Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Qupperneq 16
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988. 16 Persónuleikapróf Ert þú of feiminn eða óþolandi sjálfsánægður? Sumir hafa svo miklar áhyggjur af sjálfum sér að fátt annað kemst áð. Stundum birtast áhyggjur manna af sjálfum sér í fullkominni smámuna- semi í klæðaburði eða í mikilli feimni og vandræðagangi í umgengni viö ókunnuga. Aðrir láta sér á sama standa um eigin vandamál og eru kæruleysið uppmálað í allri fram- komu. í eftirfarandi prófi eru settar fram 23 fullyrðingar sem gætu leitt í ljós hve miklar áhyggjur þú hefur af sjálfum eða sjálfri þér. Þetta próf gæti því hjálpað þér til að átta þig svolítið betur á eigin takmörkunum eða kostum. Fimm svör eru möguleg viö hverri fullyrðingu og þú gefur þér stig í samræmi við hvaða svar þú velur. í svörunum kemur fram hversu vel fullyrðingarnar eiga við þig. Svörin eru þessi: 0 = Á ekki við um mig. 1 = Á sjaldan við um mig. 2 = Á stundum við um mig. 3 = Á oft við um mig. 4 = Á alltaf viö um mig. Á eftir hverri fyllyrðingu fylgir reitur þar sem þú skráir stigin. Ef þú velur svar sem jafngildir núhi gefur þú þér ekkert sig. Ef svariö jafngildir einum gefur þú þér eitt stig og svo framvegis upp í fjóra. Að lok- um leggur þú stigin saman og berð niðurstöðuna saman við greininguna sem fylgir á eftir. 1. Ég er alltaf að reyna að átta mig á sjálfum/ri mér. (■•) 2. Ég hef áhyggjur af hvernig ég ber mig að við verk þegar aðrir sjá. (••) 3. Yfirleitt er ég mér mjög vel meðvit- andi um sjálfa(n) mig. (--) 4. Ég er lengi að ná tökum á feimni minni ef ég lendi í nýjum aðstæðum. (..) 5. Ég hugsa oft um sjálfa(n) mig. (..) 6. Ég hef áhyggjur af framkomu minni. (..) 7. Ég gleymi mér oft í eigin hugarór- um. (••) 8. Ég á erfitt með að vinna ef aðrir horfa á. (■•) 9. Ég er alltaf að gagnrýna sjálfa(n) mig. (..) 10. Það þarf lítiö til að ég verði vand- ræðaleg(ur). (•■) 11. Ég hef áhyggjur af útliti mínu. (..) 12. Ég á erfitt með að tala við ókunn- uga. (••) 13. Ég læt oft stjórnast af tilfinning- um mínum. (..) 14. Ég óttast oft að framkoma mín þyki hlægileg. (..) 15. Ég velti því oft fyrir mér eftir á af hverju ég gerði eitt eða annað. (•■) 16. Mér líður illa ef ég þarf að tala frammi fyrir fjölda fólks. (..) 17. Ég lít alltaf í spegil áður en ég yfirgef heimih mitt. . (••) 18. Mér finnst stundum sem ég sé einhvers staðar fjarri og fylgist með sjálfum/ri mér. (..) 19. Mér er ekki sama hvað öðrum finnst um mig. (..) 20. Breytingar á skapi mínu koma alltaf greinilega fram. (..) 21. Ég geri mér yfirleitt vel grein fyr- ir hvernig ég kem fram. (..) 22. Ég hugsa oft um hvernig ég bregst við þegar ég mæti vanda. (••) 23. Fjölmenni gerir mig taugaóstyrk- a(n). Niðurstaða Leggðu saman stigin sem þú hefur gefið þér. Þú getur fengið flest 92 stig ef allar fullyrðingamar eiga alltaf við Veldur framkoma þín þér oft áhyggjum? um þig. Minnst er hægt að fá ekkert stig en það er afar ólíklegt að nokkur nái því marki sem svarað hefur full- yrðingunum af samviskusemi. Greining Ef stig þín eru 63 eða fleiri: Fáir þú svona mörg stig bendir það til að þú hugsir mikiö um eigin til- finningar og gerðir. Þú átt það trú- lega til að eyða löngum stundum í að