Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989.
Spumingin
Varðstu ffyrir óþægindum
vegna rafmagnsleysisins
um helgina?
Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir nemi:
Nei, mér fannst þetta alveg ljómandi
gott.
Ragna Frostadóttir: Nei, ég var búin
aö boröa þegar þaö fór svo þetta kom
ekki við mig.
Hálfdán Ingason verkamaður: Nei,
ég hafði það gott og tók ekki eftir því
aö rafmagniö vantaði.
Inga Gunnlaugsdóttir sjúkraliði: Nei,
við á Grensásdeildinni höföum raf-
magn og allt var í lagi.
Jóhannes Bachmann dansari: Nei,
þetta var satt aö segja mjög skemmti-
legt.
Laufey Kristinsdóttir húsmóðir: Nei,
við sátum bara við kertaljós og höfð-
um það mjög notalegt og rómantískt.
Lesendur
Toglyftur fyrir krakka óþarfar
Kristín hringdi:
í Kjölfar hins hörmulega slyss,
sem varö í Garðabæ fyrir skömmu
i skíðatogbraut, kemur mér í hug
hvað eiginlega sé verið aö gera með
svona lyftur á stöðum þar sem halli
á brekkum er lítill sem enginn. -
Og til hvers er verið aö setja upp
lyftur fyrir fólk á stööum sem ekki
flokkast undir almenna skíðastaði?
Ég tel að hér sé um eitt dæmi að
ræða af mörgum þar sera fullorðna
fólkið er að koma til móts við
krakkana, þessa oföldu grislinga
okkar sem þegar er búið að púkka
aUtof mikið undir. Ég sé enga þörf
á því að koma upp skíðatoglyftum
íyrir börn og unglinga. Þeir geta
einfaldlega gengið upp brekkumar
eins og við sem eldri erum gerðum
á sínum tíma þegar við fórum á
skíði. Þaö varð engum meint af því
og þeim mun meiri var ánægjan
að renna sér niður brekkuna á eft-
ir.
Það er aUtof mikið gert af þvi nú
á dögum hér að byggja upp aðstöðu
fyrir börn og unglinga, sérstaklega
á hinu svokallaða íþróttasviði.
Hafa ekki unglinar og þaðan af
yngri krakkar nóg að gera viö
skólanámið? Og þeir sem vilja nýta
tímann sem aflögu er til íþróttaiök-
ana geta einfaldlega lagt þaö á sig
að puöa og svitna og fá þannig út-
rás.
Það er engin ánægja í því að fara
Úr Bláfjöllum. Beðiö eftir togbrautinni. - Erfiðið ekkert og enginn fær útrðs, segir hér m.a.
aUt á rassimnn, ef svo má að orði
komast, fara í bíi á skíöasvæðiö,
setjast svo í togbrautina til að kom-
ast þangað sem leggja á upp frá á
skíðunum og renna sér niður. -
Erfiöiö er ekkert og þar af leiðandi
fær engmn almennilega útrás þótt
þetta eigi að heita íþróttaiökun.
En það sem er þó verst er aö hin-
ir fuUorðnu sjá ekkert athugavert
við þetta og keppast viö að púkka
undir krakkana og láta þá svo af-
skipta- og effirhtslausa á skíöa-
svæðunum og annars staöar þar
sem þeir hópast saman. EftirUts-
leysi leiöir oftar en ekki til óhappa
og engan má svo kaUa til ábyrgðar.
Ráðamenn kreflast spamaðar:
Ríkið sparar hvergi
Lélegar
útvarps-
sendingar
Árni E. Albertsson skrifar:
í rúma viku hefur lítið sem ekk-
ert heyrst í rás 2 hér í Ólafsvík
og útsending á FM bylgju yfirleitt
verið léleg. Þegar leitað var upp-
lýsinga hjá Pósti og síma í Ólafs-
vík var bent á að hafa samband
við 02 og biðja um mælaborð
Landssíma íslands.
