Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Blaðsíða 32
F R É T T A S K O T I É> Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sínrii 27022 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989. Vatnarækt 1 Ölfusi: Mikið tjón * þegar raf- magnið fór ,,Ég vil sem allra minnst um þetta mál segja á þessu stigi. Það er rétt að við urðum fyrir tjóni þegar raf- magnið fór af um helgina. Við erum með vararafstöð en öryggiskerfið virkaði ekki þegar á reyndi," sagði Bjarni Jónsson líffræðingur, fram- kvæmdastjóri fiskeldisstöðvarinnar Vatnaræktar í Ölfusi. Heimildir DV herma að 250 þúsund seiði hafi drepist. Bjarni Jónsson sagði þá tölu of háa en vildi ekki skýra frá hve mörg seiði hefðu drep- ist. Hann sagði að ekki væri búið að •^fara að öllu leyti ofan í þetta mál. Valborg Þorvaldsdóttir, einn af eig- endum Vatnaræktar, vildi heldur ekkert um máliö segja þegar DV ræddi við hana. Hún staðfesti þó að þarna hefði átt sér staö óhapp sem ekkert frekar væri um að segja. Allar fiskeldisstöðvarnar eru með vararafstöðvar sem eiga að fara í gang ef rafmagnsbilanir verða eins og átti sér stað um síðustu helgi. -S.dór —* Hagkvæmni álvers: Verður dýrara en áður talið - segir iðnaðarráðherra „Að sjálfsögðu hafa þessar niður- stöður áhrif á áhuga þessara manna til fjárfestingar hér en þetta eru nú aðeins fyrstu vísbendingar um mat á kostnaði við nýtt álver,“ sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráöherra en hagkvæmnisathugun fyrir nýtt álver hér er nú lokiö. Þar kom í ljós að uppbygging nýs álvers hér á landi er dýrari en gert var ráð fyrir í upp- hafi. „Þessar vísbendingar virðast benda til hærra mats á kostnaði við fjárfestinguna heldur en áður hafði verið búist við. Það er ekki sérís- lenskt fyrirbæri. Það er að langmestu leyti af því að framleiðslutækin, sjálf verksmiðjan, er dýrari í innkaupum en menn höfðu ætlað,“ sagði iðnað- arráðherra. -SMJ ÞRDSTIIR 68-50-60 VANiR MENN LOKI Þetta er nú meiri skap- vonskan í Vetri kallinum! Báts með tveimur mönnum leitað í ísaQarðardjúpi: Fundu lestarfjalir i nótt vestur af Æðey Mikil leit var gerð í nótt að rækjubátnum Dóra ÍS frá ísafiröi. Dóri ÍS er tíu tonna trébátur og um borð í honum eru tveir menn. Leit var hætt um klukkan fimm í morg- un - en þá var vonskuveður í ísa- fjarðardjúpi. Leit hófst aftur í birt- ingu í morgun. Sextán heimabátar og varðskipið Ægir leituðu í nótt. Menn voru sett- ir í land og fjörur voru gengnar. Ekkert hefur spurst til bátsins eða mannanna tveggja síöan í gær- kvöldi. í nótt fann einn leitarbáta lestarfjalir úr Dóra ÍS vestur af Æðey. „Hér er leiðindaveður. Það geng- ur á með hvössum byljum að norð- an og vindhæðin fer þá í nfu vind- - sjö til níu vindstig og níu gráða frost stig. Sjór er ekki mikill þar sem skjól er af norðanáttinni. Frostiö er niu gráður og ísing er mjög mik- il. Það frýs allur sjór sem kemur á skipið. Þegar skyggnið er verst sér ekki fram á stefni á skipinu," sagði Friðgeir Olgeirsson, yfirstýrimaö- ur á Ægi, í samtali við DV í morg- un. Þegar leit var hætt í nótt var veð- ur erfitt til ieitar. Skyggni var tak- markað og ísing mikii. Friögeir Olgeirsson sagði að ekki væii hægt að notast við þyrlu nema veður breyttist tii hins betra. Á Dóra ÍS eru tveir menn. Þeir eru báðir ísfirðingar á miðjum aidri og fjölskyldumenn. Báðir eru þeirreyndirsjómenn. -sme ísafjörður ÍSAFJARÐAR- Snæfjallaströnd DJÚP Hólmasund Hér fundust lestar- fjalir úr Dóra ÍS sl. nótt Æðey " Ædeyjarsund DVJRJ Tveir menn björguðust er bátur sökk á ísafirði: Talið að flotgallar hafi bjargað lífi sjómannanna Hafísinn lokar Landfastur hafis er frá Horni og að Straumnesi. Þá er rekís inni á ísa- fjarðardjúpi og sést hefur ís við höfn- ina í Bolungarvík. Rekís er einnig suður með Ströndum. Ekki er vitað hversu þéttur ísinn er - þar sem veð- ur er slæmt og skyggni lélegt á þess- um slóðum. Siglingar eru varhugaverðar vegna íss og veðurs. Vitaö er að skip eru bæði vestan og austan viö ísinn og bíða eftir færi á að sigla í gegnum hann. -sme Veðrið á morgun: Bjart en þónokkurt frost Hægviðri verður víða um land. Frost verður þónokkurt, 8-13 stig, jafnvel enn meira á stöku stað inn til landsins. Bjart verður að mestu, þó smáél á annesjum norðaustanlands fram eftir morgni. Síðdegis fer að þykkna upp vestanlands með vaxandi austanátt. Flestum íslendingum finnst liklega nóg komið af snjómokstrinum á þessum vetri enda tíðarfarið með eindæmum. Þær Sigþrúður og Jónína voru þó harla glaðar þar sem þær voru að hreinsa gangstétt og innkeyrslu við Háteigsveg 44 í Reykjavik í gær. Það er hætt við að þær þurfi aftur að taka til hendinni í dag þvi töluvert snjóaði í nótt. DV-mynd GVA Talið er að flotgallar hafi bjargað lífi þeirra Gísla Jóns Kristjánssonar og Haralds Konráðssonar, sem báðir eru um tvítugt, þegar bátur þeirra Kolbrún ÍS, sem er 11 tonna bátur, sökk rétt fyrir utan Norðurtanga á ísafirði um klukkan 22.00 í gær- kvöldi. Kolbrún ÍS er rækjubátur og var að koma úr róðri. Þeir Haraldur og Gísli voru báðir í svokölluðum vinnuflotgöllum. Sjór var þarna jökulkaldur og 13 stiga frost þegar þeir lentu í sjónum. Það voru skipverjar á Óskari ÍS, sem líka er 11 tonna bátur, sem björguðu mönnunum. Þá höfðu þeir verið um það bil 5 mínútur í sjónum. Kolbrún ÍS hafði verið að fylgjast með þegar Gissur hvíti hafði verið að draga Óskar ÍS til hafnar. Þegar bátarnir voru komnir í var við Norð- urtangann komu þeir á Óskari ÍS vélinni í gang. Kolbrún ÍS var að sigla þarna hjá til að fylgjast með þegar bátnum hvolfdi um leið og hann tók beygju. Sami eigandi er að Kolbrúnu ÍS og Óskari ÍS. Þeir Haraldur og Gísli voru orðnir mjög kaldir þegar þeim var bjargað úr sjónum. Þeir voru fluttir á Sjúkra- húsið á ísafirði, þar sem þeir dvöldu ■ í nótt er leið. Þeir voru báðir komnir til góðrar heilsu í morgun og fá að fara heim í dag. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.