Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988.
Kreppir að hjá Stöð 2:
Aðhald og fækkun starfsfólks
- Jón Óttar Ragnarsson segist vera búinn að ná markmiðinu
Jón Óttar Ragnarsson, sjónvarps-
stjóri á Stöð 2, er ýmist talinn
kraftaverkamaður, sem rifið hefur
heila sjónvarpsstöð upp á tveimur
árum, eða sjálfsánægður snobbari
sem þrengir' sér inn í dagskrá
stöðvarinnar nær daglega. Hann
er umdeildur maður sem sviðsljós-
ið hefur skinið á hvað skærast und-
anfarin ár enda segist hann geta
gefið út heila bók með gróusögum
um sig. Hvað sem fólki finnst um
manninn sjálfan er sjónvarpsstöð-
in, sem hann kom upp, veruleiki.
Hún væri ekki til án dugnaðar og
þrautseigju.
Margir hafa velt fyrir sér stöðu
Stöðvár 2 nú þegar skórinn kreppir
og samdráttar gætir í þjóöfélaginu.
Stöðin hefUr þanist út með ótrúleg-
um hraða á stuttum tíma. Svim-
andi launagreiðslur eru títtnefndar
í sambandi við fyrirtækið og oft er
talaö um óhóílega eyðslusemi eig-
enda.
„Viö gerðum okkur grein fyrir
því, er við hófum göngu Stöðvar
2, að fólk hungraði í meifa afþrey-
ingarefni, bíómyndir og þess konar
efni. Það var stór markaður fyrir
hendi. Samt gerðum við okkur ekki
grein fyrir, fyrst i stað, að stöðin
myndi vaxa svo fljótt. Hér byrjuðu
flmmtán manns en í dag vinna fyr-
ir Stöð 2, þegar allt er talið, hátt á
annað hundrað manns. Fastur
kjarni starfsfólks er líklegast í
kringum sjötíu manns, hitt er
lausráðið fólk,“ segir Jón Óttar.
Markinu náð
„Við höfum verið með mikla út-
þenslu á þeim tveimur árum sem
liöin eru. Nú teljum við okkur vera
búin að ná því marki sem viö æt-
luðum okkur, þ.e. að ná þeirri
markaöshlutdeild sem viö ætluð-
um að ná. Nú munum við hægja
ferðina og einbeita okkur að því að
styrkja reksturinn í því ófremdar-
ástandi sem framundan er í þjóð-
félaginu. Það er kominn ákveðinn
stöðugleiki. Breytingar eiga sér
stað um þessar mundir á tækni-
sviðinu. Starfsfólki verður fækkað
í tæknideild þar sem við erum að
taka í notkun nýjar upptökuvélar
með hljóðupptöku þannig að hljóð-
menn veröa óþarfir. Við erum jafn-
framt að koma á ákveöinni hag-
ræöingu og stefnum á að stöðin
geti starfaö með um eitt hundrað
manns í báðum fyrirtækjum. Það
er helmingi færra fólk en þarf á
ríkissjónvarpinu. Ég neita því að
sjálfsögðu ekki aö við beitum miklu
aðhaldi í rekstri."
Nokkrar breytingar eiga sér stað
í húsnæðismálum stöðvarinnar um
þessar mundir. Verið er að innrétta
nýtt eigið húsnæði á tveimur hæð-
um. íslenska sjónvarpsfélagið
keypti aðra hæðina og Myndverið
hina. Húsnæðið að Krókhálsi 4, þar
sem nú eru auglýsingaskrifstofur
og nokkrar deildir dagskrárinnar,
verða þá fluttar yflr í nýju húseign-
ina. Stöð 2 er tvö fyrirtæki, annars
vegar Sjónvarpsfélagið og hins veg-
ar Myndverið. Sjónvarpsfélagið
kaupir stóran hluta allrar tækni-
vinnu af Myndverinu. Jón Óttar
segir að margoft hafi sú hugmynd
komið upp að sameina þessi tvö
fyrirtæki en það getur líka haft sína
ókosti, segir hann. „Sjónvarpsfé-
lagið hefur áhuga á að kaupa
tæknivinnu af öðrum fyrirtækjum
líka og minnka kaup frá Myndver-
inu. Sá áhugi er gagnkvæmur. Það
er öllum'hollt að standa á eigin fót-
um.“
Reynum að losna
undan vöruskiptum
Jón Óttar segir aö á Stöð 2 sé
hundrað prósent aukning í auglýs-
ingum frá því í nóvember 1987.
