Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 29
»m>! H30M38aa ,01 HUÐAflflAOUAJ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988. 8S /TIGfk BRUNSLEDK meiríháttar tryliitækil Sænskur hágæðasleði með fjaðrandi stýris- skíði og öryggisbremsum. Þú getur sveigt, beygt og bremsað að vild. Stigasleðinn er níðsterkur og getur því líka borið bæði pabba og mömmu! Meiming Stýrisskiðið er með fjöðrum og sjálfupprúll- andi dragsnúru á sumum gerðum. Skíðin eru breið og stöðug og renna einstaklega vel. Öryggisgrindin er úr sænsku gæðastáli. Þrælöruggar hand og fót- bremsur. Varnargrind fyrir framan fætur úr sænsku stáli. Mér sérhönnuðum útbúnaði sveigir sleðinn og stöðvast strax ef þú missir hann. Allur sleðinn er hann- aður með öryggið í fyrirrúmi í sam- vinnu við fjölmarga barnasérfræði- nga. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI ÖRNINN Spítalastíg 8 vió Óóinstorg símar: 14661,26888 Frá Gyðingalandi að Galtalæk Opið til kl. 18 í dag Barnaskór Jólaskómir em komnir. Smáskór er eina versl- unin á íslandi sem sel- ur eingöngu barnaskó. Verslunin er nýflutt Skólavörðustígsmegin Póstsendum smáskór Skólavörðustíg 6 Sími 622812 sérverslun med barnaskó „Þaö hefur mörgu veriö logiö á skemmri leið en frá Gyðingalandi að Galtalæk," sagði kellingin forðum, innt eftir sannleiksgildi biblíunnar. En hvað sem sannleiksgildinu Uður hefur alla tíð frá því að dró til stórtíð- inda austur í Miðjarðarhafsbotnum fyrir tvö þúsund árum þótt frétt- næmt, jafnvel á útskeri þessu, þaö sem mehn tóku sér fyrir hendur í Landinu helga. Og enn er það svo, að þótt fréttamiðlun og fjarskiptum hafi fleygt fram, þá vill margt skolast til á leiðinni frá Gyðingalandi að Galtalæk og menn eiga í erfiðleikum með hverju skal trúa og hverju skal kyngja og greina á milli, hver nú er í hlutverki Davíðs og hver í gervi Goliats. Ævisaga Goldu Meir er hin prýði- legasta heimild um ágreining júða og filistea á þessari öld, séð frá sjón- arhóli zíonista. Um leið er hún saga konu, sem fæddist í Rússlandi zars- ins, menntaðist og mótaðist í mið- vesturríkjum Bandaríkjanna, og gerðist ung að árum landnemi og frumherji í fámennum hópi gyðinga, sem fór að undirbúa jarðveginn í auðnum Palestínu til að skapa þama nýtt þjóðarheimili gyðinga. Þjóöarheimili Golda var frá byrjun í framlínu þeirra 80 þúsund manna, sem upp úr 1920 höfðu sest þarna að gagn- teknir þessum fjarlæga draumi. Og þjóðarheimilið var tilbúið þegar þeir, sem höfðu sloppið við gasofna Hitlers og höfðu möguleika á að flýja undan ofsóknum Stalíns og allra hinna, leit- uðu að vin í eyðimörkinni, þar sem þeir gætu hvílst og verið þeir sjálfir. Nú eru þar samankomnar um þrjár milljónir gyðinga, en ekki hefur til- veran verið þeim andskotalaus, og nú sjáum við þá daglega í fréttum inni á heimilum okkar sem grájárn- aða kúgara vopnlauss minnihluta, sem slöngvar grjóti gegn ofureflinu. Golda lýsir bakgrunni þeirra átaka, sem þarna eiga sér stað í dag, skýrt og skilmerkilega. Frásögn hennar er yljuð hugsjónaglóð og eld- móði draumamanns, sem séð hefur marga drauma sína rætast og veit að einmitt í því getur faU hans verið falið. Allur þorri manna styður lítil- magnann, en þegar