Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Side 23
22 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988. FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988. 43 Iþróttir Svipmyndir frá liðnu ári: oen jonnson frá Kanada er án efa mest umtalaði íþróttamaður ársins sem er að liða. Eftir að hann féll á lyfjaprófi á OL í Seoul í kjöifar heimsmetsins t 100 m hlaupinu snerist almenningsálitið gegn kappanum sem hér sést yfirgefa Seoul ásamt systur sinni. Símamynd/Reuter Slagsmal þau er brutust út í hnefaleikakeppni OL í Seoul vöktu mikla athygli. Hér sést Lee Chung-Ha, kóreskur þjálfari, slá til dómara frá Nýja-Sjálandi. Þjálfarinn var dæmdur i ævilangt bann. Simamynd/Reuter Florence Griffith Joyner, Bandaríkjunum, olli titringi hjá mörgum karimanninum á OL en hér fagnar hún með eiginmanni sínum. Simamynd/Reuter Atli Hilmarsson og félagar hans í landslfðinu áttu erfiða daga í Seoui. Atii meiddist í lok ársins á Spáni og leikur varla ffeiri lands- leiki. Simamynd/Reuter Stefan Edberg frá Sviþjóð bar sigurorð af Boris Becker i úrslitaleik Wimbledon keppninnar í Englandi og sést hér fagna sigrin- um. Edberg sigraði 4-6, 7-6, 6-4 og 6-2. Simamynd/Reuter Islenskir knattspyrnumenn gerðu víðreist á árinu og náðu oft góðum árangri. Hér. sést Sigurður Grétarsson í dauðafæri í HM-leiknum gegn Sovétmönnum á Laugardalsvelli en leiknum lauk með jafntefli, 1-1, og skoraði Sigurður mark íslands. Framarar urðu íslandsmeistarar i 1. deiid og Valsmenn bikar- meistarar. DV-mynd Brynjar Gauti íþróttir Frétta- stúfar Lökken er hættur Norðmaðurinn Torbjörn Lökken, heimsmeistari í norrænni tvíkeppni á skíðum árið 1987, sagði í viðtali við Dagbladet í gær að hann væri hættur keppni. Lökken er aðeins 25 ára gam- all og er einn vinsælasti íþróttamað- urinn í Noregi. Hann segist vera orð- inn þreyttur á öllu umstanginu sem fylgi þátttöku sinni í íþróttum, aug- lýsingamennsku, fjölmiðlum og alls konar fólki sem gefi honum ekki stundlegan frið. Ðarcelona vildi Gullit Forseti ítölsku meistar- anna AC Milano, Silvio Berlusconi, sagði í gær að hann hefði neitað spænska félaginu Barcelona um við- ræður um kaup á hollensku stjörn- unni Ruud Gullit. Hann kvaðst hafa tilkynnt varaforseta Barcelona að Gullit væri ekki til sölu, hvað sem í boði væri. Gullit hefur átt við meiðsli að stríða í allan vetur og lék síðast með liðinu þann 10. nóvember. Hann er þó vongóður um að geta leikið með þegar AC Milano mætir Samp- doria í 1. deildar keppninni á gaml- ársdag. Reykjavíkurmótið í knattspyrnu hafið Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu, sem hófst á dögunum með keppni í yngri flokkum, verður fram haldið 2. og 3. janúar og þá verður keppt í meistaraflokki karla. Að lokum er 2. flokkur karla á dagskrá 8. og 10. janúar. Keppt er eftir nýju fyrirkomulagi, leikið á stærri mörk en áður og með markvörðum. í meistaraflokki karla eru 11 hð og þar leika í A-riðli Vai- ur, Fram, KR, Ármann, Leiknir og Skotfélagið en í B-riðli Fylkir, Vík- ingur, Þróttur, ÍR og Víkverji. í meistaraflokki kvenna eru aðeins tvö lið, Valur og KR, og mætast þau tvisvar. ísrael lagt að velli íslenska unglingalandsliðið í knattspyrnu sigraði b-lið ísrael, 1-0, í gær á alþjóðlega knattspyrnumót- inu í ísrael. Þórhallur Jóhannsson úr Fylki skoraði eina mark leiksins þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka. Næsti leikur liðsins verður 2. jan- úar gegn Liechtenstein og ef sigur vinnst í þeim leik á liöið möguleika að vinna til verðlauna á mótinu. -JKS Körfubolti: „Kóngakeppni" á Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri '• Jakob Sigurðsson átti glimrandi leik í vinstra horninu gegn Dönum í gærkvöldi og hefur ekki oft leikið betur með landsliðinu. Jakob skoraði sjö mörk