Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988. Spumingin Lesendur Hvað ætlar þú að gera á gamlárskvöld? Kristinn Hermannsson verkamaður. Ég ætla að sukka og skemmta mér á Hótel íslandi. Pétur Jónsson nemi: Fara á ball með kunningjunum. Það er ekki alveg ákveðið hvert á að fara. Hans Steinar Bjarnason nemi: Skjóta flugeldum og svoleiðis. Svo fórum við kannski nokkrir saman á ball. Svavar Aðalsteinsson vörubílstjóri: Ég fer á ball heima á Hellissandi - í Röst. Það eru bestu böllin. Sigríður Einarsdóttir húsmóðir: Æth ég verði ekki bara heima. Ég er ekki vön að fara á böll á gamlaárskvöld. Um ManeX-vökvann Agnar Agnarsson skrifar: Vegna misvísandi og villandi skrifa blaðamanns í DV hinn 14. des. sl. þar sem fjallað er um vörur frá ManeX - og komist að þeirri niðurstöðu, að þær hafi engin áhrif á skalla og hár- los - langar mig til að gera nokkrar athugasemdir. Rétt er það að engum er hægt að lofa nýju, náttúrlegu hári eftir að viðkomandi hefur fengið skalla. Ekk- ert það efni er til í heiminum sem er gætt slíkum eiginleikum. Ástæðan er einíold: til að nýtt hár geti vaxið upp úr skallanum þarf rótin (papill- an) að vera enn á lífi (í dvala) og hárslíðrið má ekki vera samgróið húðinni undir hársverðinum. - Þetta getur enginn sagt til um fyrirfram. Sé það hins vegar svo að hárslíðrið sé enn virkt getur ManeX-vökvinn tvímælalaust gert umtalsvert gagn. Hann er unninn úr 22 amínósýrum sem innihalda svo örsmá mólekúl að þau ná að smjúga inn í hárslíðrið og hreinsa úr því fitu sem kann að hafa myndast þar og safnast fyrir. Þetta er alls ekki óalgengt og veldur hár- fitu. - Takist þetta fær hárrótin nær- ingu og getur haldið áfram að fram- leiða nýtt hár. ManeX er náttúrlegur, prótínbætt- ur vökvi sem hefur engar aukaverk- arnr, eins og sum lyf geta haft. í áðurnefndri umfiöllun blaða- manns DV er ManeX-vökvinn rang- lega borinn saman við venjulega hár- næririgu en þess í engu getið að hann hefur sannanlega ýmsa góða kosti fram yfir það; honum má blanda í festinn með permanenti, hann getur eytt flösu, hann getur eytt kláða í hársverði og gert fleira gagn. Vökvinn hefur verið á markaði í Englandi í áratug. Það eitt segir tals- vert. Ef hann væri ómerkilegt gums, sem ekki hefði nein áhrif, þá væri hann horfinn úr búöarhillum þar i landi, eins og fiölmargar aðrar vörur sem koma og fara vegna þess að þær skila ekki tilætluðum árangri. Ríkisútvarpiö/Sjónvarp: Hærra afnotagjald - betri þjónusta HP skrifar: í DV í gær (27. des.) var kvartaö undan of háum gjöldum fyrir þjón- ustu Ríkisútvarpsins. Slíkar kvart- anir eru eðlilegar - verðlag er mis- munandi og þjónusta sömuleiðis. Ef þjónusta Sjónvarps er t.d. borin sam- an við afnotagjald af einni mynd- snældu hjá myndbandaleigu þá kost- ar dagsleiga fyrir eina snældu kr. 300. Það samsvarar því aö sjónvarpið sýndi aðeins fimm slíkar myndir á mánuði. Það sem máli skiptir er því hvaða þjónustu Ríkisútvarpið/Sjónvarp, eitt þýðingarmesta menningartæki þjóðarinnar, býður upp á. íslending- ar þurfa nú sem fyrr að standa vörð um menningu þjóðarinnar. Ekkert fyrirtæki á vegum þjóðarinnar gegn- ir sambærilegu hlutverki. - Við verð- um að huga að þeirri staðreynd að við erum þegar komin í samband við beint gervihnattasjónvarp. Vörn okkar og íslenskrar menningar er eins og áöur fyrr að miðla íslensku efni í samkeppni við hið erlenda. Hiutverk Ríkisútvarpsins er því að auka innlenda dagskrárgerð og vill bréfritari leggja áherslu á fiölbreytni þess efnis sem boðið er upp á. ís- lenskt efni þarf að tengjast þjóðlífinu þannig að það höfði til sem flestra. Efnið þarf m.a. að vera áhugavert og fræðandi og ættu t.d. að vera reglu- legir þættir eins og Nýjasta tækni og vísindi vikulega og með íslensku efni. Hvað varðar erlenda efnið þá vill bréfritari lýsa