Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Side 14
14
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Vara flug völlur
Yfirgnæfandi meirihluti þjóöarinnar er hlynntur
þátttöku íslands í Atlantshafsbandalaginu. Sú andstaða,
sem á fyrstu Natóárunum var mikil og áköf, hefur smám
saman fjarað út og sá stjórnmálaflokkur, Alþýðubanda-
lagið, sem hefur beitt sér harðast íslenskra stjórnmála-
flokka gegn Natóaðildinni, situr nú í stjórn án þess að
gera hana að ágreiningsefni. Samtök herstöðvaandstæð-
inga eru nánast dauð og segja má að hinar hörðu and-
stæður með og móti, sem klufu þjóðina í herðar niður,
séu að mestu úr sögunni.
Hér ræður eflaust mestu að Atlantshafsbandalagið
hefur sannað gildi sitt sem varnarbandalag og eins hitt
að vera erlends varnarliðs hefur ekki haft þau miklu
og skaðlegu áhrif á menningu og tungu sem löngum var
varað við. Hér hefur það einnig haft sitt að segja að ís-
lendingar hafa mjög verið á varðbergi um sjálfstæði
sitt og ávallt hafnað þeim hugmyndum að ísland tæki
gjald fyrir veru varnarliðsins hér. Þeir hafa skilið að
aðildin að Nató er í okkar þágu jafnt sem annarra aðild-
arrikja og við getum krafist greiðslu af bandalagsþjóðum
okkar fyrir að taka þátt í vörnum sem ella legðust á
okkar eigin herðar.
Það er hins vegar mikill munur á því hvort gjald er
tekið fyrir bækistöðvar Nató hér á landi eða hinu hvort
Atlantshafsbandalagið greiði sinn hlut af þeim útgjöld-
um og framkvæmdum sem fylgja skynsamlegum vörn-
um og varnarviðbúnaði. Þannig hafa Atlantshafsbanda-
lagið og Bandaríkin tekið þátt í kostnaði af flugstöð-
inni, flugvelhnum, radarstöðvum og annarri mann-
virkjagerð sem tengist vörnum lands og þjóðar. Al-
mennt hefur verið litið svo á að hlutdeild Nató í þeim
kostnaði væri íslendingum samboðin. Við erum ekki
minni þjóð eða ómerkilegri, við erum jafnsjálfstæðir og
metnaðarfullir, þótt við brjótum odd af oflæti okkar og
látum Nató greiða fyrir sinn snúð þegar áþreifanleg og
óhjákvæmileg útgjöld eru annars vegar í þágu varnar-
viðbúnaðar.
Um þessar mundir hefur Atlantshafsbandalagið
áhuga á byggingu varaflugvallar hér á norðurhveli sem
auðvitað eykur öryggi ef Keflavíkurflugvöllur lokast af
einhverjum ástæðum. Þar þarf ekki styrjöld til enda er
einn alþjóðaflugvöllur í jafnstóru landi og íslandi hvergi
nóg ef eitthvað bregður út af hvað varðar veður eða
viðhald. Talað er um staðsetningu þessa flugvallar á
Norðurlandi og hafa Norðlendingar sýnt því máli áhuga
sem og íslensk flugmálayfirvöld. Varaflugvöllur nyrðra
stóreykur öryggi almenns flugs og tryggir bættar sam-
göngur til og frá landinu.
Forystumenn Alþýðubandalagsins eru ennþá fastir í
úreltri andstöðu sinni gegn Nató. Þeir hafa algjörlega
hafnað samstarfi Atlantshafsbandalagsins við þessa
flugvallargerð. Frekar vilja þeir leggja fram hundruð
milljóna króna af skattpeningum ríkisins og reisa völl
sem engan veginn fullnægir þeim alþjóðakröfum sem
gerðar eru til slíks mannvirkis. Jafnvel þótt Nató setji
engin skilyrði um notkun eða afskipti af vellinum á frið-
artímum.
Þessi afstaða er mikil skammsýni. Hún er ekki í takt
við vilja þjóðarinnar, hún er ekki í samræmi við þau
samskipti sem íslendingar hafa haft við Nató. Hún er á
skjön við áralanga utanríkisstefnu þjóðarinnar. Al-
þýðubandalagið er að þvælast fyrir sjálfsögðu og ágætu
máli. Stjórnaraðild þessa flokks er til óþurftar.
Ellert B. Schram
Að bera í bakka-
fullan bjóriækinn
Er ekki veriö aö bera í bakkafull-
an bjórlækinn meö því aö fara enn
einu sinni aö rita pistil um þessi
efni? spuröi ég góövin minn, sem
endilega bað mig þess aö koma á
framfæri sínum skoðunum og ótal
annarra á þessum margræddu
málum. Einhvern veginn finnst
mér það svo aö við sem í andófi
vorum af veiku alefli okkar öll
þessi ár eigum hreinlega ekki að
segja mjög mikið þessa mánuðina,
allra síst aöfaramánuð bjórkom-
unnar, enda nóg um vélt af þeim
sem viröast sjá 1. mars fyrir sér
sem eins konar aöfangadag eilífra
jóla. Þaö hefur ævdnlega vakiö hjá
mér vissar grunsemdir af hvdlíkri
fyrirferð og meö mikilh áfergju
hefur um bjórinn veriö fjallað hjá
fjöimiðlum.