stríðsgæfan hef- ur snúist honum í vil fimm sinnum á fjörutíu árum, er það eins og einum of mikið og margir fara að halda með hinu liðinu, sem einnig á sér sínn málstað. Hér er líka kona á ferð, sem sam- tímis umfangsmiklum og erfiðum störfum í þágu þjóðar sinnar, tók virkan þátt í uppeldi barna sinna og átti tíma afgangs fyrir fjölskyldu og vini. Kona, sem komst í fremstu röð meðal einnar mestu karlrembuþjóð- ar heimsins, heilsteypt, ákveðin, stolt og þrjósk, kona, sem þráði frið en hikaði þó hvergi væri stríðið eitt í boði. Andlegir frændur íslendingar hafa alltaf fundiö til andlegs skyldleika við gyðinga. Allt frá því þeir fundu Jahve í eyðimörk- inni (eða Jahve valdi þá sem sína sérstöku þjóð) hafa þeir verið að velkjast með bókfell áletruð lögmál- inu og öllum þeim kynstrum af skýr- ingum við lögmálið, sem orðið hafa til í rás árþúsundanna. Þeir hafa byggt kröfur sínar á gömlum sátt- málum, sem eru tvisvar og þrisvar sinnum eldri en okkar Gamh sátt- máli og verið þrætubókarmenn af shkri Guðs náð að hlýtur að renna hverjum réttbornum íslendingi til hjartaróta. Og hversu mikla eymd, sem samfélög gyðinga hafa sokkiö í, hafa þau jafnan orðið að halda uppi lærdómsmönnum á fræði feöranna og viðhalda víðtæku læsi, svo að lýð- urinn megi halda tryggð við Helga bók. Því var það, aö þegar gyðingar fengu víða almenn mannréttindi á Litur: Svart m/grænu Verð: 1.885,- Litur: Svart leður Verð: 2.245,- Litur: Svart lakk Stærðir: 24-32 Verð: 1.690,- Golda Meir. Bókmenntir Ólafur Hannibalsson síðustu öld, voru þeir óðar komnir í fremstu röð í.menntum, vísindum, listum, stjórnmálum og fjármála- vafstri hvers konar og máttu nú þola meiri ofsóknir fyrir yfirburði sína en meðan þeir töldust meðal dreggja samfélaganna. Svona gáfur kunnum við íslendingar vel að meta og innst inni teljum viö líka að guðleg öfl hafi stýrt okkur til okkar fyrirheitna lands og potaö öndvegissúlum Ing- ólfs gegn straumum og vindi, þangað sem við gætum byggt okkar Zion á hæðunum sjö. Þetta er því forvitnileg bók og á erindi við okkur um þessar mundir, ef við viljum reyna að skilja eitthvað í því, hvílík púðurtunna þessi landræma við Miðjarðarhafs- botna er búin að vera. Þýðing Bryndísar Víglundsdóttur virðist prýðilega af hendi leyst og vel til fundið að hafa mynd af þýðandan- um aftan á kápu bókarinnar, en hingað til hefur manni þótt gott ef þýöandi hefur fengist til að leggja nafn sitt við verk sitt. Ég hefði raun- ar líka viljað hafa mynd af prófarka- lesaranum, sem vinnur það afrek að hafa villur á 152 blaðsíöum af 437. Engar þeirra eru svo slæmar að ekki megi lesa í málið, en vinnubrögð af þessu tagi eru vottur um óþolandi virðingarleysi fyrir kaupendum og lesendum þessarar ágætu bókar. Golda Meir Ævi mín eftir Goldu Meir Þýðandi: Bryndís Viglundsdóttir Útgefandi: Bókrún Ólafur Hannibalsson ELOQIE-Fi HARROl.D-J Litur: Svart lakk Stærðir: 31-36 Verð: 1.690,- JACYNTH-FiíC; Litir: Svart, grænt Stærðir: 31-36 Verð: 1.885,- Litur: Svart lakk Stærðir: 28-34 Verð: 1.590,- - V HONORE-J FANNY-Fi Litur: Svart rúskinn Stærðir: 28-34 Verð: 1.590,- .HiLDA-J (C.) Rúskinn Stærðir: 31-35 Verð: 1.690,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.