Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989. 41 Kaupmenn eru á einu máli um að snjómokstursskófiur og sköfiur hafi selst í mjög miklu magni að undan- fórnu. Á sumum stöðima er afiitlu að taka og úrval nánast ekkert því mest allt hefur selst. Þómunu vör- ur vera væntanlegar. Á nokkrum stöðum voru til steypuskóflur og segja menn aö slík verkfæri dugi best þegar snjór er frosinn. DV kannaði úrval og verð á snjómokst- ursverkfærum í nokkrmn verslun- um. Hjá Byggt og búið í Kringlumii var sagt að jafnskjótt og skóflur kæmu í verslunina „hyrfu þær eins og dögg fyrir sólu“. Þar var aðeins hægt að fá eina tegund af snjó- skóflu með kúptu blaði - hún er ætluð fyrir harðan snjó og kostar um 1.500 krónur. Ástandið var svipað hjá Byko, þar sem aðeins var til ein tegund af álskóflum, svipuð steypuskótlum. og kostar hún 1.488 krónur. Von var á vörum af þessu tæi í þessar tvær verslan- ir. Sömu sögu var aö segja hjá versluninni Ziemsen. í byggingavöruversluninni Gos við Nethyl var mest til af snjóm- okstursverkfærum af þeim stöðum sem kannaðir voru. Þar er hægt að fá fjórar tegundir af snjóskóflum sem henta bæði fyrir bíla og heimil- i. Til voru tvær tegundir af álskófl- um með stuttu skafti og kosta þær báðar 1.280 kr. Álskóflur með löngu skafti kosta 1.400 og 1.485 krónur. Steypuskóflur kosta 1.180 krónur og ísskafa 1.300 kr. Einnig er hægt að fá stóran snjó-strákúst fyrir 470 krónur. Hjá Húsasraiðjunni voru til í Húsasmiðjunni var aöeins til ein tegund af snjóskóflum úr álí á 1.200 kr., sköfur á 1.200 og 1.400 krónur og snjókústur á 800 krónur. tvenns konar sköfur. Önnur er sterkleg og kostar 1.400 krónur, hin er viöaminni og kostar 1.200 kr. Aðeins var til ein tegund af snjó- skóflum og kostar hún 1.200 krón- ur. í versluninni voru uppseldar hentugar álskóflur sem kostuðu 1.000 krónur og voru þær væntan- legar. I Ellingsen voru til sterkar snjó- skóflur úr áli á 1.543 kr. Einnig voru til bílskóflur með stuttu skafti á 1.344 kr. Strákústar eru þarna á útsölu og kosta þeir 398 kr. með skafti. Á flestum sölustöðum þessara verkfæra var ráölagt að nota ekki venjulegar álskóflur þar sem fros- inn snjór er. í þannig tilfellum er heppiiegra að nota steypuskóflu eða íssköfu. -ÓTT ar er lítiö ettlr af slíkum vörum. Þessl mynd ©r tekin f versluninni Gos. Þar eru til stuttar álskóflur á um 1.200 krónur, stórar álskóflur á um 1,400 krónur, isskafa á 1.300 krónur, stór snjókústur ó 470 krónur og steypuskófla (fyrir froslnn snjó) á 1.160 krónur. DV-myndir KAE LífsstQl < r\>, v‘V'.A y.V . Í"\.< 'y HpH „Hvar er bíllinn minn?“ Þeir sem finna ekki bilinn sinn geta athugað málið í Holtaporti við Miklagarð eða hringt til lögreglunnar. DV-myndir KAE Bíllinn er horíinn! - var honiim stolið? Að undanfömu hafa margir bif- reiðaeigendur uppgötvað að bílar þeirra hafa horfið af þeim stöðum þar sem þeim var lagt. „Lagði ég honum ekki örugglega þarna?“ spyrja menn. Mörgum dettur fyrst í hug að bíl þeirra hafi verið stolið. Eftir að hafa gengið úr skugga um að bíllinn sé örugglega ekki á svæð- inu er oftast hringt til lögreglunnar - bjargvættar bíleigenda. „Já, lögreglan, góðan dag.