Þegar hann er spurður hvort það
séu ekki auglýsingar sem greiddar
eru í vöruskiptum svarar hann því
neitandi. „Við vorum mjög smáir í
auglýsingum í upphafi. En við er-
um enn í sókn. Ef þessi samdráttur
væri ekki í þjóðfélaginu væri aukn-
ing okkar enn meiri. Vöruskipti
var aðferð til að koma hlutunum í
gang og skynsamleg á sinn hátt.
Núna erum við að losa okkur und-
an vöruskiptum og viljum fá aug-
lýsingarnar borgaðar fullu og fóstu
verði. Viö brunnum inni með
hækkun á auglýsingaverði í verð-
stöðvuninni og reynum af krafti að
koma í veg fyrir undirboð á mark-
aðnum."
Veltir
milljarði a an
Stöð 2 er fyrirtæki sem veltir
milljarði á ári eftir því sem Jón
Óttar segir. Slíkt stórfyrirtæki þarf
útsjónarsaman og reynslumikinn
íjármálastjora. Stöð 2 hefur aö urid-
anfórnu sóst eftir að fá Jón Sig-
urðsson, fyrrum framkvæmda-
stjóra Miklagarðs, í það starf. Búist
er við að Jón gefi svar eftir helg-
ina. Jón Óttar segir að fleiri komi
til greina en vill ekki nefna nöfn í
því sambandi.
„Sigurður Kolbeinsson var okkar
fjármálastjóri. Hann stjórnar nú
nýju þróunarsviði."
Ekkert byggt
Sögusagnir hafa gengið um að við-
skiptabanki Stöðvar 2, Verslunar-
bankinn, hafi séð ástæðu til að vara
stöðina við frekari útþenslu. „Þetta
er rangt,“ segir Jón ðttar. „Það er
samdráttur í öllu þjóöfélaginu sem
við verðum varir við og finnum
fyrir eins og allir aðrir. Við sjáum
litla peninga eins og aðrir. Allt er
greitt í víxlum og bréfum. Það er
auðvitað ljóst að það getur orðið
mjög erfitt efnahagsástand í þjóð-
félaginu á næsta ári. Viö reiknum
með því í okkar áætlun fyrir næsta
ár að það geti orðið verulegur sam-
dráttur á auglýsingamarkaönum.
Það er öllum fyrirtækjum hollt í
dag að skera niður sín plön og rifa
seglin. Auk þess er búið að hræða
fólk með þjóðargjaldþroti og öðru
slíku. Nú er ekki tími til aö vera
með miklar íjárfestingaráætlanir
og önnur plön.“
Jón Óttar segir að áætlanir um
byggingu á lóð, er Stöð 2 fjárfesti
í, væru úr sögunni í bili. „Viö eig-
um þessa lóð en komum ekki til
með að nota hana á næstunni."
Hótel ísland ekki
heppilegt stúdíó
Áhorfendur hcifa orðiö varir við
samdrátt að því leyti að innlend
dagskrárgerð hefur dregist saman.
„Það fer nú eftir hvernig á það er
litið,“ segir Jón Óttar. „Innlend
dagskrárgerð dregst alltaf saman
yfir sumartímann. Þaö eina sem
við höfum lagt niður eru beinu út-
sendingarnar frá Hótel íslandi. Við
ætluðúm að breyta salnum í stúdíó
en öröugt var aö láta dæmið ganga
upp. Það var erfitt að fá áhorfendur
og mikið umstang í kringum alla
hluti. Stefnan er að vera með mikið
innlent efni en við fáum meira út
úr peningunum á aðra vegu en að
vera með svona skrautsýningar.
