Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989. Fréttir Theodór S. Halldórsson um markaðstapið 1 Þýskalandi: Við báðum um aðstoð en fengum aðeins þögn „Þegar komið var fram á seinni hluta síðasta sumars var ljóst að við- skiptasambönd okkar væru í bráðri hættu. Við höfðum ekki fleiri rök til að réttlæta stefnu ríkisstjórnar ís- lands í málinu. Áralöng uppbygging okkar á sölu á lagmeti á þessum markaði, sem borgar betur en flestir aðrir sambærilegir markaðir, var kominn fram á bjargbrún og fram- undan var hyldýpi markaðshruns. Við vorum í stöðugu sambandi við viðkomandi embættismenn hér heima og fórum fram á viðbótarupp- lýsingar máli okkar til stuðnings. Viö báðum um aðstoð. Við skrifuðum bréf til þáverandi utanríkisvið- skiptaráðherra, Steingríms Her- mannssonar, og var sama bréf sent Halldóri Ásgrímssyni. Viö fengum ekkert svar við þessu bréfi. Einungis óþægilega þögn. Rétt á eftir misstum við fyrstu viðskiptin á þessum mikil- væga markaöi." Þannig lýsti Theodór S. Halldórs- son, forstjóri Sölustofnunar lagmet- is, viðskiptum Sölustofnunar við fyrrnefnda tvo ráðherra síðastliðið sumar þegar hrun þýska markaðar- ins var að hefjast. Hann var einn frummælenda á fundinum um hval- veiðimálið á Hótel Borg í gær. Theodór rakti sögu áróðurs græn- friðunga og hvernig hann hægt og hægt fór að hafa áhrif. Hann lýsti viðskiptunum við ráðherrana tvo og skýrði loks frá hvernig nú væri kom- ið. Viö værum búin að missa 90 pró- sent af markaði'okkar í Þýskalandi fyrir lagmeti. Hann sagði lagmetis- menn ekki vera að biðja ríkið um að fjármagna birgðasöfnun og ekki heldur um aðstoð við að finna aðra markaði. Þeir væru aðeins að hiðja um að fá friö til að selja vörur sínar á erlendum mörkuðum og að ríkis- valdið áttaði sig á því að það væri þjóðarhagur að vernda þessa mark- aði. Hann sagði það sína skoðun að hætta ætti við að veiða hvali á sumri komanda. -S.dór Halldór Ásgrímsson sjávarútvegráðherra: Við eigum að Ijúka rann- sóknaáætluninni „Þegar talað er um sjálfstæði ís- lendinga, þá er það orð sem er mik- ils virði í hugum okkar íslendinga. Enginn dregur það í efa. Þá spyija menn hvað koma hvalveiðar sjálf- stæði íslendinga við? Við lítum svo á og teljum okkur hafa allan rétt til þess að ákveða um okkar eigin mál. TU þess að við getum verið sjálfstæð þjóð þurfum við jafnframt að geta ákveðið hvemig við nýtum okkar auðlindir og hvemig við rannsökum okkar eigin auðlindir. Þetta er grundvallaratriði og við verðum að hafa þá trú á okkur sjálfum að við séum fær um þetta. íslendingar sannfærðust um það árið 1262 að þeir væru betur komnir undir Nor- egskonungi. Sannfærðust um það vegna þess aö þá væri betra aö halda uppi siglingum til íslands og sam- bandi við umheiminn. Þetta reyndist ekki rétt. Ég er ekki að segja það í dag að menn hafi mikinn áhuga á því að fara undir annan kóng, en ég neita því ekki að mér finnst vera ansi mikil tilhneiging til þess hjá ýmsum að fara í of miklu eftir því sem ýmsir aðrir segja um okkar eig- in mál. Aðilar sem lítt hafa kynnt sér stöðu mála hér á landi og vita oft á tíðum litið hvað þeir eru að tala um, hvort sem þeir heita grænfriðungar eða eitthvað annað.