Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989. 27 Afmæli Hulda Guðríður Friöriksdóttír Hulda Guðríður Friðriksdóttir kennari, Haukshólum 5, Reykjavík, eríimmtugídag. Hulda fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá VÍ1959 og kennaraskólaprófi 1961. Hulda var kennari við Vogaskól- ann í Reykjavík 1961-64, við Álfta- mýrarskólann í Reykjavík 1964-67 og 1972-78 og hefur verið kennari við Hólabrekkuskóla í Reykjavík frá 1978. Hún stundaði skrifstofustörf hjá Flugfélagi íslands í Kaupmanna- höfn 1968-72. Hulda giftist 23.5.1961 Sigurbjarna GuÓnasyni byggingafræðingi sem starfar hjá Fasteignamati ríkisins í Reykjavík, f. 20.8.1935. Foreldrar hans voru Guðni Eggertsson, b. að Gerði í Innri-Akraneshreppi, f. 26.8. 1907, d. 27.4.1971, og kona hans, Guðríður Indíana Bjarnadóttir, f. 29.8.1909, d. í maí 1986. Systir Sigurbjama er Sigríður Erla, f. 27.7.1941, gift Skafta E. Guð- jónssyni en þau eiga fjögur börn, Indíönu Eybergsdóttur, f. 2.9.1960, Jónínu Guðrúnu, f. 14.4.1966, Dag- björtu, f. 24.12.1969, og Sólveigu, f. 11.4.1971. Börn Huldu og Sigurbjarna eru: Guðni, f. 21.1.1969, og Helga Ingi- björg, f. 1.9.1972, en þau eru bæði nemenduríVÍ. Hulda á tvær systur. Þær em: Sjöfn, f. 7.10.1936, kennari í Reykja- vík, gift Skúla Jóni Sigurðssyni full- trúa, f. 20.2.1938, en þau eiga tvö börn, Friðrik, f. 7.10.1963, og Sigurð Darra, f. 25.1.1973; Alda Guðrún, f. 3.2.1938, kennari í Reykjavík, gift Guðna F. Guðjónssyni tæknifræð- ingi, f. 13.7.1944, en sonur þeirra er Friðrik Guðjón, f. 7.12.1973. Foreldrar Huldu: Friðrik Hall- dórsson loftskeytamaður, f. í Hafn- arfirði 19.3.1907, d. 18.11.1944, og kona hans, Helga Ingibjörg Stefán- dóttir, f. að Smyrlabergi í Austur- Húnavatnssýslu, 23.5.1910. Systkini Friðriks: Erlendur, brunaeftirlitsmaður í Hafnarfirði, f. 1900, d. 1980; OddnýMargrét, hús- móðir í Hafnarfirði, f. 1901; Jón, skipstjóri í Hafnarfirði, f. 1902, d. 1963; Helga Karolína, húsmóðir í Reykjavík, f. 1908; Ólafía Kristín, f. 1913, d. 1925. Foreldrar Friðriks vöru Halldór Friðriksson, skipstjóri í Hafnarfirði, frá Bjarnareyjum og kona hans, Ragnheiður Anna Erlendsdóttir frá Bergskoti á Vatnsleysuströnd. Systkini Helgu Ingibjargar: Jón Bergmann, f. 1908, d. 1982; Krist- mundur, b. í Grænuhlíð, f. 1911, d. 1987; Páll, bílstjóri á Blönduósi, f. 1912, d. 1982; Hjálmar, búsettur á Blönduósi, f. 1913; Steinunn, hús- móðir í Þingeyjarsýslu, f. 1914; Jón- ína Sigurlaug, búsett í Kópavogi, f. 1915; Sigríður Guðrún, búsett í Þor- lákshöfn, f. 1916; Gísh, hótelstjóri á Siglufirði, f. 1920, d. 1958, og Unnur Sigrún, búsett i Reykjavík, f. 1922. Foreldrar Helgu Ingibjargar voru Stefán Jónsson, b. að Smyrlabergi í Austur-Húnavatnssýslu, af Flata- tunguætt, ogkona hans, Guðrún Kristmundsdóttir frá Ásbjarnarnesi Hulda Guðríður Friðriksdóttir í Vestur-Húnavatnssýslu. Faðir Guðrúnar var Kristmundur Guð- mundsson. Átti hann tuttugu og eitt barn og eru þrjú þeirra á lífi. Þau eru Málfríður Guðbjörg, f. 1901, Margrét, f. 1903, og Hermann, f. 1911. Hulda hefur heitt á könnunni á heimili sínu, Haukshólum 5, nk. laugardagskvöld. Sigurbjöm Tómasson Sigurbjöm Tómasson skipasmiður, Ofanleiti 3, Reykjavík, er sjötugur í dag. Sigurbjörn fæddist að Hrísum í Flókadal í Borgarfirði. Hann flutti á fyrsta árinu með foreldrum sínum til Reykjavíkur