Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989. Útlönd Stjómendur stórfyrirtækja í Bandaríkjunum: Allt sem þarf til aö komast á topp- inn í stórfyrirtækjum í Bandaríkjun- um er ævilangt strit, viiji til að fórna fjölskyldulífi fyrir starfiö og margra ára áætlanagerð, segir einn af þekkt- ustu „hausaveiðurum" Bandaríkj- anna, Lester Korn. Hausaveiðarar eru þeir nefndir sem hafa það að at- vinnu að krækja í starfsmenn fyrir- tækja og fá þá til að starfa fyrir önn- ur fyrirtæki. Stjórnmálaskoðanir og upp- runi skipta máli Það hjálpar einnig að vera hvítur, karlmaður, mótmælendatrúar, repú- blikani og að hafa meistaragráðu í viðskiptafræði, MBA, með reynslu í markaðsfræðum. Korn, sem er forstjóri stærstu ráðningarskrifstofu veraldar fyrir fólk í viðskiptalífinu, Kom/Ferry Int- ernational, hefur skrifað bók, „The Success Profile", sem á íslensku gæti þýtt „Uppskrift að velgengni". Bókin er eins konar kennslubók í því að komast á toppinn. Markaðsdeildin hjálpar Korn byggir á rannsókn fyrirtækis síns á þrettán hundmð stjórnendum í stórfyrirtækjum og mjög nákvæmri könnun á tuttugu og fjórum stjórn- endum sem hann vann náið með er hann vann að lýsingu sinni á mönn- um sem hafa komist mjög langt. Myndin, sem hann dregur upp af stórfyrirtækjum í Bandaríkjunum, sýnir að þar eru sterkastir menn, sem rétt eru komnir á sextugsaldur, með reynslu úr markaðsdeildum. Þetta er þó að breytast hægt og ró- lega og konur og karlar með annan bakgrunn em að kveða sér hljóðs, sérstaklega fólk með alþjóðlega reynslu. I rannsókninni kom í ljós að meðal- stjómandinn er fimmtíu og eins árs að aldri. Árslaun hans eru um tólf milljónir íslenskra króna. Líf hans snýst um starfið. Þrotlaus vinna Hann hefur skipulagt leið sína á toppinn. Eftir að hann lauk MBA gráðunni sinni vann hann langan vinnutíma í vanþakklátu starfi en var kominn með fimm milljón króna árslaun við þrjátíu og fimm ára ald- ur. Skiigreining hans á velgengni er „vinnugleði“ og hann þakkar þrot- lausri vinnu velgengni sína. Langur vinnutími er lykilatriði. í rannsókninni kom í ljós að stjóm- endur stórfyrirtækja í Bandaríkjun- um verja fimmtíu og sex klukku- stundum á viku á skrifstofunni og fjörutíu og níu dögum á ári í ferðalög fyrir fyrirtækið. „Ef þú helgar þig ekki starfmu þá gætir þú komist í þriggja og hálfrar til fimm milljón króna árslaun en þú kemst aldrei á toppinn," segir Kom. Bæði hjónin vinna úti Þótt vaxandi fjöldi af fjölskyldum, þar sem bæði hjón hyggja á starfs- frama, sé nú að komast í topphópinn og að þriðjungur toppstjómenda í fyrirtækjum sé giftur konum sem vinna úti er ekkert sem bendir til þess að stjómendur, sem njóta vel- gengni, taki fjölskylduna fram yfir starfið. „Fjöldi vinnustunda, sem fólk vinnur til að ná árangri, mun ekki minnka,“ segir Kom. „Fjölskyldur, þar sem bæði hjón hyggja á starfs- frama, verða aðeins að vanda sig betur við að skipuleggja tíma sinn og ákveða hver á að gera hvaö hve- nær.“ að þvælast fyrir. Korn segist ekki vera sammála þessari skoðun og segir að hún sé öfgakennd. „Málið er að ef þú hefur ekki stuðning fjölskyldu þinnar þá munt þú einfaldlega ekki ná ár- angri,“ segir hann. Þarf að finna réttu leiðina Kom segir að besta leiðin til frama í fyrirtækjum sé í gegnum almenn stjórnunarstörf á þvi sviði fyrirtæk- isins sem skilar mestum peningum, sem er venjulega markaðsdeildin eða söludeildin eða þá deild sem hefur mesta vaxtarmöguleika. Vísbending- ar um það hvaða deildir eru vænleg- ar til árangurs er hægt að finna með því að taka eftir því hverjar fá hæstu fjárhagsáætlanirnar og eru oftast ræddar á fundum forstjóranna. Þegar menn eru búnir að finna hröðustu leiðina veltur velgengnin á því hvernig menn nýta hæfileika sína og einnig skiptir miklu máli að stunda mikil og góð „persónuleg al- mannatengsl". „Besta leiðin til að komast að því hvort aðferðin, sem notuð er, virkar er að spyrja „Hvernig gengur mér?