Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1988, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1988, Side 17
FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988. 33 ibles emja uðna í gang í dag (í dag) og fljótlega mun þaö koma í ljós hvort af samningum verður. Þeir veröa að útvega mér atvinnuleyfi og það hefur oft reynst erfitt. En Totten- ham er stór og sterkur klúbbur og út- vegun atvinnuleyfisins ætti ekki að verða stórt vandamál.“ Stórkostlegur áfangi Fari Guöni til Tottenham, sem ætti að vera alveg öruggt, er það stórkostlegur sigur fyrir þennan unga, snjalla knatt- spyrnumann en Guðni er aðeins 23 ára gamall. Tottenham er eitt stærsta knattspyrnufélagiö í Rnglandi og með því leika fjölmargir bestu leikmenn Bretlandseyja. Guðni á að baki sex leiktímabil með meistaraflokki Vals. Hann hefiu- leikið 24 landsleiki og þeir eiga örugglega eftir að verða mun fleiri í framtíðinni. En var Guðni ekki taugaóstyrkur þeg- ar hann gekk inn á skrifstofu Terry Venables, eins þekktasta fram- kvæmdastjóra heims: „ Nei ég var ekki óstyrkur. Ég hef staðið mig mjög vel að mínu mati í þessa daga sem ég hef verið hjá Tottenham og mér hefur ver- iö tekið mjög vel. Fljótlega í byijun fundarins með Venables fékk ég það svar sem ég vonaöist eftir og auðvitað létti mér nokkuð," sagði Guðni Bergs- son. -SK íþróttir Guðjón Arnason átti mjög góðan leik með FH-ingum í gærkvöldi og skoraði af mikilli grimmd, sérlega í síðari hálfleiknum. Guðjón gerði alls 8 mörk i leiknum. DV-mynd Brynjar Gauti Darraðardans á fjölunum. - er KR vann FH, 27-26. Viggó sakaður um að hafa slegið vísvitandi til bams í kjölfar leiksins KR lagði FH að velli í stórbrotnum leik, 27-26, þar sem allt var í jámum til leiksloka og spennan nánast áþreifanleg. Sigurmarkið gerði Guð- mundur Albertsson er örskammt var eftir og FH-ingar náðu ekki að jafna metin í síöustu sókninni. Það gekk á ýmsu, bæði í sjálfum leiknum og í kjölfar hans. Þjálfarar beggja liða litu rautt spjald og reki- stefna var mikil við varamannabekk Hafnfirðinga eftir leikinn. Sökuðu margir Viggó Sigurðsson, þjálfara FH-inga, um að hafa slegið vísvitandi til bams við bekkinn en í samtali við DV í gær sagði Viggó að slíkar full- yrðingar væm fjarri sanni. Sagðist hann hafa verið að sveifla bók sam- hliða því sem hann hefði verið að kalla til annars dómara leiksins. Kvað Viggó barnið hafa hlaupið í veg fyrir handarsveifluna og bókin þann- ig hafnað á höfði þess. Kvaðst Viggó hafa talað við barnið á eftir og sagði hann við DV að það hefði ekki meiöst á nokkum hátt. Það er gangrýnivert, hvemig sem menn kunna að líta á þetta atvik, að gæsla í Laugardalshöll skuli vera með þeim hætti að börn fái að valsa um í kringum varamannabekki lið- anna. Þar getur bömum verið hætta búin enda leikmenn og þjálfarar á blússandi ferð með hugann við veru- leika leiksins. Leikur liðanna einkenndist annars af taugastríði á upphafsmínútunum en vesturbæingar hristu fyrr af sér skrekkinn. Höfðu þeir yfir fram að hléi en FH-ingar náðu þó að snúa leiknum sér í hag undir lok fyrri hálfleiks. Þeir höfðu þá gripið til þess ráðs að einangra máttarása vest- urbæinga, þá Alfreð Gíslason og Pál Ólafsson. Hafnfirðingar létu síðan kné fylgja kviði í seinni hálfleiknum, jöfnuðu snemma og höfðu síðan frumkvæðið allt þar til þeir misstu mann af velli er síga tók á seinni hlutann. KR-ingar náðu þá skammvinnri forystu sem þeir endurheimtu síðan á lokamínút- unni með marki Guðmundar: „Við höfðum leikinn í hendi okkár en töpuðum honum á klaufaskap. Þetta verður erfitt úr þessu - við er- um búnir að missa Val og KR of langt fram úr okkur,“ sagði Héðinn Gils- son við DV að leik loknum. Ef á heildina er litið verður þessi viðureign að teljast ein sú skemmti- legasta það sem af er vetri. Bæði Uð léku af miklum krafti og á köflum ágætan handknattleik, sérlega í sókninni. Þá var markvarsla góð, sérstaklega hjá vesturbæingum, en Leifur Dag- finnsson varði ekki færri en 20 skot og Ami Harðarson víti að auki. Stefán Kristjánsson