Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989. Andlát Þórður Þorgrímsson varð bráð- kvaddur 14. febrúar. Jónína Jóhannsdóttir, Hátúni 8, lést á heimili sínu sunnudaginn 12. febrú- ar. Kristjana Einarsdóttir Schmidt, Furugrund 66, Kópavogi, lést 11. fe- brúar. Kristján Karl Pétursson, frá Skamm- beinsstöðum, Holtum, andaðist í Sjúkrahúsi Selfoss mánudaginn 13. febrúar. Sverrir Kjartansson, Grófarseli 7, lést á hjartadeild Landspítalans 13. febrúar. Sigurbjörn Jónsson, Fálkagötu 3, Reykjavík, andaðist í Vífilsstaðaspít- ala 14. febrúar. Steindór Ingimar Steindórsson bif- reiðarstjóri, Strandaseli 9, Reykja- vík, lést í Landspítalanum 13. febrú- ar. Jarðarfarir Útfór Björns Ásgeirssonar, Reykjum, Lundarreykjadal, verður gerð að Lundi laugardaginn 18. febrúar kl. 14. Útför Sigurðar Gíslasonar kaup- manns, Miðleiti 7, Reykjavík (áður Óðinsgötu 5), fer fram frá Fríkirkj- unni fimmtudaginn 16. febrúar kl. 13.30. Jóhann Guðmundsson, fyrrv. verk- stjóri, Skarðshlíð 13d, Akureyri, sem lést 10. febrúar, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fóstudaginn 17. febrúar kl. 13.30. Louisa M. Ólafsdóttir organisti, frá Arnarbæli, lést í Sjúkrahúsi Suður- lands 28. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kristófer Guðleifsson, Hjallaseli 29, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 17. febrúar kl. 13.30. Sesselja S. Guðjónsdóttir lést 5. fe- brúar. Hún fæddist í Breiðuvík í Borgarfjarðarhreppi 19. desember árið 1894. Foreldrar hennar voru hjónin Jórunn Björnsdóttir og Guð- jón Gíslason. Sesselja giftist Jóni Bergmanni Guðmundssyni en hann lést árið 1939. Þau hjónin eignuðust þrjú börn. Útför Sesselju verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Tónleikar Myrkir músíkdagar í Reykjavík í kvöld, 15. febrúar, kl. 20.30 verða haldn- ir þriöju tónleikar Myrkra músíkdaga í Norræna húsinu. Á efnisskránni verða hljóðskúlptúrar eftir Jonathan Harvey, Paul Lansky, Þorstein Hauksson, AUstair MacDonald, Stefanos Vassiliadis og Kaija Saariho. Ljóðakvöld á Café Hressó í kvöld, 15. febrúar, kl. 20.30 mun stjórn Útgáfufélags framhaldsskólanna standa fyrir ljóðakvöldi á Café Hressó í tilefni af nýútkominni og safaríkri ljóðabók fé- lagsins en í henni má einnig fmna fjöld- ann allan af hinum bestu smásögum. Bók þessi nefnist „Flogiö stjórnlaust upp úr sandkassanum" og er afrakstur af ljóða- og smásagnasamkeppni sem Útgáfufélag- ið stóð fyrir ásamt Rikisútvarpinu sl. vor. Þátttakendur voru úr öllum fram- haldsskólum á landinu. Fríkirkjan í Reykjavík Föstuguðsþjónusta í kvöld kl. 20.30. Org- elleikari Pavél Smid. Sr. Cecil Haraldsson. Fyrirlestrar „Kjarnorka, vonir og vandkvæði“ Dr. Dean Abraham, prófessor viö Minne- sota-háskóla í Bandarikjunum, mun flytja þriðja fyrirlestur sinn á vegum fé- lagsvísindadeiidar og verkfræðideildar miðvikudaginn 15. febrúar kl. 17.15 í stofu 157 í VRII við Hjarðarhaga 2-6. Fyrirlest- urinn nefnist „Kjamorka, vonir og vand- kvæði“ (Nuclear Power, Promises and Problems). Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum heimill aðgangur meöan húsrúm leyfir. Firndir Digranesprestakall Aöalfundur kirkjufélagsins verður í safn- aðarheimilinu við Bjarnhólastíg fimmtu- daginn 16. febrúar kl. 20.30. Að loknum aðalfundarstörfum flytur Soffia Eygló Jónsdóttir frásöguþátt. Kaffiveitingar. ITCdeiidin Gerður Fundur verður haldinn í ITC deildinni Gerði í kvöld, 15. febrúar, kl. 20.30 í Kirkjuhvoli. ITC deildin Björkin heldur fund að Síðumúla 17 í kvöld, 15. febrúar, kl. 20. Fundarefni: ræðukeppni í deild. Nánari upplýsingar gefa Ólafía í s. 39562, Friðgerður í s. 73763 og Sæunn í s. 41352. Kvenréttindafélag íslands mun halda fund undir heitinu: Sviptum hulunni af svívirðunni (um kynferöislega misnotkun á bömum) miðvikudaginn 15. febrúar nk. kl. 20.30. Fundarstaður er á Túngötu 14 (Hallveigarstöðum), Reykja- vík. Fundarstjóri, Kristín Karlsdóttir, setur fundinn og kynnir ræöumenn. Ávörp flytja fulltrúar frá samtökunum Samhjálp um sifjaspell, Sólveig Péturs- dóttir, formaður bamavemdamefndar, Bogi Nilsson, rannsóknarlögreglustjóri ríkisins, og Ingi Bjöm Albertsson al- þingismaður og Edith Randý Ásgeirs- dóttir flytur frumflutt ljóð. Fólk er ein- dregið hvatt til að mæta á þennan fund og kynna sér þetta erfiöa og óhugnanlega mál. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför Sigurveigar Jónsdóttur frá Grímsey. Sérstakiega þökkum við starfsfólkinu á Dvalarheimilinu Skjaldarvík fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Óskar Frimannsson Hrefna Vikingsdóttir Sigurbjörn Ögmundsson Ragnar Vikingsson María Kristófersdóttir barnabörn, barnabarnabörn og syslur hinnar látnu t Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, dóttur, móður, tengdamóður, ömmu og systur, Jenneyjar Sigríðar Jónasdóttur, Borðeyri Ottó Björnsson Sigriður Magnúsdóttir Erling Ottósson Gunnhildur Höskuidsdóttir Sigríður Gisiadóttir Halldór Þorvaldsson Helena Jónsdóttir Malan ísaksen Maibritt Hansen Björn Ottósson Alda Ottósdóttir Jónas Ingi Ottósson Sigurður Þór Ottósson Heimir Ottósson barnabörn og systkini Menriing Fiðlutónleikar á Myrk- um músíkdögum Því miður missti ég af fyrstu tón- leikum Myrkra músíkdaga. En ég mætti galvaskur og fótgangandi í ófærðinni á aðra tónleikana á sunnudagskvöldið í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar. Það var reyndar dóttir listamannsins, Hlíf Sigur- jónsdóttir, sem lék á fiðluna sína. Hún spilaði fyrst ágætt verk, hug- vitsamlegt og fallegt, eftir Jónas Tómasson. Það heitir Vetrartré. Þá kom annað íslenskt stykki: Various pleasing studies. Það er einnig at- hyghsvert. En skelíing fer það í taugarnar á mér þetta enskudaður í nafngiftum tónskálda á verkum sínum. Séu verkin samin fyrir út- lendar tónlistarhátíðir væri þeim engin vorkunn að skíra þau upp á íslensku til heimahrúks. Eigum við annars ekki að hætta að tala ís- lensku? Eigum við ekki að snakka ensku sem er eitthvert klunnaleg- asta mál í heimi. Hhf lék verk eftir hohensku kon- una Karólínu Ansink. Það var ómerkhegt. En skyldi hin þrítuga tónskáldkona vera sæt og sexí? Um það hugsaði ég stíft á konsertinum. Svona er tónhstargagnrýnandi DV ólistrænn og óandlegur í sér. Hann er eiginlega bara dýr. Manndýr. Hugsið ykkur ef hin dýrin iðkuðu Uka fagrar Ustir. Hundarnir, kett- irnir, svínin og hænsnin. Ætli menningarlífið færi þá ekki allt í Hlíf Sigurjónsdóttir fiöluleikari. TónJist Sigurður Þór Guðjónsson hund og kött og helvítis svínarí. Carl Nielsen átti þarna eitt verk: prélúdíu og prestó. Loks var músík fyrir fiðlu og píanó eftir Louis Andriessen. Örn Magnússon lék með á píanóið. Herra Andrésson kom hér í fyrra og hélt þá alleiðinlegustu tónleika sem ég hef heyrt á ævinni. Svo tal- aði hann inn á mUU og var ennþá leiðinlegri. Eftir tónleikana spurði ég Jón minn Ásgeirsson af hverju maðurinn væri svona hundleiðin- legur. Þetta er bara stefna hjá hon- um, svaraði Jón. Leiðindastefnan sem sagt. Samanber rómantíska stefnan. En ég held að þetta sé nú samt