“ á árlegum fundi þar sem störf manns eru metin," segir Korn. „Árlegi matsfundurinn er senni- lega afkastaminnsta klukkustund sem stjórnendur og starfsfólk eyða saman,“ segir Korn. „Stjórnendur vilja ekki segja starfsfólki slæmu fréttirnar og starfsfólkið vill ekki heyra hvernig það hefur raunveru- lega staðið sig. Starfsfólk á öllum þrepum metorðastigans ætti hins vegar aö vilja vita um það hvernig það hefur staðið sig.“ Sjálfsgagnrýnin hörðust Stjórnendur, sem njóta velgengni, eru mun harðari í gagnrýninni á sjálfa sig en yfirmenn þeirra og þeir meta störf sín sjálfir mun harkalegar en yfirmenn þeirra, segir Korn. Þeir sem sitja og bíða eftir að fá „símtahð stóra“ frá fyrirtæki sem leitar að starfsfólki fyrir annað fyrir- tæki munu væntanlega verða fyrir vonbrigðum. Það símtal kemur aldr- ei. Korn segir að starfsmenn ráðn- ingarfyrirtækja noti óbeinni leiðir til að nálgast menn þegar þeir eru að reyna að fá þá í eitthvert starf. Óbeinar leiðir hausaveiðara „Hann mun segja: „Ég heiti þetta og vinn fyrir ákveðið ráðningarfyrir- tæki. Veist þú um einhvern sem kynni að hafa áhuga á starfi sem er svona?“ Þegar upp er staðið hefur hann lýst þér,“ segir Korn. Ef menn svara, „Þetta hljómar mjög svipað og jnitt starf," er best að setja sig í stellingar, að sögn Korns. Hausaveiðarinn hefur þegar rennt út færinu sínu. „Hausaveiðar- inn hefur raunverulega áhuga á þér. Hann hefur gert heimaverkefnið sitt og veit allt sem hægt er að vita um þig.“ Betra að vera hjá sama fyrir- tæki Korn bendir hins vegar mönnum, sem vilja komast langt í starfi, á að vera áfram hjá fyrirtækjum sínum og reyna að finna ný verkefni innan þeirra. „Flakk milli starfa skaðar,“ segir Korn. „Það kann að hljóma furðulega þegar forstjóri stærsta hausaveið- arafyrirtælds heims segir þetta, en ég vil að fólk skilji aö bestu færin á starfsframa eru venjulega innan þess fyrirtækis sem það starfar hjá.“ Reuter Kom segir að samkvæmt könnun- inni séu 94 prósent karla í háum stöð- um hjá fyrirtækjum giftir en aðeins 46 prósent kvenna úr hópi þrjú- hundruð stjórnenda. Erfiðustu fórnirnar vegna fjöl- skyldunnar Karlmenn í toppstöðum þurfa að horfast í augu við erfið vandamál þegar vinnan og fjölskyldan takast á um þá. „Erfiðustu fómimar, sem toppstjómendur þurfa að færa, em á sviði fiölskyldulífsins,“ segir Kom. Fjölskyldur stjómenda þurfa líka að færa fómir. Kom nefnir sem dæmi ungan son Daryl Hartley- Leonards, forstjóra Hyatt hótelkeðj- unnar, sem fer á fætur klukkan 5.45 á hveijum morgni til að geta varið fimmtán til tuttugu mínútum með foður sínum. Kom vitnar einnig í bók sinni í Wallace Rasmussen, fyrrnm for- stjóra Beatrice Foods, sem svaraði því til, þegar hann var spurður um það hvernig ætti að bregðast við fiöl- skyldu sem ekki þyldi sjö daga vinnuviku forsjórans, að það ætti að losa sig við fiölskylduna ef hún væri Til að klifra upp metorðastigann í stórfyrirtækjum í Bandaríkjunum þurfa menn að vera tilbúnir til að fórna öllu fyrir starfsframann. Myndin er af höfuðstöðvum General Motors í New York. Sem dæmi um þau völd og áhrif, sem stjórnendur þess fyrirtækis hafa, má nefna að velta fyrirtækisins er margföld á við fjárlög íslenska ríkisins. Laun æðstu manna eru líka margföld á við ráðherralaun á íslandi en á móti kemur að hjá General Motors eru gerðar kröfur til æðstu manna. Þrotlaus vinna og öllu fórnað fyrir starfsframann - borgar sig að vera hvítur, karlkyns, repúblikani

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.