Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Side 38
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988. ' 54 Lífsstill Mayrhofen: Y Y Y Staður unga fólksins Hæð: 630 m. Hæsti tindur: 2250 m Gistirúm: 7.700 Íbúaíjöldi: 3.300 Heilsugæsla: Læknar og tannlæknar á staðnum. Sjúkrahús: Schwaz (35 km) Skíðabrekkur: 90 km Lyftur: 29 Skíðasvæði: Ahorn, Penken, Hor- berg-Gerent Skíðaskólar: Schischule Mayrhofen Tímabil: Miður desemberfram í miðj- an apríl Barnagæsla: Án skíða, 3-12 ára. Á skíðum, 4-12 ára Verð: Lyftupassar, 6 dagar, Zillertal: 950-1.160 S (hörn 700 S). Skíðaskóli: Hóptímar 950 S fyrir 6 daga; einka- tímar 320 S á timann. Mayrhofen er stærsti skíðastaðurinn Einkunnagjöf Skíðaaðstaða: 5 Snjógæði: 5 Fyrir byrjendur: 7 Fyrir raiðlunga: 6 Fyrir lengra komna: 2 Fyrir börn: 7 Skeraratanaiíf: 7 Aðrar íþróttir: 5 Gæði fyrir peningana: 7 í Zillertal og þar er enn gott að læra undirstöðuatriði íþróttarinnar. Byrj- endabrekkurnar eru á Ahorníjalli, sunnan við bæinn. Meira krefjandi brekkur eru hinum megin bæjarins, svo og uppi á jöklinum við Hintertux. Vinsældir Mayrhofen hafa verið slíkar að biðraðir í skíðalyftur eru oft langar og leiðinlegar. Unga fólkið lætur það þó ekki á sig fá enda er hægt að fá framúrskarandi kennslu í skíðaskóla staðarins. Það fer heldur lítið fyrir formleg- heitum í næturlífi Mayrhofen. Drykkjan er bara þeim mun meiri, annaðhvort á diskótekunum eða í veislum sem ferðaskipuleggjendur halda. Vinalegir barir eru líka nokkrir í bænum, veitingahús og kvikmyndahús sem sýnir aðallega myndir á þýsku. Draumur hvers skiðamanns er að renna sér af jafnmiklum glæsileik og þessi. Skíðaskólarnir í Ölpunum ættu að koma mönnum á sporið. Kitzbúhel: Leiksvæði hinna ríku Hæð: 800 m. Hæsti tindur: 2000 m Gistirúm: 8.000 íbúafjöldi: 8.000 Heilsugæsla: Læknar og sjúkrahús í Kitzbúhel Skiðabrekkur: 160 km í Skigross- raum Lyftur: 60 i Skigrossraum fc>Skíðasvæði: Hahnenkamm, Kitzhú- heler Horn, Ehrenbachhöhe, Pengel- stein Skíðaskólar: Rote Teufel Schischule Tímabil: Desember til aprílloka Barnagæsla: Án skíða, 1-5 ára. Á skíðum, frá 3 ára. Verð: Lyftupassar, 6 dagar, 1.030— 1.390 S (börn 695 S). Skiðaskóli: Hóp- tímar 950 S fyrir 6 daga; einkatímar 1.050 S fyrir hálfan dag. Kitzbuhel er stórkostlegur skíöastað- ur - á sama hátt og New York er stór- Einkunnagjöf Skíöaaöstaöa: 9 Snjógæði: 6 Fyrir byijendur: 4 Fyrir miölunga: 9 Fyrir lengra komna:. 9 Fyrir börn: 5 Skemratanalíf: 9 Aðrar íþróttir: 8 Gæði fyrir peningana: 7 kostleg borg. Þangað sækir ríka fólk- iö og allir þeir sem vilja láta sjá sig með því. Áð auki er þetta bær í • stærra lagi, með miðaldakjarna, góð- um fataverslunum og veitingastöð- um. Enginn staður í Austurríki býður upp á betri aðstöðu til skíðaiðkana fyrir miðlungana og þá sem sleipari eru. Böm og byrjendur hafa líka góð- ar brekkur við sitt hæfi. Skíðalyfta, sem’gengur upp á Hahnenkamm, er í miðbænum en oft er mikil biðröð við hana. Kunnugir taka því ókeypis strætisvagna í aðrar lyftur þar sem biðraðir em ekki jafnlangar. Þegar kvölda tekur í Kitzbuhel er þar allt sem þarf til að skemmta sér konunglega: veitingastaðir, barir og fjölmenni af öllum þjóðernum. Spila- víti er í bænum, svo og söfn. Tísku- sýningar em haldnar og tónleikar. Állir ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi. Markaðirnir á þorpstorgum í Suður-Frakklandi spretta upp í morgunsárið og þar er höndlað með matvöru af ýmsu tagi. Provence: Á slóðum gladía- tora og trúbadúra Suður-Frakkland hefur alltaf búið yfir miklu aðdráttarafli hvort sem er meðal skálda og listamanna eða annarra lífsunnenda: sólhlífar á ströndinni, samræður við stjömu- skin og afskekkta húsið eða rúmgóða hótehð sem menn hverfa til ár eftir ár. Nice og Cannes, fyrstu ferða- mannastaðirnir, urðu vinsæhr allt árið um kring þó svo að skólafrí og ásælnin í brúnkuna hafi orðið til þess að mestu annirnar em yfir sum- artímann. Þeir sem aftur á móti þrá mann- lausar baðstrendur og enn mann- lausari vegi, alveg