hugsa um af hveiju þú gerðir eitt- hvað svona en ekki hinsegin. Stund- um getur þessi sjálfskönnun orðið sjúkleg. Líklega er svo komið ef þú færð fullt hús stiga. Trúlega hefur þú líka miklar og óþarfar áhyggjur af áliti annarra á þér. Það kemur illa niður á sjálfs- traustinu. Þú gerir of mikiö að því að hugsa um hvað aðrir hugsa um þig. Þótt sjálfsgagnrýni sé æskileg í hófi er líklegt að þú gangir einum of langt. Ef stig þín eru 53 til 62: Þaö kemur oft fyrir þig að þú gagn- rýnir sjálfa(n) þig en þú ert ekki hel- tekin(n) af áhyggjum af áhti annarra á þér. Þú vht þekkja eigin tilfinning- ar en ólíklegt er að þú leggist í sjálfsá- sakanir þótt þér verði eitthvað á. Þessi niðurstaða bendir th að sálarlíf þitt sé í ágætu jafnvægi og að þú virð- ist hvorki eiga á hættu að lenda í óþarfa vorkunnsemi né sjálfs- ánægju. Ef stig þín eru 52 eða færri: Þú eyðir ekki miklum tíma í að hugsa um eigin tilfinningar eða framkomu. Ókunnugum finnst oft að þú gerir þér litla grein fyrir eigin takmörkun- um. Þú lítur út fyrir að vera ánægð- (ur) með sjálfa(n) þig. Þú ert örugg- (ur) í hópi ókunnugra og lætur þér yfirleitt á sama standa um álit ann- arra. ERÞAÐ1EÐAXEÐA2 30 A í byrjun vikunnar kom upp eldur í Áskeli ÞH frá Greni- vík. Báturinn var þá staddur: 1: í Seðlabankanum X: á Selvogsbanka 2: áDornbanka B í leik í handboltanum um síðustu helgi voru skoruð 63 mörk.Þaráttustvið: 1: VíkingurogFH X: AftureldingogSelfoss 2: ValurogKR Fyrirtæki, sem selur byggingarvörur, not- ar þetta merki. Það heitir: 1: JLVölundur X: Timburiðjan 2: Naglarogkrosstré D Peningaskápur fannst á óvenjulegum stað. Hann var í: 1: vörslufógeta X: kirkjugarðinumíGufunesi 2: ríkissjóði Út er komin bók um Bryndísi Schram. Höfundur bókarinn- arer: 1: JónBaldvin X: JónÓttar 2: ÓlínaÞorvarðardóttir F Steingrímur Hermannsson fékk gj öf þegar hann heimsótti flokksþing Alþýðuflokksins. Gjöfin var: 1: rós X: fjósaskófla 2: atkvæði Merki þetta er notað á þekkta bifreiðateg- und. Húnheitir: I: Studebaker X: Peugeot 2: RangeRover H Málsháttur hljóðar svo: Vogun vinnur. 1: hverjaþraut X: nemahúntapi 2: voguntapar r Sendandi 30 Heimili Rétt svar: A □ B □ C □ D □ E □ F □ G □ H □ | Héreruáttaspurningarog I hverriþeirrafylgjaþrírmögu- ' leikar á réttu svari. Þó er aðeins | eittsvarréttviðhverrispurn- ingu. Skráið réttar lausnir og I sendiðokkurþærásvarseðlin- | um. Skilafrestur er 10 dagar. Að þeim tíma liðnum drögum | viðúrréttumlausnumogveit- ■ um þrenn verðlaun, öll frá póst- I versluninni Primu í Hafnar- | firði. Þaueru: I l.Fjölskylduteppiaðverðmæti | kr. 5.430,- 2. Fjölskyldutrimmtæki að [ verðmætikr. 2.750,- I 3. Skærasetf að verðmæti 1.560,- ' Í'öðruhelgarblaðihéðanífrá | birtastnöfnhinnaheppnuen nýj ar spurningar koma í næsta I helgarblaði. I MerkiðumslagiðleðaXeða2, c/oDV, pósthólf 5380,125 | Reykjavík. , VinningshafarfyrirleðaXeða ' 2ítuttugustuogáttunduget- | raun reyndust vera: Bjarki Bragason, Sigluvogi 7,104 I Reykjavík(hitateppi);Kristín | Gísladóttir, Hlíðarbyggð 40,210, Garðabær (trimmtæki); Ragn- | heiðurBrynjólfsdóttir.Sæbraut I 17,170 Seltjarnames (skæra- ' sett). j Vinningarnirverðasendir heim. I Réttlausnvar:2-l-X-l-l-2-l-X

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.