Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Blaðsíða 3
3 t MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989. Við hjá Osta- og smjörsölunni bjóðum nú öllu áhugafólki um matargerð að vera með í verðlaunasamkeppni um bestu uppskriftirnar ’89 undir kjörorðinu: „Upp með svuntuna..." Hugmyndaflug, ostur og smjör ráða ferðinni. Keppnisreglur eru í stuttu máli þessar: • Allar uppskriftir þarf að senda inn á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja frammi í helstu matvöruverslunum. • Ostar og/eða smjör þurfa að skipa veglegan sess í uppskriftunum. • Uppskriftirnar þurfa að tilheyra einhverjum eftirtalinna flokka: Kjötréttir, sjávarréttir, smáréttir eða réttir fyrir örbylgjuofna. • Uppskriftirnar mega ekki hafa birst áður á prenti eða annars staðar • Tilgreina þarf öll mál nákvæmlega t.d. í desilítrum, grömmum, matskeiðum og/eða teskeiðum. • Taka þarf fram fyrir hve marga rétturinn er og hvað best sé að bera fram með honum.. • Þátttakendum er heimilt að senda inn fleiri en eina uppskrift en þá þarf að senda inn á jafnmörgum eyðublöðum undir mismunandi dulnefnum. • Heiti réttar og dulnefni þurfa að fylgja hverri uppskrift. • Rétt nafn höfundar ásamt dulnefni, heimilisfangi og síma þarf að fylgja. (Sjá eyðublað). Síðasti skiladagur er 15. mars I989. Uppskriftirnar skal senda fyrir 15. mars n.k. í umslagi merktu: „UPP MEÐ SVUNTUNA", OSTA- OG SMJÖRSALAN, PÓSTHÓLF 10100, 130 REYKJAVÍK. Nánari upplýsingar má fá hjá Dómhildi A. Sigfúsdóttur í síma 82511. Glæsilegar Flugleiðaferðir í verðlaun. ^ásr 1. verðlaun: Ferðavinningur að eigin vali fyrir 100 þúsund krónur. Dæmi: Vikuferð (6 nætur) fyrir tvo til Florida með Flugleiðum. Dvöl á glæsilegu íbúðahóteli ásamt bifreið til eigin afnota. 2. verðlaun: Ferðavinningur að eigin vali fyrir 50 þúsund krónur. Dæmi: Vikuferð til Luxemborgar fyrir tvo með Flugleiðum og bílaleigubíll allan tímann. 3. verðlaun: Ferðavinningur að eigin vali fyrir 30 þúsund krónur. Dæmi: Tvö súper apex fargjöld til hvaða borgar í Evrópu sem Flugleiðir fljúga til. Hér eru aðeins nefnd dæmi um ferðamöguleika. Vinningshafar geta að sjálfsögðu ákveðið sjálfir hvernig þeir nýta sína ferðavinninga. Auk þessara glæsilegu vinninga verða veittar 20 viðurkenningar í hverjum uppskriftaflokki eða samtals 80 viðurkenningar. Verðlaunaafhending fer fram í lok maí. Við áskiljum okkur rétt til að birta þær uppskriftir sem berast eða hagnýta þær á annan hátt, án endurgjalds. í dómnefnd sitja Dómhildur A. Sigfúsdóttir, Skúli Hansen, Jón Sveinsson, Úlfar Eysteinsson og Dröfn H. Farestveit. Já, þaö er hægt að komast langt á góðri uppskrift. Osta- og smjörsalan AUK/SfA k9-376

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.