Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989. 15 Hver voru laun eigendanna? Þrennt ber hátt í þjóðmálaum- ræðunni; allt saman heilagar kýr og nánast sjálfgefnir frasar í íjöl- miðlum: Vond greiðslugeta at- vinnuveganna, halli á þjóðarbú- skap og of hátt hlutfall launa í þjóð- artekjum. Hvort tveggja er launa- fólki að kenna, að sögn t.d. vinnu- veitenda, og meðalið er einfalt: Lækka laun, auka framleiðni, lækka skatta á atvinnurekstri og fella gengið. Hvað ættu mennirnir enda að biðja um annað en fleiri peninga í kassann á sem auðveldastan hátt? Hih leiðin væri jú að selja betur vöru sína en það er vandkvæðum háð því kaupmætti innanlands og sölu erlendis í samkeppninni þar eru takmörk sett. Það er ekki úr vegi að skoða launamáhn og þjóð- arframleiðsluna nánar. Launakostnaður fyrirtækja Við fyrstu sýn virðist launa- kostnaður fyrirtækja vera 10-20% af veltu. í fyrirtækjum í fram- leiðslu, þjónustu og verslun er mest af þessu laun til þess starfs- fólks sem sér um hituna; þ.e. skilar vinnu sem gefur af sér tekjur fyrir- tækisins. Og þá gildir að innkoman af vinnunni sé svo mikil að hún „dekki" umrædd laun, skatta, ann- an reksturskostnað, afborganir af lánum, fjárfestingar og... Já, hvað til viðbótar? Fé til eigenda og yfir- manna. Hluti af launum yfirmanna reiknast inn í áðurgreindan launa- kostnað en ekki allt og svo er allur gangur á hvemig eigendur taka til sin sinn hluta. Þegar þetta er skoðað sést hve mikilvægt það er kapítalistum að framleiðni manna sé mikil og launakostnaður lágur. Hvort tveggja er grunnur undir „góðu“ fyrirtæki og launakostnaður vegna vinnufólks reyndar það sem auð- KjaUarinn Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur veldast er að ráðast á. Gengisfelling (fleiri ísl. krónur í kassann) er mörgum hagfelld, lækkað orku- verð líka og frekari skattaívilnanir (t.d. skattlaus hagnaður af hiuta- bréfum) er það líka en launalækk- un er samt mikilvægari ef stækka á kökuna sem atvinnurekandinn „á“. Hvað fær hinn hart keyrði athafnamaður? Skoðum þá laun til eigenda og yfirmanna. Þau eru fyrir það fyrsta ekki háö kjarasamningum og eig- endur geta, ef vel gengur, skammt- að sér fé að vild. Á skattframtali er auðvelt að fela slikt; telja fram lág laun, skrifa sig persónulega fyr- ir miklu af skuldum fyrirtækisins og síðast en ekki síst (og þannig er líka falinn hluti launa yfirmanna): Skrá sem mest af neýslu þessa fólks sem reksturskostnað. Og nú vakna spurningarnar. Hve stórt er hlutfall „launa“ atvinnu- rekenda í þjóðartekjum? Hefur kaupmáttur þeirra minnkaö? Hver væri greiðslugeta fyrirtækjanna ef atvinnurekendur- tækju sig saman og rýrðu persónulegar tekjur sínar um 10-20%? Þegar út kemur að fyrirtæki er rekið með tapi hvernig reiknast þá fjárfestingar, afskriftir og „laun“ eigenda inn í dæmið? Hagfræðingar og forystumenn VSÍ hljóta að eiga létt með að svara þessu og reyndar skrítið aö þeir skuli ekki vera búnir að því, jafn- einfóld og svörin hljóta nú að vera. Auðvitað er sjálfsagt að við sem ekki erum athafnamenn fáum þau upp á borð. Og svo var það hallinn á þjóðarbúskapnum Hugtakið þjóðarframleiðsla er ákaflega villandi en um leið mikið notað. Til dæmis er sumt af upp- hæðinni búið til með því að hækka markaðsverð vöru, t.d. með breyt- ingu á vörugjaldi eða söluskatti. Hækki söluskattur eykst þjóðar- framleiðslan. Þá er margt