun til þess aö útskýra
nánar í hverju þessi „ljótleiki“ sé
fólginn. Katalónski málarinn og
skúlptúristinn Antoni Tápies hefur
einmitt látið sig „ljótleikann"
miklu varða. Stefnu sína í málara-
hstinni kallar hann þannig „ljóta
málverkið". Kannski ljótleikinn sé
bara annað orð yfir húmor, hver
veit?
Ólafur Engilbertsson
Skýrsla um listahátíð 1988:
Næst þarf lengri undirbúning
„Listahátíð verður ekki til fram-
búðar haldin með reisn ef hún á að
vera e.k. „happening" sem hróflað
er saman á fáeinum mánuðum. Ef
vel á að vera þarf að vinna stöðugt
að málefnum hennar,“ sagði fráfar-
andi formaður framkvæmdastjórnar
Listahátíðar 1988, Jón Þórarinsson.
Hann sagði einnig aö september, þeg-
ar menn kæmu hstþyrstir úr sumar-
leyfum, kynni að vera heppilegri tími
fyrir hátíðina en vorið.
Fjölsóttasta atriði hátíðarinnar var
Chagah-sýningin í Listasafni íslands.
Hana sáu á tólfta þúsund manns. Á
dagskrá hátíðarinnar bar mest á tón-
leikum af öllu tagi. Sögulegust var
heimsókn pólska tónskáldsins Pend-
ereckis sem hafði með sér heha sinfó'
níuhljómsveit frá heimalandi sínu,
vinsælastir urðu tónleikar Ash-
kenazys, Grappelhs og Leonard Co-
hens, sem og sýningar Black Ballet
Jazz, en mesta tapið varð á popptón-
leikum bresku hljómsveitarinnar
The Christians í Laugardalshöh.
Nokkurt hehdartap verður á hátíð-
inni en ekki er það talið keyra úr
hófl og jákvætt er að skrifstofukostn-
aður var meö minnsta móti. Hafa
borgarstjóri og menntamálaráðherra
lýst yflr ánægju með efnisval og alla
framkvæmd Listahátíðar 1988. -ihh
Islensk list í Lyngby
- óvenju vandaöar sýningar opnaðar þessa helgi
Það er ekki oft sem haldnar eru
tvær sýningar samtímis á íslenskri
hst í Danmörku. En það gerist þessa
helgi í Lyngby, fjölmennri útborg í
norðuijaðri Kaupmannahafnar.
Önnur þeirra, verk Sveins Bjöms-
sonar málara, er í sal við aðalgötuna,
Lyngby Hovedgade 26. Hin er á ný-
lega endurbyggðu höfðingjasetri,
Sophienholm. Þar sýna tíu myndhst-
armenn: Jón Axel Bjömsson, Helgi
Þorghs Friðjónsson, Helgi Gíslason,
Páll' Guðmundsson, Georg Guðni,
Hulda Hákon, Magnús Kjartansson,
Þorlákur Kristinsson, Grétar Reyn-
isson og Jóhanna Kristín Yngvadótt-
ir. Er þetta jafnframt septembersýn-
ing þeirra Lyngbæinga.
I vandaðri skrá fyrir sýningarnar
báðar eru myndir af öllum hsta-
mönnunum og verkum þeirra. Auk
þess er í skránni ljóð eftir Einar Má
Guðmundsson og hugleiðing eftir
Guðberg Bergsson, hvort tveggja í
þýðingu Eriks Skyum-Nielsens.
Guðbergur segir m.a. að það hljóti
að vera gleöilegt fyrir Dani að ís-
lenska þjóðin, sem fyrrum var svo
ósjálfstæð gagnvart þeim, „nu kan
staa paa egne ben i kunsten, selv om
nationen (þ.e.íslendingar) stadig er
umaadehg raadvild i ökonomiske og
sociale forhold, forfærdehg slatten i
sine pohtiske ben og umuhg i filosofi-
en.“
-ihh