Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Qupperneq 56
FRETT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988. Lögreglan í Olafsvik: Hljóp uppi mótorhjól .^_.Lögregluþjónn í Ólafsvík hljóp uppi mótorhjól eftir að réttindalaus ökumaður reyndi að flýja lögregl- una. Lögreglan varð fyrst var við ferðir mótorhjólsins skammt utan við Ólafsvík. Myrkur var og hjóliö ljóslaust. Á því var ökumaður og far- þegi - hvorugur með hjálm. Þegar lögreglan hóf eftirförina var hjólinu ekið til Ólafsvíkur. Eltinga- leikurinn barst um götur kaupstað- arins og virti ökumaður mótorhjóls- ins ekki neinar umferðarreglur. Hann hugðist stinga lögregluna af og ók út í móa. Einn lögregluþjón- anna hljóp á eftir mótorhjólinu. Þar sem myrkur var sóttist ökuþórnum ferðin illa. Lögregluþjónninn náði honum eftir stutt hlaup. Handjárn ""vóru sett á ökumanninn og hann færður á lögreglustöð. Hann reyndist vera réttindalaus og hjólið var óskráð og ljóslaust. -sme Ólympíuskákmótið Jón L. og Margeir unnu »».<Jón L. Árnason og Margeir Péturs- son unnu skákir sínar gegn Kólumb- íumönnum í 11. umferð ólympíu- mótsins í gær. Hel'gi Ólafsson tapaði en skák Jóhanns Hjartarsonar og Zapata á 1. borði fór í bið og er stað- an tvísýn. Sovétmenn gerðu jafnteíli við Holl- and og eru enn sem fyrr efstir, eru með 31 vinning. íslendingar eru með 25 vinninga og biðskák. -SMJ Hnífstungumálið: Varáreynslulausn Maöurinn, sem var handtekinn -—fyrir að hafa stungið konu um fimm- tugt í kviöinn með hnífi á heimili hennar í Reykjavík, hefur við yfir- heyrslur játað á Sig verknaðinn. Maðurinn er nú í fangelsi þar sem hann lýkur varðhaldsdómi sem hann átti óafplánaðan. Honum hafði verið sleppt úr varðhaldi til reynslu. -sme Bílstjórarnir aðstoða ^senDiBiLHSTöÐin 1440 flöskur af vodka og viskíi tilbunar til afgreiðsiu i birgðageymslu Áfeng- is- og tóbaksverslunar ríkisins. Verð til almennings: rúmar tvær milljónir króna. Verð til handhafa forsetavalds og annarra er <á áfengi á vildarkjör- um: 230 þúsund. Ólafur Runólfsson, starfsmaður ÁTVR, er ábúðarfullur á svip enda vaktar hann þarna 18 þúsund tvöfalda - ársdrykkju um 100 ís- lenskra meðaljóna. DV-mynd GVA Áfengi á sérkjörum varö dýrkeypt: Magnús segir af sér sem forseti Hæstaréttar - veröur áfram hæstaréttardómari „Ég óskaði eftir því að láta af emb- ætti forseta Hæstaréttar vegna þeirraumræðna sem hafa orðiö um mig og ekki síst Hæstarétt í tengslum við áfengiskaup mín. Ég vil skapa frið um Hæstarétt. Hæstiréttur féllst á þessa beiðni mína á fundi hæsta- réttardómara siðdegis í gær,“ sagði Magnús. Thoroddsen við DV í gær. Magnús mun halda áfram sem dómari í Hæstarétti en Guðmundur Jónsson, varaforseti Hæstaréttar, mun taka við sem forseti Hæstarétt- ar og handhafi forsetavalds fram að áramótum. Frá áramótum er Guð- mundur Jónsson forseti Hæstaréttar en kosið er í það embætti til tveggja ára í senn. Magnús Thoroddsen hefur verið í brennidepli síðustu daga þar sem hann keypti alls 1440 flöskur af áfengi meðan hann var einn af hand- höfum forsetavalds í ár. Ríkisendur- skoðun gerði athugasemd við þessi áfengiskaup Magnúsar og haföi sam- band við Guðrúnu Helgadóttur, for- seta sameinaðs þings, vegna málsins. Alvarlegasta mál Ríkisstjórnin fjallaði um þetta mál á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun og að sögn Stéingríms Hermannssonar voru menn sammála um að þetta væri hið alvarlegasta mál. „Það er áríðandi að farið verði hár- rétt með máliö þar sem ekki er ljóst hvað löggjafinn ætlast til í tilfelli sem þessu. Á fundinum var ákveðið að dómsmálaráðherra færi meö þetta mál.“ Seinnipartinn í gær átti Magnús viöræðufund við Halldór Ásgríms- son dómsmálaráðherra. Á þeim fundi fór dómsmálaráöherra fram á að Magnús skilaði greinargerð um áfengiskaup sín sem handhafi for- setavalds. Dómsmálaráðherra hefur auk þess falið þremur lögfræðingum að rannsaka málið. Skynsamleg ákvörðun „Þetta var ákvörðun Magnúsar sjálfs og ég tjái mig ekki frekar um málið fyrr en greinargerð frá honum liggur fyrir,“ sagöi Halldór Ásgríms- son dómsmálaráðherra eftir afsögn Magnúsar. - Þrýsti ríkisstjórnin á Magnús að segja af sér? „Ég tjái mig ekkert um það. Mér finnst þetta skynsamleg ákvörðun hjá Magnúsi að segja af sér sem forseti Hæstaréttar. Það hefur fallið stór blettur á þetta embætti. Ég vil þó taka fram að Magnús er, að því leyti sem ég þekki til hans, traustur maður og þó honum hafi oröið á þá gerði hann rétt í að segja af sér,“ sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra. „Menn verða nú að huga að því hvort misnotkun á réttindum á sér stað í kerfinu og skoða þessi mál í heild sinni.“ DV hefur reynt að fá upplýsingar um umfang áfengiskaupa á sérkjör- um en Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, segist ekki láta upplýsingar um einstaka viðskiptavini í té. Ólafur Ragnar Grímsson Ijármála- ráðherra hefur fyrirskipað rannsókn á áfengiskaupum með sérkjörum 9 ár aftur í tímann. -hlh Áfengiskaupin: Rannsökuð 9 ár aftur í LOKI Jafnvel ódýrt áfengi getur verið dýrkeypt! Veðrið á sunnudag og mánudag Á sunnudag og mánudag er gert ráö fyrir hægri suðaustanátt og hlýju veðri. Súld verður við suð- urströndina en annars þurrt. tímann „Þaö liggja ekki fyrir heildartölur um umfang áfengiskaupa á sérkjör- um en ég hef beðið um að þessi við- skipti verði rannsökuð 8-9 ár aftur í tímann," sagði Ólafur Ragnar Grímsson íjármálaráðherra við DV þegar blaðið reyndi að fá upplýsingar um hve mikiö af áfengi heíði verið selt á sérkjörum frá ÁTVR. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru væntanlegar bráðlega. Magnús Thoroddsen sagði viö DV að ekkert væri við slíka rannsókn að athuga og hún myndi leiða í ljós aö áfengiskaup eins og hans hefðu viðgengist síðan forsetaembættið var stofnaö, þetta væri áratugagömul hefð. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.