Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Page 6
6 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988. Utlönd Loftárás á Líbanon ísraelskar herþotur gerðu í gær árásir á stöðvar líbanskra þjóðvarð- liða nálægt Sídon í Líbanon meö þeim aíleiðingum að að minnsta kosti fimm manns biðu bana og þrett- án særðust. Flugskeytunum var ætl- að að granda stöðvum þjóðvarðliö- anna en þau lentu einnig á svæði þar sem almenn byggð er. Meðal þeirra sem særðust voru þrjú börn og fimm þjóðvarðliðar. Björgunarmönnum tókst að ná aö minnsta kosti fjórum þjóðvarðliðum undan rústum tveggja hæða byggingar. Árásin í gær var sú fyrsta á þessu ári gegn líbönskum þjóðvarðliðum. Venjulega eru það palestínskir skæruliðar sem verða fyrir árásum á þessu svæði en það sem af er árinu eru loftárásirnar orönar tuttugu og fimm. Að minnsta kosti áttatíu og sjö manns hafa látið lífið í þeim. Sex manns týndu lífi og sjö særð- ust á þriðjudaginn þegar ísraels- menn gerðu loftárásir á palestínsk skotmörk fyrir utan flóttamanna- búðir nálægt Sídon. Þjóðvarðliðar ráða yfir Sídon en palestínskir skæruliðar yfir flóttamannabúðun- um og öðrum stöðvum suðaustan við borgina. Reuter Fimm manns biðu bana og þrettán særðust i loftárásum ísraelsmanna á Líbanon í gær. Símamynd Reuter Christina kvödd Símamynd Reuter - í Aþenu í gær Þrír biskupar og hópur presta sungu yfir líki Christinu Onassis í Aþenu í gær. Nokkur hundruð skipaeigendur, stjórnmálamenn og viðskiptamenn þjöppuðu sér sam- an í kirkjunni til að vera viðstaddir útfor einnar ríkustu konu heims og fimm þúsund Aþenubúar, flestir konur, létu hellirigningu ekkert á sig fá og stráðu blómum á tólf þús- und dollara kistuna er hún var borin hjá. Á kistunni var kross úr bleikum rósum, hinsta kveðja þriggja ára dóttur Christinu. Argentínumaðurinn, sem sögur herma að hefði innan skamms orð- ið fimmti eiginmaður Christinu, heföi hún ekki látist snögglega fyr- ir viku.'var viöstaddur ásamt syst- ur sinni, vinkonu Christinu. Fjórði eiginmaður Christinu kvaddi hana í gær og felldi tár. Fyrstu þrír eigin- mennirnir létu ekki sjá sig. Þotufólkið, sem faðir Christinu, Aristoteles skipakóngur, var vanur að umgangast, lét sig einnig vanta og sömuleiðis Jacqueline Kennedy, stjúpmóðir hennar og ekkja Johns F. Kennedy Bandaríkjaforseta. Sambandið milli Christinu og Jacqueline var heldur aldrei sagt hafa verið gott. Christina Onassis erfði auðæfi föður síns árið 1975. Hún lést í Buenos Aires í Argentínu fyrir viku, 37 ára gömul. Dánarorsökin var sögð vera lungnakvilli sem gæti hafa orsakast af hjartaáfalli. Christina verður jarðsett í dag við hlið fóður síns og bróður á eynni Skorpios. Reuter Marina Dodero, argentínsk vin- kona Christinu Onassis, og Jorge, bróðir hennar, voru viðstödd útför Christinu i gær. Sagt er að Jorge hafi verið í þann veginn að verða fimmti eiginmaður Christinu. Simamynd Reuter CASIO - AKAI-CASIO - AKAI -CASIO - AKAI -CASIO m ui innc/cc > Al/VKIMIKI/^ > f MLJUUr/th [AKYNNINU s 0 Ö) < u I < * < 1 0 ö) < u verður haldín laugardagínn 26. nóvember 1988 frá kl. 10-16 AKAI professioml ® KUDOS - KUKZWEIL i ► > i n > u) □ i ► > -búðin, Síðumúla 20, sími 31412 CASIO - AKAI - CASIQ - AKAI -CASIO - AKAI -CASIÖ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.