Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Blaðsíða 28
44 FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989. Andlát Bjarni Sigurðsson loftskeytamaður, Austurbrún 4, andaðist að kvöldi 15. febrúar. Jarðarfarir Daði Magnússon, Krossholti 5, lést 11. febrúar. Jarðarfórin fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 18. febrúar kl. 14. Útfór Karenar Antonsen fer fram frá Fossvogskirkju í dag, fóstudaginn 17. febrúar, kl. 15. Þorvaldur Elísson, Sólvöllum 1, Stokkseyri, er lést sunnudaginn 5. febrúar, verður jarðsunginn laugar- daginn 18. febrúar kl. 14 frá Stokks- eyrarkirkju. Rútuferð verður frá BSÍ kl. 12. Vigdís Bruun Madsen lést 11. febrú- ar. Hún fæddist á ísafirði 9. júlí 1903, dóttir hjónanna Guðrúnar Bergþórs- dóttur og Jens Egilssonar. Vigdís lauk námi í lyfjafræði 1924. Hún gift- ist dönskum manni, Erling Bruun Madsen, og fluttu þau til Danmerk- ur. Erling lést árið 1954. Þau hjónin eignuðust þrjú börn. Vigdís flutti til íslands með börnin þegar Erling lést. Útfór hennar verður gerð frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði í dag kl. 15. Sveinbjörn Berentsson, Túngötu 1, Sandgerði, er lést 6. febrúar, verður jarðsunginn frá Hvalsneskirkju laugardaginn 18. febrúar kl. 14. Happdrætti Dregið í happ- drætti Aspar Dregið hefur verið í happdrætti Aspar, íþróttafélags þroskaheftra. Eftirtaldir vinningar komu upp: 1- 2. vinningur, ferðavinningur með Samvinnuferðum Landsýn að upphæð kr. 35.000, nr. 2969 og 1335. 3 - 8. vinningur, vöruúttekt hjá Heimilistækjum hf. að upphæð kr. 30.000, nr. 663, 3117, 3798, 662, 2521 og 4927. 9.- 13. vinningur, vöruúttekt hjá Heimil- istækjum hf. að upphæð kr. 10.000, nr. 189, 3398, 3103, 5036 og 2195. Upplýsingar veittar hjá Ólafi í s. 39964 og Maríu í s. 615999. Tilkyimingar Besta flytur í nýtt húsnæði Þann 6. febrúar sl. flutti Besta ræstinga- markaö sinn í stórt og glæsilegt húsnæði að Nýbýlavegi 18, Kópavogi. Fyrirtækið hefur verið starfrækt sl. 10 mánuði að Dalvegi 16. Umsvif fyrirtækisins hafa aukist mjög hratt og er ein aðalástæðan sú aö fyrirtækið býður upp á landsins mesta úrval ræsti- og moppuvagna og gólfþvottavéla ásamt mjög fjölbreyttu úrvali hreinsiefna-og áhalda til ræstinga. Mikil stökkbreyting varö hjá fyrirtækinu viö aö flytjast í þetta húsnæði, því nú gefst viðskiptavinum kostur á að skoða vöruúrvalið í vistlegum og rúmgóöum sýningarsal. Stofnandi og framkvæmda- stjóri Besta er Friðrik Ingi Friðriksson. Boris-herravörur ný verslun í desember sl. var opnuð ný verslun við Laugaveg 46. Verslunin ber nafnið Boris- herravörur. Eigendur verslunarinnar eru þeir Bjami Hilmar Jónsson og Grétar Öm Halldórsson. Þeir munu leggja áherslu á að vera með öll bestu merkin í herrasnyrtivörum svo og alla helstu fylgihluti, s.s. bindi, sokka, nærfót, rak- vélar, skó og margt fleira í þeim dúr. Þeir hafa einnig tryggt sér umboö fyrir hin kunnu vörumerki Taylor of old Bond Street frá Englandi og Confetti frá ítaliu og verður sá vamingur á boðstólum með vorinu. CHANEL Fyrirlestur um hönnun Michael de Lucchi hönnuður og A. Bianchi Albrici, framkvæmdastjóri fyrirtækis Memphis í Mílanó, munu halda sameiginlega fyrirlestur í Ásmundarsal við Freyjugötu laugardaginn 18. febrúar kl. 13.00. I fyrirlestrinum munu þeir fjalla um þá ítölsku hönn- uði sem kallaðir hafa verið Memphis hópurinn. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Arkitektafélag íslands Form ísland Myndlista-.og handíðaskóli íslands Menning dv Lutoslawski og Bruckner Fyrstu tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitarinnar á síðara misseri voru í gærkvöldi í Háskólabíói. Stjórn- andi var vinur vor Petri Sakari. Það var byrjað á tvöfalda d-moll fiðlukonsert Bachs. Einleikarar voru hinn frægi ungverski fiðlu- leikari György Pauk og Guðný okk- ar Guðmundsdóttir. En hljómsveit- arstjórinn lék fyrstu fiðlu en stóð ekki á stjórnpaliinum. Svona mús- ík heyrist sjaldan á sinfóníutón- leikum. Og reýndar fór maður við þetta tækifæri að sakna þess sárt að hér skuli ekki starfa regluleg barokk-kammersveit. Flutningur þessa yndislega tónverks tókst ágætlega. György Pauk er mikill fiðluleikari og Guðný var honum verðugur mótherji. Ungverski meistarinn lék síðan einleik í fiðlukonsert eftir Luto- slawski. Þetta er stutt verk en ákaf- lega fjölbreytt og glæsilegt. Höf- undurinn er svo frjáls í hugsun. Hann er ekki bundinn neinum kreddum né kenningum. Sköpun hans kemur innan frá af því að honum Uggur mikið á hjarta. Og hann er herra Ustbragða sinna en ekki þræll þeirra. Fiðluhlutverkið er feikna erfitt en Györky Pauk spilaði af fádæma snfild. Hann lék sér að því í afburða sköpunar- og leikgleði. Hljómsveitin var skörp og klár. Að lokum heyrðist fjórða sinfónía György Pauk fiöluleikari. TónJist Sigurður Þór Guðjónsson hins göfuga meistara Antons Bruckner. Hann stækkar eftir því sem aldimar líða. Þegar kemur fram á þá tuttugustu og fyrstu kæmi mér ekki á óvart þó hann verði almennt talinn mesta sinfó- níuskáld nítjándu aldar eftir Beet- hoven og Schubert. Hann er fram- legri og dýpri en Brahms og Mahl- er. Þessi mikilfenglega tónsmíð var prýðUega leikin. Hljómurinn var klár og fallegur en ekki tiltakan- lega dularfullur. Formbygging verksins var vel dregin fram, hin volduga brackneriska stígandi var sérlega vel uppbyggð. En fyrir minn smekk heföu mátt vera skarpari andstæður stundum, meiri kraftur á köflum og snerpa. En það er ekki hægt að segja ann- að en þetta hafi veriö hörku tón- leikar. Áheyrendur vora þó sorg- lega fáir, lítið meira en hálft hús. En tU þess eru fárviðrin að gleyma þeim í listinni. Sigurður Þór Guðjónsson Landbúnaðarráðuneytiö: Hvernig fjöðrín varð að hænsnahópi Blaðinu hafa borist eftirfarandi „Athugasemdir landbúnaðarráðu- neytisins við grein Gunnars Smára Egilssonar frá 1. febrúar sl. um stuðning við loðdýrarækt“: Það þekkja flestir söguna af því hvemig íjöðurvarð að heilu hænsna- búi eftir að sagan hafði gengið manna meðal nokkra stund. Eitthvað svipað virðist hafa gerst í meðferð ritstjóm- ar DV á samþykkt ríkisstjómarinnar um stuðning við loðdýrarækt. í grein, sem Gunnar Smári Egils- son ritaði í DV 1. febrúar sl., segir í fyrirsögn að ríkisstjómin æfii sér að styrkja loðdýraræktina um rúman hálfan mUljarð og að sá styrkur nemi fjórföldum árstekjum greinarinnar. Það sem ríkisstjórnin samþykkti var hins vegar 55 Mkr. styrkur til að lækka fóðurverð og að greiðslu 20 Mkr. búháttabreytingastyrks veröi flýtt um eitt ár. Aðrar samþykktir lúta annað tveggja að lánveitingu eða skuldbreytingu og er rétt að útskýra það nánar. 