Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989.
Stjómmál
Grundvallarágreiningur
er enn í vaxtamálunum
Steingrimur Hermannsson og Jón Sigurðsson - Sínum augum litur hver á silfrið.
Mikill ágreiningur er enn sem fyrr
í ríkisstjórninni um vaxtamálin. En
fyrst og fremst skulum viö skoöa,
hvort moðsuða ríkisstjórnarinnar í
vaxtamálunum hefur þau áhrif, sem
að var stefnt. Þessi málamiðlun í
stjóminni náði fram að ganga eftir
mikiar þrengingar. Ríkisstjórnin
lýsti markmiðum sínum í vaxtamál-
um. En líklegast er, að þau gangi
ekki fram.
Ríkisstjórnin ætlar að keyra niður
nafnvexti. Hún ætlar að koma raun-
vöxtum niður, það er vöxtum um-
fram verðbólgustig. En þrátt fyrir
ætlun ríkisstjórinnar stefnir í, að
bankarnir muni hafa vexti vel yfir
verðbólgustigi. Sem sé, raunvextir
verði áfram jákvæðir. Til þess að
þetta breyttist þyrfti eftirspurn eftir
íjármagni að breytast í landinu.
Genginu er haldið vitlausu, of háu.
Útflutningur og samkeppnisiðnaður
berjast því i bökkum. Þessar greinar
skortir tilfinnanlega lánsfé. Vissu-
lega gæti ríkisstjómin nú látið Seðla-
bankann setja óraunhæft þak á vexti.
En bankarnir hafa ýmiss konar að-
ferðir til að halda raunvöxtum uppi,
þeim vöxtum sem fyrirtækin greiða
í reynd. Bankarnir geta fært meira
af lánum en áður yfir í skammtíma-
lán og því í raun fengiö hærri vexti
en ella. Bankarnir geta dregið úr
heimildum til yfirdráttar og því feng-
ið hærri vexti. Stefna ríkisstjórnar-
innar í þessum efnum stendur veik-
um grunni. Bankarnir hafa ýmsar
tekjuleiðir. Þeir geta fært víxla í 30
daga víxla og tekið meira en ella.
Raunvextir þurfa ekki að lækka,
hvað sem rikisstjórnin segir. Þeir
munu í reynd fara eftir verðbólgu-
stiginu. Þegar verðbólga eykst, fara
vextirnir upp í kjölfar verðbólgunn-
ar.
Þá er ekki séð, að lífeyrissjóðirnir
gleypi við stefnu stjórnarinnar um
lækkun vaxta. Með lækkun vaxta á
ríkisskuldabréfum kunna þau ein-
faldlega að veröa óseljanleg. Ríkis-
stjómin færist mikið í fang að ætla
að keyra niður vexti. En um það at-
riöi er ekki samkomulag í ríkis-
stjóminni. Aðeins var komist niður
á fmmvörp, sem einn hagfræðingur
sagði viö DV í gær, að væru hvorki
fugl né fiskur. Hagfræðingurinn
kvaðst ekki sjá fram á, að raunvextir
lækkuðu. Það yrði ekki, fyrr en stoð-
ir yrðu settar undir atvinnuvegina
með réttri gengisskráningu. Þótt nú-
verandi stjórn hafi tilburði til að taka
upp austantjaldsstefnu með því að
Sjónarhomið
Haukur Helgason
keyra vexti niður með handafli er
hvorki samstaða um það í stjóm-
inni, né eru frumvörp stjórnarinnar
nógu afgerandi, til þess að svo verði.
Deiltum kenningar
Stjórnmálamenn deila ákaft um,
hvaða kenningar eigi við hérlendis
um vaxtamál. Hví skyldu viður-
kenndar kenningar ekki eiga við
hér?
Alþýðubandalagsmenn segja, að í
fjármálum ríki hér fákeppnismark-
aður, það er að fáir séu sölumenn
fjármagns. Það þýði, að vextir hækki
hratt, þegar verðbólga gengur yfir.
En vextir fari seint niður.
Það sé goðsögn, að frelsi geti verið
á íjármagnsmarkaðinum hérlendis.
Því þurfi ríkið að koma til og koma
vöxtunum niður.
Þessa kenningu alþýðubandalags-
manna hafa framsóknarmenn marg-
ir hverjir samþykkt, einkum Stein-
grímur Hermannsson forsætisráð-
herra.
Steingrímur hefur jafvel talað um,
að raunvextir gætu orðiö neikvæðir.
Alþýðuflokksmenn hafa aðeins
samþykkt þetta að hluta. Þeir hafa
fallist á, að markaðurinn sé tak-
markaður. En þeir hafa einungis tek-
ið þátt í síðustu moðsuðu ríkisstjóm-
arinnar með semingi.