af því sem gerist í opinbera geiranum ekki sala markaðsvöru á markaðs- verði. Slíkt er reiknað, að ég held, á einhvers konar kostnaðarverði sem miðast viö brúttólaun þeirra sem vinna í opinberu þjónustunni. í raun er verðmæti þessa meira og því ætti þjóðarframleiðslan að vera meiri en sýnist. Ofanskráð og reyndar annað sýn- ir hve vondur mælikvarði þetta hugtak ec á sköpun verðmæta. Ekki tekur betra við þegar skipting eyðslunnar er skilgreind og bú- skapurinn (eyðsla móti tekjum) er metinn. Hvað er til dæmis fólgið í „einkaneyslu“ og hvemig skiptist hún? Hver er það sem eyðir um- fram getu; er það frú Sigríður með elhlaunin og smáíbúð, herra Jón og frú Anna með sex manna fjöl- skyldu, Skóda og meira eða minna sjálfsmíðað hús eða er það herra og frú Vídidals með villu.þrjá bíla, nokkrar leiguíbúðir og tvö fyrir- tæki sem þau þurfa að ferðast fyrir um allar trissur? Og loks eru það fjárfestingarnar; milljarðarnir sem hafa farið í fram- leiðslufyrirtæki og þó einkum verslun. Þeir eru cillir teknir og þeim bætt yið einkaneysluupphæð- ina og við opinbera eyðslu og bingó, út kemur að þessi þrefóldu útgjöld eru hærri samanlagt en þjóðartekj- urnar og þar með er halli á bú- skapnum. Aðalorsök hallans Það þætti skrýtið fyrirtæki á ís- landi sem drægi alla fjárfestingar- upphæð sína frá tekjum. Notaðar em (allt of rúmar) afskriftarreglur. „Tapið“ í þjóðarbúskapnum á þvi ekkert skylt við tap 1 hefðbundnum skilningi orðsins, heldur sýnir það yfirleitt að fjárfestingar eru of miklar. Auðvitað kann neyslan líka aö vera of mikil en þar er söku- dólgurinn fahnn á bak við stéttlaus orð eins.og „einkaneysla“ og hvað opinberu útgjöldin varðar eru þau oftar en ekki fjöldanum til gagns og spamaður þar ekki stórvægur í þessu samhengi. Það er því augljóslega rétt fyrir launafólk að hafna samsekt um halla á þjóðarbúskapnum heldur halda fast, a.m.k. að þessu sinni, við þá staðhæfmgu að græðgi og fjárfestingar einkaaðila og stórra hlutafélaga, ásamt mikilli eyðslu þeirra 10-20% þjóðarinnar sem á ómælda peninga, er „aðalorsök vandans sem við blasir". Nú eiga atvinnurekendur að súpa seyðið af eigin óráðsíu en launa- menn verða að standa saman og koma alveg í veg fyrir frekari launaskerðingu; og meira en það. Þeir verða að sækja hluta af eign- um íslenskrar auðstéttar til sín svo að vinnuálag minnki og laun hækki. Þetta þýðir að sjálfsögðu alhliða pólitíska baráttu til við- bótar við sjálfa launabaráttuna (enda vart aðskilið!) og þá ekki hvað síst vegna atvinnuástands víöa á landsbyggðinni. Ekki er rúm til þess að fjalla um þessa baráttu hér. En gott væri ef einhver hag- spekingur tæki nú upp hanskann fyrir unnendur hugtaka eins og þjóðarbúskapur, halh á þjóðarbú- skap og eyðsla umfram tekjur og útskýrði hvemig alþýða manna hefur komið þjóðarskútunni nærri á hvolf. Og í leiðinni mætti gá hvort einkaneysla sem hlutfah af þjóðar- framleiðslu hafi ekki í raun fallið frá stríðslokum til 1983. Mig grunar að svo sé, þvi það sem gerist er aö hinir ríku verða ríkari (og fjárfesta meira) en þeir htt efnuðu fátækari. Ari Trausti Guðmundsson „Þetta þýðir að sjálfsögðu alhliða póli- tíska baráttu til viðbótar við sjálfa launabaráttuna (enda vart aðskilið!) og þá ekki hvað síst vegna atvinnuástands víða á landsbyggðinni.