“ Þannig hóf Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra ræðu sína á opnum fundi um hvalveiðimáhð sem Samband ungra sjálfstæðismanna gekkst fyrir á Hótel Borg í gær. Hann gerði htið úr áróðri græn- friðunga og sagði þá beita ólöglegum aðferðum gegn okkur. Hann sagði að menn mættu ekki gera of mikið úr því sem haldið væri fram varð- andi markaðstap okkar. Hann viður- kenndi að rækjumáhð í Þýskalandi væri nokkuð áfah, en nú væri bara að leita nýrra markaða fyrir rækj- una. Hann sagðist hafa meiri áhyggj- ur vegna lélegra rækjuveiða hér við land um þessar mundir en af mark- aðstapinu í Þýskalandi. Við ættum ekki að gera lítið úr erfiðleikunum en ekki heldur aö ofmeta þá. Halldór sagði að við ættum ekki að láta undan þvingunum grænfrið- unga. Við ættum að halda okkar striki og ljúka rannsóknaáætluninni eins og ákveðið hefði verið 1985. „Við eigum að halda sjó í þessu máh og ná því fram að við getum nýtt hvalastofnana hér við land í framtíðinni," sagði Hahdór Ásgríms- son við mikinn fognuö fundargesta. -S.dór Ein hrefna étur jaf n- mikið og trilla veiðir á einu ári Hahdór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra sagði á fundi um hvalveiði- máhð í gær að því væri haldiö fram að ein hreína æti jafhmikinn fisk á ári og ein trilla getur veitt á sama tíma. Munurinn væri bara sá að trihumar á íslandi væru ekki nema 2 þúsund en hrefnustofninn 20 þúsund dýr. Á fundinum hélt Jóhann Sigur- jónsson líffræðingur framsöguerindi um hvalarannsóknimar. Hann ræddi að vonum mikið um hinar nýju uppgötvanir sínar um egglos hjá langreyðakúm og meiri viðkomu hjá tegundinni en áður var haldið. Um þetta mál spunnust nokkrar deh- ur. Gísli Már Kristjánsson liffræð- ingur, Ámi Ámason líffræðingur og Úlfar Bergþórsson líffræðinemi héldu því fram að þessar niðurstöður úr rannsóknunum væru engin ný sannindi. Jóhann svaraði fyrir sig og sagði að ekki virtist veita af að hann færi að kenna við Háskólann og ekki bara nemendum heldur kennumm líka. Tómas Ingi Olrich hélt einnig fram- söguerindi og ræddi mest um hafrétt- arsáttmálann og hvalveiðarnar og taldi að við værum að brjóta hann. Sagði Tómas, og nefndi dæmi, að við værum að vitna í hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar við ásök- uðum aðra en brytum hann svo sjálf- ir við hvalveiðamar. Afar htlar umræður urðu á þessum fundi en fundargestir vom ahmargir. -S.dór Jóhann Sigurjónsson líffræöingur er hér í ræðustól á fundi á Hótel Borg í gær um hvalamalið. Við hlið hans situr Hreinn Loftsson fundarstjóri, þá Theodór S. Halldórsson, Tómas Ingi Olrich og loks Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra. DV-mynd BG Olís synjaö um bankaábyrgð vegna ollufarms: Lögmenn Texaco segja innsiglun formsatriði „Aðalatriðið er að það var sam- komulagsatriöi að hafa þetta svona. Innsiglin eru ahs ekki sama eöhs og þegar opinberir aðhar nota innsigli th að loka húsnæði eða slíkt. Innsigl- un olíunnar var aðeins gerð til að aögreina þessa ohu frá annarri ohu hjá Ohs. Innsiglunin er formsatriði og framkvæmd th að aht standist eignaréttarlega séð,“ sagöi einn lög- manna Texaco hér á landi í samtah viðDV. Ohs hafði keypt ohu af olíufyrir- tækinu Texaco að andvirði um 100 mihjónir króna í Rotterdam og kom ohan hingað th lands 9. febrúar. Bankaábyrgðir fyrir greiðslu á olíu- farminum fengust ekki frá Lands- bankanum. „Þaö vantaði tryggingu fyrir greiðslu ohunnar þennan dag og það var ekki hægt að láta skipið bíða í marga daga fuhhlaðið olíu. Því var gripið th þessa ráðs, að geyma olíuna í tönkum Ohs.