þar sem faðir hans hóf nám í húsasmíði í fyrsta árgangi Iðnskólans í Reykjavík. Þegar Sig- urbjörn var þriggja ára flutti hann með foreldrum sínum upp á Akra- nes en þar ólst hann upp. Hann byrjaði ungur að starfa á stakkstæðum og var síðan til sjós skamma hríð en lærði svo skipa- smíði hjá Þorgeiri og Ellert á Akra- nesi og lauk sveinsprófi í þeirri iðn- grein. Sigurbjörn flutti síðan til Kefla- víkur þar sem hann átti eftir að búa í þrjátíu og átta ár, en þar starfaði hann allan tímann við skipasmíöi, í tuttugu og þrjú ár hjá Keflavík- urslipp og fimmtán ár hjá Njarðvík- urslipp. Sigurbjöm ílutti til Reykjavíkur 1987 og hefur búið þar síðan. Hann starfaði þar um skeið hjá Timbur- versluninni Völundi í Skeifunni en sér nú um viðhald á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund. Kona Sigurbjöms er Guðrún Hall- dórsdóttir, f. 23.3.1918, dóttir Hah- dórs Þorsteinssonar, útgerðar- manns í Vörum í Garði, og konu hans, Kristjönu Pálínu Kristjáns- dóttur. Sonur Guðrúnar frá þvi fyrir hjónaband er Helgi Pálmi Breið- fjörð, f. 23.5.1944, verkamaður í Keflavík. Sigurbjörn og Guðrún eignuðust þrjá syni: Sigurður Tóm- as, f. 10.7.1950, en hann lést fjögurra ára; Þorvaldur Þorsteinn, f. 23.10. 1952, húsasmiður og verkstjóri hjá Ármannsfelli í Reykjavík, kvæntur Halldóru Konráðsdóttur en þau eiga tvo syni, og Sigurður Steingrímur, f. 11.7.1958, fiskverkunarmaður í Garðinum. Foreldrar Sigurbjöms: Tómas Steingrímsson húsasmíðameistari, ættaður úr Garðinum, og Sigríður Sigurbjörnsdóttir frá Hrísum í Sigurbjörn Tómasson Flókadal. Hálfsystir Tómasar er Guðlaug, amma Sverris Sverrissonar, skóla- stjóra Iðnskólans á Akranesi. For- eldrar Tómasar vom Steingrímur Jónsson frá Garði og Helga Tómas- dóttir. Foreldrar Sigríðar voru Sigur- björn Björnsson, b. í Hrísum, og Hallbera Jónsdóttir frá Odda á Rangárvöllum. Gunnlaugur Amason Gunnlaugur Amason rannsókna- maður, til heimilis að Rjúpufelh 48, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Gunnlaugur fæddist í Reykjavík en ólst upp á Seltjarnarnesinu, m.a. í Gróttu. Hann byrjaði ungur til sjós og var á togurum frá Reykjavík og Hafnarfirði. Hann var síðan bif- reiöastjóri um skeið og ók skólabif- reiðum og langferðabifreiðum en starfar nú við sýnatökur á Keldna- holti. Kona Gunnlaugs er Sólveig Helga- dóttir, húsmóðir og fiskverkunar- kona, f. 21.3.1941, dóttir Helga Jóns- sonar, b. að Stuðlafossi í Jökuldal, sem er látinn, og Önnu Björnsdóttur húsmóður. Gunnlaugur og Sólveig eiga þrjú börn. Þau era: Árni Helgi, f. 10.3. 1964, starfsmaður á Keldnaholti; Jóhannes, f. 4.5.1968, bifreiðastjóri, ogFanney, f. 26.7.1971, verkakona. Gunnlaugur á fimm systkini sem öll erú á lífi. Þau eru: Elías Árna- son, bílstjóri hjá Oíufélaginu Skelj- ungi í Reykjavík, kvæntur Stein- vöra Sigurðardóttur, en þau eiga eina dóttur; Guðrún, húsmóðir í Mosfellsbæ, gift Jóni Hauki Bald- urssyni en þau eiga þjú börn; Ólafur bifvélavirki, starfar við múrverk, búsettur í Mosfehsbæ, kvæntur Þórunni Bentsen en þau eiga einn son; Ómar Þór, verkstjóri hjá Mata í Reykjavík, kvæntur Margréti Pét- ursdóttur; Svanhildur Ásta, hús- móðir og sölumaður í Reykjavík, gift Jóni Baldvin Halldórssyni fréttamanni, en hún á eina dóttur og þau eiga saman eina dóttur. Foreldrar Gunnlaugs era Árni Elíasson, lengi verkamaður hjá ís- birninum í Reykjavík, og Fanney Gunnlaugsdóttir. Foreldrar Fanneyjar voru Gunn- Gunnlaugur Arnason. laugur Jóhannesson og Jónína Jónsdóttir. Foreldrar Árna voru Elías, b. á Helgaárseli í Sölvadal, Árnasonar, vinnumanns í Eyjafirði, Elíassonar, og kona Árna, Sigmunda Eiríks- dóttir. 