Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Síða 32
48 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988. Handknattleíkur unglinga_______ Reykjanesmót: Breiðablik sigraði Hauka í úrslitaleik - keppni aðeins lokið í 5. flokki karla í byrjun október fór fram keppni í Reykjanesmóti 5. flokks karla og fór keppnin fram í íþróttahúsinu í Hafn- arflrði. Átta lið tóku þátt í keppninni að þessu sinni og var leikið í tveimur riðlum og síðan var leikið til úrslita um sætin átta. UBK sigraði í A-riðli örugglega og virtist ekkert lið þar geta stöðvað sigurgöngu liðsins. Það sigraði FH, 13-8, Stjörnuna, 14-7, og UMFN16-1. FH varð í ööru sæti A-riðils eftir sigur á Stjörnunni, 4-3, og var varn- arleikur beggja liða til fyrirmyndar. Stjarnan varð síðan að gera sér þriðja sætið að góðu en UMFN rak lestina. Haukar unnu einnig örugga sigra í B-riðli. Þeir sigruðu HK, 13-9, UMFG, 15-9, og Gróttu, 15-8. HK og UMFG sigruðu bæði lið Gróttu og innbyrðisleikur þeirra endaði með jafntefli þannig að hag- stæðari markatala HK færði þeim annað sætið í B-riðli og þar með rétt til þess að leika gegn FH um brons- verðlaunin. UMFG varð því í þriðja sæti og lék gegn Stjörnunni um fimmta sætið en 13 V Þessir knáu piltar skipa hinn sterka 5. flokk Breiðabliks sem bar sigur úr býtum á Reykjanesmótinu. Grótta og UMFN léku síðan um sjö- unda sætið. Liðin í A-riðli sigruðu öll í úrslita- leikjum sínum. UBK sigraði Hauka örugglega í leik um 1. sætið, 15-7, FH tryggði sér þriðja sætið með sigri á HK,_ 16-13. Stjarnan varð í fimmta sætí eftir sigur á UMFG, 19-6, og UMFN í áttunda sæti en liðið sigraði Gróttu, 10-7. 5. flokkur karla: KR sterkara á endasprettinum - sigraöi Víking í stórskemmtilegum úrslitaleik Það var greinilegt þegar leikur Vík- inga og KR-inga hófst að hörkuleikur var í uppsiglingu. Bæöi liðin ætluðu sér sigur og ekkert annað. Það voru Víkingar sem skoruðu Hér er eitt marka KR í uppsiglingu í úrslitaleiknum gegn Vikingi sem KR vann, 15-12. fyrsta markið og var þar á ferðinni Þorbjörn Sveinsson en Andri Sig- þórsson jafnaði að vörmu spori fyrir KR. Leikurinn var hnífjafn og spenn- andi í fyrri hálfleik og skiptust liðin á um að hafa forystuna en aldrei munaði meira en einu marki á liðun- um. KR komst í fyrsta sinn yfir í leiknum þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður en þar var Nökkvi Gunn- arsson að verki. Víkingar voru ekki af baki dottnir og skoruðu næstu tvö mörk og breyttu stöðunni í 5-4. En KR var sterkara á endasprettinum í fyrri hálfleik og leiddi með einu marki, 8-7. KR byrjaði með boltann í síðari hálfleik og skoraði Andri Sigþórsson með glæsilegu skoti fyrir KR. Var munurinn nú orðinn tvö mörk, 9-7. En Víkingar voru ekki búnir segja sitt síðasta orð. Þeim tókst að jafna leikinn, 10-10, og var þar á ferðinni Þorbjörn Sveinsson sem skoraði stórglæsilegt mark. En það voru Reykjavíkurmeistarar KR í 5. flokki karla ásamt þjálfara sínum, Ragnari Hermannssym. KR-ingar sem náðu að tryggja sér sigur í leiknum, 15-12. Þeir urðu því Reykjavíkurmeistarar og var fögn- uður þeirra gífurlegur í leikslok. •Mörk KR í leiknum gerðu: Nökkvi Gunnarsson, 4 mörk, Andri Sigþórsson, 3 mörk, Óli B. Jónsson, Páll Gíslason og Haraldur Þorvarð- arson, 2 mörk hver, og Anton Pálsson og Ágúst Jóhannsson, 1 mark hvor. Mörk Víkinga gerðu: Sigurður E. Sigurðsson, 5 mörk, Þröstur Helga- son, 4 mörk, Þorbjörn Sveinsson, 2 mörk, og Hjörtur Árnarson 1 mark. •KR-ingar voru þrisvar reknir af velli en Víkingar einu sinni. • Það var síðan Nökkvi Gunnars- son, KR, sem valinn var besti leik- maður leiksins og er þar mikið efni á ferðinni sem gamari verður að fylgjast með í framtíðinni. 