“ Ohs fær þá ohu úr tönkunum sem fyrirtækið staðgreiðir eða útvegar ábyrgðir fyrir og hefur þannig fengið hluta ohunnar. -hlh Karl Þorsteins vann Hodgson Þriðja umferð Fjarkamótsins í skák var tefld á Hótel Loftleiðum í gær. Úrsht fengust í fimm skákum en tvær fóru í bið. Karl Þorsteins sigraði enska stór- meistarann Hodgson og sovéski stór- meistarinn Eingom sigraði Hannes Hlífar Stefánsson. Jafntefli gerðu Jón L. Ámason og Tisdal, Watson og Balasov, Helgi Ólafsson og Mar- geir Pétursson. Skákir þeirra Björgvins Jónssonar og Þrastar Þórhahssonar, Sævars Bjamasonar og Sigurðar Daða fóm í bið. Fjórða umferð mótsins verður tefld í dag og hefst klukkan 17. -S.dór Sorpböggunarstöðin: 3200 undirskriftir í dag verður Davíð Oddssyni borg- arstjóra afhentur undirskriftahsti með nöfnum 3200 Árhæinga sem mótmæla staðsetningu sorpböggun- arstöðvar” við bæinn. Er þetta um 76% atkvæðabærra manna í Árhæj- ar- og Seláshverfi. Staðsetning stöðvarinnar var rædd á fundi borgarsljómar í gær og var þar samþykkt að láta skoða aðra möguleika betur. Hins vegar var vís- að frá tihögu Alfreðs Þorsteinssonar um aö hætt yrði alfarið við byggingu stöðvarinnar þama. Afstaða fulltrúa Kvennahsta og Alþýðubandalags í máhnu hefur breyst á þá lund að þeir eru nú andvígir staðsetningu stöðvarinnarþama. -SMJ DV Virginia Woolf: „Mér er ekki Qdst hvað hefur gerst“ Gylfi Kriajánsson, DV, Akureyri: „Ég neita því ekki að það voru vissir örðugleikar í samskiptum aðha, en hins vegar kom mér rojög á óvart síraskeyti þessara aðila th stjómar leikfélagsins þar sem farið var fram á að nöfn þeirra yrðu ekki nefnd í sam- bandi við sýningu okkar,“ segir Amór Benónýsson leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar. Þar hefur heldur betur dregið th tíð- inda fyrir frumsýningu á Hver er hræddur við Virgíniu Woolf sem verður einmitt í kvöld. Inga Bjarnason leiksljóri hætti störfum hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir þremur vikum og varð þá að samkomulagi áð Arnór myndi sjá um leiksfjómina, en hann hafði tveimur vikum áður komið inn sem aðstoðarmaður Ingu. Lehur Þórarinsson, sem hafði samíð tónhstina við leikritið og annast hljóðritun hennar á kass- ettur, og Guðrún Svava Svavars- dóttir, sem er höfundur leik- myndar og búninga, höfðu þá lok- ið störfum sínum við uppsetn- ingu.leikritsins. Nú I byrjun vik- unnar barst LA svo símskeyti frá þessum þremur aðilum þar sem þess var óskað að nöfn þeirra verði ekki nefnd í sambandi við þessa sýningu. Ágreiningur á æfingum Amór neitaði því ekki að ágreiningur um leiðir við æfingar á veririnu heföi veriö á milli Ingu annars vegar, og leikaranna fjög- urra sem leika í Vírginíu Woolf hins vegár, en þeir eru Helga Bachmann, Helgi Skúlason, Ragnheiður Tryggvadóttir og Eh- ert Ingimundarson, Arnór sagði reyndar að það hefði verið ástæða þess að hann kom inn í æfingara- ar sem aðstoðarmaður Ingu Bjamason. Firam vikur em síðan þetta gerðist, og tveimur vikum siðar var það ákveðið að Inga Iéti af störfum sem leikstjóri og Ar- nór sæi um æfingar fram að frumsýningu. Þau Inga og Leifur era nú stödd í Bandaríkjunum og sagöist Ar- nór ekki hafa náð í þau th að fá skýringar á því sem gerst hefur. Þá hefur heldur ekki náðst í Guð- rúnu Svövu th að fa ástæðu þess að hún skrifaði undir skeytið tíl Leikfélags Akureyrar. „Aldrei kynnst svona getuleysi“ Gylfi Kristjánascm, DV, Akureyri: „Þaö sem gerðist var einfald- lega það aö í ljós komalgjört getu- leysi Ingu th aö leikstýra þessu verki,“ segir Helgi Skúlason leik- ari um þátt Ingu Bjamason í æf- ingum á „Virginíu Woolf' hjá Leikfélagi Akureyrar. „Ég hef aldrei kynnst svona getuleysi leikstjóra á 30 ára ferli mínum og þaö fór ekkert aö ganga fyrr en Araór kom th skjal- anna. Það furöulegasta er þó aö fyrir um viku kom krafa frá Ingu um að hún yrði skiifuö leikstjóri þótt hún hefði þá hætt störfum. Þaö var hins vegar ákveðið að ganga aö þessu th að bjarga mál- unum þótt Amór eigi allan heið- urinn af uppsetningunni. Síöan kemur svo þetta skeyti tveimur dögum fyrir frumsýiúngu, það er alveg furðulegt,“ segir Helgi Skúlason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.