Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Page 31
LAUGARDAGUR 26. NÓVÉMBER 1988. 47 Conatakeppnin festust í tvöfaldri einlita kastþröng A-v Sænska byggingafyrirtækið Con- atagruppen AB stóð nýlega fyrir bridgehátíð með veglegum peninga- verðlaunum. Hátíðin hófst með Conata Swiss parakeppni - tvímenningi með Butl- erútreikningi. Svíamir Morath og Bridge ísak Sigurðsson Bjerragárd sigruðu og hlutu að verð- launum 15.000 sænskar krónur. Nils- land og Wirgren urðu í öðru sæti með 10.000 'sænskar krónur. Síðan kom sveitakeppni sex valdra sveita sem allar voru styrktar af stór- fyrirtækjum. Sigursveitin var sveit Sydsvenskan en í henni spiluðu Danimir Möller, Pedersen, Blakset og Werdelip og hlutu þeir að launum 25.000 sænskar krónur. í öðm sæti var sveit Conata en í henni spiluðu Fallenius, Lind- quist, Nilsland, Wirgren, Koch og Auken. Þeirra umbun var 10.000 sænskar krónur. Hér er athyglisvert spil úr keppn- inni. A/A'V * DG842 V G3 ♦ 74 + KG82 * 7 V D109652 ♦ DG986 + D ♦ Á653 V K8 ♦ K53 + Á975 Hér sjáum við tvo góðkunningja frá Bridgehátíð kljást, Lars Blakset í norður og Bjöm Failenius í austur. Sagnir gengu þannig: Austnr Suður Vestur Norður 2T dobl 2H 2S pass pass 3H 3S pass pass pass Tveggja tígla opnunin sýndi annað- hvort veika opnun með öðmm há- htnum eða tveggja hta hönd með háht og láglit og um það bil átta punkta. A-v geta unnið fjögur hjörtu, en á flestum borðum vora spilaðir tveir eða þrír spaðar. Fahenius spilaði út laufadrottn- ingu, Blakset drap á kónginn, spilaði spaðaás og meiri spaða. Aftur kom lauf, Blakset drap, tók trompið af vestri og síðan bæði laufin. Síðan tók hann trompin í botn og þegar því síð- asta var spilað vom a-v í kastþröng sem kallast gæti „tvöföld einhta kast- þröng“: ♦ 4 V G3 ♦ 74 + - ♦ - V Á7 ♦ Á102 + - ♦ - V K8 ♦ K53 + - Þegar spaðafjarkanum er spilað má hvomgur vernarspharinn kasta hjarta (þá getur sagnhafi spilaö hjarta) en ef báðir kasta tígh þá spil- ar sagnhafi tígh og bíður eftir því að þeir hreyfi hjartalitinn. * 1S.1U9 V Á74 ♦ Á102 1 f\CAO Guðmundarmót Svo kahað Guðmundarmót var haldið á Hvammstanga 5. nóvember og er það í 9. sinn sem mótið er háð. Úrsht uröu þessi: Stig Staður 1. ReynirHelgason-TryggviGunnarsson 128 Akureyri 2. Jón Sigurbjörnsson-ÁsgrímurSigurbjörnss. 125 Siglufirði 3. Karl Sigurðsson-Bragi Arason 124 Hvammstangi 4. PéturGuðjónsson-Anton Haraldsson 122 Akureyri 5. Rúnar Ragnarsson-Unnsteinn Arason 121 Borgarnes 6. Aðalbjörn Benediktsson-Kristján Björnsson 100 Hvammstangi 7. Unnar Guðmundsson-Erlingur Sverrisson 96 Hvammstangi 8. Anton Sigurbjörnsson-Bogi Sigurbjörnss. 90 Siglufirði 9. Eggert Levy-Ragnar Ingason 52 Hvammstangi 10. Gunnar Berg-Stefán Sveinbjörnsson 36 Akureyri 11. GuðjónJónsson-KariBjörnsson 34 Hólmavík 12. Kristján Axelsson-Örn Einarsson 27 Borgarfirði 13. Kristján Guöjónsson-Stefán Ragnarsson 3 Akureyri 14. Ólafur Jónsson-Steinar Jónsson 3 Siglufirði 15. EinarJónsson-ÖrnGuöjónsson -4 Hvammstangi Keppnisstjóri var ísak Öm Sigurðsson. Mótið fór vel fram og geysispenna ríkti þar sem aðeins 7 stiga munur var á 1. og 5. sæti. BLAÐ BURÐARFÓLK REYKJAVIK Safamýri Háaleitisbraut 11-52 Tjarnargötu Suðurgötu Bólstaðarhlið 40-út Kleppsveg 2-60 Suðuriandsbraut 4-16 Síðumúla % ^ AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 SIMI 27022 Svíinn Magnus Wieslander brýst hér í gegnum íslensku vörnina á Spánarmótinu en þár sótti hann þó ekki það gull í greipar íslendinga sem raunin varð á er kom að ólympiuleikunum í Seoul. y Símamynd Reuter A meðal bestu á nýjan leik Nú stendur handknattleiksver- tíðin sem hæst og þegar um þriðj- ungur af mótinu er afstaðinn verður ekki annað sagt en að handknattleikurinn, sem liðin hafa sýnt fram að þessu, hafi ver- ið nokkuð góður. Þó er nokkuð ljóst að liðin í 1. deild skiptast í tvo hópa hvað getu snertir. Fjög- ur hö em í nokkmm sérflokki en önnur standa þeim talsvert að baki. í þessum pistli langar mig að fjalla um handknattleikinn og inn í þá umfjöhum mun fléttast íslandsmótið og landsliðið okkar í handknattleik. Mikið álag á leikmenn í 1. deild