Þátturinn Þurrt kvöld er enn á
dagskrá þótt bingóið hafi dottið út.
Hann var gerður í samvinnu við
SÁÁ en skilaði ekki nógu miklu
fyrir þá. Viö höldum hins vegar
áfram. Vandinn var sá að það er
erfitt að koma bingói til skila í sjón-
varpi. Fyrst reyndum við að hafa
bingóið sem aðalatriði en þá duttu
út áhorfendur sem ekki höfðu
áhuga á þvi. Síðan reyndum við að
hafa skemmtiatriði með bingóinu
en þá varð bingóið út undan og dró
úr áhuganum á því. Ef leiðir Stöðv-
ar 2 og Vogs liggja saman aftur
verður það að vera á nýjum og
ferskum nótum.“
Jón Óttar segir að nokkur ásókn
sé hjá fyrirtækjum að komast í
samvinnu í þáttagerð. „Nýjasta
dæmið er Laugardagur til lukku
sem hefur heppnast vel. Þættirnir
Heil og sæl hafa einnig gengið vel.
Þeir hafa verið kostaðir af fyrir-
tækjum. Það þyrfti bara að vera
meiri áhugi hjá ríkinu að gefa þess-
um fyrirtækjum skattaívilnanir
vegna kostunar. BBC hefur fengið
skipun frá Margaret Thatcher um
að fara meira út í að láta fyrirtæki
greiða þætti. Besta og menningar-
legasta sjónvarpið í Bandaríkjun-
um er rekiö á þennan hátt. Hér á
landi hefur ríkiö verið mjög tregt
að koma til móts viö fyrirtæki sem
vilja leggja fé í menningarmál."
- Getum við kallað Pepsi popp og
þáttinn Laugardag til lukku menn-
ingu?
„Við verðum að vera með
ákveðna afþreyingu. Ég myndi
segja að Heil og sæl væri menning.
Ég veit ekki hvort popp er menn-
ing. Mér skilst aö Listahátíð hafi
gengið treglega að draga mörkin.
Ég held að það sé hluti af okkar
dægurmenningu og geri ekki lítið
úr því. Nærmyndar-þættir og önn-
ur slík viðtöl ogumfiöllun um lista-
fólk er hluti af okkar menningu.
Sama gildir um heimildarmyndir
um Halldór Laxness og Jón Sig-
urðsson forseta."
í hlutverki
dómara
Jón Óttar hefur i sínum höndum
dagskrárgerð á hinum ýmsu þátt-
um og þykir sumum nóg um.
Heyrst hefur að hann sé að spara
sér laun dagskrárgerðarmanna en
aðrir halda því fram að áhuginn á
þáttagerö sé gífurlegur hjá sjón-
varpsstjóranum. Mörgum fannst til
dæmis skrýtið aö sjá hann í hlut-
verki dómara. Jón ðttar hlær þeg-
ar hánn er spurður út í þetta. „Eg
fór fyrst og fremst út i dómarahlut-
verkið í Rödd fólksins vegna þess
að ég hef mikinn áhuga á þess kon-
ar þáttum. Kannski settist ég í dóm-
arastól til að ögra áhorfandanum.
Mín áhugamál eru á menningar-
og fræðslusviði. Ég ætla að halda
áfram með þá þætti þó að það veröi
ekki endilega með lögfræðingum.
Það verður gott að geta gripið til
Raddar fólksins þegar upp kemur
mál í þjóðfélaginu sem þarfnast
umfiöllunar. Ég hef ákveöið að
þættirnir verði ekki reglubundið á
dagskrá heldur teknir upp þegar
einhver umdeild mál koma upp.