Óvant að meðulum
Þegar málið var til umfjöllunar á
Alþingi þá var oftlega eins og þaö
væri þar. mál mála og varla um
annað fjallaö í sumum fjölmiðlum
þótt flöldi veigamikilla mála væri
á dagskrá og þau fengju ólíkt meiri
umræðu og athygli á Alþingi sjálfu
en bjórinn.
Enda var svo komið að mikill
Qöldi ágætasta fólks spurði mann
í einlægni aö því hvort alþingis-
menn hefðu vdrkilega ekkert annað
þarfara að gera en munnhöggvast
um bjórinn ár og síð og alla tíð og
víkja öðru þýðingarmeira þá til
hliöar. Slík var uppskera þeirrar
síbylju bjórumfjöllunar fjölmiðl-
anna að fólk trúði því að þetta
væri okkar „rórill“ alla daga enda-
laust.
Ég endurtek orðiö grunsemdir,
sem oftlega læddust að mér og
læðast enn, þvd allir vita að víða
um heim fara málaliðar áfengis-
auðvaldsins meö sakleysi sauð-
argærunnar og því skyldi ekki slíkt
hljóta að berast hingaö til okkar
eins og allt annað gott sem miður
gott.
Auðvaidið sem um áfengistaum-
ana og ekki síst bjórtaumana held-.
ur er nefnilega jafnkalt og misk-
unnarlaust gagnvart mannskepn-
unni og aðrar tegundir auðvalds
og auðvdtað jafnóvant að meðulum
og meðreiðarsveinum.
Fyrstir á þorstamarkaðinn
Fátt hef ég til lengri tíma litið
óttast öllu meira en áhrif þessara
hagsmunavalda sem hafa birst
okkur nu í gættinni í ákefð sinni
við að fá að vera fyrstir inn á
þorstamarkaðinn hér.
Það væri með miklum ólíkindum,
ef ekki yrði hér sama raunin og
alls staðar, enda þegar ljóst að hug-
ur margra snýst um það eitt í dag
að hagnast skjótt og hagnast vel á
bjórkomunni. Gildir það um allt of
marga, m.a. fara virðuleg samtök
iðnrekenda á kreik til að eiga sem
bestan hlut í hrunadansinum.
Ég sagði áðan í mikilli alvöru að
nú þýddi lítt að hafa uppi orð og
umræður um það óumflýjanlega.
Flóöaldan yrði að skella yfir af því
óheOlavæniega afli sem ég óttast,
hvenær og hversu hún hnígur,
hverja hún kaffærir, kemur svo í
ljós og ekki annað að gera en bíða
og sjá. En af hverju ekki vígbúast
og verjast munu einhverjir þeir
ótrauðustu spyrja og auðvitað hef-
ur hugurinn verið þvd bundinn oft
og einatt. En það dugar einfaldlega
ekki annað en viöurkenna tapaöa
orustu og nú verða sigurvegarar
að sýna hver blessun og bót fylgir
sigri þeirra. Dýrkeyptur kann
hann að veröa, vonandi verða
áhrifin ekki þau sem vdð pttumst
mest,æn þau.yecða aö.fá að.koma
Kjallariim
Helgi Seljan
formaður landssambandsins
gegn áfengisbölinu
og sem aðrir hefðu átt að ígrunda
áður.
Vonandi verður mannbjörg
Vinnustaðadrykkja er nær
óþekkt fyrirbæri hér. Hvað verður
nú þegar menn ætla sko aldeilis
ekki að vera undir áhrifum en bara
að fá sér bjór vdð og vdð? Bjór er
nefnilega ekki áfengi í allt of
margra vdtund, sagði hann. Já,
hversu margir verða nú eins og
lýsandi fordæmið fagra, danski
„skipperinn“ frá Grindavíkur-
strandinu, sem var alveg ódrukk-
irin eftir risabjórana og smásnafs í
vdðbót? Hvað stoða vdnnueftirlit og
öryggisreglur á vinnustöðum, þeg-
ar bjórinn verður fastur fylgifiskur
einhverra, vonandi ekki ótahnna
eins og hann sagði?
Ölvunarakstur er ærinn og af-
leiðingar hans þekkja allt of margir
„Vinnustaðadrykkja er nær óþekkt
fyrirbæri hér. Hvað verður nú þegar
menn ætla sko aldeilis ekki að vera
undir áhrifum en bara að fá sér bjór
við og við?“
í ljós og sigurvegarar verða að fá
að bergja þann bikar í botn, sem
þeir hafa rétt þjóðinni.
Áhyggjur allt í einu
Ég sé raunar að sumir hafa allt í
einu áhyggjur sem áður sáu sól
skína glatt í heiði, jafnvel flutnings-
menn, svo sem sá ágæti lögmaður
Jón Magnússon sem biður ákaflega
um öflugt forvarnarstarf gegn að-
steðjandi ógn.
