Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989. 17 Iþróttir Helgi sagði upp - hættur sem þjálíari 1. deildar liðs FH Helgi Ragnarsson, annar þjálf- ara 1. deildar liðs FH-inga í knatt- spyrnu, hefur sagt stöðu sinni lausri. Uppsögn hans hefur borist stjórn knattspyrnudeildar og Viðar Halldórsson, varaformað- ur hennar, staðfesti það í samtali við DV í gærkvöldi. Helgi þjálfaði liö FH á síöasta keppnistímabili ásamt Óiaíi Jó- hannessyni og undir þeirra stjórn vann liðið glæsilegan sigur í 2. deildar keppninni. Þeir gengu frá nýjum samningi viö félagið í haust en Helgi hættir nú af per- sónulegum ástæðum. „Þaö er erfitt að missa frá sér þjálfara á þessum tíma og við erum farnir að svipast um eftir manni til að taka við af Helga. Ég á von á að þaö taki einhvern tíma að ganga frá þeim málum," sagði Viðar Halldórsson. -RR/VS Allar líkur á að Bogdan velji Spán Stefán Rristjánsson, DV, Qterbourg; Eins og kunnugt er hættir Bogdan Kowlczyk að þjálfa íslenska laúdslið- ið í handknattleik eftir b-keppnina hér í Frakklandi. Menn hafa verið að velta því fyrir sér hverjir fengju að njóta krafta hans að henni lokinni og nú eru taldar yfirgnæfandi líkur á því að Bogdan verði næsti lands- liðsþjálfari Spánar. Bogdan hefur úr aragrúa tilboða aö moða og þar á meðal eru tilboð frá mjög mörgum félagsliðum í Vest- ur-Þýskalandi. Arangur íslenska landsliðsins á undaníornum árum hefur vakið mikla athygli og menn velkjast ekki í vafa um að maðurinn á bák við árangur liðsins sé þjálfari þess, Bogdan Kowlczyk. „Allt getur gerst“ - segir Einar Þorvaröarson um möguleika íslands 1 Frakklandi ið með íslenska iandsliðinu gegn Búlgaríu i kvöld að stríða að undanförnu. Hann verður hins vegar )un- DV-mynd Brynjar Gauti lánsson ir DV eppninni mdi Stefán Kristjánsson, DV, Cherbourg; „í mínum huga getur allt gerst í þessari keppni. Þetta er allt saman stórt spumingarmerki. Það eina sem er öruggt er að þetta verða allt mjög erfiðir leikir," sagði Einar Þorvarð- arson, markvörður og leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins, í samtali við DV í gær. „Ég á von á að búlgarska liðið leiki af mikilli grimmd í kvöld gegn okkur og af enn meiri grimmd en í Dan- mörku á dögunum. Við munum hins vegar gera okkar besta,“ sagði Einar ennfremur. Og um möguleika ís- lenska liðsins almennt á mótinu sagði hann: „Það er vonlaust að segja til um þetta. Við höfum ekki séð Rúmena leika síðan í heimsmeistara- keppninni 1986 og landslið Kuwait höfum við aldrei séð. Ég held hins vegar að ef við náum upp mikilli baráttu í liðinu þá eigum við að geta náð mjög góðum leikjum og þá ætti þetta dæmi að ganga upp. Annars vil ég ekki vera með neinar yfirlýsingar fyrir keppnina. Það er best að halda sig á jörðinni," sagði Einar Þorvarð- arson. „Engar yfirlýsingar“ „Ég vil alls ekki vera með neinar yfirlýsingar í fjölmiðlum fyrir þetta mót. Ég vil að við látum verkin tala. Að við gerum okkar besta í hverjum leik og skoðum svo útkomuna þegar keppninni er lokið,“ sagði Guömund- ur Guðmundsson en hann leikur í kyöld sinn 212. landsleik fyrir ísland. „Ég tel að nóg sé komið af yfirlýsing- um í fjölmiðlum og nú finnst mér vera kominn tími til að láta verkin tala.“ Mótherjar íslands: Kuwait gæti komið á óvart - þjálfarinn frægur Stefán Kristjánsson, DV, Cherbourg; Það liö sem minnst er vitað um af andstæöingum Islands hér í B-keppninni er án efa lið Kuwait. Aðallandslið okkar hefur aldrei leikið gegn Kuwait en hins vegar hefur íslenskt unglingalandslið fengið að reyna að Kuwaitmenn kunna ýmislegt fyrir sér. . Allavega haida allir því íram aö íslendingar séu Kuwaitmönn- um fremri í handknattleiknum. Ekki er hins vegar nema rúmt ár síðan unglingalandslið Kuwait gerði sér lítið fyrir og sigraði ís- lenska unglingalandsliðið með eins marks mun, 15-16, í heims- meistarakeppninni í Júgóslavíu 1987. Þeir leikmenn sem léku þá fyrir Kuwait eru uppistaðan í A-landsliði Kuwait í dag þannig að allur er varinn góður. Nægir peningar og einn besti þjálfarinn Landsliði Kuwait, sem ísland leikur gegn á morgun, er stjórnað af heimsþekktum þjálfara, Júgó- slavanum Zoran Zikovic. Zoran þessi er heimsþekktur þjálfari og