“ „Skrökva“, samtök félagshyggjufólks 1 HÍ: Stúdentar eru ekki alheimskir Undanfarna daga og vikur hefur Röskva, samtök félagshyggjufólks í Háskóla íslands, staöið fyrir mjög svo ógeðfelldri ófrægingarherferð gegn Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta. Engu er eirt í því stór- fellda lygaflóði. Þar sem undirrit- aöur hefur einna mest orðið fyrir barðinu á hlmælgi Röskvu (í dag- legu tah oft nefnd Skrökva eða Samtök hins neikvæöa nöldurs) sé ég mig knúinn til að svara nokkr- um af þessum ásökunum. í grein í DV eftir Runólf nokkurn Ágústsson, sem kosinn var fyrir Félag vinstrimanna í Stúdentaráð Háskóla íslands, heldur hann fram nokkrum staðhæfingum sem segja má að innihaldi þverskurð af þeim málflutningi sem Skrökva hefur haldið uppi undanfarið. 90 námsmannaíbúðir á þremur mánuðum! Besta gullkornið í grein Runólfs er þegar hann segir aö undir Röskvustjóm í Félagsstofnun stúd‘ enta sé verið að taka 90 náms- mannaíbúðir í notkun. Er hann með þessu greinilega að reyna að telja stúdentum trú um að þetta sé aht Röskvu að þakka. Rétt er hins vegar að benda á að hvorki vinstri- menn né Röskva hafa stjórnað Fé- lagsstofnun stúdenta í fjölda ára; það gerðist fyrst frá og með l. júní 1988. Liðu því ekki nema tveir og hálfur mánuður þar th fyrstu íbúð- irnar voru vígðar. Geyshegur framkvæmdahraði! Undirbúning- ur og framkvæmdir við hjónagarða hafa að sjálfsögðu verið í gangi í nokkur ár og Skrökva hefur þar hvergi komið nærri, enda hafa Vökumenn haldið þar um stjórnar- taumana í mörg ár. Einnig er vert í þessu sambandi að benda á að vinstrimeirihlutinn á síðasta vetri, sem títtnefndur KjaUarinn Sveinn Andri Sveinsson, formaður Stúdentaráðs HÍ Runólfur var framkvæmdastjóri fyrir, skerti framlög th dehdar- og skorarfélaga í HÍ um 39,5% til þess að leggja fram 500.000 krónur í Byggingarsjóð stúdenta. Sá pening- ur var þó aldrei lagður í sjóðinn; hefur þar aldrei til hans spurst. Núverandi stjórn Vökumanna hef- ur hins vegar lagt fram 500.000 kr. í Byggingarsjóð stúdenta og er að vinna að því að ná saman meiri peningum í sjóðinn. Vaka á móti hækkun námslána? Einhver alfyndnasta fullyrðing Skrökvu um þessar mundir er að Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúd- enta, sé á móti hækkun námslána. Staðreynd málsins er hins vegar sú að það var stjóm Vöku í SHÍ sem hafði forgöngu um það að krefja Svavar um fullt afnám frystingar- innar, enda var það í samræmi við . loforð hans. Hver var krafa Röskvu á sama tíma? Jú, alvara þeirra var ekki meira en svo að þeir fóru fram á það að samhhða þessum tihög- umn Vöku yrði unnið að hugmynd- um frá Röskvu sem fólust í 4.000 kr. hækkun á grunni th hópa undir ákveðnu sumartekjumarki og að hún næði ekki th námsmanna í foreldrahúsum. Kynnti Röskva þessar hugmyndir fyrir ráðherra án þess að spyrja kóng eða prest. Eftir mikinn þrýsting og áróðurs- stríð, skipulagt af stjórn Vöku- manna í SHÍ, ákvað Svavar Gests- son, sem skýrlega hafði kveðið á um það að ekki væru til fjármunir, að víkja sér undan þeim þrýstingi með því að skipa vinnuhóp til þess að leita leiða th að afnema frysting- una. Þetta var ákaflega skynsamleg ákvörðun hjá ráðherra en hins veg- ar var það ekki eins skynsamlegt af honum að skipa fuiltrúa Stúd- entaráðs í vinnuhópnum án þess að fara fram á tilnefningu SHÍ. Sniðgekk hann þannig þann aðha sem hann hafði áður talað um að hafa samráð við. Svavar var kominn út í horn í málinu og gerði sér