Sá sem þar varð fyrir svörum
virtist koma af fjöllum og kvaðst
engar kvartanir hafa fengið
vegna þessa og fannst það skrítið
að þeir skyldu ekki hafa verið
látnir vita sérstaklega þar sem
þetta ástand hafði varað hátt í tíu
daga. Hann kvað þó Póst og síma
ekki hafa eftirlitsskyldum að
gegna gagnvart endurvarps-
stöðvum en taldi að stöðvarstjór-
ar ættu að láta vita af bilunum
sem þessum ef við þá væri kvart-
að.
Viðmælandi vildi þó taka fram
að oftast væri það hinn almenni
borgari sem tilkynnti um svona
bilanir, en í þessu tilviki gæti
verið að flestir héldu aö þegar
væri búiö að kvarta yfir þessu og
létu því ekki til sín heyra. - Það
var því ekki fyrr en fréttaritari
lét tU sín heyra að Landssíman-
um varð kunnugt um þessa bilun,
rúmri viku eftir að hún varð.
Ekki gat hann gefið ákveðin
svör um hvetjir asttu að sinna
þeim en sagði að Póstur og sími
leitaði oft til iðnaðarmanna á
svæðunum. Útvarpsmál ásamt
öðrum fjarskiptamálum eru ann-
ars ekki í viðundandi horfi á
þessu svæði þrátt fyrir að tækja-
búnaöur sé í lagi. Sendingar
verða t.d. fyrir truflunum þegar
ekiö er fram hjá stórum húsum
og farsímanotendur verða að
vera á sérstökum stöðum í bæn-
um til að ná sambandi.
Samkvæmt upplýsingum
fréttaritara munu aðeins vera
fjórar línur frá endurvarpsstöð-
inni fyrir farsímann, en það er
hvergi nærri nóg fyrir svæði með
um 2000 íbúa og stóran bátaflota,
jafnt heimabáta sem aðkomna,
þar sem farsími er orðinn fastur
hlutur af búnaði í flestum bátum.
Óskar hringdi:
Spamaður þjóðarbúsins hefur
minnkað um 26 miUjarða króna, segir
í einni frétt nýlega, og viðskiptahaUi
verður áfram nema spamaður auk-
ist. Ráðherrar hamast við að hvetja
til spamaðar en hvergi spara þeir
sjálfir og þá heldur ekki starfsmenn
þeirra í hinum ýmsu stofnunum rík-
isins og skiija ekki að þess þurfi.
í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins í
morgun (8. febr.) var ágætt dæmi vun
þetta viðhorf. Umsjónarmenn morg-
unútvarps á Rás 2 höfðu boðað til sín
forstjóra Landhelgisgæslunnar
Jóhann Sigurðsson hringdi:
Það er eins og einhver umræða sé
loks að verða um Evrópubandalagið
og hugleiðingar um hvað veröi um
okkur íslendinga þegar hin samein-
aöa Evrópa er orðin að veiuleika.
Ekki virðast íslensk stjórnvöld hafa
af þessu miklar áhyggjur. Það eru
helst hin og þessi samtök á viðskipta-
sviðinu sem em orðin áhyggjufull
og vilja fá umræðu um þetta stóra
mál.
Ég var líka að lesa leiöara í DV í
dag (8. febr.) um þetta. Mér fannst
hann skynsamlegur, þótt þar væri
ekki tekin afdráttarlaus afstaöa um
hvar við ættum aö hasla okkur völl,
ef við gerðumst ekki aðilar að Evr-
Halldór
Lögmaður skrifar:
Nú hafa tveir ráðherrar komið með
efnahagstUlögur nýlega og borið á
borð fyrir mannskapinn. - Ólafur
Ragnar um aö kaupmætti fyrsta árs-
fjórðungs þessa árs skuli haldið.
Enginn veit enn hver sá kaupmáttur
er, en vitað er að frá miðju sumri
hefur kaupmáttur tímakaups rýrnað
um 12-14%.
Hins vegar hefur HaUdór Ásgríms-
son tvívegis lýst því yfir í fjölmiölum
(varla panta menn þar tíma sjálfir!)
til aö ræða mál Gæslunnar.
