Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Síða 15
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988. 15 M Með áhyggjumar á herðunum Það er ekki létt verk að vera ís- lendingur um þessar mundir. Arm- aeðan er bókstaflega að drepa okk- inr og hvert sem litið er blasa vandamálin við. Þjóðin hefur að vísu séð hann svartari áður, en munurinn er sá að nú sýnist ekki nokkur maður vera fær um að ráða fram úr öngþveitinu. Þjóðhags- stofnun og vinnuveitendur keppast um að gefa út hrakspár, skiptaráð- endur keppast við að taka búin tií gjaldþrotaskipta, stjómmálamenn- imir keppast við að lýsa yfir upp- gjöf sinni. Sjávarútvegsráðherra sér ekki annan betri kost en að launin verði lækkuð í landinu! Verst er þó, að maður hittir ekki lengur neinn á fömum vegi sem veit sitt rjúkandi ráð og hefur það þó verið höfuðprýði á þessari þjóð að eiga fjöldann allan af mannvits- brekkum úti í bæ, sem vita allt mikið betiu: en hinir sem em kosn- ir tfl að hafa vit fyrir öðrum. Ég man ekki eftir neinni ríkis- stjóm sem hefur staðist próf þess- arar alvitm stéttar og mér kemur ekki í hug nein sú ákvörðun stjórn- valda eða yfirvalda sem Jiefur mælst vel fyrir. Nema þá helst þeg- ar fyrri ríkisstjóm ákvað að byggja handboltahöfl enda var það nógu vitlaust tfl að hægt væri að taka mark á því! Öllum og öllu er bölv- að: sköttum, lánveitingum, manna- ráðningum, brennivínskaupum, himdahaldi og nautahakki. Á frumsýningu um daginn gekk fjöldinn allur af leikhúsgestum út í hléi, sjálfsagt í mótmælaskyni gagnvart leikstykkinu sem átti að vera öðm vísi en það var. Það er ekki heiglum hent að gera íslendingum tfl hæfis og það er þá helst að þeir hæh einhverjum fyrir það sem hann lætur ógert. En sá bjamargreiði getur líka endað með ósköpum eins og dæmin sanna. Tónlistargagnrýnandi þessa blaðs reyndi að gera Ustamönnunum til geðs og skrifaði um þá fjarstadda og hljómleika sem aldrei vom haldrnr. En sú óvænta og óbeðna tilUtsemi féU þvi miður í slæman jarðveg sem sýnir manni svart á hvítu að það er líka fokið í það skjóUð að hæla mönnum fyrir ekki neitt. Samviska þjódarinnar Ég þakka stundum mínum sæla fyrir aö vera hvorki Ustamaður né stjómmálamaður og eiga það yfir höfði mér að fólk gangi út í mót- mælaskyni eða hæli mér fyrir það sem ég geri ekl'.i. Hvað þá að fá skammir fyrir það sem ég geri. En það er með mig eins og fleiri að ég er meðvitaður einstakUngur í þjóð- arbúinu og get ekki neitað því, að aUt þetta böl leggst afar þungt á mig. Ég kem heim til mín á kvöldin og hlusta á fréttimar og heyri af öllum erfiðleikunum og fæ sam- visku af því, að sitja svona aðgerða- laus fyrir framan sjónvarpið. Nú hafa þeir raðað fréttatímunum með þeim hætti að samviska þjóðarinn- ar situr yfir fréttalestri löngum stundum og það er rétt með herkj- um að maður komist heim tU sín á kvöldin áður en baUið byijar. Fréttaflutningur stendur meira og minna yfir frá því klukkan sjö og aUt tfl hálf niu eða samfleytt í einn og hálfan klukkutíma. Þar er ekk- ert lát á og maður gefur sér ekki lengur tíma tíl að snæða kvöldverð eða hlusta á sambýlisfólkið af ótta við að missa af síðasta gjaldþrotinu eða nýjustu yfirlýsingum fjármála- ráðherrans um fjárlagagatið sem þarf að fyUa með nýjum sköttum. Það Uggur við að maður hafi með- aumkun með ráðherranum yfir því mótlæti sem hann mætir í skatt- lagningunni. Sjávarútvegsráðherra segir manni