Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989.
Utlönd
Kassettu-
tæki bönn-
uð í flug-
vélum?
Alþjóöaflugmálastofnunin skýröi
frá því í gær að hún íhugaði að banna
kassettutæki um borð í flugvélum til
að hindra að þau verði notuð til að
fela sprengjur í eins og gerðist þegar
þota Pan American flugfélagsins
fórst yfir Skotlandi. Einnig er í at-
hugun að banna önnur tæki, eins og
til dæmis ferðatölvur.
Breska lögreglan deihr nú á nýjan
leik við vestur-þýsk yflrvöld um hvar
sprengjan sem grandaði bandarísku
þotunni hafi komið um borð. Bretar
telja liklegt að sprengjan hafi verið í
farangri sem kom um borð í Frank-
furt. V-Þjóðverjar segja hins vegar
að engar sannanir séu fyrir því.
Reuter
Starfsmenn Rauða krossins reyndu
að fjarlægja særða af götunum í
austurhluta Beirút í gær.
Símamynd Reuter
Vopnahlé
Líbanski herinn og kristnir þjóð-
varðliðar hafa komist að samkomu-
lagi um vopnahlé svo hægt verði að
hefja viðræður sem bundið gætu
enda á bardagana um yfirráðin yflr
svæðum kristinna í Líbanon.
Að minnsta kosti fimmtíu og sex
manns hafa verið drepnir og hundr-
að og þrjátíu særst í bardögum milli
þessara aðila í vikunni. Að sögn
diplómata hefur yfirmaður hersins
krafist þess að þjóðvarðliðarnir
hverfi frá Beirút og hætti skatt-
heimtu. Kvaðst hann ekki ræða við
þá fyrr en gengið hefði verið að kröf-
um hans. Þess er jafnvel vænst að
bardagar brjótist út á ný ef ekki verð-
ur komið til móts við hann.
Reuter
að
samþykkja
Samstöðu
Leiðtogar Póllands hafa samþykkt
að endurvekja Samstöðu sem alls-
herjar verkalýðssamtök ef þau sam-
þykkja að styðja fyrirhugaðar póhtí-
skar og efnahagslegar umbætur í
landinu.
Stjórnvöld hafa sagt að þau vilji að
Samstaða láti stuðningsmenn sína
taka þátt í þingkosningum á þessu
ári. Einnig vilja stjórnvöld gera sam-
komulag við samtökin um að þau
efni ekki til verkfalla á meðan á
sparnaðaraðgerðum stendur.
Reuter
SMÁAUGLÝSINGAR
Þvorholti 11
s: 27022
ig
Á HLJÓMTÆKJUM
OG SJÓNVARPSTÆKJUM
MEÐAN BIRGÐIR ENDASl
Fermingargjafirnar borgar sig að kaupa
strax. Greiðslukjör eins og þau gerast best.
- -ny.yfc
Toshíba System 12, með hátölurum, 2x20 sinus
vött, 5 banda tónjafnari. Verð áður kr. 42.100,
nú kr. 29.900
Toshiba SL 3047 samstæða með hátölurum.
Verð áður kr. 29.930,
nú kr. 23.650
Radionette RN 783 með hátölurum.
Verð áður kr. 18.150,
nú kr. 15.500
Tatung 20" sjónvarpstæki. Verð áður kr. 39.900,
nú kr. 31.500
Toshiba RT 7026. Verð áður kr. 11.900
nú kr. 9.900
Nú eru síðustu forvöð að gera
góð kaup. Þetta eraðeins brot
aftilboði ársins, líttu inn,
tækin seljast f/jótt.
Opiðlaugatdaga Ejnar Farestveit &Co.hf.
Kl. 1 U“ I O. BORGARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - N/EO BÍLASTÆOI
Tatung 21" með flöt
um skjá, fjarstillt.
Verð áður kr. 62.900,
nú kr. 56.600