Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Page 29
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988. 49 .Formaður Hundaræktarfélagsins sagði að hundaeigendurnir hefðu sigrað í kosningunum. segirm.a. igreininm Ósannindi borgarstjórans Fyrir allnokkru gaf Davíð Odds- son þá yfirlýsingu aö hér hefði allt- af verið fjöldi hunda þrátt fyrir bann. Hann átti við það að hunda- haldsbannið hefði alltaf verið óvirkt. Þetta eru helber ósannindi. Ég minni á það í leiðinni að Davíð er ekki fæddur fyrr en árið 1948 en þá er bannið komið á þriðja áratug svoleiðis að það er komið á fjórða áratug áður en hann kemst til nokkurs vits og ára. Ég man vel hundaþvögurnar sem þustu um bæinn áður en bannið var sett. Síöan liðu mörg ár þangað til hundur sást aftur í Reykjavík. Það fyrsta sem ég man að ég sæi hund í borginni eftir þetta gæti hafa verið í byrjun styrjaldarinnar eða jafnvel ekki fyrr en í kringum 1950. Ég sá bregöa fyrir hundi af úlfhundakyni í beizli sem blindur maður leiddi. Nokkru seinna sá ég annan eins en hundarnir hafa verið tveir þar sem þeir voru misstórir. Á sjötta áratugnum fór maður að verða var við einn og einn hund hjá sendiráðunum. Þetta er undan- þága, sögöu menn. Hundurinn á að halda sig á lóð sendiráðsins, sagði undanþágan. Þar með var isinn brotinn. Ólöghlýðnir landar vorir fóru að útvega sér hund, jafnvel smygla honum frá útlöndum þrátt fyrir margfalt bann. Um líkt leyti minnir mig að lögreglan hafi fengið sporhund sem kann að hafa verið hafður í Reykjavík. Lögreglan og dómarinn Þegar menn fóru að verða varir við hið ólöglega hundahald fór lög- reglan á stúfana, svo sem sjálfsagt var. Þá brá svo við að dómarinn neitaði lögreglunni um heimild til þess að sækja ólöglega haldna hunda inn á heimili afbrotafólks- ins. Þar meö ónýtti dómarinn bannið. Hundskepnan var orðin rétthærri mannskepnunni. Lög- brjótunum var borgið. Dómarinn hafði bjargað þeim. Fyrir afbrota- fólkið voru ísabrot orðin að auðu vatni. Nú gefur borgarstjórinn oss langt nef fyrir hönd þessa fólks. í úthverfum borgarinnar er nú svo komið að sum börn þora ekki út úr húsi fyrir geltandi og glefs- andi hundum sem hlaupa um laus- ir og gera sín stykki í görðum ná- grannanna. Kvartanir nágrann- anna gagna ekkert. Að baki hund- um og hundaeigendum standa yfir- völdin svo lengi sem Davíðs nýtur við. Helmingur hundaeigendanna KjáUarinn Dr. Benjamín H.J. Eiríksson hagfræðingur greiöir ekki gjaldiö fyrir hundinn. Kostnaðinn, sem borgin hefir af hundahaldinu, greiða því þeir borgarar, sem ekki hafa hund, að hálfu. Borgarstjórinn segir nú aö fram- haldið verði víst það að afnema undanþágurnar. Borgarstjórinn man sem sagt eftir því nú að það er bann við hundahaldi í Reykja- vík. Bannið var endurnýjaö með einróma samþykkt borgarstjórnar- innar í júní 1984. Hann bætti því svo viö þegar hann var að reyna að kyngja ósigrinum að bannið heföi alltaf verið árangurslaust. Ósannindanna þurfti hann með til þess að rökstyðja það sem ég tel að hann hafi verið búinn aö ákveða. Bannið skyldi gert árangurslaust. Þar gætu ósannindin reynst gagn- leg. Hvað er til ráða? Fólk sem fer í hundana er ekki endilega gáfaðra en aörir, frekar er það víst á hinn veginn. Formaður Hundaræktarfé- lagsins sagði að hundaeigendurnir hefðu sigrað í kosningunum. Þaö getur því reynst vandi aö fá lög- brotafólkið meö góðu til þess að hlýða lögunum. Fyrsta skrefið mun því væntanlega vera að leita til dómarans. Gagni það ekki er að fá nauðsynleg lög afgreidd á Alþingi. Skipulag Ég hefi bent á vinnubrögð borg- arstjórans og gagnrýnt þau. Ég ætla enn að taka dæmi um vinnu- brögð sem mér þykir næsta líkleg að séu hans. Austan Hlemms standa nokkur gömul steinhús, hálfgerðir kumb- aldar finnst mér. Þegar hús Búnað- arbankans við Hlemm var byggt þótti mér sýnt að götulínan átti að verða Búnaöarbankinn - Mjólkur- stöðin. Kumbaldarnir myndu víkja, Laugavegurinn myndi opn- ast austur svo sem nauðsynlegt er að hann geri. Fyrir nokkru sá ég að farið var að byggja ofan á sum gömlu húsin. Ég þóttist sjá hvers kyns væri. Ein- hver sem ætti vin í borgarstjórn- inni myndi vilja fá að byggja á lóð- unum austan gömlu húsanna. Leyfi til þess að byggja á þeim yrði erfitt aö fá fyrr en mönnum hefði verið sýnt að gömlu húsin færu ekki. Fyrst yrði því að fá byggt ofan á gömlu húsin, að minnsta kosti einhver þeirra. Nú segja blöðin frá því að leyfi sé fengið fyrir byggingu austan gömlu húsanna. Aö því kemur að sjálfsögðu að Laugavegurinn verður opnaður austur en eins og nú horfir málum er verið að ganga svo frá að það verði borgarbúum dýr ráðstöfun. Það væri því greiði við síðari kyn- slóðir að stöðva fyrirhugaðar fram- kvæmdir þarna nú þegar. Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri að sinni. En víst mætti skrifa um mál eins og breikkun og mjókk- un Laugavegar neöan Hlemms, krossun umferðarinnar við Snorrabraut og þess háttar mál. En þau eru víst ekki partur af brell- um núverandi borgarstjóra, nema þá að litlu leyti. Dr. Benjamín H.J. Eiríksson „Á sjötta áratugnum fór maður að verða var við einn og einn hund hjá sendiráðunum. - Þetta er undanþága, sögðu menn.“ SIGLUFIRÐI Óskum að ráða umboðsmann sem fyrst á Siglufirði. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 96-71252 og á af- greiðslu í síma 91-27022. TVÖFALDUR 1. VINMNGUR í kvöld handa þér, ef þú hittir á réttu tölumar. Láttu þínar tölur ekki t vanta í þetta sinn! { Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.