að launin séu of há, kyn- fræðslusérfræðingur sjónvarpsins segir manni að kynmök verði óregluleg og tilvUjanakennd í svona stressuðu umhverfi og Mogginn og ÞjóðvUjinn sameinast í að telja manni trú um að við búum í sjúku þjóðfélagi. Forseti Samein- aðs Alþingis verður reiður í þing- inu yfir þeirri óskammfeilni eftir- manns síns í forsetastóU að kjafta frá brennivínskaupunum. Maður fylUst óskaplegri sektar- kennd og biðst nánast afsökunar á því að vera að ergja þessa ábyrgu menn með kjaftasögum og ofboðs- legum launum. Þjóðin má eiginlega þakka fyrir að handhafar forseta- valdsins skuU hafa keypt aUt vínið í staðinn fyrir að gera Alþingi og Bessastöðum reikning og maður getur sjálfur þakkað fyrir að fá greidd laun sem fyrirtækin eiga ekki fyrir. Hvað er annað sjálfsagð- ara en að greiða hærri tekjuskatta og vörugjald af gotteríinu úr því launin eru orðin of há tíl að þjóðar- búið lifi það af? Jafnvel Ríkisút- varpið hefur farið hálfan miUjarð fram úr áætlun af einskærri tillits- semi við okkur og þær fréttir sem það flytur okkur af hallærinu. Strætó lífsins Maður leggst tfl hvílu, þjakaður af samviskubiti ög fer með bænirnar og liggur svo andvaka yfir því kæruleysi að láta aUa þessa góðu menn fara á hausinn og alla hina standa ráðalausa gagnvart óráðsí- unni. Mikið var ég feginn þegar ég heyrði að KvennaUstinn ætlar að hjálpa stjóminni við að leggja á réttláta skatta. Réttlátir skattar eru nefnflega ekki á hveiju strái og vanþakklátir íslendingar hafa stöðugt verið að kvarta undan óréttlátum sköttum svo lengi sem elstu menn muna. Það var kominn tími tU að kvenfólkið segði okkur og öðmm hvar réttlætið er fólgið í skattheimtunni, sér í lagi þegar launamaðurinn þarf að sætta sig við skert laun og minni kaupmátt og sparar við sig í innkaupum. Þá verður að skattleggja spamaðinn og launin sem verða afgangs. í þvi felst væntanlega réttlætiö. Ég vakna upp á morgnana og ek í vinnuna á nagladekkjum sem gatnamálastjóri er búinn að vara við og virði ekki biðskyldu af ótta við að fá stressaðan bfl aftan á mig. Ég sé unga fólkið standa í strætó- skýlinu og einn og einn gamlingja innan um, sem sjálfsagt hefur selt bíhnn tfl að eiga fyrir tapimr af þjóðarbúinu sem hefur ekki efni á að greiða honum hærri laun. Skólafólkið bíður af sér rigninguna og rokið og veit ekki að það bíður lika af sér áhyggjur framtíðarinn-, ar. Það er enn þá nóg saklaust og reynslulaust til að leggja á sig skólagönguna tU að búa sig undir fómimar sem það þarf að færa í þágu gjaldþrota þjóðarbús. Það veit ekki um áhyggjurnar sem bíða þess þegar strætó lífsins nemur loksins staðar. Svona er nú gæðum lífsins misskipt að örlögin sóa áhyggju- leysinu á æskuna meðan hún hefur ekki vit á því að njóta þess. Steinsnar frá alvörunni í mannþrönginni sérðu ungt. par leiðast. Úti á götu heyrirðu skóla- strák skella upp úr. Manni bregður við og spyr hvers konar óskamm- feilni þetta sé. Er ekki óleyfUegt að vera ástfanginn á svo viðsjárverð- um tímum og hver er þessi hlátur nema hlátur óvitans sem er ekki í takt tíl aldarfarið og uppgjöfma? Veit ekki að hann er ekki nema steinsnar frá því að ganga á vit þeirrar alvöru sem felst í brauð- striti og bash nútímans. Og unga parið elskast í sakleysi sínu þangað tU ástin breytist í hjúskap og heim- iliserjur og húsnæðisáþján og hjónaskilnað. Löngu áður en þau verða fuhorðin. Af hverju varar þau enginn