1 Gunnlaugur dvelur erlendis þessa dagana. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælis börn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þrem- urdögumfyriraf mælið. Munið að senda okkur ntyndir. Til hamingju með daginn Óskar Waagfjörð Jónsson, Stangarholti 36, Reykjavík. Ida G. Þorgeirsdóttir, 85 ára Guðbjörg Stigsdóttir, Melstað viö Vatnsenda. Laxárbakka, Skútustaðahreppi. Auður Waagfjörð, Sunnuflöt 20, Garðabæ. 75 ára 50 ára Margrét Þorkelsdóttir, Brekku, Mjóafjaröarlireppi. Grétar Þórðarson, Urðarvegi 32, ísafirði. Hólmfríður R. Árnadóttir, Faxaskjóli 10, Reykjavík. Bára V. Guðmannsdóttir, Mímisvegi 8, Reykjavík. 70 ára Anna Gunnarsdóttir, Sultum, Kelduneshreppi. Hún dvelur á Sjúkrahúsi Húsavík- ur. Anna Baldvinsdóttir, Stóru-Hámundarstöðum, Árskógs- hreppi. Ragnheiður Guðbjartsdóttir, Akursbraut 17, Akranesi. Hún tekur á móti gestum í Odd- fellowhúsinu á Akranesi laugar- daginn 18.2. milli klukkan 14 og 17. 40 ára Þorbjörg S. Aðalsteinsdóttir, Selvogsgrunni 3, Reykjavík. Sigrún Halla Guðnadóttir, Víðigrund 11, Kópavogi. Börkur Ólafsson, Svanahlíð við Laugarvatn. Sveinlaug 0. Þórarinsdóttir, Miðstræti 16, Neskaupstað. Steinþór Hafsteinsson, Norðurbraut 3, Höfn í Homafirði. 60 ára Jóhann Tómas Bjarnason, Sætúni 5, ísafirði. Bjami Guðlaugur Jónsson . > n U T j V ... I ',:(: ' Viii tXMU j-amt r-: á i i ti i.í Bjarni Guðlaugur Jónsson, bóndi að Þrastalundi í Norðíjarðarhreppi í Suður-Múlasýslu, er sjötíu og fimm ára í dag. Bjarni fæddist að Ormsstöðum í Norðfjarðarhreppi og ólst þar upp. Hann hefur verið bóndi að Þrasta- lundi frá 1941 en Bjarni stofnaði nýbýlið Þrastalund sem er byggt úr landi Ormsstaða. Kona Bjarna er Sigurborg Stein- dórsdóttir húsmóðir frá Straumi í Hróarstungu, f. 3.5.1915, dóttir Steindórs Árnasonar, b. í Miðhús- um í Eiðaþinghá í Suður-Múlasýslu, og konu hans, Jónínu Jónsdóttur frá Hofi í Fellum í Norður-Múlasýslu. Börn Bjarna og Sigurborgar eru: Sigurlaug, f. 14.3.1941, gift Hákoni Guðröðarsyni, b. og oddvita að Efri- Miðbæ í Norðfjarðarhreppi, f. 10.11. 1937 og þau eiga fimm börn. Stein- dór Jón, f. 8.7.1943, vörubílstjóri að Þrastalundi; Jónína Guðný, f. 21.11. 1953, fóstra í Reykjavík, gift Haf- steini Pálssyni húsasmíðameistara og eigaþautvö börn. Systkini Bjarna: Jón Aðalsteinn Jónsson, f. 12.8.1903, fyrrv. b. og oddviti á Ormsstöðum í mörg ár, kvæntur Maríu Ármann, f. 25.4. 1914, og þau eiga tvö börn, auk þess sem Aðalsteinn á eina dóttur; Jó- Bjarni Guðlaugur Jónsson. hann Ingi Jónsson.f. 11.1.1910, d. 1988, lengst af verkstjóri hjá ÁTVR, var búsettur í Kópavogi og Reykja- vík en hann var giftur Ragnhildi Jónsdóttur og áttu þau eina dóttur; Baldur Jónsson, f. 13.10.1912, bú- settur í Reykjavík; Sigríður, lést í barnæsku, og Sigrún sem lést ung. Foreldrar Bjarna: Jón Jónsson úr Loðmundarfirði, b. í Seldal og á Ormsstöðum, f. 6.11.1976, d. 15.4. 1956, ogkona hans, Sigurlaug Jóns- dóttir frá Strönd á Völlum í Suður- Múlasýslu, f. 29.9.1976, d. 12.1.1935.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.