Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989. LífsstOI Bretar vara við ostneyslu: íslenskir ostar virðast hreinir Ekki er ástæða til þess að óttast Listeria sýkingar af völdum íslenskra osta miðað við rannsókn Hollustuverndar ríkisins í samvinnu við Osta- og smjörsöluna. Síðastliðið ár dó 61 í Bretlandi vegna Lásteria sýkingar sem rakin var til neyslu osta á borð við Camem- bert, Brie og ýmissa gráðosta. Þar af voru 11 andvana fædd böm en barnshafandi konum er sérstaklega hætt við sýkingu af þessu tagi. Neytendur Breska landlæknisembættið hefur varað konur við að neyta osta af þessu tagi á meðgöngutímanum. Sir Donald Achesson sagði á frétta- mannafundi vegna þessa máls að veiran Listeria gæti fjölgaö sér í kjöt- i, grænmeti og osti í kæhskáp en veiran drepst við suðu. Sir Donald sagöi ennfremur að þrátt fyrir þetta væri engin ástæða fyrir almenning að breyta neysluvenjum sínum því -hættan á sýkingu væri hverfandi lít- il. Japönsk heilbrigðisyfirvöld hafa hvatt til þess að fólk gæti varúðar við neyslu á umræddum ostum og beðið verslunareigendur um að fjar- lægja nokkra franska og hollenska osta úr hillum verslana sinna. 100 sýni rannsökuð „í kjölfar tilfella af þessu tagi vom gerðar mæhngar á öhum ostum um þriggja mánaða skeið í byrjun síðasta árs,“ sagði Geir Jónsson, starfsmað- ur á rannsóknarstofu Osta- og smjör- sölunnar, í samtali við DV. Engar Listeriu bakteríur fundust í ostum frá Osta- og smjörsölunni og sagði Geir að ekki hefði verið talin ástæða til reglubundins eftirhts. Listeria bakterían finnst í náttúrunni. Hún lifir ekki af gerilsneyðingu og taldi Geir að í þeim tilfehum, sem skotið hafa upp kohinum í nágrannalönd- unum, væri um það að ræða að ost- urinn hefði smitast eftir aö hann var framleiddur. Vildum gjarnan gera meira „Það er reynt að fylgjast með þess- um málum eftir megni hér á landi,“ sagði Frankhn Georgsson hjá Holl- ustuvemd ríkisins í samtali við DV. Hann sagði að 100 sýni af ostum hefðu verið rannsökuð og öh reynst neikvæð. Frankhn taldi ástæðu til þess að fylgjast sérstaklega með matvælum sem neytt er beint án hitunar eða suðu, t.d. hrásalati, samlokum og fleiru af því tagi. Hann sagði og að Hohustuverndin vildi gjarnan gera frekari rannsóknir eins og þá sem framkvæmd var í samvinnu við Osta- og smjörsöluna en fjárskortur haml- aði því. -Pá Það er ekki sama kex og kex. Hvað fær kaupandinn margar kðkur og hvað kostar stykkið? Hvað kostar kexið? - helmingi fleiri kökur fyrir sama verð 1 Rúmlega 50% verðmunur getur verið á sams konar kexi frá mismun- andi framleiðendum. Keyptir voru þrír jaffa kexpakkar í Miklagarði sem allir innihéldu kex með appels- ínufylhngu og súkkulaði yfir. Sá ódýrasti kostaði 68,30 krónur sem þýðir 5,60 pr. köku en sá dýrasti kostaði 102 sem þýðir 8,50 pr. köku. Pakkamir voru misþungir eða frá 125-150 gr. Á pakka frá Co-op vantaði upplýsingar um þyngd en aðrar upp- lýsingar voru fyrir hendi. Merkingar á ódýrasta pakkanum voru sæmileg- ar en ekki fullnægjandi því skilgrein- ingar á aukefnum með réttum E- númerum vantaði. Af þessu má ljóst vera að ef neyt- endur fýsir að fá sér gómsætar jaifa kexkökur með kafíinu þá er auðvelt að fá helmingi fleiri kökur fyrir sama verð ef verðið er kannað áður. -Pá Bifreiðagjöld: - \'L' - - - . Sá hluti bifreiðagjalda, sem greidd- ur er af þyngd hverrar bifreiðar, hefur hækkað frá fyrrihluta 1988 úr 2,15 krónum pr. kg. í 2,24 pr. kg fyrir fyrrihluta þessa árs. Reikna má meö hækkun í 2,50 krónur pr. kg fýrir síöari hluta 1989. Þessi hækkun nemur um 17%. Bifreiöagjöld hafa fram til þessa verið innheimt í Reykjavík hjá Tollstjóraembættinu og úti á landi hjá sýslutnönnum og fógetum en reiknaö er með að í framtíöinni innheimti Bifreiðaskoðun íslands þessi gjöld. Bifreiðagjald samanstóð á síðasta ári af 1.200 krónum sem var skoð- unargjald, 400 krónum sem var slysatryggingagjald og sföan var innheimt ákveöin upphæð á hvert kUó bifreiðarinnar. Sú breyting var gerð á að skoðun- argjaldiö var fellt úr bifreiðagjöld- . ura og innheiratir Bifreiðaskoðun íslands þaö nú sérstaklega. Við þessa tilfærslu hækkaði gjaldið úr 1.200 krónum í 1.900 krónur fyrir venjulega fólksbifreiö. Hækkunin nemur 58%. Tökum dæmi um mann sem á stóran bU sem vegur 1.500 kg. Hann greiddi í fyrra 1.200 krónur í skoð- unargjald, 400 krónur vegna trygg- inga og 3.360 í þungaskatt. Alls 4.960 krónur. í ár greiðir hann 400 krónur vegna trygginga og 3.750 í þunga- skatt. Að auki greiöir hann Bif- reiöaskoðun íslands 1.900 krónur í skoðunargjald. Ahs eru þetta 6.050 krónur. Hækkun á milli ára er því 22%. -Pá Stöðugt er seilst dýpra f vasa bileigenda, nú síðast með 56% hækkun á skoðunargjaldi. S Geisladiskar fyrir 50-75 krónur Útibú Borgarbókasafns Reykjavík- ur lánar út geisladiska og hljómplöt- ur og kostar tveggja vikna lán 50 krónur og leyft er að taka tvo titla. Um 1000 plötur og 200 geisladiskar eru til í Gerðubergi. Bókasafn Kópavogs hefur lengi lánað út plötur en hóf útlán á geisla- diskum um áramót og kostar tveggja vikna lán 75 krónur. Frekar fáir titl- ar eru til á diskum enn en það stend- ur til bóta. Úrvahð er mest klassísk tónhst og djass en minna hlutfall af dægurtón- list. Erla Jónasdóttir, deildarstjóri Borgarbókasafnsins í Gerðubergi, sagðist í samtali við DV álíta aö fólk nýtti sér þessa þjónustu í vaxandi mæh og væri einkum um að ræða fólk sem vhdi kynna sér thtekna diska sem það hyggðist kaupa. Bókasafn Hafnarfjarðar hefur leigt út geisladiska og plötur og kostar tveggja vikna lán á diski 70 krónur. og tæplega 600 titlar eru til hjá safn- inu. Bókasafnið í Hafnarfirði leigir og út plötur og kosta tvær vikur 60 krónur ef um nýjar plötur er að ræða en 30 krónur fyrir eldri titla. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.