Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989. 11 Utlönd Innri markaður Evrópubandalagsins: Comecon lítur til vesturs Stjórnvöld í Moskvu og banda- menn þeirra vinna nú hörðum hönd- um að því að verða ekki skilin eftir úti í kuldanum þegar Evrópubanda- lagið nálgast óðum sameiginlegan innri markað sinn, sem verður að veruleika 1992. Eftir að hafa í fyrsta skipti í þrjátíu ár kdmið á diplómatísku sambandi við Evrópubandalagið eru aðildar- ríki Comecon, efnahagssamtökum kommúnistaríkja, nú í óða önn að koma á viðskipta- og samvinnu- samningum við samtök sem þau eitt sinn fordæmdu sem „efnahagsarm" Atlantshafsbandalagsins. Hafa áhyggjur „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því hvort 1992 muni valda okkur erfiðleikum í sambandi við viðskipti við Evrópubandalagið," segir Yuri Matveyevsky, háttsettur stjórnarer- indreki með yfirumsjón með sam- skiptum við Evrópubandalagið í sov- éska sendiráðinu í Brussel. Átak Evrópubandalagsins til að sameina ríkin tólf, sem mynda bandalagið, í einn risastóran mark- að, þar sem engar viðskiptahindranir verða, hefur vakið áhyggjur meðal viðskiptalanda bandalagsins um að í uppsiglingu sé eins konar „Evrópu- virki“ sem útiloki önnur ríki. „Við verðum hins vegar að vera tilbúnir til að vinna bug á þessum erfiðleikum," segir Matveyevsky. Áhugi á báða bóga Á íimmtudaginn byrjar annar hluti undirbúningsviðræðna milli sov- éskrar sendinefndar og fram- kvæmdanefndar Evrópuráðsins í Briissel um viðskipta- og samvinnu- samning. Evrópubandalagið, sem í raun er á góðri leið með að verða eins konar stórveldi, hefur áhuga á að koma á stjórnmálalegum tengslum og nýta sér efnahagsumbætur þær sem fara sem stormsveipur um Austur-Evr- ópu að undirlagi Mikhails Gor- batsjovs, Sovétleiðtoga. „Þetta eru mál sem hefur verið þagað um í mörg ár og þetta gerist á tíma þegar málefni áusturs og vest- urs eru fremur í tísku,“ segir einn af embættismönnum Evrópubanda- lagsins. „Það er áhugi á að Bandalagið færi út alþjóðasamskipti sín á þennan áhrifaríka hátt.“ Heimsókn Gorbatsjovs í Evrópu- þingið í Strasburg, eins og búist er við að verði þegar hann heimsækir Frakkland síðar á þessu ári, myndi setja punktinn yfir i-ið í þessum málum. Gagnkvæm viðurkenning í síðasta mánuði komust Sovétrík- in og Evrópubandalagið að sam- komulagi um að taka upp reglulegar viðræður á pólitískum grunni, þar sem til umræðu kunna að vera mál- efni eins og friðarumleitanir í Miö- Austurlöndum. Lykillinn að hinni nýju þíðu er gagnkvæm viðurkenning milli Bandalagsins og Comecon í júní síð- astliðnum. í Comecon eru Sovétrík- in/ önnur Varsjárbandalagsríki, Kúba, Víetnam og Mongólía. Stjórnvöld í Moskvu höfðu um ára- raðir krafist þess að Comecon hefði yfirumsjón með samskiptum ein- stakra aðildarríkja við Ev-rópu- bandalagið. Evrópubandalagiö neitaði hins vegar að koma fram við Comecon sem jafningja og hélt því fram að þaö þyrfti að hafa frjálsar hendur til að mynda tengsl við einstök ríki að ósk- um. Tímamótasamningur við Ungverja í desember síðasthðnum skrifaði Evrópubandalagið undir tímamóta- samkomuíag við Ungverjaland um riYTT HEfTI A BIAÐSÖLUSTÖÐUM TIMARIT fYRlR ALLA Úrval ÁSKRIFTARSÍMinn ER 27022 mörg ljón í veginum viðskipta- og samvinnumál. Banda- lagið gaf til kynna ánægju sína með efnahags- og stjómmálafrelsi Ung- verjalands með því að gera það ljóst að ekkert annað Austur-Evrópuríki gæti búist við að njóta sömu kjara. Einnig hefur náðst samkomulag um að auka viðskipti með iðnaðar- vörur við Tékkóslóvakíu. Viðræður um viðskipta- og samvinnusamninga við Pólland og Búlgaríu munu hefj- ast á næstunni að sögn embætt- ismanna. „Við getum ekki lengur einungis verið með samskipti við einstök Evr- ópubandalagsríki," segir Antoni Karas, efnahagsráðgjafi í pólska sendiráðinu í Brussel. „Við verðum að hafa samkomulag við Bandalagið á sviðum, þar sem ákvarðanir era teknar á vettvangi Bandalagsins,“ segir hann. Rammasamningar um fyrirfram ákveðin svið Viðskiptasamningarnir snúast um að Evrópubandalagið slakar á inn- flutningskvótum sínum en fær á móti loforð um að kommúnistaríkin bæti aðstæður fyrir vestræna kaup- sýslumenn. Samvinnusamningarnir eru rammasamningar um sérstaka samninga á sviðum, sem era fyrir- fram ákveðin, svo sem samgöngur, orkumál, fiskveiðimál, umhverfis- mál, vísindi og tækniiðnaður. Samvinnusamningur um sam- göngur milli Sovétríkjanna og Evr- ópubandalagsins gæti til að mynda leitt til samkomulags um réttindi lít- illa flutningabíla og farmgjöld. Jafn- vel er hugsanlegt að flugumsjónar- mál gætu fallið undir þess háttar samning, að sögn Matveyevskys. Sérfræðingar Evrópubandalagsins heifa fengið boð um að koma til Moskvu til viðræðna um hugsanlega samvinnu í umhverfismálum. Hátæknivörur viðkvæmt mál Viðkvæmasta sviðið, sem um er rætt er tækniiðnaður, en stjórnvöld í Moskvu vilja hafa það svið innifalið í rammasamningi við Evrópubanda- lagið. Evrópubandalagið veit hins vegar að það hefur takmarkað svigrúm til samninga á því sviði, þar sem Cocom, sem hefur eftirht með öryggismál- um, hefur sett takmarkanir á út- flutning á hátæknivörum. Japan og öh Atlantshafsbandalagsríkin, að ís- landi undanskildu, eiga aðild að Cocom. „Við vhjum ekki vera bónbjargar- menn. Við höfum áhuga á viðskipt- um sem eru báðum aðilum til góðs,“ segir Matveyevsky og á við grun- semdir margra um að sovésk stjóm- völd séu að leita sér að bakdyram til að fá að kaupa vörur sem era á bann- hsta Cocom vegna þess að tahð er að hægt sé að nota þær til hernaðar. „Það væri hins vegar æskilegt að hstar Cocom um bannvörur verði endurnýjaðir og að þeir verði færðir í nútímabúning og að tekið verði th- ht til framtíðarinnar,“ segir hann. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.