Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988.
Bein útsending frá evrópsku kvikmyndahátíðinni í kvöld:
Verðlaunagripurmn er sambland
af ET og Hans klaufa
Alda Lóa Leifedóttir, DV, Vestur-Berlin:
Hver tekur Evrópukvikmynda-
verölaunin meö sér heim í kvöld:
Tinna, Wim Wenders, Ornella Muti,
Bille August eða einhver þeirra rúm-
lega fimmtíu manna sem hlutu út-
nefningu til kvikmyndaverðlauna i
svari Evrópu við ameríska óskarn-
um?
Hátíðin, sem haldin er í fyrsta sinn
Þetta er evrópski óskarinn. Sögur
ganga um að listamaðurinn hafi
verið fullur þegar hann skóp gripinn.
Peter Falk, öðru nafni Colombo, leikur í einni verðlaunamyndinni.
i kvöld, fer fram í Theater des West-
ens eða Leikhúsi vestursins í Vest-
ur-Berlín. Ætlunin er að hátíðin flytji
sig milli borga þótt enginn hafi boöið
sig fram til að halda næstu kvik-
myndahátíð. Það er vegna þess að
framtakiö tæmir alla stönduga borg-
arsjóði. Berlín er rétt staðsetning þar
sem hún tengir Austur- og Vestur-
Evrópu. Þátttakendur koma frá
Moskvu, Dublin, Ítalíu og íslandi.
Ekki Óskar heldur
Pétur eða Páll
í kvöld verða verðlaunin afhent
aðalvinningshöfunum. Verðlaunin
eru ekki Óskar heldur Pétur eöa
Páll eða réttara sagt keramikstytta
af veru með fugl í fanginu eftir hinn
villta, þýska listamann, Marcus
Lufebre. En verðlaunaveran er ein-
hver blanda af ET og Hans klaufa.
Illa innrættir halda því fram að
Marcus hafi verið fullur við fram-
leiðsluna eða aö hann sé jafnvel að
skopast að þessu Evrópuframtaki
með framlagi sínu.
Fjörutíu og átta kvikmyndir runnu
jdir tjaldið fyrir framan sjö manna
dómnefnd á fáum dögum og það
' besta var sigtað frá. í dómnefndinni
sitja m.a. leikarinn Ben Kingsley frá
Englandi og fleira þekkt fólk. Aðal-
spennan er fyrir úthlutun verðlauna
fyrir bestu kvikmyndina og bestu
kvikmynd ungra leikstjóra. Sjö kvik-
Ornella Muti keppir viö Tinnu Gunnlaugsdóttur um verðlaun fyrir bestan
leik kvenna.