í leiknum og eitt þeirra er í fæðingu hér að ofan. Á innfelldu myndinni má sjá er brotið var gróflega á Kristjáni Arasyni. Varð hann að fara af leikvelli og lék lítið eftir það. Dönsku leikmennirnir fengu ekki svo mikið sem gula spjaidið í refsingu. DV-myndir Brynjar Gauti Fyrri vmáttuleikur íslendinga og Dana í Laugardalshöliinni í gærkvöldi: Þriðji stærsti sigurinn - ísland sigraði Danmörku, 24-18. Stærsti sigur gegn Dönum síðan á HM í Sviss 1986 Islenska landsliðið í handknattleik gersigraði það danska 1 vin- áttuleik þjóðanna í Laugardalshöll í gærkvöldi, lokatölur 24-18 og ísland hefur ekki unnið stærri sigur gegn Dönum frá því í heimsmeistarakeppninni í Sviss 1986. Þá sigraði ísland, 25-16, en stærsti sigur íslendinga gegn Dönum leit dagsins ljós á Akra- nesi 1981 en þá sigruðu íslendingar, 32-21, í eftirminnUegum leik. Leikurinn í gærkvöldi var 191. leikur þeirra Bogdans Kowalczyk þjálfara og Guðjóns Guðmundssonar liðsstjóra með íslenska lið- ið og 95. sigurinn varð að staðreynd. Islenska liðiö lék ghmrandi handknatt- leik í fyrri hálfleik og staðan í leikhléi var 15-8, íslandi í vil. í síðari hálfleik skoruðu Danir fyrsta markið en þrjú íslensk fylgdu í kjölfarið og staðan orðin 18-9. Þá mátti greina mikil þreytumerki á íslenska liðinu og Danir skoruðu og skoruðu, staðan breyttist í 18-15 og mönnum hætti að lítast á blikuna. Danir minnkuðu síðan muninn í tvö mörk, 19-17, en okkar menn innsigl- uðu sigurinn af öryggi á lokamínútunum. „Þetta er allt að koma“ „Þessi úrslit sýna svo ekki verður um villst að þetta er allt á réttri leið hjá okkur. Við erum að rífa okkur upp úr þeim öldudal sem við höfum verið í upp á síðkastið," sagöi Jakob Sigurðsson en hann átti mjög góðan leik gegn Dönum í gærkvöldi. Jakob var bestur í íslenska hðinu ásamt Einari Þorvarðarsyni sem varði af snilld í fyrri hálfleik, sam- tals 8 skot. Allt annað var að sjá til íslenska liðsins nú en gegn Svíum á dögunum, feiknaleg barátta fram í síðari hálf- leikinn er þreyta fór að segja til sín. Ef liöið heldur áfram á þeirri braut, sem það virðist nú komið á, þarf ekki að kvíða næstu leikjum. Þó má ekki gleyma því að í danska liðið vantaði lykilmenn á borð við Klaus Sletting Jensen, Jens Erik Roepstorff og Kim G. Jacobsen. Þá vantaði líka sterka leikmenn í íslenska liðiö. Mörk íslands: Jakob Sigurðsson 7,. Þorgils Óttar Mathiesen 5, Sigurður Sveinsson 4/1, Júlíus Jónasson 2, Alfreð Gíslason 2, Kristján Arason 2, Bjarki Sigurðsson 1 og Valdimar Grímsson 1. Markahæstir hjá Dönum: Niels Kildelund 5/2, Flemming Hansen 3 og Otto Mertz 3. • Leikinn dæmdu dómarar frá Luxemburg og var frammistaða þeirra í fullu samræmi við stöðu handknattleiksins þar í landi. íslendingar voru einum færri í 2 mínútur en Danir í 4. Sigurði Sveins- syni og Kristjáni Arasyni mistókst að skora úr sínu vítakastinu hvor. •íslendingar leika á ný gegn Dön- um í kvöld og hefst leikurinn klukk- an 21.00 í Höllinni. -SK „Eg hef orðið var við talsverð- an áhuga á þessari keppni og reikna því með góöri þátttöku,“ segir Jón Már Héðinsson hjá Körfuknattleiksdeild Þórs á Akureyri, en Þórsarar hafa ákveðið að gangast fyrir ,,Kóngakeppni“ í körfubolta á Akureyri 25. febrúar. Eins og nafh keppninnar gef- ur til kynna er hér ekki um neina venjulega keppni að ræða, en hún miðast við að keppendur séu orðnir 40 ára, og er jafnt fyrir félagshð og hópa sem hafa.tekið sig saman og leika körfubolta. Þeir sem hafa áhuga á að vera með í keppninni þurfa að til- kynna þátttöku frir miðjan jan- úar til Jóns Más Héðinssonar í síma 96-25486 eða Kristínar Jónsdóttur í síma 96-25662, og veita þau jafnframt nánari upp- lýsingar. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RfKISSJÓÐS 11. FLB1986 m Iþrótta- maður ársins hjá DV -úrslitámánudag Eins og undanfarin ár hefur DV geflö lesendum sínum kost . á því aö útnefna íþróttamann ársins. Skilafrestur rann út í gær vegna kjörsins í ár og var þátttaka gífurlega mikil að þessu sinni. Greint verður frá úrslitum í kjörinu í mánudagsblaði DV, 2. janúar. íþróttamaður ársins 1988 hjá DV fær glæsileg verð- laun. I fyrra kusu lesendur DV Kristján Arason. Samtök íþróttafréttamanna útnefndu á dögunum Einar Vilhjálmsson íþróttamann ársins 1988. Fróð- legt verður að sjá hvort lesend- ur DV eru á sama máh en það skýrist í mánudagsblaði DV eins og áður sagði. -SK Atta Islandsmet hjá fötluðum - á Reykjavikurmótinu í sundi. Halldór Guöbergsson og Sigrún Hrafiisdóttir settu þrjú met 100 metra skriðsund karla Reykjavíkurmót fatlaðra í sundi var haldið í Sundhöll Reykjavíkur á dögun- um og náði sundfólkið góðum árangri. Á mótinu setti Halldór Guöbergsson ÍFR þrjú íslandsmet í 100 metra skrið- sundi, 50 metra bringusundi og 50 metra flugsundi, Sigrún Huld Hrafnsdóttir Öspinni setti þrjú íslandsmet í 100 metra skriðsundi, 100 metra fjórsundi og 50 metra baksundi, Birkir Rúnar Gunn- arsson ÍFR setti íslandsmet í 100 metra skriðsundi og Gunnar Þ. Gunnarsson, íþróttafélagi fatlaðra á Suöurlandi, setti íslandsmet í 50 metra flugsundi. Ahs voru því sett 8 met á mótinu. Úrsht urðu að öðru leyti þessi: xjiixivoouxi, ix x\.......X.LM , 1U Halldór Guðbergsson, ÍFR........1:07,78 Hrafn Logason, Ösp............ 1:11,40 50 metra skriðsund karla Gunnar V. Gunnarsson, ÍFS.........32,06 Kristberg Jónsson, ÍFR............42,99 Ólafur Ólafsson, Ösp..............44,20 100 metra skriðsund kvenna Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp...1:15,56 Bára B. Erlingsdóttir, Ösp......1:30,86 Guðrún Ólafsdóttir, Ösp.........1:41,76 50 metra skriðsund kvenna Bára B. Erlingsdóttir, Ösp........42,13 Guðrún Ólafsdóttir, Osp...........45,53 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR....49,57 50 metra bringusund karla Halldór Guðbergsson, ÍFR........39,58 Gunnar Þ. Gunnarsson, ÍFS.......42,22 Sigurður Pétursson, Ösp.........42,25 50 metra bringusund kvenna Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp...42,88 Bára B. Erlingsdóttir, Ösp......46,20 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR 50,35 50 metra flugsund karla Halldór Guðbergsson, ÍFR........34,62 Gunnar Þ. Gunnarsson, ÍFS.......35,28 Sigurður Pétursson, Ösp.........37,51 50 metra flugsund kvenna Bára B. Erlingsdóttir, Ösp......45,61 Guðrún Ólafsdóttir, Ösp.........55,84 50 metra baksund karla Gunnar Þ. Gunnarsson, ÍFS.......39,89 Sigurður Pétursson, Ösp.........40,69 Gunnar V. Gunnarsson, ÍFS.......41,16 50 metra baksund kvenna Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp....43,54 Guðrún Ólafsdóttir, Ösp..........44,58 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR..46,58 100 metra fjórsund karla Gunnar Þ. Gunnarsson, ÍFS......1:21,53 Halldór Guðbergsson, ÍFR.......1:21,61 Gunnar V. Gunnarsson, ÍFS......1:27,83 100 metra fjórsund kvenna Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp..1:28,65 Bára B. Erlingsdóttir, Ösp.....1:40,06 Guðrún Ólafsdóttir, Ösp........1:46,97 -Sþ Hinn 10. janúar 1989 er sjötti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 6 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir: _____________Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini_kr. 3.341,60 _ Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1988 til 10. janúar 1989 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986 til 2279 hinn 1. janúar n.k. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 6 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. jánúar 1989. Reykjavík, 30. desember 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.