Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988. Sérstæð sakamál Erflður eftirleikur John Fenton hafði lengi verið kvænt- ur en svo kynntist kona hans, Paul- ine, öðrum manni sem hún felldi hug til og þá komst hjónaband þeirra Fentonhjóna í hættu. Svo fluttist Pauline að heiman og þá greip John til sinna ráða en hann sá ekki fyrir afleiðingar verka sinna. Árið 1957 giftu þau John og Pauline sig. Þá var amma Pauline orðin ekkja en hún tók hana til sín og bjó hún síðan hjá þeim hjónum. Hjónin nýgiftu unnu á bóndabæ er þau stofnuðu heimilið og héldu £ví áfram fyrst á eftir. Var vinnudagurinn hjá þeim oft langur en amma Pauiine reyndist þeim hjálpleg og sá að hluta til um heimilisstörfln fyrúj þau. Og þegar bömin, sem urðu alls þrjú, fóru að koma í heiminn hjálp- aði hún til við uppeldið auk þess að halda áfram að sinna heimilisstörf- unum að hluta til. Amman sem enn er á lífi, níutiu og þriggja ára gömul, vill hvorki að nafn henn- ar komi fram í þessari frásögn né að mynd af henni birtist og verður það skiljanlegt þegar lengra hefur verið lesið og hár aldur hennar er hafður í huga. Hún er þó enn allspræk' og spilar bingó á hveijum laugardegi auk þess sem hún fer reglulega út til þess að hitta gamla vini. Góða heilsu sína þakkar hún því að hún hafi ætíð haft nóg að gera um ævina. Hún er þó hrædd við að vera ein á ferð í myrkri og treystir á tengdason sinn fyrrrverandi, John, þegar hún þarf að vera á ferð eftir sólsetur þótt hann sé tregur til þess að vera mikið á ferð utan heimilsins af ástæðum sem síðar verður sagt frá, að minnsta kosti um hábjartan daginn. En nú víkur sögunni aftur að honum og konu hans. Pauline kynntist manni aö nafni Michael Ryan er þau hjón höfðu verið gift í rúma tvo áratugi og börnin þrjú voru orðin uppkomin. Sonurinn, Paul, var þá orðinn tuttugu og fjögurra ára, dóttirin Kil tuttugu og þriggja og hin dóttirin, Karen, tuttugu og eins árs. Ekki leið á löngu þar til John komst að sambandi konu sinnar og Mic- haels Ryan. Um tíma vonaði John að ekki kæmi til skilnaðar en stöðugt hallaði á ógæfuhliðina í hjónaband- inu og samband Pauline og Micahels varð stöðugt sterkara. Loks tilkynnti Pauline að hún hefði í hyggju að flytj- ast að heiman og fara að búa með Michael en lýsti jafnframt yfir því að hún myndi sækja um skilnað og vonaðist tfl aö fá hann sem fyrst. Skilnaðinn fékk Pauline svo og gengu þau Michael þá í hjónaband. 11. janúar 1984 var örlagaríkur dagur fyrir Paul- ine, mann hennar Michael, böm þeirra Pauline og Johns og ömmu Pauline. Þá bjó John enn í húsinu sem þau hjón höfðu búiö í en hjá honum var amma Pauline sem var þá komin fast að níræðu. Þennan dag fannst John að þolinmæði sín væri á þrotmn. Kona hans hafði þá verið í hjónabandi með Michael um hríð en John gat ekki sætt sig við það. Þá um daginn fór hann í heimsókn tfl Pauline og Micahels en þau bjuggu þá í Plymouth á Suöur-Englandi. Hann hafði haglabyssu með sér sem hann mun hafa falið undir frakka sínum. Er hann kom inn í hús Ryans tók hann fram haglabyssuna og skaut bæði hann og Pauline til bana. Sjálfs- morðstilraunin Er John sá Pauline og Michael liggja andvana á gólfinu komst hann aö þeirri niðurstöðu að hann gæti ekki lifað lengur. Bar hann hlaup haglabyssunnar að höku sér en hann skalf svo mikið eftir það sem hann hafði gert að skotið reið af áður en hann var búinn að miða rétt. Skaut hann af sér allan neðri hluta andlits- ins. Þótt ótrúlegt megi virðast hélt hann bæði )ífi og meðvitund og gat reyndar líka gengið. Svona flla út- leiknum tókst honum að komast á næstu lögreglustöð þar sem hann til- kynnti verknaðinn. ýmsum á óvart. Nýlega var rætt við hana um það sem gerst hafði og hún beðin um að skýra hvernig á því stæði að hún gæti búið undir sama þaki og maðurinn sem myrt hefði barnabam hennar. Svar gömlu konunnar var á þessa leið: „Ég var því mjög mótfallin að