var frábær framan af í sóknarleiknum hjá KR og gerði hann gömlum félögum sín- um marga skráveifuna. í seinni hálf- leiknum var það hins vegar styrkur Alfreðs sem réð á margan hátt úrslit- um. í liði FH voru þeir stórkostlegir Héðinn Gilsson og Guðjón Árnason og Óttar gerði einnig góða hluti. Mörk KR: Stefán Kristjánsson 10/3, Alfreð Gíslason 9/2, Konráð Olavsson 3, Páil Ólafsson 2, Jóhannes Stefáns- son 1, Guðmundur Albertsson 1, Sig- urður Sveinsson 1. Mörk FH: Héðinn Gilsson 8, Guðjón Árnason 8, Þorgils Óttar Mathiesen 5, Óskar Ármannsson 2/2, Gunnar Beinteinsson 2, Óskar Helgason 1. Dómarar voru Gunnar Kjartans- son og Rögnvaldur Erlingsson. Dæmdu þeir lengst af mjög vel en gerðu mistök þegar darraðardansinn var sem mestur undir lokin. -JÖG ívar Webster átti mjög góðan leik með KR í gærkvöldi gegn Haukum og skoraði stig. ívar lék á 2. hæð i leiknum eins og sést glögglega á þessari mynd þar sem nn skorar án þess að nafni hans Ásgrimsson komi við vömum. DV-mynd Brynjar Gauti íslandsmótið 1 körfu: Allt var á suðupunkti - þegar KR vann Hauka, 82-80 „Þetta var púravilla og ég held að tveir KR-ingar hafi brotið á mér frek- ar en einn,“ sagði Pálmar Sigurðsson í Haukum eftir að KR hafði unnið nauman sigur á Haukum í íslands- mótinu í körfuknattleik í Hagaskóla í gærkvöldi með 82 stigum gegn 80. Það var allt á suðupunkti á loka- sekúndunum. Haukar höfðu knött- inn þegar 32 sekúndur voru til leiks- loka og staðan þá var 82-80. Haukar héldu knettinum þar til nokkrar sek- úndur voru eftir. Þá fékk Pálmar Sigurðsson knöttinn undir körfu KR-inga. ívar Webster varði skot hans en Pálmar lá eftir í gólfinu. Margir vildu meina að brotið heföi verið á Pálmari og svo virtist augljós- lega vera frá borðum blaðamanna. En dómarar leiksins dæmdu ekkert og KR-ingar hrósuðu sigri. Einar Bollason, þjálfari Hauka, trylltist eft- ir leikinn og reyndar allt Haukaliðið. En úrshtunum varð ekki haggað. Bæði lið gerðu aragrúa mistaka í leiknum og ef ekki hefði komið til spenna í lokin heföi þessi leikur gleymst hið snarasta. Hittni var í lágmarki og mikið var um raiigar sendingar hjá báðum liðum. Pálmar Sigurðsson var besti maður Hauka sem áður þrátt fyrir að hann léki veikur. Einnig átti Jón Arnar Ing- varsson góðan leik. Haukaliðið vant- ar sárlega miðherja og þáð hefur ekki síst bitnað á Pálmari í vetur. Andstæðingarnir geta nú lagt mun meiri áherslu á að gæta hans, sér- staklega eftir að ívar Webster yfirgaf liðið. Og það var einmitt ívar Webster sem gerði gæfumuninn í þessum leik. Hann lék í annarri hæð en aðrir leik- menn á vellinum og skoraði 35 stig fyrir KR. Hefði hann reyndar getað skorað mun fleiri stig. KR-ingar léku án Birgis Mikaelssonar og munar um minna. Stig KR: ívar 35, Ólafur 18, Matthías 12, Jóhannes 11, Hörður 4 og Lárus 2. Stig Hauka: Pálmar 23, Jón Amar 17, Henning 13, Tryggvi 13, ívar 8, Reynir 4 og Eyþór 2. Leikinn dæmdu þeir Kristinn Al- bertsson og Gunnar Valgeirsson. Gerðu þeir einna flest mistök allra í leiknum. -SK 1. deild Staðan í 1. deild eftir leik KR og FH í gærkvöldi: KR-FH.....................27-26 Valur 7 7 0 0 190-133 14 KR.......7 7 0 0 186-155 14 FH.......7 4 0 3 183-165 8 Stjaman.7 4 0 3 155-145 8 Víkingur7 3 0 4 183-197 6 KA.......7 3 0 4 159-161 6 Grottæ....7 2 1 4 146-159 5 Fram.....6 1 1 4 122-150 3 ÍBV......6 1 0 5 121-146 2 UBK......7 1 0 6 144-178 2 Markahæstir: Alfreð Gíslason, KR........50/9 Hans Guðmundsson, UBK......44'9 ÁrniFriðleifsson, Vík......439 Valdimar Grímsson, Val.....42/7 ¥ Körfubolti Staðan í íslandsmótinu í körfu- knattieik eftir ieikina í gær- kvöldi: Þór-ÍS..................78-64 KR-Haukar.................82-80 A-riðill: Njarðvíkl5 14 1 1329-1085 28 Valur....15 9 6 1271-1133 18 UMFG....16 9 7 1295-1198 18 Þór.......15 2 13 1122-1398 4 ÍS........16 1 15 1010-1510 2 B-riðiU: Kefiavík.15 12 3 1318-1079 24 KR........16 12 4 1283-1189 24 ÍR........15 8 7 1133-1130 16 Haukar...l5 7 8 1338-1260 14 UMFT.....16 3 13 1278-1421 6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.