Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1988, Síða 13
FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988.
13
Lesendur
Lóa Konráðs skrifar:
Við að hlusta á kvöldfréttir laugar-
daginn 9. nóv. sl. og heyra að Stein-
grímur og Jón Baldvin hefðu sótt
hvor annan heim á flokksþing Fram-
sóknar- og Alþýðuflokks, ásamt sín-
um glæsilegu frúm, kom yflr mig
löngun til þess að tjá mig um þessi
vinsamlegu stefnumót. - Það var svo
ánægjulegt að heyra þessa menn
sættast, menn sem áður hötðu ekki
vandað hvor öðruní kveðjurnar.
Það er ijýtt fyrir mér að skrifa í
blöð, það hef ég aðeins gert einu sinni
áður. Þóttist ég vera að finna aö við
Hannibal sem ég hef þó metið því
betur síðar. Þetta var í hita kosninga
á mínum sokkabandsárum á ísafiröi.
Og skítkastiö er barnaleikur nú mið-
að við það sem þá var.
Ég ólst upp í „íhaldstrú“ og mikilli
fyrirlitningu á öllu til „vinstri". Hef
ég yfirleitt fylgt Sjálfstæðisflokknum
að málum síðan. Þó finnst mér flokk-
urinn aldrei hafa borið sitt barr eftir
að missa þá frábæru foringja Bjama
Benediktsson og Ólaf Thors. - Er ég
ekki með þessu að kasta rýrð á þá
mörgu ágætismenn sem síðan hafa
barist fyrir hugsjónum flokksins.
Úr því að ég er farin að skrifa um
pólitík langar mig að láta í ljós hrifn-
ingu mína á Gorbatsjov. Síöan á
Höfðafundinum hefur sá maður ver-
ið mín stjarna á stjórnmálahimnin-
um. Ég trúi því að hann sé sannur
og trúr þeirri stefnu sem hann boð-
ar. - Ég hef fengið mikið álit á Stein-
grími fyrir hvað hann hefur tekið
Gorbatsjov vel og haldiö vel á málum
milli íslands og Sovétríkjanna. - Ég
er ekki „kommi“, mér er sama úr
hvaða flokki menn koma sem leggja
sig fram um að vinna að friði og sátt
milli þjóða, þeir eiga lof skilið.
Svo ég víki aftur að fréttunum, sem
komu mér til að skrifa, þá þótti mér
Jón Baldvin bráðskemmtilegur þeg-
ar hann vitnaði í orð Trumans: „Ef
þið hættið að rógbera mig skal ég
hætta að segja sannleikann um ykk-
ur.“
Úr því ég hef nú verið að hæla
verkalýðsforkólfunum má ég til með
að koma því að ég er stórhrifm af
Margréti Thatcher og Davíö Odds-
syni, hvoru á sinn máta. - Skoðun
mín er sú, að Davíð hafi gert mikið
gott fyrir okkar ástsælu höfuöborg.
TVORUDUR
potiiiri
i
Nú er til mikils aö vinna í Islenskum Getraunum. ;
í síðustu viku kom enginn seðill fram með 12 réttum.
Þess vegna er tvöfaldur pottur
- og tvöföld ástæða til að vera með!
Hjá okkur kostar röðin aðeins 10 kr.
Láttu nú ekkert stöðva þig.
Getraunaseðillinn er líka fyrir þig.
/V /
Hún fríkkar og dafnar með degi
hveijum undir hans stjórn.
Og þótt alltaf fmnist einhverjum
að betur mætti gera finnst mér að
við Reykvíkingar, og reyndar lands-
menn allir, megum vera þakklát fyr-
ir hvað vel er að okkur búið. Efast
ég um að nokkur þjóð búi betur að
þegnum sínum nema þá ef til vill
Norðmenn. Þeir eiga eins og við dá-
samlegt og gjöfult land. - En sitt sýn-
ist hverjum þar, eins og viðar.
Ég óska Davíð áfram velfarnaðar
sem borgarstjóra í okkar yndislegu
borg og vona að hann láti skynsem-
is- og fegurðarsjónarmið ráða gerð-
um sínum við framkvæmdir í borg-
inni okkar góðu. - Nú er mál að ljúka
þessu og vil ég gera það meö að
minna á þann friöar- og kærleiks-
boðsskap sem ekkert gildi hefur
misst í tæp 2000 ár og höfðar ekki
síður til þjóðarleiðtoga en hins al-
menna borgara.
Séð yfir hluta Reykjavíkur. - „Hún fríkkar og dafnar með degi hverjum",
segir m.a. í bréfinu.
íslenskar
leiðbein-
ingar með
vörum
Sigurður Jónsson skrifar:
Það er ekki afsakanlegt að fá
bæklinga og leiðbeiningar meö
dýrum tækjum, sem seld eru hér
á íslenskum markaði, á erlendum
málum. Ég hef tvisvar lent í tals-
verðum erfiðleikum er ég keypti
rafmagnstæki (annað var sjón-
varp) og bæklingar voru á þýsku!
Ég les ekki þýsku en enska hefði
getað gengið mín vegna. Best
hefði verið að geta lesið sér til um
notkun á eigin tungumáli.
Þar sem veriö er að tala um að
erlendar kvikmyndir eða fréttir
erlendis frá verði að vera þýddar,
og lög um það orðin að veruleika,
þykir mér sem slælega sé fylgst
með því að kaupmenn láti þýða
bækhnga og leiðbeiningar með
vörum sinum. Þetta getur oft gert
út um það hvort varan er kéypt
eða ekki svo að kaupmenn ættu
að athuga sinn gang betur.
Mér þykir ekki óeðlilegt aö op-
inberir aðilar, sem hér eiga að
hafa hönd í bagga, fari nú á stúf-
ana og athugi hve mikil brögð eru
að því í hinu mikla vöruflóði, sem
fylgir jólunum, að leiðbeiningar
dýrra áhalda og tækja erlendis
frá séu ekki þýddar á íslensku.
Friðarhugleiðing