Það var 38% horfun á síðasta þátt
í læstri dagskrá sem sýnir áhug-
ann. Ég skal þó viðurkenna að þátt-
urinn gæti orðið vandræðalegur
þegar við erum meö fólk sem ekki
hefur verið á skjánum áður. Hins
vegar viljum við gjarnan fá nýtt
fólk í stað þess að vera alltaf með
sömu andlitin.
Fékk hugmynd
í Hollywood
Ég hef, auk þess að stjórna Rödd
fólksins, skrifað handrit að heilsu-
þáttunum og hefði sjálfsagt þurft
að borga milljón fyrir það. Annars
veit ég ekki hvort margir hefðu
viljað taka það verkefni að sér. Ég
kom inn í aðalbókabúö UCLA-
háskólans í Hollywood og var að
leita að bókum um heilsu. Þar voru
engar til en aragrúi af bókum um
níðþröng sérsvið innan heilsufræð-
innar. Þá fór ég á sjónvarpsmynda-
markaðinn og athugaði hvort ein-
hverjar myndir værú til um heilsu
almennt en svo var ekki. Þegar ég
sá hversu lítið var til af heilsuefni
fékk ég hugmyndina aö heilsuþátt-
unum.“
Jón Óttar er einnig með viðtals-
þætti á sunnudagskvöldum og í
næstu viku mun hann taka
jólabækurnap fyrir og gefa þeim
einkunn. Hann er þegar kominn
með nokkurn stafla af nýjum bók-
um í hillurnar hjá sér á skrifstof-
unni. Margir undrast hvemig hann
getur komist yfir allt þetta en Jón
Óttar gefur þá skýringu að hann
treysti á starfsfólkið í kringum sig.
„Ég skipti mér ekki af markaðs- eða
fiármálum. Það sem ég geri helst
er að fylgjast með að allir vinni sín
störf og gef viðvaranir eða spark
ef á þarf að halda. Það er lögmál
hjá mér að skipta mér ekki of mik-
ið af því sem aðrir eru að gera nema
ef þeir standa sig ekki. Við erum
komnir í þá aðstöðu núna að allir
vinna sjálfstætt. Hér eru oft fundir
með öllum sviðum. Við ræðum um
allt frá útsendingarmistökum upp
í þáttagerð. Það sem við erum óán-
ægöir með er of mikill kostnaður
og það er mál sem við erum að laga
núna. Hvað mig varðar þá hef ég
talsverðan tíma til að gera það sem
ég hef áhuga á. Ég hef þá skoðun
aö ef við myndvæöum ekki ís-
lenska menningu þá sé hún búin
aö vera. Ef Stöð 2 hefði ekki komið
til væru gervihnattadiskar á öðru
hverju húsi og ríkissjónvarpið
hefði ekki getað staöiö af sér það
dæmi.
Ekki markaður
fyrir þriðju
stöðina
Spurningin var hvort við vildum
fá Rupert Murdoch hingað og
gervihnattasjónvarp með 90%
kostnaðar í tæknivinnu og 10%
innihaldi eða styðja íslenska menn-
ingu. Markaðurinn er fullmettur
og getur ekki boriö þriðju stöðina.
Það myndi þurfa ótrúlega fiár-
sterka og úthaldsmikla aðila til að
halda út í þá samkeppni sem er á
þessum markaði og til að halda
velli. Ég tel að þriðja stöðin eigi
ekki möguleika. Það kostar tvö
hundruö milljónir að setja sjón-
varpsstöö á laggirnar og ekki undir
fimm hundruð milljónum aö reka
hana á ári. Fjármagnskostnaður er
einnig hár og kæmi sem viðbót.“
Hundrað starfs-
umsóknir á viku
Sögur hafa heyrst um háar lau-
nagreiðslur hjá Stöð 2 og Jón Óttar
segir að hundrað umsóknir um
störf berist í hverri viku. „Stöö 2
er nú alltaf saumaklúbbaefni," seg-
ir Jón Óttar. „Launagreiðslur hér
eru ekkert mjög háar. Yfirleitt er
90% af því sem sagt er um okkur
rangt. Við yfirbuðum nokkra aðila
sem byrjuðu hér í upphafi, aðila
sem við þurftum á að halda. í dag
þurfum við ekki að yfirborga
starfsmenn. Við erum raunsæir,
erum ekki með þennan rígskorð-
aða launataxta ríkisins en borgum
fólki laun sem hægt er aö lifa af.