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
sagði í blaðagrein í gær, að þótt ríkis-
stórnin telji nauðsynlegt að skerpa
nú heimildir til íhlutunar í vaxta-
ákvarðanir sé alls ekki þar með sagt,
að stjómvöld muni binda vaxtaá-
kvarðanir takmörkunum, þar til
fjármagnsmarkaðurinn hafi verið
opnaður. Jón Sigurðsson ræðir þar
meðal annars um, að erlent fjármagn
komi mun meira inn hérlendis. Þar
stendur hnifurinn í kúnni. Munur
stjómarliða er sá, að til dæmis al-
þýðubandalagsmenn telja handafls-
aðferðina um vextina gefmn hlut -
búið og gert. En alþýðuflokksmenn
telja, að viðskiptaráðherra sinn hafi
fengið heimild, sem hann muni fara
með að vild. Þetta getur orðið mikið
ágreiningsefni í stjórninni.
Þótt sumir haldi fram, að hérlendis
eigi ekki við almennar kenningar um
vexti, em jafmargir, sem segja, að
þessar kenningar eigi við.
Við verðum að fallast á, að framboð
og eftirspurn eftir fjármagni eigi að
ráða vöxtunum.
Með þeim hætti leitar fjármagniö
helst til hinna arðbærari hluta, sem
gagnast þjóðarbúinu.
Skilyrði þess er, að gæðingadýrkun
ríkisbanka ráði ekki ferðinni. Bank-
ar verði að standa eða falla með
ákvörðunum sínum. Verði svo,
munu hin arðbærari verkefni fá það
fé, sem þau þarfnast.
Þessi kenning ætti að gilda á ís-
landi sem annars staðar.
-Haukur Helgason.
Ferðakostnaður hjá ríkinu
Spá minni viðskiptahalla
í nýrri þjóðhagsspá fyrir áriö en áður eða um 5,8 prósent.
1989 spáir Þjóðhagsstofnun aö við- Þjóöhagsstofnun spáir nú að
skiptahallinn á árinu verði 9,6 þjóöartekjur muni dragast saman
milljarðar. í bráöabirgöaspá í byrj- um 2,5 prósent og landsframleiðsl-
unjanúargeröistofnuninhinsveg- an verði um 1,7 prósent minni en
ar ráö fyrir um 14 miHjarða halla í fyrra.
á viðskiptum við útiönd. Samkvæmt spá þjóöahagsstofn-
Ástæðan fyrir þessum umskipt- unar mun kaupmáttur rýrna um 6
um er að nú spáir Þjóðhagsstofnun til 7 prósent frá fyrra ári. Kaup-
örlítið minni samdrætti í útflutn- máttur ráðstöfunartekna rýrnar
ingstekjum eða um 1 prósent og að síðan ívið meira vegna hækkunar
innflutningur dragist meira saman á beinum sköttum. -gse
Ríkið og ríkisstofhanir:
Einn milljarður í
risnu og ferðir
Risnu- og ferðakostnaður ríkisins á
árinu 1987 var um 750 milljónir
króna eöa um 1 milljarður á verð-
gildi dagsins í dag. Þetta er því svipuð
upphæð og áætlað er að verja í söfn,
hstir og aðra menningarstarfsemi
samkvæmt fjárlögum þessa árs.
Aðalskrifstofa utanríkisráðuneyt-
isins hafði mestan risnukostnað allra
stofnana ríkisins eða um 15 milljónir
á núvirði. Á eftir fylgdu aðalskrif-
stofa menntamálaráðuneytisins, að-
alskrifstofa fjármálaráðuneytsins,
Háskóli íslands, Alþingi og síðan
aðalskrifstofur forsætis-, sjávarút-
vegs og heilbrigðisráöuneytanna.
Aðalskrifstofa utanríkisráðuneyt-
insins greiddi hka mest í feröakostn-
að erlendis en sendiráðin eru talin
með henni varöandi ferðakostnað-
inn. Starfsmenn Ríkisspítala fengu
greiddan svipaðan ferðakostnað og
utanríkisþjónustan eða um 45 mihj-
ónir á núvirði. Þær stofnanir, sem
höfðu mestan ferðakostnað á eftir
þessum, voru Háskóhnn, Alþingi,
Flugmálastjórn, aðalskrifstofa
menntamálaráðuneytsins, Orku-
stofnun, Vegagerð ríkisins, Iðn- brigðisráðuneytisins.
tæknistofnun og aðalskrifstofa heil- -gSe
DV JRJ