Það sem umsjónarmanni (konu)
útvarpsins virtist vera efst í huga var
að búið er að skera niður fjárveiting-
ar til Gæslunnar eins og annarra rík-
isfyrirtækja og starfsmennirnir
höföu af þessu verulegar áhyggjur,
að sögn umsjónarmanns. Síðan var
forstjórinn krafinn sagna um sín við-
horf til málsins.
Nú veit ég ekki hver haföi af þess-
um spamaði mestar áhyggjur, for-
stjórinn, starfsmenn Gæslunnar eða
umsjónarkona morgunútvarps, en
ópubandalaginu. Ég er sammála því
aö uppruni væntanlegs Evrópu-
bandalags leynir sér ekki. Þar er
stöönunin í fyrirrúmi, stefnt að eins-
konar „eUiheimUi atvinnulífsins“,
eins konar „risaútgáfa af íslenska
landbúnaðarráðuneytinu".
Við íslendigar eigum aö kanna með
hvaða hætti við getum losað okkur
undan fangbrögðum evrópskrar
fomeskju og leita til nýja heimsins,
aðaUega Bandaríkjanna. Þar þekkj-
um við best til og eigum þar helst
innangengt. En líka og jafnframt eig-
um við að kanna alla möguleika í
hinum fjölskrúðuga heimi Asíuland-
arina, þangað sem við erum nú farn-
ir að flytja ferskan fisk flugleiðis.
að hlutur launa af landsframleiðslu
væri allt of hár og þyrfti að lækka
niður í það sem þekkist á Englandi.
Þetta er ein ágætis tiUaga, að öðru
leyti en því að forsenduna vantar. -
Hún er vitaskuld sú að allt verð á
vörum og þjónustu verði þá lækkaö
niður á það stig sem þekkist þar í
landi. En á það minntist ráðherrann
ekki.
Fyrir ári eða svo varð t.d. uppvíst,
að íslenskir heUdsalar keyptu enskar
þarna var gott dæmi um það viðhorf
sem skapast þegar einhvers staöar á
að spara eða skera niður. Þegar að
því kemur ætlar aUt vitlaust að verða
og menn segja sem svo; Það má nú
byrja einhvers staðar annars staðar
en hjá okkur!
Svona er viðhorfið aUs staðar. En
verst er það hjá hinu opinbera, enda
sjá viðkomandi ráöherrar aUtaf svo
um að þegar til kastanna kemur er
hvergi sparað. - Afleiöingin; áfram-
haldandi viðskiptahaUi, minnkandi
spamaður þjóðarbúsins, hærri
skattar og auknar erlendar lántökur.
Sú tegund flutninga heföi aldrei
hafiö innreið sína hingað frá neinu
E vrópulandi. Þar kemur til sögunnar
stærsta fragtflutningafyrirtæki
sinnar tegundar í heiminum, auðvit-
að frá Bandaríkjunum.
Ég held að einmitt þar sé að finna
okkar möguleika og þar eigum viö
að leita hófanna um fríverslunar-
möguleika, áður en, eða aUa vega
jafnhliða því sem þarf að fylgjast með
því hvaða tegund af þumalskrúfum
Evrópuþjóðirnar ætla að nota á okk-
ur þegar þeim þykir henta, m.a. í
formi nýira og endurbættra tollmúra
sem við íslendingar erum famir að
þekkja og höfum ryndar reist sjálfir
um okkur á stundum.
vörur á hærra verði en þær fengjust
í smásölu í verslunum í Glasgow.
Hvernig heldur þessi ráðherra að is-
lenskir launþegar geti búið við enskt
launakerfi með íslensku verðlagi?
Hann ætti að stinga upp á þessu
við láglaunafólkið í frystihúsinu á
Hornafirði. Þetta hefur hann áreið-
anlega ekki hugsað til enda. -
Kannski hvalveiðimálið hafi heldur
ekki verið hugsað til enda. Það skyldi
nú aldrei vera!
Evrópubandalagið og íslendingar:
Hvað verður um okkur?
Efiiahagstillögur ríkisstjómarinnar:
hugsar hálfa leið