Hann vísar raunar á og spyr um
nefnd sem á að vdnna samkvæmt
lagaákvæði frá í fyrra að fyrir-
byggjandi fræðsluaðgerðum og því
að fólk taki á móti bjórnum með
sem bestri og mestri meðvitund.
Þessi nefnd er góðra gjalda verð
og þar starfar hið ágætasta lið en
ég veit þeim er jafnljóst og mér að
þeir rétta ekki upp hægri hönd 1.
mars og stöðva flóðbylgjuna sem
Jón og félagar heimtuðu að skylh
yflr með öllum sínum þunga. Og
vdð vitum ofurvel hversu þetta
ákvæði var komið inn í fyrra, það
var friðþægingartilraun þing-
manna, sem báru bjórinn fyrir
brjósti, svo þeir mættu sofa betur
á eftir.
Það væri svo eftir öðru aö bjór-
sinnar færu að kalla aðra til
ábyrgðar þegar afleiðingarnar fara
að koma í ljós. Það væri alveg eftir
þeim að benda á þessa nefnd sem
sökudólg og æpa að ýmsum þeim
sem voru á varðbergi og spyrja:
Æthð þið ekki að bregðast við bjór-
vandanum ykkar? „Kötturinn
sagði: Ekki ég, hundurinn sagði:
Ekki ég, svínið sagði: Ekki ég.“ Sú
saga mun eflaust bergmála víða á
næstu vikum.
En alvaran stendur eftir og útúr-
snúningar og alls kyns hártoganir
duga skammt gegn illum afleiðing-
um sem enginn veit hveijar verða
eða hversu miklar. Og mætti ég þá
máske huga í lokin að hugleiðing-
um góðvinar míns og því sem hann
vildi sér í lagi koma th skila.
Hann bað nú fyrir heldur kulda-
leg skilaboð til þeirra, sem ábyrgð-
ina bera, þeirra sem böröust fyrir
bjórnum, þeirra sem samþykktu
,hann svo, vdtandi vel hvaða hættu
þeir væru að kalla yfir íslenska
þjóð.
Mikil er þeirra ábyrgð og fyrr eða
síðar fá þeir að svara fyrir hana.
En hann þurfti svo ótalmargt að
ígrunda nú þegar aldan æddi yfir
af eigin raun og og reynslu. Hversu
margir munu nú setjast undir stýri
alls óhikað, og hvergi hræddir
„hjörs í þrá“ eftir saklausa bjóra í
dönskum stíl? Ábyrgð afleiðinga er
mikil og enginn fær um að axla, en
skyldu menn ætla að láta sem þeir
hafl komiö af fjarlægustu flöllum,
þeir sem innleiddu ósköpin,
teymdu bjórasnann inn í þjóölíf
okkar í allri sinni dýrð? Skyldu
þeir jafnvel benda á mig eöa þig og
segja: Þið vörðust ekki nógu vel?
Eða skyldi það nú verða raunin að
menn láti bara sem ekkert sé og
segi: Menningin kemur, bjórmenn-
ingin þarf bara að þróast og þá
verður aht í lagi.
Og svo ég lengi nú ekki allt of
mikið þessi annars umhugsunar-
verðu skilaboð og áleitnu hugsanir
góðvinar míns þá er best að venda
þessu kvæði í kross varðandi aldur
þeirra sem neyta munu. Nógu langt
niður er nú neyslualdurinn kom-
inn og væri fuh þörf á hugarfars-
byltingu þar hjá þeim fullorðnu að
hinir yngri mættu af læra. Nú vdta
allir, sem vilja vita, hversu ung
börn ganga óhikað og alfrjálst í ís-
skápana heima hjá sér og nú verð-
ur þar víða að finna áfengan bjór
og ímyndar einhver sér að blessuö
börnin muni ekki fylgja fordæminu
foreldranna þegar blessaður bjór-
inn brosir vdð þeim kvölds og morg-
uns og um miðjan dag.
Trúa ábyrgðarmenn áfengs bjórs
því að aldurinn færist ekki - ja,
hver veit hvað niður á vdö, þegar
svo skipast mál á allt of mörgum
heimilum?
Ég get undir ugg hans tekið í öllu
þessu, en ég gat þó ekki sthlt mig
um að segja honum frá því að ég
hefði von um að margur færi nú í
framhaldinu að hugsa sitt ráð. Ég
greindi honum frá gleðifrétt austan
frá Neskaupstað um félagsskap
fólks þar sem hefur það helst mark-
mið að skemmta sér án áfengis og
hefur þegar hafist handa.
Ég held að óhætt sé að halda
þessu á lofti svo sem verðugt er,
þegar uggur og órói sækir að þeim
sem hugsa, en hinir sem kunna
ekki eöa vdlja ekki hugsa hlakka til
að sjá nýja áfengisöldu flæða yfir.
Vonandi færir hún þó sem fæsta í
kaf og drekkir ekki allt of mörgum.
Vonandi verður mannbjörg sem
mest eins og hjá danska bjórdæm- ■
inu frá Grindavík. . 1i1;
___________________He.igj Sejjap,.'