Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Qupperneq 7
FÖSTUnÍGlÍR f)E:SEMMER 1988. Hvað er þér mirmisstæðast frá árinu 1988? Steingrímur Hermannsson: Hlýhugur á afmælisári Það ár, sem er að líða, var við- burðaríkt og gæti ég fjölmargt nefnt sem minn- isstætt. Mér er t.d. minnisstæður sá velvilji og sá hlý- hugur sem mér var sýndur af fjölmörgum á sextugsafmæh mínu 2?. júní. Kann ég þeim sem það gerðu sérstakar þakkir. Þetta voru jafnframt afar ánægjulegir dagar með börnunum og fjölskyldunni allri. Stjórnarsht og stjórnarmyndun í september verða einnig lengi minnis- stæð. Ég hef átt þátt í ahmörgum stjórnarmyndunum og á frá þeim margs að minnast. Myndun ríkis- stjórnar Gunnars heitins Thorodds- ens í febrúar 1980 var t.d. mjög minn- isstæð. Þó hygg ég að myndunar þeirrar ríkisstjórnar, sem nú situr, muni ég hvað lengst minnast. E.t.v. er þaö vegna þess að um hana hafði ég forystu og hún var mynduð meö snöggu áhiaupi. Á þeim tíma, þótt stuttur væri, skiptust þó á skin og skúrir eins og alþjóð þekkir. Svipað og í febrúar 1980 töldu margir út í ævintýri ráðist með svo lítinn meirihluta á þingi. Trú mín er þó sú aö þessi ríkisstjórn muni eins og ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens sitja lengur en margan grunar. Horfur á næsta ári eru óljósar. Þrælatak tjármagnsins og samdrátt- ur í afla munu valda erfiðleikum. Gjaldþrot verða líklega mörg upp úr áramótum og samdráttur það mikill að atvinnuleysi kann að verða nokk- urt. Ég er einnig hræddur um að margar fjölskyldur eigi í erfiðleikum vegna mikhla skulda. Það er hins vegar sannfæring mín að úr þessu muni rætast. Hjól at- vinnuveganna mun smám saman snúast með nýjum krafti og nýtt blóð taka að streyma um þjóðarlíkamann. Þó mun taka nokkurn tíma að græða þau sár sem orðin eru. Á næsta ári mun einnig á það reyna hvort við kunnum fótum okkar forr- áð og forðumst þau víti sem til varn- aðar mega verða, offjárfestingu, eyðslu og sóun, en leggjum í staðinn th hhðar fyrir mögru árin. Á slíkt mun þó að öhum líkindum ekki reyna til fullnustu fyrr en að tveimur eða jafnvel þremur árum liðnum. Ég sendi lesendum DV bestu óskir um farsælt komandi ár. Gunnar Bjömsson: Fríkirkju- deilan „Mér eru minn- isstæðust frá hðnu ári úrslit safnaðarfundar- ins í Gamla bíói 12. september þegar lögmætur safnaðarfundur lýsti mig rétt kjörinn prest safnaðarins. Ástæða var til að ætla aö málinu væri þar með lokið. Mér er ofarlega í huga sú einkennilega ráðstöfun þeirrar scifnaðarstjórnar sem fékk á sig vantraust á fundinum að sitja áfram,“ sagöi Gunnar Björnsson, fyrrverandi Fríkirkjuprestur. „Ég vona að safnaðarstarf Fríkirkj- unnar komist í samt lag á næsta ári með þvi að ég komi aftur til starfa sem Fríkirkjuprestur. Mér er það mikið sorgarefni að horfa upp á safn- aðarstarfið liggja alveg í láginni. Kirkjusókn í Fríkirkjunni er nú í fullkomnu lágmarki. Ég held að sú staðreynd tah sínu 'máli um að safn- aðarfólkið er ekki sátt við þær ráð- stafanir safnaðarstjórnar aö reka mig og ráða nýjan prést að því for- spurðu." -gse HaUdór Halldórsson: Hjartaaðgerðin minnisstæðust „Mér er náttúr- lega minnisstæð- ast þegar ég fór í hjartaaðgerðina fyrr á árinu. Að- gerðin stendur alveg upp úr í minningunni. Svo náttúrlega hve vel hefur gengið. Ég er í þjálfun á Reykjalundi fyrir hádegi og vinn sem aðstoöarlínumaður hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur eftir hádegi og það gengur vel. Ég vona að nýja árið beri áfram- hjaldandi hressleika og bata í skauti sér,“ sagði Halldór Halldórsson sem er best þekktur sem „hjartaþeginn". -hlh Páll Halldórsson flugstjóri: Björgunarflug gekk mjög vel „Mér er einna minnisstæðast hvað, flugið hjá okkur hefur gengiðvel. Þyrlu- flugið er vanda- samt og það er ánægjulegt hvernig til hefur tekist. Það er ekkert eitt flug frekar en önnur mér minnisstætt. Þetta gekk allt mjög vel. Mínar væntingar til næsta árs eru þær helstar að ég óska að við eign- umst öflugri þyrlu til björgunar- starfa. Og að björgunarflugið gangi jafnvel hér eftir sem hingað th. Ég yrði hamingjusamur ef það gengi eft- ir,“ sagði Páll Halldórsson, flugstóri hjá Landhelgisgæslunni. -sme AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* 10.000 GKR. SKÍRTEINI 1975-1. fl. 10.01.89-10.01.90 kr. 12.767,42 1975-2. fl. 25.01.89-25.01.90 kr. 9.638,07 1976-1.fl. 10.03.89-10.03.90 kr. 9.180,52 1976-2. fl. 25.01.89-25.01.90 kr. 7.052,84 1977-1. fl. 25.03.89-25.03.90 kr. 6.582,64 1978-1. fl. 25.03.89-25.03.90 kr. 4.463,13 1979-1. fl. 25.02.89-25.02.90 kr. 2.951,12 FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1981-1.fl. 25.01.89-25.01.90 kr. 1.304,01 1985-1. fl.A 10.01.89-10.01.90 kr. 296,95 1986-1. fl.A3ár 10.01.89-10.07.89 kr. 204,67 1986-1. fl.D 10.01.89 kr. 177,71 1987-1.fl. A2ár 10.01.89-10.07.89 kr. 165,16 ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Sérstök athygli skal vakin á gjalddaga 1. flokks D. 1986, sem er10. janúarn.k. Reykjavík, desember 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS VIKAN OG HÚS & HÍBÝLI Tvö á toppnum U m leið og SAM-útgáfan óskar lesendum sínum gleðilegs árs þakkar útgáfan þær frábæru móttökur á árinu 1988 sem komu Húsum & híbýlum og Vikunni í toppsæti nýafstaðinnar lesendakönnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla íslands framkvæmdi fyrir Verslunarráð íslands. SAM-útgáfan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.