ekki alveg rétt. Ég held að herra Andrésson ætli sér alltaf að verða ógurlega gáfaður og skemmtilegur. En sé barasta svona leiðinlegur í sér að verða því drep- leiðinlegri sem hann vUl verða klárari og skemmtUegri. Hann er eins og kunningi minn á fylhríum í gamla daga. Á vissu stigi í ölæðinu í partíum fór hann alltaf úr að ofan og hnyklaði vöðvana framan í við- stadda og tilkynnti án blygðunar: Djöfull er ég gáfaður, fyndinn og skemmtilegur! Og alUr veislugestir fengu gæsahúð og grænar bólur. Líka þarna í Listasafni Siguijóns. Spilamennskan var alveg þokka- leg. Skýrt og skrautlaust - sýningar Níelsar Hafstein og ívars Valgarðssonar í Nýlistasafninu Um þessar mundir sýna tveir lang- reyndir myndverkasmiðir, þeir Ní- els Hafstein og ívar Valgarðsson, nokkur ný verk í Nýlistasafninu en nú fer hver að verða síðastur að berja augum listsýningar á þess- um listsögufræga stað. Báðir eru þeir Níels og ívar menn skýrlegra og skrautlausra eininga en þar með lýkur samanburði. Fyrir Níels er skúlptúrinn nokk- urs konar steinrunnin uppákoma eða samanþjöppuð frásögn þar sem hið ófyrirséða brýtur upp hátt- bundna hrynjandi tiltölulega ein- faldra forma eða minna. Verk ívars sverja sig hins vegar í konkret-ættina og þykjast ekki vera annað en þau eru, það er málaðir strendingar eða femingar. Að einhverju leyti eru þessir hstamenn vitaskuld börn síns tíma. Níels kemur til myndlistarsög- unnar á seinni hluta konsepttíma- bilsins þegar margir íslenskir lista- menn lögðu út af þjóðsagnaminn- um og ævintýrum en ívar kemst til þroska um þaö leyti sem ný kyn- slóö fer að taka nánd verka („pres ence“) og hlutagildi þeirra fram yfir margræði, það er þær vísanir ívar Valgarðsson ásamt einu verka sinna, „Án titils". DV-myndir Brynjar Gauti Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson eða frásagnir sem þau kunna að bera með sér. Allt um það sýnir Níels nú fjögur verk, öll gerð á þessu ári, og eru þrjú þeirra hlutgervingar bók- menntalegra minna eöa flökku- texta, Artúrssögu, japanskrar dæmisögu og íslenskrar þulu. Formrækt og létt- geggjaður dadaismi Oft er ekki gott að átta sig á svona verkum þar sem hið sjónræna og hið bókmenntalega vísa stöðugt hvort á annað. Þó kemur fyrir að þau renna saman í einhvers konar myndljóð sem gerist í að minnsta kosti einu þessara verka, Þjófa- stefnu. Viðamesta verk Níelsar á þessari sýningu, bæði að ummáli og hug- myndalega, er nú samt Sjónhverf- ingamaöur sem sameinar hrein- ræktaða formrækt og léttgeggjaðan dadaisma. Hingað til hefur Ivar prófað sig áfram með mjög fábrotnar, jafnvel grófar formeiningar, og forðast að drepa á dreif athygli skoðandans með aukaþáttum. Nú er hann farinn að breikka ei- lítið skírskotun verka sinna, gera þau „túlkanlegri“ ef svo má segja. Skúlptúr og hönnun „Beinhvítt herbergi" er sett sam- an úr tveimur ferhyrndum eining- um en með því að leggja mjóan hsta með efri brún þessara eininga er hann búinn að blanda „hönnun“ í máiið en þar með verðum við að taka til endurskoðunar ýmsar for- sendur sem við höfum gefið okkur um eðh og gildi skúlptúrs. Sama er eiginlega uppi á teningn- um í verkinu Án titils sem er smíð- að úr galvaníseruðu járni og málað með „himinbláu“ Mercedes Benz lakki. Með því að ganga í smiðju til bíla- framleiðenda er ívar í senn að spyrjast fyrir um ytri mörk skúlpt- Úrs og virkja tilfmningalegt gildi þeirra „himinbláu“ lita sem fram- leiðendumirnotasemtálbeitu. -ai. i* # * rs -í *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.