Hins vegar höfum við skorið niður
alla yfirvinnu."
Sjötíu prósent af tekjum Stöðvar
2 koma inn í formi áskriftargjalda.
Jón Óttar segir að þeir fái ekki
mjög miklar tekjur af auglýsingum
þar sem greiða þurfi 20% söluskatt
af þeim. „Söluskatturinn er mjög
óréttlátur og fáránlegur. Auk þess
þurfum við aö borga 10% menning-
arsjóðsgjald. Kostnaður við að
skeyta saman auglýsingar er einn-
ig mikill. Vegna þessa eru auglýs-
ingar aukabúgrein hjá okkur. Það
er mjög slæmt því báðar sjónvarps-
stöövarnar þyrftu að einbeita sér
meira að auglýsingamarkaðnum.“
Æ færri kvarta
Kvartanir til stöðvarinnar fara
sífellt minnkandi að sögn Jóns Ótt-
ars. Hann segir að mikið hafi verið
um kvartanir vegna endúrsýninga
en nú hafi verið tekið á því máli.
Margir tala um að Stöð 2 sýni
verstu og leiðinlegustu bíómynd-
irnar um helgar. „Ég hef heyrt
þetta og mér finnst sjálfum að bíó-
myndirnar um helgar séu of mis-
jafnar. Við erum að taka það mál
fyrir og munum bæta uppröðunina
á kvikmyndum. í gangi eru margir
samningar um ákveðna pakka af
kvikmyndum og þar af einn eða
tveir sem við erum ekki nógu án-
ægðir með og höfum í huga að fá
breytt. Minni kvikmyndaverin eru
oft með frískara efni og við viljum
auka viðskipti við þau. Það er kom-
in viss þreyta í stóru kvikmynda-
verin.“
Jón Óttar segir að innanhúss á
Stöö 2 séu oft mikil átök meðal
manna. „Þaö er mikiö um egótripp-
ara hér og menn eru ekki alltaf
sammála. Oft er ágreiningur um
dagskrárstefnu. Ég þarf stundum
að berja í borðið því það veröur
einhver aö taka af skarið. Það er
ekki beint vinsældaauðgandi að
vera í stöðu sem þessari. Engu að
síður er andinn ágætur. Annars
finn ég fyrir því að fólk hefur feng-
iö ranga mynd af mér sem ég hef
aldrei leiörétt. Margir líta á mig
sem eyðslusaman trúð. Þetta er
ekki rétt því maður næði engum
árangri í fyrirtæki sem þessu nema
vera vel á verði gagnvart kostn-
aði.“
Hefur ekkert
að fela
Jón Óttar hefur verið opinskár
um einkalíf sitt og segist ekkert
hafa að fela í þeim efnum. „Maður
sem er í sviðsljósinu kemst ekki
undan því að vera milli tannanna
á fólki. Ef menn þola það ekki ættu
þeir ekki að starfa hjá sjónvarpi.
Mér finnst betra, ef fólk þarf að
ræða mitt einkalíf, að það sé sann-
leikanum samkvæmt. Ég er of upp-
tekinn til að hafa áhyggjur af
slúðri. Mér þykja íslendingar yfir-
höfuð of lokaðir. Gróusögur og
saumaklúbbaslúður verða til af því
aö menn eru að fela eitthvaö í eigin
einkalífi. íslendingar geta margir
hverjir afvopnað sínar gróur meö
því að vera opinskáir," segir Jón
Óttar Ragnarsson sjónvarpsstjóri.
-ELA