hann hefur meðal annars unnið það sér til frægðar að gera lands- lið Júgóslavíu að ólympíumeist- urum 1984 í Los Angeles og heimsmeisturum í Sviss árið 1986. í Kuwait er skortur á pen- ingum óþekkt vandamál og þar í landi er engu til sparað við að gera veg handknattleiksins sem mestan. Ráðning Zikovic ber því glöggt vitni. Stúfar frá B-keppninni Stefán Kristjánsson, DV, Cherbourg; Mikill áhugi Mikill áhugi virðist vera á B-keppninni ef marka má sölu á aðgöngumiðum und- anfama daga. Þegar er uppselt á leik ís- lands og Búlgaríu í kvöld en á undan leika Rúmenía og Kuwait. Höllin hér 1 Cherbourg tekur um 2500 áhorfendur og mun vera uppselt á alla leikina í okkar riðli. Þá má geta þess að þegar er upp- selt á úrslitaleikinn í B-keppninni sem fram fer í París þann 26. febrúar. A eða B skiptir allsengu máli Margir hafa verið aö velta því fyrir sér hvort það muni skipta máli varðandi Paul Tiedemann, verðandi lansliðsþjálf- ara íslands í handknattleik, ef íslenska liðinu tekst ekki að vinna sér þátttöku- rétt í A-keppni heimsmeistarakeppninn- ar á nýjan leik. Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, staöfesti það hins vegar í gærkvöldi að það mun engu máli skipta • Paul Tiedemann kemur hvort sem ísland verður A- eða B-þjóð. hvort ísland verður A- eða B-þjóð í lok febrúar. Paul Tiedemann taki við liðinu hvort sem verður ofan á. Góðar móttökur Það var ekki aðeins íslenska liðið sem fékk konunglegar móttökur við komuna á hótelið hér í Cherbourg. Frönsk skóla- börn troðfylltu móttökuna á hótelinu í gærkvöldi þegar lið Búlgara mætti á stað- inn og leikmenn liðsins vissu ekki hvað- an á þá stóð veðrið. Rúmenar sem mættu um miðnættið í gær fengu svipaðar mót- tökur. Loks má geta þess að hótelið sem íslenska liðið dvelur á, og reyndar öll lið- in í riðlinum, er staðsett á hafnarbakkan- um í Cherbourg og eru aðeins nokkrir metrar frá inngöngudyrunum og út í sjó. ísland tékk mikið pláss í La Presse Franska blaðið La Presse, sem gefið er út í Cherborug, eyddi miklu plássi í um- íjöllun sinni um íslenska liðið í gær. Á forsíðu blaðsins er mynd af íslensku landsliðsmönnunum og inni í blaöinu er heil blaðsíða undirlögð af viðtölum og myndum af íslensku leikmönnunum. Ólafur tekur upp leiki í Belfort Ólafur Jónsson, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, er kominn til Belfort þar sem keppnin í B-riöli fer fram. Þar leika Vestur-Þjóðverjar, Norð- menn, Svisslendingar og Hollendingar. íslenska liðið mun mæta einhverjum þessara þjóða í milliriðlinum, líklegast Vestur-Þjóðverjum, Svisslendingum og Norðmönnum. Knattspyrnufélagið Þróttur BLAKDEILD Aðalfundur blakdeildar verður haldinn-í félagsheimil- inu við Holtaveg miðvikudaginn 22.2. 1989 kl. 21.00. Stjórnin Eustace rekinn frá Sheff. Wed. Guimar Sveinbjömsson, DV, Englandi Peter Eustace var í gær rekinn úr stöðu sinni sem framkvæmdastjóri enska 1. deildar liðsins Sheífield Wed- nesday eftir aðeins tæpa flóra mánuöi í starfi. Talið er víst að Ron Atkinson, fyrrum stjóri Manchester Uniteri og WBA, sem fyrir skömmu var rekinn frá Atletico Madrid á Spáni, taki við af honum - jafnvel strax í dag. DV hafði samband við Sigurð Jóns- son, leikmann með Sheff. Wed., í gær- kvöldi en hann var þá nýbúinn að fá fregnirnar og var ekki tilbúinn til aö láta hafa eitthvaö eftir sér um raáliö. • Arsenal gerði sér lítið fyrir í gær- kvöldi og sigraði franska Iandsliðið í æfingaleik á Highbury, 2-0, með mörk- um frá Martin Hayes og Perry Groves. • 11. deild ensku knattspymunnar skilduEverton ogAston Villajöfn, l l. -ekkl/T^i Sala AUKASEÐILS 1 lokar kl. 18:45 miðvikudaginn 15. februar. AUKASEOILL 1- 15. FEBRÚAR 1989 11 11 11 Leikur 1 V.Þýskaland - Noregur Leikur 2 Island - Búlgaría Leikur 3 Spánn - Austurríki Leikur 4 Pólland - Kúba Leikur 5 V.Þýskaland - Holland Leikur 6 Kuwiat - Island Leikur 7 Israel - Spánn Leikur 8 Kúba - Danmörk Leikur 9 Noregur - Sviss Leikur 10 Búlgaría - Rúmenía Leikur 11 Austurríki - Frakkland Leikur 12 Egyptaland - Pólland fimmtudaginn 16. feb. er 91-84590 og -84464. Sala á AUKASEÐLI2 hefst föstud. 17. feb. og lokar mánud. 20 feb. kl. 16:15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.