ánægju sinni með hvað það er fiölbreytt. Tökum nýleg dæmi; danskur framhaldsmynda- flokkur, bandarískar, breskar, tékk- neskar, ítalskar og franskar myndir. Og að lokum þáttaröðin um Nonna og Manna sem sýnd er daglega. Þátt- inn hefði mátt kaupa fyrir 1.800 krón- ur á myndbandaleigu - sem sé sex hundruð krónum meira en fyrir alla dagskrá Ríkisútvarpsins/Sjónvarps í desember. Ingi Þórðarson nemi: Skemmta mér - sukka og svalla og svoleiðis. Hringið í síma 27022 milli kl. 10 og 12 eða skrifið I Nausti á Þorláksmessu Hafliði Helgason hringdi: Á Þorláksmessukvöld'vorum við hjón stödd í veitingahúsinu Nausti. Að gefnu tilefni langar mig til aö láta koma fram að þar áttum við eina ánægjulegustu kvöldstund sem hugsast getur. Viðurgjörningur í mat og drykk var einhver sá besti og þjónustulið til fyrirmyndar í hví- vetna. Við viljum færa stjórnendum og þjónustuliöi innilegar þakkir fyrir frábæra framgöngu og ánægjulega kvöldstund. Viðgerðir hins opinbera H.J. hringdi: Þaö hefur vakiö talsverða athygli að heyra áætlaðar kostnaðartölur um viögerðir á Þjóðleikhúsinu, 500 milijónir króna, og á þaki Bessa- staða, 50 milljónir króna. Þarna er ekki um lágar upphæðir að ræða. Verður manni á að hugleiða til hvers embætti húsameistara ríkisins sé, að það skuli ekki fylgjast betur með ástandi þessara húsa og koma í veg fyrir slíkt. Það þóttu ill tiöindi og hneykslan- leg þegar fiskiþorp norður í landi eyddi 40 milljónum of mikið í höfn og vatnsleiðslu. Allt fór á annan end- ann út af slíku bruöli og voru settir vaktmenn á launum til aö fylgjast með lýðnum þar nyröra. Það þykir ekki ástæða til þess af opinberri hálfu að rannsaka hvernig á því stendur að þessar opinberu byggingar þurfa svo stórkostlegs fiárausturs við! - Eitt er víst, fólkið í fiskiþorpunum getur ekki hafst þar við nema hafa höfn og drykkjarvatn. En spurning er hvort ekki væri hægt að spara yfirbyggingu þjóðarinnar þar sem eitt þak má kosta 50 milljón- ir króna! Viðgerð á Þjóðleikhúsinu og þaki Bessastaða er áætluð 550 milljónir króna. Landsbyggðarkaupstaðir til gjaldþrotaskipta: ískyggileg þróun Þóra skrifar: Hin ýmsu sveitarfélög og kaupstað- ir eiga við vaxandi fiárhagserfiðleika að glíma. Þannig las ég um það í Þjóð- viljanum nýlega aö Kópasker væri í fiárhagskröggum og þar væri enginn varasjóður til. Áður hefur veriö sagt frá í fréttum að Hofsóshreppur var lýstur gjald- þrota. Ólafsfiörður á einnig í erfið- leikum og sennilega enn fleiri kaup- staðir, bæjarfélög eða hreppar. Á Frá Hofsósi. Sveitarfélaginu hafa verið búin ill örlög fjárhagslega. Hofsósi búa um 260 manns og um hundraðinu færri á Kópaskeri. Þarna hafa menn ráðist í að byggja sér nýtísku hús, en það dugar ekki til að bjarga kaupstaönum frá mann- fæð og fiárhagserfiðleikum -því mið- ur. Þaö er sárgrætilegt að sjá svona kauptún beijast í bökkum vegna þess að fólk þarna hefur einfaldlega ekki bolmagn til að halda þessum plássum uppi, tekjurnar eru rýrar og alla vega ekki nógar til að geta staðið undir brýnustu lífsnauösynjum ásamt skattagreiðslu og aíborgunum af lán- um. En hvað skal gera? Ég held aö ekk- ert geti orðið til bjargar svona litlum þorpum eða samfélögum úr því einu sinni er svona komið, annað en að láta gera dæmin upp og láta slag standa um hvað fæst fyrir eignirnar á staðnum. Einhverjir myndu vilja kaupa húsin fyrir sumarbústaði og margir staðirnir eru eftirsóttir til sumardvalar. Einhver myndi nú segja að hér verði bara að standa í báða fætur og halda áfram að þrauka. Það hefur fólkið einmitt gert fram að þessu en það er ekki hægt endalaust og því er best að horfast í augu við raun- veruleikann. Selja það sem hægt er og flytja burt. -111 örlög en þó skárri en að þrauka við fyrirsjáanlegan sult og seyru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.