fram að jólum Leikmenn eru undir miklu álagi því íslandsmótið er keyrt á miklum hraða en fyrri umferð- inni verður lokið fyrir jól. Tveir leikir era hjá hverju liði nánast í hverri viku og þar við bætast æfingar hjá félögunum. Að auki er tvö félög ennþá með í Evrópu- mótunum. Leikjunum í íslands- mótinu hefði veriö raðað örðuvísi niður ef íslenska landsliðinu heföi tekist að halda sér áfram í A-flokki handknattleiksþjóða en því miður tókst það ekki eins flestum er kunnugt. Þeir sem fylgst hafa með ís- landsmótinu eru á einu máh um að Valur hefur á aö skipa lang- sterkasta liðinu enda hefur það sýnt mikla yfirburði í leikjum sínum á mótinu fram til þessa. Hvergi er veikan blett aö vinna í liðinu, hvort sem litið er á varn- arleik eða sóknarleik. Hafa nokkrir á orði að liðið sé jafnvel enn sterkara en hið fræga lið Valsmanna sem gekk undir nafn- inu mulningsvélin fyrir um tíu árum síðan. Ekki kæmi undirrit- uðum á óvart þótt Valsmenn stæðu uppi sem sigurvegarar á Islandsmótinu í vor þótt mikið vatn eigi eftir að renna til sjávar. Komast Valsmenn alla leiö í úrslit í Evrópukeppninni? Það er mín skoðun að KR-ingar eigi eftir að velgja Valsmönnum undir uggum í vetur en þesái hð hafa ekki enn mæst í deildinni. Bíða margir eftir þeirri viöureign með mikhli eftirvæntingu. Ef ég held áfram umfjöllun minni um Valshðiö kemst ég ekki hjá því að minnast á möguleika þess í Evrópukeppninni en innan skamms mætir það svissnesku meisturunum í 2. umferð. Ég tel að svissneska hðið eigi ekki að vera nein hindmn fyrir Valshðið að komast í 3. umferð. Það eru nokkur ár síðan íslenskt félagshð hefur átt eins góða möguleika að komast langt í Evrópukeppni meistarahða. Ég yrði ekki hissa þótt hðið færi í undanúrsht og jafnvel aha leiö í úrshtin. Þegar hlé verður gert á íslands- mótinu í handknattleik um miðj- an desember er langt frá að hand- knattleiksmenn leggi árar í bát, en þá hefst undirbúningur lands- hðsins fyrir b-heimsmeistara- keppnina í Frakklandi af fuhri alvöru. Undirbúningstíminn, sem liðið fær fyrir keppnina, er ekki langur og verður því að nýta hann th hins ýtrasta. Vera kann að tíminn fyrir keppnina dugi þó því að liðið ætti að búa að þeim undirbúningi sem það fékk fyrir ólympíuleikana. Mikið álag kom í veg fyrir góöan árangur á ÓL Mikið hefur hefur verið fjallað um árangur íslenska landsliðsins í Seoul og ætti því að vera óþarfi að skrifa um það frekar. En mig langar þó í fáeinum orðum að bæta þar við. Þegar Bogdan landsliösþjálfari lagði fram æf- ingaplanið fyrir ólympíuleikana höfðu margir á orði að þetta væri ekki leggjandi á nokkurn mann, landsliðsmennimir myndu fljót- lega fá upp í háls af þessu öllu saman. Það kom líka á daginn að þetta reyndist liðinu um megn, leikgleðin var farin út í veður og vind, en hún er lykillinn að vel- gengni hvers hös, í öllum íþrótt- um sem nöfnum tjáir aö nefna og því fór sem fór. Liðið stefndi að öruggu sæti en í staðinn urð- um viö að kyngja þeim erfiöa bita að falla niður í b-hóp handknatt- leiksþjóða. Ég fylgdist náið með hðinu á öllum undirbúningstímanum og slóst í för með því á mót í Austur- Þýskalandi sem haldið var í júlí. Þá virtist manni liðið sterkt en samt voru tveir mánuðir th ólympíuleikanna, en eftir því sem á leið fór höinu aftur að mínu mati þótt inn á mhli hafl unnist ágætir sigrar. Álagið á leikmenn var ahtof mikið og þegar kom að stóru stundinni voru menn búnir að fá ógeð aö handbolta svo tekið sé þannig til orða. Menn eru nú reynslunni ríkari Núna eru menn almennt reynsl- unni ríkari og allt verður lagt í sölumar th að endurheimta sætið á meðal a-þjóða í handknattleik. Alhr þeir leikmenn, sem skipuðú íslenska landshðið á ólympíuleik- unum, ætla að vera með í b- keppninni og koma hðinu á nýjan leik í hóp þeirra bestu. Mönnum urðu á mistök í undirbúningi ólympíuleikanna en með þau mistök að leiðarljósi mun liðið og stjórn HSÍ kappkosta að gera sitt besta og gott betur því eins og fyrri daginn mun öll íslenska þjóðin styðja við bakið á strákun- um . Jón Kristján Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.