Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Side 42
54
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988.
Lífsstm
Ævintýraferðimar:
Á trukkum ogbátum
um þrjár heimsálfur
Vegna mistaka féll þessi grein nið-
ur í síðustu viku, en hún átti að fylgja
* frásögn um ferðalag á Egyptalandi.
Ferðaskrifstofa stúdenta hefur
umboð fyrir breska ferðaskrifstofu
sem sérhæfir sig í ævintýraferðum
fyrir ungt fólk á aldrinum 18-40 ára.
Ferðirnar eru til landa í þremur
heimsálfum, Afríku, Asíu og Suður-
Ameríku, og eru allt frá tveimur upp
í 29 vikur.
Ferðir þessar voru fyrst boðnar hér
á landi 1984. Árið eftir lagði fyrsti
íslendingurinn á vegum Ferðaskrif-
stofu stúdenta upp í langferð af þessu
tagi og síðan hefur vel á fimmta tug
ungmenna haldið á vit ævintýranna.
Að minnsta kosti fjórir hafa annað-
hvort fariö, eða látið bóka sig í 29
vikna feröina.
Þeir sem hyggja á ævintýraferðir
þurfa helst að panta farið með
minnst tveggja mánaða fyrirvara.
Þegar ferðin er bókuð fá viðkomandi
í hendur upplýsirigar um væntanleg-
an áfangastað, veðurfar, fatnað, sem
þarf að taka með sér, vegabréfsárit-
anir og ýmislegt fleira sem að gagni
kemur.
Skipuleggjendur ferðanna reyna að
halda öllum kostnaði í lágmarki, án
þess þó að láta það koma niður á
öryggi þátttakendanna. Yfirleitt er
ferðast með sérstaklega útbúnum
trukkum þegar farið er landveginn.
Einnig er siglt með bátum niður stór-
fljót á borð við Níl. Ferðalangar gista
allajafna í tjaldi á meðan á ferðalag-
inu stendur en í borgum er gist á
hótelum. Matseldinni skipta menn
svo á milli sín.
Verð ferðar eins og þeirrar, sem
sagt var frá í blaðinu í síðustu viku,
15 daga ferð um Egyptaland, kostar
liðlega 34.000 kr. Innifalið í því verði
er fæði allan tímann, ferðir í trukk
og á seglbátum, lestarferð milli Kaíró
og Aswan og gisting í tjöldum og á
hóteli í Kaíró. Þátttakendur verða
hins vegar að koma sér sjálfir til
Kaíró, þaðan sem lagt er upp. Hið
sama gildir um aðrar ferðir. Ferða-
skrifstofa stúdenta reynir í hvert
skipti að koma þátttakendum á sem
ódýrastan hátt til upphafsstaðar
ferðar, m.a. í gegnum samtök nor-
rænna stúdentaferðaskrifstofa sem
hafa gert samninga við flugfélög víða
um heim.
Meðal annarra feröa um Afríku er
fjögurra vikna safari um Saharaeyði-
mörkina. Lagt er upp frá Túnis og
haldið þaðan suður í sandauðnina
og aðallega ferðast innan landamæra
Alsír. Ferðin endar svo þar sem hún
byrjaöi. Svona ferð kostar um 46.000
krónur. Innifalið er gisting, fæði og
ailar ferðir til og frá Túnis.
Suður-Ameríka hefur notiö mikilla
vinsælda meðal þeirra sem vilja fara
í ævintýraferðir. Ein slík er á slóðir
inkanna i Perú, 28 daga ferð um
Andesfjöllin, þar sem skoðaðar eru
rústir þessarar fornu menningar-
þjóðar. Hægt er að velja um tvo upp-
hafsstaði, Lima, höfuðborg Perú, eða
La Paz í Bólivíu. Þessi ferð kostar
um 65.000 krónur, að undanskildu
fargjaldinu til Suður-Ameríku.
-gb
yr.
/ >
,, '• W tí /< \ *. ■ , jm ,
ÓDYRT, STERKT OG AUÐVELT AÐ LEGGJA
Iðnverk Reykjavík A
Húsasmiðjan hf. Reykjavík A g/ /B
Byggingavöruversl SÍS Reykjavík j/ /\
Teppaland/Dúkaland Reykjavík
Kaupfélag Borgnesinga Borgarnes -g' f ~§7 r
Verslunin Vík Ólafsvík yL-a g/jj
Byggingav. versl. j|_
Jóns Friðgeirs. Bolungarvík je| CKICV
Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki IbLtlMoft
SM
&
MÍfMÍW, 'f
.■'..■■ ■ ,
' é,i ■ . V /
FRAMLEIÐSLA
KEA Byggingavörur Akureyri
Kaupfélag Þingeyinga Húsavík
Kaupf. Langnesinga Þórshöfn
Karl Jakobsson Egilsstöðum
Kaupfélag A-Skaftf. Höfn Hornaf.
