Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Side 23
LAUGARDAGUR 26. NOVEMBER 1988.
23
Tilbúnar mýs til sölu
Du Pont-samsteypan hefur til-
kynnt áð snemma á næsta ári verið
hafm sala á tilbúnum músum. Mýsn-
ar eru búnar til með erföafræðileg-
um aðferðum. Þetta er í fyrsta sinn
sem æðri lífverur, sem hefur verið
breytt í tilraunastofum, eru boðnar
til sölu sem tilraunadýr. .
Mýsnar eru kaliaðar onkomýs
vegna þess að þær hafa í líkama sín-
um gen úr krabbameinsfrumum
manna. Þessi gen eru kölluð onko-
gen. Breytingin á músunum veldur
því að allar mýs af þessum stofni
fæðast sem krabbameinssjúklingar.
„Framleiðandi" músanna hefur
fengið einkaleyfi á þeim og er það í
fyrsta sinn sem einkaleyfi er gefið
út á dýr.
Talið er að markaðurinn fyrir nýju
mýsnar sé lítill. Þær verða eingöngu
notaðar við rannsóknir á krabba-
meini. Þó er talið að í framtíðinni
komi fram á sjónarsviöið fleiri til-
raunadýr af þessu tagi. Einkum
hugsa vísindamenn sér gott til glóð-
arinnar að búa til mýs sem eru arf-
gengir eyðnisjúklingar.
Mýs fá krabbamein likt og menn
og því hafa þær verið notaðar við
rannsóknir á krabbameini. Til þessa
hefur þurft að sprauta sýktum frum-
um í mýsnar en vísindamenn eru
ekki vissir um að mýsnar bregðist
eins við utanaðkomandi frumum og
þeim sem þær fæðast með.
En þótt vísindamenn séu kátir yfir
nýju músunum eru umhverfisvemd-
arsinnar og ýmis dýravemdunarfé-
lög lítið hrifln. „Þama er verið að
búa til dýr, fá á þeim einkaleyfi eins
og hverju öðru sköpunarverki
manna og selja þau síðan sem hvern
annan varning. Þetta er ekki okkur
að skapi,“ er haft eftir einum tals-
manni umhverfisverndarsinna. „En
við hverju er að búast þegar ekkert
er heilagt lengur nema réttur manna
til að leika sér með náttúruna."
Nú hafa tvær nýjar umsóknir bor-
ist um einkaleyfi á tilbúnum dýmm
í Bandaríkjunum og verið er að gera
tilraunir með að breyta nokkram
dýrategundum. Þar koma ekki að-
eins tilraunadýr við sögu heldur
einnig húsdýr.
Aðventukransana
færð þú hjá okkur
Einnig cillt efni
til aðventuskreytinga
GARÐSHORN íð
við Fossvogskirkjugarð sítni 40500
tmtöURM
Yfír 20 fyrirtæki sameinast undir einn hatt
með glæsilegan jólavarning
Draghálsi 14-16
Sími 67-42-90
ÁHEITASÍMINN
62 • 35•50
Sextíu og tveir svo byrjar baga
bræður og systur hlýðið á
þrjátíu og fimm ég held til haga
hverju sem okkur gagnast má
fimmtíu hjartans höfðinginn,
hringdu nú elsku vinur minn
GÍRÓNÚMERIÐ
62• 10 • 05
KRÝSUVlKURSAMTÖKIN
ÞVERHOLTI 20 • 105 REYKJAVlK
S 62 10 05 OG 62 35 50
FYRSTA HELGI í AÐVENTU
N1 fJAR VÖRUR DAGLEGA
Öpii ð i dag fra kl. 10-18 Hö,ðabakkl Næg bílastæði HiiiCTSiia- hötUn 1 !
MMAÐWM(>£ Virka daga kl. 13-19 Suðurlandsvegur / / 1 / Hestháls Grjótháls / /
Draghálsi 14-16 Sími 67-42-90 Fossháls 1/ MKÍtt Járnháls MARKADVR JÓLA • ' □ /VrS’.S' Dr.ighuls Krokhals □Bæjarhála L™ha,s