Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Side 12
12 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988. Christina Onassis, ein ríkasta kona heims, látin: Hún var einræn og þunglynd Christina þriggja ára ásamt fööur sínum, skipakónginum Aristotle. Hann kallaði hana „gullbarnið sitt“ og hafði lofað að gefa henni 21 skip er hún yrði 21 árs. Hann tók það til baka er hún giftist fráskildum fasteignasala, Joseph Bolker, áður en hún náði 21 árs aldri. Aþena litla Onassis er nú orðinn erfingi að miklum auðæfun. Hún er þriggja ára gömul. Þessi mynd var tekin í ágúst sl. en þá var Christina með fyrrum eiginmanni sínum, Thi- erry Roussel, á skemmtistað í Monte Carlo. Símamyndir Reuter Argentínski kaupsýslumaðurinn Jorge Tcho- melkdjoglou. Fréttir herma að Christina hafi ætlað að giftast honum eftir hálfan mánuð. Christina Onassis hefði orðið 38 ára 11. desember nk. hefði hún lifað. Þótt Christina hafi alist upp í allsnægtum hefur líf hennar ekíu verið dans á rósum. Hún var skapmikil, einræn og átti viö þunglyndi að stríða. Þyngdin olli henni auk þess alltaf töluverðum áhyggjum. Christina drakk ekki áfengi, hún reykti ekki en notaði róandi lyf. Áhugamál hennar snerust um skiparekstur, tísku og hún hafði mjög gaman af Bítlunum og Frank Sinatra. Christ- ina gekk aldrei með peninga á sér en lét skrifa það sem henni datt í hug hjá Onassis fyrirtækjunum. Ost- borgarar og annað skyndifæði var hennar uppáhaldsmatur. Hún átti íbúðir eða hús í Monte Carlo, París, New York, Aþenu og á grísku eyjunni Scorpio. Árið 1986 voru eignir hennar taldar vera 500 milljónir dollara nettó. Hneykslanleg framkoma Christina Onassis fæddist í New York árið 1950. Hún var með dökk- brúnt hár og brún augu. Hún gekk í allnokkra einkaskóla, bæði í Banda- ríkjunum og í Evrópu. Þegar hún var tvítug vakti hún bæöi hneyksli og reiði er hún giftist fasteignasala, Jos- eph Bolker, Los Angelesbúa sem var 27 árum eldri en hún, fráskilinn og fjögurra barna faðir. Aristotle Onassis kallaði dóttur sína alltaf „chrysomou“ sem þýðir gullstúlkan mín. Hann hafði mikið dálæti á dóttur sinni og hafði lofað henni 21 skipi að gjöf er hún yrði 21 árs. Onassis tók loforð sitt til baka er dóttirin ákvað að giftast fasteigna- salanum. Níu mánuðum síðar var hjónaband þeirra á enda og reyndi Christina þá að fyrirfara sér. Árið 1973 fórst bróðir hennar, Alex- ander, í flugslysi. Ári síðar lést móð- ir hennar í París og faðirinn dó úr hjartaslagi árið 1975, flmm mánuðum eftir dauða móður hennar. Dauðs- fóllin hvert af öðru innan fjölskyld- unnar leiddu til þess að Christina varð slæm á taugum. Það er sögð ástæðan fyrir því að hún giftist grísk- um bankaerfmgja, Alexander Andreadis. Hjónabandið entist í tvö ár, frá 1975-1977. Á þeim árum kom í ljós að Christ- ina hafði mikið viðskiptavit. Hún lét sig rekstur skipafyrirtækjanna miklu skipta og styrkti stöðu þeirra. Hins vegar stóð heimurinn á öndinni árið 1978 er dóttir auðkýfingsins gift- ist hálfsköllóttum og eineygðum Sov- étmanni, Sergej Kaúzov, en eina gull- ið, sem hann átti, var í tönnunum í honum. Christina flutti til Moskvu þar sem hún bjó með eiginmannin- um og tengdamóður sinni í tveggja herbergja íbúð. Hún lét hafa eftir sér þá að íbúðarstærðin skipti hana engu máli, hún hefði hvort eð er lifaö í svo miklum lúxus um ævina. En það reyndist fullþröngt um hana í litlu íbúðinni og árið eftir flutti hún frá Moskvu til New York. Christina los- aði sig við Sergej með því að gefa honum olíuskip. Margir voru fegnir því sögusagnir gengu um það að Sergej væri KGB-maður og það olli vestrænum leyniþjónustum miklu hugarangri ef skipastóll Onassis ætti eftir að færast austur fyrir járntjald. Lifði glæsilífi en langaði í barn Christina talaði fimm tungumál. Hún eyddi venjulega hálfu ári í húsi sínu í Monte Carlo en hinum helm- ingnum af árinu í New York, París, Scorpio og í glæsihúsi sínu í Glif- adha, sem er strandbær Aþenu. Christinu var aldrei neitt um það gefið að faðir hennar kvæntist Jackie Kennedy og þær ræddust ekki við. Eftir dauða skipakóngsins bauð Christina Jackie 26 milljónir dala, gegn því að hún gerði engar frekari kröfur í eignir Onassis. Það liðu fímm ár frá því Christina skildi við Sovétmanninn þar til hún giftist á nýjan leik - þá Thierry Ro- ussel, erfmgja lyfjafyrirtækis í Frakklandi. Ári eftir giftingu þeirra, árið 1985, fæddist þeim dóttir, Aþena, fyrsta barn Christinu sem hún hafði lengi þráð. Mánuði eftir aö barnið fæddist bauð Christina eiginmannin- um 50 milljónir dala til að losa sig við hann. Þau sáust þó oft saman eftir skilnaðinn. Barátta við aukakílóin Fréttir, sem borist hafa af Christ- inu Onassis undanfarin þrjú ár, hafa aðallega snúist um endalausa bar- áttu hennar við aukakílóin. Hún hef- ur nokkrum sinnum sést á skemmti- stöðum en þær fregnir komu ekki upp á yfirborðið fyrr en eftir dauða hennar um síðustu helgi aö hún hafi verið í giftingarhugleiöingum enn og aftur. Sagt er að Jorgen Tchomelkdjo- glou, argentínskur kaupsýslumaður og bróðir vinkonu Christinu, Marinu Dodero, hefði orðið eiginmaður hennar eftir hálfan mánuð. Christina mun hafa sýnt því áhuga að kaupa sér hús í Buenos Aires. „Mig langar aö setjast að hér,“ sagði Christina í viðtali við þekkt tímarit í Argentínu. Menn velta því nú fyrir sér hver muni taka að sér uppeldi þriggja ára dóttur Christinu sem erfir auðæfi móður sinnar, um 500 milljónir dala, sem eru tuttugu og tveir og hálfur milljarður íslenskra króna. Ekki hafa enn neinar fréttir borist af því. En víst er að heimurinn mun fylgjast með litla auðkýfingnum. (samantekt -ELA) Á líkbörunum. Hún var auðug, átti erfitt og lést aðeins 37 ára að aldri. Mynd þessi var tekin af Christinu Onassis 15. nóvember sl. þar sem hún sat í veislu i sendiráði Urugay í Argentinu. Með henni á myndinni er vinkona hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.