Kaupfélag Árnesinga Selfossi
Kaupfélag Suðurnesja Keflavík
TRE-X Byggingavörur Keflavík
Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum
Byggingaþjónustan Ólafsvík
:■
: . ' •-
IÐAVÖLLUM 6, KEFLAVIK, SÍMAR: 92-13320 OG 92-14700
•< •
í» 'V /*' ■•■■■.■* . Æl
r
M Á * r / ' . - U ■ 7
■• /r-
Millilandaflugið:
íslensku
félögin
sjá fram
á aukna
samkeppni
SAS er eina erlenda flugfélagið
sem flýgur reglubundið áætlun-
arflug milli íslands og annarra
landa og veitir þannig íslensku
flugfélögunum einhverja sam-
keppni. Hinn fyrsta apríl síðast-
liðinn hóf SAS að fljúga einu
sinni í viku milli íslands ogKaup-
mannahafnar og verður svo í vet-
ur. Frá og með fyrsta apríl á
næsta ári verður þessum ferðum
fjölgaö upp í tvær á viku. Lengra
ná áætlanir félagsins ekki.
Lufthansa flaug einu sinni í
viku til íslands í sumar og gert
er ráð fyrir að hið sama verði
uppi á teningnum næsta sumar.
Lufthansa flaug frá Dússeldorf
og Múnchen en áform munu vera
uppi um að fljúga frá Frankfurt
á næsta ári. Félagið mun þegar
vera byrjað að leita markaða á
Ítalíu fyrir íslandsflugiö. Er það
taliö vera dæmi um hversu mikið
erlend flugfélög eru reiðubúin að
leggja á sig ‘fyrir svona lítinn
markað. Heyrst hefur fleygt að
British Airways sé að íhuga að
taka upp áætlunarflug hingað.
Það yrði þó ekki fyrr en árið 1990.
SAS býður upp á ferðapakka til
Kaupmannahaifriar og annárra
borga á Norðurlöndunum, alveg
sambærilega þeim sem íslensku
flugfélögin og ferðaskrifstofurnar
bjóða. Viðtækt samstarf er milli
SAS og Flugleiða um ferðapakka,
m.a. til Bangkok á Thailandi.
„Hins vegar höfum við í gegn-
um tíöina kallað okkur „flugfélag
kaupsýsl umannsins". Þaö bygg-
ist á því að hægt er aö bóka hjá
okkur farmiða, hótel, bOaleigubíl
eða tengiflug og þú færð það stað-
fest á meðan þú situr fyrir fram-
an okkur. í fyrra var þetta kosið
besta þjónustukerfi hjá flugfélagi
og SAS leggur gífurlega mikið
upp úr þjónustunni,“ segir Jó-
hannes Georgsson, forstöðumað-
ur SAS á íslandi.
Hann segir að flutningur SAS á
ferðamönnum til íslands hafi
fyrst og fremst verið í samvinnu
viö Flugleiðir, bæði vegna þess
að félagið byrjaði ekki að fljúga
hingað fyrr en síðastliðið sumar
og vegna hins að ein ferð í viku
eða jafnvel tvær sé ófullkomin
áætlun. Hins vegar er ekki útilok-
að að þeim eigi eftir að fjölga
meira í framtíðinni.
„Um leið og flugið til landsins
er aukið tökum við sennilega eitt-
hvaö af farþegum frá Flugleiðum.
En það er stefna okkar að skila
þeim farþegum, sem viö tökum,
til baka í auknum ferðalögmn til
íslands í gegnum sölukerfi okkar
um allan heim. Þegar við byijum
að selja ísland, eins og skeður
núna hjá öllum SAS skrifstofum
út um allan heim, er Ijóst að allur
ferðastraumurinn fer ekki yílr á
okkur heldur dreifist hann yfir á
Flugleiöir líka. Við skilum Flug-
leiðum því raunverulega tfl baka
með vinstri hendinni því sem viö
tökum með þeirri hægri og jafn-
vel heldur betur,“ segir Jóhannes
Georgsson, forstöðumaður SAS á
íslandi.
VEISTU ...
að aftursætið
fer jafnhratt
og framsætið.
SPENNUM BELTIN
hvar sem við sitjum
í bDnum.
UUMFEROAR
RAO
X