1. Framleiðnisjóði er falið að taka 60 Mkr. lán sem síðan verði endur- lánað bændum til fjárhagslegrar endurskipiUagningar en það er eitt af hlutverkum sjóðsins skv. lögum. Stefnt er að því að þetta flármagn nýtist sem best í samn- ingum við lánardrottna þannig að reksturinn verði tryggður tU lengri tíma. Byggðastofnun hefur m.a. í sínum tiUögum bent á að það verði að endurskipuleggja fjárhag loðdýrabúa til að endur- skipulagning í fóöurstöðvum skUi tUætluðum árangri. Hér er því hægt að draga 60 Mkr. frá þeim hálfa mUljarði sem DV talar um sem styrk. 2. Lagt er til að StofnlánadeUd fresti afborgunum hjá þeim bændum sem þess þurfa vegna fjárhags- legrar endurskipulagningar. Sem betur fer stendur hluti loðdýra- bænda það vel að þeir munu vart sækja um þessa frestun. Rétt er þó að undirstrika að hér er um að ræða frestun afborgana en ekki niðurfellingu þeirra. Hér má því draga 216 Mkr. frá. 3. DV segir að Framleiðnisjóður muni fresta greiðslu afborgana af 200 Mkr. láni í Seðlabankanum og telur það styrk tU loðdýraræktar án þess að útskýra það nokkuð nánar. Hér er um mjög alvarlega vUlu að ræða enda er hún ekki í neinu samhengi við annað sem fram kemur í greininni. Hið rétta er aö sjóðurinn hefur sótt um frestun á 40 Mkr. afborgun af 80 Mkr. láni sem tekið var í fyrra og munu 20 Mkr. af því fjármagni fara tU að flýta greiðslu búhátta- breytingastyrks sem annars hefði greiðst á næsta ári. Hér má því draga 180 Mkr. frá þeim styrk sem DV boðaði í fyrirsögninni. 4. Þegar þetta er dregið saman kemur í ljós að DV hefur ofáætlað styrkinn um litlar 456 Mkr. Það má öllum ljóst vera að DV er ekki á sama máU um ágæti loödýra- ræktar fyrir íslenskt þjóðarbú og ríkisstjórnin. Hins vegar verður ávallt aö gæta að þeim meðulum sem notuð eru við það aö vinna skoðunum sínum fylgi. Ákveðinn mismun má skýra með eðUlegum misskUningi en þegar 75 Mkr. verða að rúmum hálfum milljarði er það hæpin skýring. Hér á fjöðr- in og hænsnahópurinn betur við. 5. Þegar fyrirgreiðslan er borin saman við tekjur greinarinnar er rétt að taka fram að enn sem kom- ið er segja útflutningstekjur ekki nema hluta sögunnar, sérstaklega ekki þegar farið er tvö ár aftur í tímann. Alveg frá byijun og fram að síðustu áramótum hefur mjög stór hluti framleiðslunnar verið seldur til lífs eða settur á, á eigin búi. Því eru útflutningstekjur mun minni en heUdartekjur og allur gæða- og verðsamanburður við aðrar þjóðir mjög varasamur á meðan ásetningur er mikill því að sjálfsögðu eru bestu dýrin sett á en þau lakari felduð. Nær væri að segja að munurinn væri ótrú- lega lítiU því aðrar þjóðir hafa mun betri tækifæri tU að ná sér í kynbótadýr. Aðkeyptum dýrum fylgja þó oft sjúkdómar sem við höfum að mestu verið laus við og nú eigum við trúlega heilbrigðasta minkastofn í heimi. Þar geta í næstu framtíð legið mikil verð- mæti sem vert er að hafa í huga. Nú er áætlað að útflutningstekjur á árinu 1989 vegna framleiðslu loðskinna árið 1988 verði um 350 Mkr. en ekki 140 Mkr. eins og sagt er í grein DV. Það skal tekið fram að þaö er ekki ætlunin að hefja ritdeUur við rit- stjórn DV um ágæti loðdýraræktar eða landbúnaöarstefnunnar al- mennt. Hins vegar skal á það bent að skrif, sem ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum, bitna fyrst og fremst á hópi bænda sem með dugn- aði og þori tók þátt í þeirri stefnu stjórnvalda að stuðla að nýsköpun í íslenskum landbúnaði og hefur lagt hornsteininn að nýjum búháttum í sveitum. Sveinbjörn Eyjólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.