við? Já, maður horfir upp á þetta aht saman og skammast sín fyrir þá viðleitni að láta sér líða vel innan í sér og innan um hina á heimUinu í staðinn fyrir að stilla sér upp í strætóskýhn og vara aðra við. Mað- ur á auðvitað að vera með áhyggj- urnar á herðunum eins og ábyrg- um manni sæmir. Sökkva sér í svartnættið og líða önn fyrir ástandið. Ganga um með svört sól- gleraugu og játa á sig syndimar af misgjörðum sínum gagnvart þjóð- arbúinu. Hvað átti það að þýða hér um árið að kaupa bíl þegar tollur- inn var lækkaður? Hvað vit er í því að eyða gjaldeyri í utanferðir á tím- um eins og þessum? Og hver bað þig um að eiga öU þessi börn sem valda bara þjóðarbúinu erfiðleik- um og eiga það í vændum að fá að gjalda fyrir það að vera til? í sjoppunni á undan mér stendur UtUl snáði og kaupir slikkerí fyrir þúsund krónur. í gjafabúðinni stendur pelsklædd kona og kaupir skartgripi fyrir fimmtíu þúsund krónur. I söfnuðinum hafa meðlim- imir safnað sautján mUIjónum í_- nýju kirkjubyggingima og í frétta- tilkynningunni segir að áhugafólk um tónUst ætii að byggja tónUstar- höU fyrir átta hundmð miUjónir. Hvaðan skyldu þessir peningar koma? hugsa ég af alvöru hins ábyrga manns og giska á að þetta sé tíundin sem fólkið greiðir fyrir samvisku sína. Foreldramir friða fiarveru sína frá Utla snáðanum með því að gefa honum þúsund krónur, eiginmaðurinn kaupir sér heimilisfrið eftir yfirsjón sína fyrir tugi þúsunda, safnaðarmeðUmirnir vUja leggja inn hjá guði fyrir van- rækslusyndir sínar gagnvart guðstrúnni. Og svo framvegis. Við erum greinflega öU með móral. Skrúfíð fyrir barlóminn Nú nálgast jóUn og aUir keppast við aö undirbúa hátíðina, kaupa mat og gjafir og ætla að vera góðir hver við annan. Skyldi þaö líka vera partur af samviskubitinu, partur af þeirri sektarkennd að við lifum í sjúku þjóðfélagi og höfum ekki leyfi til að Uta glaðan dag? Það er hvort sem er búið að stimpla það inn í hausinn á okkur að allt sé að farast og þjóðarbúið standi og falli með því að safnaðarmeðUmimir gráti í kór. Það er búið að segja okkur að peningarnir séu farnir og þegar peningamir em farnir er engin hamingja og ekkert líf. Þá sé allt á hausnum, engin framtíð, eng- in von. Þetta segja þeir okkur í þinginu og í fréttunum á kvöldin. Og svei þeim sem ekki taka þátt í ábyrgðinni og alvörunni og leyfa sér þann munað að brosa framan í tUvemna. Og vei þeim sem leggja á sig þá fífldirfsku að taka áhættu í atvinnurekstri, ástarlífi eða ánægju. Svoleiðis lystisemdir verð- ur annaðhvort að skattleggja eða skuldfæra og það verður að verð- launa börnin með þúsundkaUi fyrir að vera heima! Ég er samt að gera mér vonir um að við lifum þetta af. Að við lifum ábyrgðina af. Sú bjartsýni byggist á því, að kynslóðin sem var á und- an okkur Ufði það af að búa við margfalt lakari kjör en þjóðarbúið í dag. Og eins hinu, sem ekki er síður mikflvægt, að kynslóðin, sem á eftir kemur, unga fólkið í strætó- skýlinu og skólanum, býr enn yfir nægjlega miklu sakleysi og bama- trú að það geti enn þá orðið ást- fangið og það geti enn þá haft fyrir því að menntast án þess að þjóðar- búið gjaldi fyrir það. Það gengur ekki um með áhyggjumar á herð- unum. Það heldur enn að það sé gott að vera íslendingur. í guðanna bænum, ekki taka þá trú frá þeim. Skrúfið heldur fyrir fréttimar. Skrúfið fyrir barlóminn. EUert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.