ljóst að hann varð að efna eitthvað af loforðum sínum. En auðvitað mátti ekki sá aðili, sem kom honum út í horn, Vaka, njóta ávaxtanna af þessari baráttu, heldur skyldi Röskva, samtök flokksmanna hlans í HÍ, fá að klippa á borðann eins og fín frú. Bráðabirgðaálitið fræga Á fyrsta fundi Stúdentaráðs eftir að vinnuhópur menntamálaráð- herra skhaöi bráðabirgöaáhti lagði Vaka til við þann fuhtrúa sem sat í vinnuhópnum að hann bæri bráðabirgðaálitið upp th formlegr- ar staðfestingar, enda hafði við- komandi aðhi undirritað álitið fyr- ir hönd SHÍ. Vökumönnum th mik- hlar furðu neitaði hann að verða við því. Sýnir þetta í hnotskurn virðingu Röskvumanna fyrir Stúd- entaráði sem þeir eru kosnir í. Samningur við stjórnvöld kom Stúdentaráði ekki við! Á þessum fundi Stúdentaráðs lögðu Vökumenn það til að fallist yrði á þau ákvæði bráðabirgðaá- litsins þar sem lagt var th að lánin hækkuðu um 7,5% í mars. í áhtinu segir hins vegar að næst eigi lánin að hækka um 5% í september og þá um leið eigi tillit til sumartekna að hækka úr 35% í 50%. Síöan eigi afgangurinn af hinni svokölluðu frystingu að koma á árinu 1990. Vaka lagði hins vegar th þá út- færslu að námsmenn færu fram á það við ráðherra að öll frystingin kæmi th framkvæmda á sáma tíma og tekjutilht væri aukið í 50%, þ.e.a.s. í september. Vhdum við með þessu tryggja að við öll hækk- unaráform yrði staðið. Þetta kallar Skrökva andstöðu við hækkun námslána! Vaka vhdi einfaldlega fá leiðréttingar fyrr en Röskvumenn höfðu samþykkt umboðslaust. Fuhkomlega ljóst er að thlögur okkar stofnuðu bráðabirgðaáhtinu í enga hættu, eins og Skrökva hefur haldið fram; þær voru viðbót við það sem þegar haíði náðst fram. Vaka var hikandi við það að sam- þykkja aukið tekjutillit, enda skynjum við mikla andstöðu stúd- enta við það, sbr. skoðanakönnun Skáíss fyrir Vökublaðið, þar sem 82% þeirra stúdenta, sem afstöðu tóku, voru andsnúin auknu tekju- tilhti. Röskva hefur hins vegar óhikað stutt aukið tekjutilht og lýst því yfir að það mætti hækka, jafn- vel þótt framfærslugrunnurinn hækkaði ekki. Þögn Röskvu um starfið í SHÍ Vantrauststhlagan og öll áróð- ursherferðin í kringum hana er Finnst þér að auka eigi áhrif sum- artekna á ákvörðun námsláns? ekkert annað en ófyrirleitin tilraun af hálfu Skrökvu th þess að draga athyglina frá því ágæta starfi sem unnið hefur verið af hálfu stjórnar SHÍ í vetur í hagsmunamálum. Mesta vinnan hefur að sjálfsögðu farið í lánamáhn og hefur verið reynt að vinna með Röskvu í þeim málum en án árangurs. Ég vil hins vegar rjúfa hina miklu þögn Röskvu um þau mál sem unnið hefur verið að í vetur: SHÍ reist úr flárhagslegum rústum, 76% aukn- ing á styrkjum th félagsstarfsemi stúdenta, Húsnæðismiðlun stúd- enta rifin upp, útgáfu komið í góð- an rekstur og útgáfa efld á ahan hátt, ný atvinnumiðlun fyrir hluta- störf á vetrum stofnuð, réttinda- skrifstofu stúdenta komið á lagg- imar, lóð hefur fengist undir nýtt dagheimih, stórhagstæðir samn- ingar gerðir um afslátt fyrir stúd- enta á tölvum, skrifstofa SHÍ tölvuvædd og svo mætti lengi telja. Vinstrimenn í Háskólanum reyna nú það sama og undanfarin ár; þyrla upp einhverju hneyksh gegn Vöku th aö fela sannleikann. Þeir khkka hins vegar alltaf á því sama: Stúdentar eru ekki algerlega skyni skroppin dauðyfh. Sveinn Andri Sveinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.