barnabamið mitt, hún Pauline, skyldi yfirgefa mann sinn og heimfli. Með því syngdaði hún og hann elsk- aði hana. Ég get þó hins vegar ekki annað en fordæmt verknað Johns. Hann myrti hana og nýja eigin- manninn." Amman er trúuð kona og mun það vera trúin sem hefur hjálpað henni til að umbera John þrátt fyrir allt þótt allajafna hafi hún ekki mörg orð um það. Hún rökstyður því einnig afstöðu sína með því að hún vflji alls ekki fara á elliheimili. Böm Johns búa öll í nágrenni við hann en Pauline og John með börnum sínum. í sjúkrahús Lögreglan fór þegar á staðinn en sá um leið til þess aö John Fenton yrði komið í sjúkrahús án tafar. Læknamir sáu þegar að hann var afar illa leikinn. Tungan var horfin og hlutar af munni og hálsi en að auki var neðri kjálkinn að mestu í burtu. í tvö ár unnu læknar að því að reyna aö laga andlitið á John Fenton en það hefur þó reynst þeim um megn að gefa honum fyrra útlit enda ekki mögulegt. Pauline og John við brúðkaup annarrar dótturinnar. afmælistertuna og sér um alla matar- gerð. Sjálfur getur hann þó ekki tugg- iö svo hann verður að hakka veislu- matínn áður en hann getur látið hann ofan í sig sem og allan annan mat sem hann borðar. Hann verður að borða matinn liggjandi á bakinu því annars kemur hann honum ekki niður. Og þegar hann drekkur gerir hann það með sérstöku tæki sem hann hefur smíðað sjálfur. Réttarhöidin í málinu fóm fram er sakboming- urinn var orðinn hæfur tfl að koma í réttarsal en þá var rannsókn að fullu lokið. Niðurstaða réttarins kom ýmsum á óvart því um alvarlegan glæp var að ræða. John Fenton var dæmdur í þriggja ára fangelsi en það er dómur sem venjulega er kveðinn upp yfir þeim sem orðið hafa einhverjum að bana með gáleysi. Gefin var sú skýring á því að dóm- urinn skyldi ekld vera þyngri að John Fenton yrði að lifa með það andlit sem hann nú hefði allt tfl ævi- loka og væri það í sjálfu sér þung refsing. John er nú laus úr fangelsinu og býr með ömmu Pauline eins og hann gerði fyrir ódæðið. Hefúr það komið sem hann hefur og andlitið sem er honum stöðug áminning um það sem hann gerði. Fer sjaldan út John Fenton lætur sjaldan sjá sig á almannafæri. Hann lætur sér hins vegar mjög annt um barnabömin sín og segist í raun lifa fyrir þau. Kveðst han mjög glaður yfir því að þau skuli fá að heimsækja hann og hann megi gefa þeim smágjafir. Þegar þau eiga afmæli bakar hann „Hugsa oft um hana" „í rauninni var það ekki ætlun mín að verða þeim Pauline og Mic- hael að bana,“ segir hann. „Pauline var mér eins kær og þegar við giftum okkur á sínum tíma. Og það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki inn hana og allar þær góðu stundir sem við áttum saman þar tfl hún fór frá mér fyrir sjö árum.“ Fréttamaður sem ræddi nýlega viö John Fenton á heimili hans segir að hann hafi verið opinskár við sig en greinflegt sé að fortíðin sé hluti af daglegu lífi hans. Allt líf hans mótist af því sem hann gerði. Þannig sé hann að miklu leyti bundinn við heimiliö vegna útlits síns enda veki andlitið minningar þeirra sem tfl hans þekki og málsins. Þar við bæt- ist að hann býr í litlu þorpi þar sem flestir þekkjast. Síðasta spumingin sem fréttamað- urinn lagði fyrir John, áður en við- talinu lauk, var sú hvers hann ósk- aði sér helst í lífinu. Svarið kann að koma á óvart vegna útlitsins. „Ég vfldi gjarna eignast nýja konu,“ sagði hann. hann býr í litlu þorpi í Comwall þar sem hann ræktar blóm í litlu gróður- húsi í frístundum. Þeim þykir ekki eins vænt um föð- ur sinn og þeim þótti áður en hann varð móður þeirra að bana. Það hef- ur þó mýkt þau í afstöðu þeirra tfl hans að hann hefur margoft lýst því yfir við þau að hann sjái mjög eftir því sem hann gerði. Ekkert þeirra hefur þó vfljað fyrir- gefa honum verknaðinn en þau vor- kenna honum að þurfa að lifa tfl æviloka með þá slæmu samvisku

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.