Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989. 11 Hætta við kaup á norskum laxi Björg Eva Eriendsdóttir, DV, Ostó: Samningur milll Norömanna og Svía um sölu á norsknm laxi hefur runnið út í sandinn. Viðbrögö Svía eru mótmæli gegn norskum sel- veiöum og norska fyrirtækið tapar 14 til 15 milljónum norskra króna. í>etta er íyrsta beina tapið í pening- um sem Norðmenn verða fyrir vegna selamálsins en varla þaö síð- asta. í Tromsö héldu selveiðimenn, Ahugi Karis Gustafs Svíakonungs á veiðum og útiveru er vei þekkt- ur. Ummæli hans nú um seiveiðar Norðmanna hafa vakið gífuriega hneykslan í Noregi. gagnrýninnar og töldu sannleiks- gildi myndar Odds Lindbergs held- ur lítiLð. Ráöuneytisstjóri norska sjávarútvegsins telur ekki ráðlegt að hefla upplýsingaherferö um sel- veiðarnar. „Slíkt myndi trulega hafa Öfug áhrif og aðeins gefa sel- og hvalfriðunarsamtökum aukinn byr undir báða vængi og meiripén- inga í kassann,“ segir ráðuneytis- stjórinn. „Viöbrögðin gegn selveið- um byggjast á tilfinningasemi og firringu stórborgarfólks sem ekki þekkir náttúruna. Skynsamleg rök eiga ekki upp á pallborðið," segir hann. Hingað til hafa norsk yfir- völd heldur ekki viljað tala af sér í selamálinu. Ráðherrar og stór- þingsmenn þegja þunnu hljóði og bíða eftir því að storminn lægi. En Svíarnir þegja ekki. í gær- kvöldi mótmælti einnig landbún- aðarráðherra Svíþjóðar seladráp- inu og stöðug mótmæli berast ffá Sviþjóð. Síðustu daga hefur þó sænski kóngurinn verið aðalper- sónan. Hann þegir ekki én hefði að flestra dómi átt að þegja í þetta sinn. Norskir stjómmálaflokkar frá vinstri til hægri sameinast í þög- uili hneykslan á hegðun Karls Gústafs Svíakóngs sem þykir með þessu móti hafa brotið hlutleysi og blandað sér í pólitík ná- grannaþjóðar með ósæmilegum hætti. Svíar sjálfir eru heldur ekki af ummælum kóngsins. Sumum finnst nú of langt gengið og eitt helsta dagblað Svia varar köldu stríöi milli Svíþjóðar og Noregs. En kóngurinn, sem sjálfur er á- kafur jveiðimaöur, stendur fast á sínu. í fyrrasumar lenti sá hinn sami kóngur í leiðindamáli og var ákæröur vegna þess að hann sigldi lystisnekkju sinni á miklum hraöa gegnum selavöðu í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm. Þessi saga var auövitað riijuð upp núna og norsku blöðin voru yfirfull af skop- myndum og skítkasti gegn sænska kónginum. . Heilög reiði á Vesturlöndum Vestræn ríki fordæmdu í gær íran vegna áskorunar Khomeinis erki- klerks um að breski rithöfundurinn Salman Rushdie verði drepinn. Útvarpið í Teheran skýrði hins vegar frá því í gær að verðlaun fyrir útlending, sem drepur höfimd Söngva Satans, hefðu verið hækkuð upp í tvö hundruð milljónir íslenskra króna og að bankareikningur hefði verið stofnaður til að gefa fólki kost á að gefa frjáls framlög til að stækka verðlaunapottinn. írani, sem nær að drepa Rushdie, fær þrjú hundruð milljónir. í Vatíkaninu sagði Salman Ghaff- ari, sendiherra írans, að hann væri tilbúinn til að framkvæma verknað- inn. „Ég er múhameðstrúarmaður og sem slíkir eru allir múhameðstrúar- menn skyldugir til að framfylgja dóminum," sagði hann í viðtali við trúarlegt tímarit á Ítalíu. Khomeini hefur skipað múhameðs- trúarmönnum að drepa Rushdie á þeim forsendum að bók hans sé guð- last gegn múhameðstrú. Talsmenn Bandaríkjanna sögðu í gær að þau væru hneyksluð á hótun- um írana og vöruðu við því að þær gætu einungis skaðað líkurnar á bættu samkomulagi Bandaríkjanna og írans. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í Hollandi í gær að Bandaríkin væru andvíg hryðjuverkum í öllum myndum, sérstaklega hryðjuverkum sem ein- stök ríki stæðu á bak við. Bretar vöruðu írana í gær við því að eðlileg samskipti milh ríkjanna væru óhugsandi á meðan íranska ríkisstjórnin virti ekki alþjóðlegar hegðunarreglur. Evrópuþingið í Strasburg fór fram á harðar refsiaögerðir gagnvart írön- um og valdbeitingu til að draga menn til ábyrgðar ef Rushdie eða útgefend- um hans verður sýnt banatilræði. Hans van der Broek, utanríkisráð- herra Hollands, aflýsti fyrirhugaðri heimsókn sinni til írans síðar á þessu ári og sagði að það væri vegna ger- samlega óþolandi hvatninga um al- þjóðleg hryðjuverk. Útgefendur, sem hafa tryggt sér útgáfurétt á verki Rushdie, eru beggja blands í sambandi við áætlan- ir sínar um útgáfu bókarinnar. Finnskir og ítalskir útgefendur segj- ast munu halda áfram eins og ekkert hafi ískorist. Franskir, spánskir og vestur-þýskir útgefendur ætla að bíða og sjá til. Stjórnmálafræðingar segja að hóf- 'söm öfl í íran, sem hafa vUjað vinna að betra sambandi við Vesturlönd, hafi orðið fyrir áfalli. Þá er einnig talið að íranir hafi ekki fyrirfram gert sér grein fyrir því hve gífurlega athygli og reiði drápstal þeirra myndi vekja. Ríki múhameðstrúarmanna hafa ekki tekið undir með íran um að Rushdie sé réttdræpur. Kuwait- menn, sem eru í forsæti í ráðstefnu- samtökum múhameðstrúarríkja, hafa visað frá kröfu írans um að haldinn verði neyðarfundur um Rushdie-málið. Lögreglan í Bombay á Indlandi lýsti í morgun yfir neyðarástandi eft- ir að hótun barst um að breskar flug- vélar og indverskir góðborgarar yrðu fyrir sprengjutilræðum þar til Rushdie kæmi úr felum. Reuter Sher Azam, varaformaður Þjóðarráðs múhameðstrúarmanna í Bretlandi og írlandi, sagði eftir ákall Khomeinis erkiklerks um drápið á Rushdie að öll mótmæli gegn Söngvum Satans yrðu að vera í samræmi við landslög. Símamynd Reuter Mótmæla vegna komu Georges Bush Helstu samtök andófsmanna í Suð- ur-Kóreu tilkynntu í morgun að þau myndu efna til mótmæla gegn Bandaríkjunum í Seoul og öðrum borgum fyrir heimsókn Bush Banda- ríkjaforseta til landsins þann 27. febrúar næstkomandi. Andófsmenn mótmæla heimsókninni á þeim for- sendum að hún styrki stöðu Roh Tae-Woo, forseta Suður-Kóreu. Mótmælin eiga að hefjast með íjöldagöngu á morgun í Seoul. Mót- mælendur ráðgera einnig að standa við bandaríska sendiráðið á meðan heimsóknBushvarir. Reuter Stöðugur vörður er við menningar- miðstöð Bandarikjanna í Kwangju í Suður-Kóreu. Simamynd Reuter Urval Tímarit fyrir alla Quentovic er fundinn - en hvað var Quentovic? Á árunum upp úr 700 var hún helsta verslunarborg þess markaðsbandalags sem þá var í Evrópu. Listin að gefa Þetta er aðeins sýnishom af því sem er að lesa í Urvali núna. Askriftarsíminn er Náðu þér í hefti strax á næsta blaðsölustað. pam uzz - því fleiri hugmyndir sem maður gefur öðrum, því meira skiljum við eftir okkur, þegar öllu er á botninn hvolft. Kókaínkóngurinn - SAGA AF ILLMENNI. - Þetta er saga af harðsvíruðum glæpamanni sem' hafði Hitler að fyrirmynd og stefndi að því að koma vestrænni menningu á kné með því að eitra fyrir henni - í bókstaflegri merkingu. Hve lengi tekur sjórinn við - Strendumar eru að fara á kaf - í sorpi og úrgangi. Við verðum að gera eitthvað í málinu. Rithöndin afhjúpar okkur - rithöndin okkar er lykillinn að persónuleikanum. Skilningur á henni getur létt okkur lífið, bæði sem einstaklingum og í samfélagi við aðra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.