“ - Góðan dag, getur þú nokkuð sagt mér hvort þið hafið einhveijar upp- lýsingar um bílinn minn sem er horf- inn, hann stóð við... Svarið er oftast á þá leið að lögregl- unni hafi borist beiðni frá SVR, Reykjavíkurborg vegna snjóruðn- ings eða eigendum bílastæða sem finnst að sér hafi verið misboðið. í tilfeflum sem þessum hefur lög- regluembættið samband við einka- aðila sem annast brottflutning bíl- anna hveiju sinni. Þessiþjónustufyr- irtæki færa bílana í eigin geymslu- port og þangað er fólki bent á að vitja þeirra. Þegar eigendur koma svo dauðfegnir til að fá bílinn sinn aftur eru þeir krafðir um greiðslu - fyrir þjónustuna. Og þá hleypur sumum kapp í kinn. Fólk hefur gengið berserksgang Steinar Gunnsteinsson, verkstjóri hjá Vöku, sagði í samtah við DV að yfirleitt væri lítið um „stapp“ þegar verið væri að leysa bíla út. „Þetta getur þó verið nokkuð skrautlegt. Það hefur gerst að menn hafi gengið berserksgang og rutt um húsgögn- um. En haíi lögregla ákveðið að mis- tök hafi ekki átt sér stað verður að borga,“ sagði Steinar. „Mér finnst hafa verið meira um brottflutning bíla að undanförnu en verið hefur á síðustu árum. Þetta hefur stafað af ófærðinni og vanda- málum vegna snjóruðnings. Svo hafa bílar verið að bila hér og þar vegna slæms ástands - þá er bara lagt ein- hvers staðar við vegkantinn. Þegar færðin er svona slæm önnum við ekki öðrum tilfellum - við náum ekki að fjarlægja númerslausa bíla og þess háttar. „Allt vitlaust að gera“ Hjá Einari Finnssyni fengust þær upplýsingar að á þeim bæ „hefði ver- ið vitlaust að gera að undanförnu, sérstaklega þegar mest snjóar“. Ein- ar sagði að mikið hefði verið beðið um aðstoð frá umferðardeild vegna þess að bílar væru fyrir snjóruðn- ingstækjum. „í þannig tilfellum fær- um við bíla á nærliggjandi bílastæöi og borgar þá lögreglustjóraembættiö flutninginn. En séu bílar fyrir og þeirra ekki vitjað þegar veðrið geng- ur niður eru þeir færðir í Holtaport við Miklagarð," sagði Einar. „Að öðru leyti er mikið um tilfefli þar sem eigendur bílastæða óska eft- ir brottflutningi bíla af eign sinni. Eru þá viðkomandi t.d. -búnir að halda stæði sínu snjófríu og gremst þegar einhver annar er kominn í stæðið." Einar segir að þegar brott- flutnings sé óskað verði viðkomandi að fylla út beiðni sem staðfest er af lögreglunni - þá fyrst má flytja bíl í burtu. „Við erum búin að starfa við þetta í á sjötta ár. Langalgengustu tilfellin eru þegar bílar eru færðir í burtu til að opna leið fyrir snjóruðningstæk." sagði Einar. -ÓTT Algengustu ástæður þess að beðið er um að bilar séu fjarlægðir eru vegna snjóruðnings, þeir eru fyrir strætó eða þeir eru á einkalóð í óþökk eigenda. Hvað þarf að borga mikið? I Holtaport við Miklagarð eru þflar fluttir vegna stöðubrota og óska gatnamálayfirvalda og lög- reglu þess efnis. Það minnsta sem menn komast af með að borga er 2.300 krónur. í þeirri upphæð felst 1.500 króna flutningsgjald (að degi til) og 800 króna afhendingargjald. Sé bíllinn tekinn að nóttu til kostar flutningsgjald 2.300 kr. Við þetta getur svo bæst 500 króna sekt lög- reglunnar. Þegar bíllinn hefur ver- ið geymdur í meira en sólarhring bætist við 400 króna geyinslukostn- aður á dag. Svæðið við Holtaport er vaktað. Þess má geta að uppboð eru haldin vegna bifreiða sem bún- ar eru að standa í meira en mánað- artíma í portinu. Fer ágóði upp í geymslukostnað. -OTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.