3. flokkur karla: Fram Reykjavíkurmeistari - Jason skoraði átta mörk Úrslitaleikur Fram og ÍR í 3. flokki seinni hálfieik. Fyrir leikinn bjugg- Framara þar sem þeir hafa ávallt karla var jafn og spennandi fram í ust flestir við nokkuð öruggum sigri verið framarlega í þessum aldurs- Reykjavíkurmeistarar Fram í 3. flokki karia ásamt þjálfurum sínum, Heimi Ríkarðssyni og Brynjari Stefánssyni. Andri V. Sigurðsson, fyrirliði Fram, er hér stöðvaður harkalega af varn- armönnum ÍR en Ragnar Kristjáns- son fylgist forviða með. flokki en ÍR-ingar léku í 3. deild. ÍR-ingar komu Frömurum í opna skjöldu með mikilli baráttu strax í upphafi leiksins og var jafnt á flest- um tölum í fyrri hálfleik. Andri V. Sigurðsson, fyrirliði Fram, gerði fyrsta mark leiksins með góðu langskoti en Njörður Árnason jafnaöi fyrir ÍR. Framarar voru síðan ávallt fyrri til aö skora en ÍR jafnaði jafnharðan. Það var ekki fyrr en Sigurður Þórs- son, fyrirliði IR, tók til sinna ráða og skoraði tvö glæsileg mörk í röð, án þess að Fram tækist að svara fyr- ir sig, að ÍR náði forustunni, 6-5. Jason Ólafsson jafnaði síðan fyrir Fram og það var Ragnar Kristjáns- son sem sveif glæsilega inn úr hægra hominu og skoraði mark sem kom Fram aftur yfir. Sigurður jafnaði fyrir ÍR úr víta- kasti stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks en Jason átti síðasta orðið fyrir Fram og staðan í hálfleik var 9-8, Fram í vil. Framarar náðu síðan í upphafi seinni hálfleiks að sýna sitt rétta andht og náðu íjögurra marka for- ustu sem þeir létu ekki af hendi þrátt fyrir hetjulega baráttu ÍR-inga. Er tíu mínútur voru eftir af leiknum var staðan orðin 15-11, Fram í vil, og skiptust liðin síðan á að skora það sem eftir var leiks. Fram sigraði því ÍR í þessum úr- slitaleik, 18-15, og verður að telja sig- ur þeirra sanngjarnan þrátt fyrir að ÍR næði þarna að sýna sinn besta leik í vetur. Jason Ólafsson var atkvæðamestur Framara með átta mörk, Einar Töns- berg, sem lék mjög vel, skoraði fjögur mörk úr jafnmörgum tilraunum, Leó Hauksson og Ragnar Kristjánsson gerðu tvö mörk hvor og Andri og Einar Páll Kjartansson eitt hvor. Auk Jasonar, sem var í leikslok valinn maður leiksins, átti Ragnar góðan leik en hann skilar miklu varnarhlutverki hjá Framliðinu. Hjá ÍR var Sigurður Þórsson lang- bestur og voru flest marka hans stórglæsileg. Þá var Gísli Sigurðsson sóknarmönnum Fram erfiður en hann lék frábærlega vel í vörninni og var þar allt í öllu. Mörk ÍR: Sigurður, sex mörk, Árni Sigurðson og Njörður Árnason, þrjú mörk hvor, Helgi Magnússon, Guð- mundur Pálsson og Gunnar Gunn- arsson, eitt mark hver. Framarar voru utan vallar í tólf mínútur en ÍR-ingar í íjórar mínútur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.