eins og það var á þriðja og fjórða áratugnum þegar skáld á borð við F. Scott Fitzgerald sátu þar við skriftir, verða ekki fyrir vonbrigðum. En Suður-Frakkland hefur upp á annað og miklu meira að bjóða. Eldur í arni í Provence héraði era haustlitirnir seint á feröinni. Allt fram á þennan árstíma er nægilega heitt úti th að fara í smá skógarferð og fjarri ströndinni falla bæir og þorp aftur í sitt fyrra horf. Þetta er kjörinn árs- tími til að ráfa um htskrúðuga mark- aðina sem í dagrenningu spretta upp á götum og torgum og til að leita úppi veitingastaðina sem kveikja eld í arninum þegar daginn tekur að stytta. Leyndardómurinn er aö fmna sér fastan samastað og ráfa síðan um. Hið rómverska Provence, sem er minna en klukkustundar akstur frá flugvehinum við Marseille, býður upp á rétta blöndu af litlum, látlaus- um þorpum, eins og Maussanne-les- Alpihes og Fontvieille og stærri borg- um með öllum sínum klassíska arki- tektúr. Cocteau kvik- myndar Rómversku leikhúsin i Nimes og Arles til dæmis, sem eru troðfuh af fólki á sumrin þegar nautaatið fer fram, verða yfimáttúrleg í auðn sinni. Þá er vel hægt að ímynda sér hvemig þau voru þegar gladíator- arnir börðust þar. Les Baux, sem báxítið er kennt við, er bær sem líka er best áð heimsækja þegar þröngár og krókóttar göturnar (sem aðeins eru fyrir fótgangandi) era mann- lausar. Þetta víggirta miðaidaþorp hefur sérstakt aðdráttarafl að vetrarlagi, eins og franska skáldið og kvik- myndaleikstjórinn Jean Cocteau sá réttilega þegar hann lét kvikmynd sína, Le Testament d’Orphée, gerast þar. Les Baux, sem er flóðlýst að kvöldlagi, rís upp úr les Alphles, kalksteinsfjöllum sem teygja sig austur að Rhone ánni eins og hryggj- arsúla úr dínósár. Drifhvítir klett- arnir, sem vindurinn hefur holað eins og hauskúpur, eru sagðir hafa veitt Dante innblástur fyrir lýsing- una á níu hringjum helvítis í In- fernói sínu. Hann bjó í Arles en heim- sótti Les Baux þar sem byggð hefur verið síðan snemma á steinöld. Dúfur á loftinu í dag eru rústimar af virkinu með hálfhrundum turnum sínum, dúfna- loftum, kapellum og kjöllurum það eina sem eftir er af þessu blómlega samfélagi greifanna af Baux sem settust hér að á 10. öld. Hirð þeirra var lofsungin í kvæðum trúbadúr- anna en hún átti engu að síður sínar dökku hliðar. Sagt er að fangar, sem ekld var greitt lausnargjald fyrir, hafi verið látnir hoppa út í opinn dauðann ofan af kastalamúrunum. Á 17. öldinni, þegar bærinn var vígi húgenotta, lét Loðvík 13. jafna hann við jörðu. Og það sem enn er eftir af kastalanum og útihúsum má fmna í Ville Morte, eða yfirgefnu borginni, ofan við neðri bæinn. Ávextir í koníaki GERÐU JÓLALEGT í GARÐINUM ÞÍNUM 40 LJÓSA KEÐJA Á AÐEINS KR. 1.680. 80 LJÓSA KEÐJAÁ AÐEINS KR. 2.500. (24 V straumbreytir fylgir.) Þessi keðja er viðurkennd af Rafmagnseftirliti ríkisins. Opið laugardag frá 10-18. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16, s. 68 07 80. Snarbrattar tröppur og stígar Uggja upp á breiðar steinsvalir þaðan sem útsýni er gott yfir silfurlita ólífulund- ina. Þegar norðanvindurinn le mistr- al blæs getur veriö ansi næðingssamt uppi á sléttunni. Skjólið er meira í neðri bænum með brattar steinilagð- ar götur sínar og pínulítil miðaldaleg torg. Þar er St. Vincent kirkjan frá 12. öld. Innan dyra er lambsvagninn sem notaður er í skrúðgöngu fjár- hirðanna við miðnæturmessu á að- fangadagskvöld. Hinum megin við torgið eru litlar sölubúðir þar sem hægt er aö kaupa litskrúðuga vendi af þurrkuðum blómum og Provencegrösum eða gómsætan mat af ýmsu tagi, svo sem villigaltarkæfu eða sykurhúðaða ávexti í koníaki, og þannig mætti lengi telja. Á markaðstorgunum, hvort sem er í Les Baux eða annars staðar, er gnáegð fiskjar. Og á veit- ingastöðunum er fiskurinn allsráð- andi í héraðsmatargerðinni, réttum eins og „bouillabaisse" og „bo- urride“. Ekki má þó gleyma kjöt- kássunni „cassoulet“, sem á þessum slóðum er elduð úr lambakjöti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.