Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989.
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla. áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Viðleitni hjá Ólafi
Sjö milljarða króna halli á ríkissjóði er ekkert smá-
ræði. ískyggilegast er þó að þessi geigvænlegi halli virt-
ist koma flatt upp á ráðamenn. Fráfarandi Qármálaráð-
herra reyndi að gefa skýringar á orsökunum þegar hann
var tekinn á beinið á Stöð tvö nú fyrr í vikunni. Þær
skýringar eru gildar svo langt sem þær ná, einkum þau
meginrök hans að fjármálum ríkisins verði ekki stjóm-
að meðan útgjöldin era að meginhluta til sjálfvirk og
lögbundin. í raun og veru var Jón Baldvin að fullyrða
að enginn fjármálaráðherra og engin ríkisstjórn hefur
það á valdi sínu að stjórna ríkisfjármálunum miðað við
þær takmarkanir sem lögin og kerfið setja framkvæmd-
arvaldinu. Niðurstaðan er engu að síður sú að þær yfir-
lýsingar og góðu fyrirheit, sem allir fj ármálaráðherrar
sefja sér í upphafi, eru máttlaus og vonlaus og draga
úr trúverðugheitum stjórnmálamanna þegar útkoman
verður eins og raun ber vitni. Sama hveijar skýringarn-
ar eru: Sama hvar sökin hggur.
Ólafur Ragnar Grímsson hefur tekið við hármála-
ráðuneytinu og hefur uppi sömu viðleitni og fyrirrenn-
arar hans. Ólafur tekur stórt upp í sig en hans vanda-
mál í pólitíkinni felast einmitt í stóryrðum og khsju-
kenndum yfirlýsingum. Hann stendur greinilega í þeirri
trú að hann verði stærri við að tylla sér á tá. Ólafur á
að gæta sín á yfirlætinu því hann þarf ekki á því að
halda. Hann er bæði greindur og duglegur og ýmis til-
þrif hans í ráðherraembættinu benda til að hann hafi
góðan og einlægan vilja til að hreinsa til í kerfinu. Hann
á að láta verkin tala en ekki falla í þá gryfiu að boða
sigur en bíða ósigur. Glíman við ríkisbáknið vinnst ekki
með digurbarka.
Nú í vikunni hélt fjármálaráðherra fund með for-
stöðumönnum ríkisstofnana í þeim tilgangi að fylgja
eftir sparnaði í ríkisrekstrinum. Stefnt er að fiögurra
prósenta niðurskurði á launaútgjöldum ríkisins. Ríkis-
stofnunum eru gefin ákveðin fyrirmæli í þessum til-
gangi en til athugunar eru jafnframt ýmsar leiðir til
umbunar fyrir þá sem spjara sig og spara meir en þess-
um ijórum prósentum nemur. Ráðuneytið ætlar að
halda uppi eftirhti og aðhaldi með mánaðarlegum fund-
um með viðkomandi stofnunum og fleira í þeim dúr.
Þetta þykja ef til vih sjálfsagðar ráðstafanir, en sann-
leikurinn er samt sá að tilraunir af þessu tagi hafa oft-
ast misheppnast vegna þess að úthaldið hefur skort.
Kerfið hefúr séð um sig. Á síðasta ári bættust eitt þús-
und stöðughdi við í opinbera geiranum og sú fjölgun
er ámóta og mörg undanfarin ár.
Aðgerðir Ólafs Ragnars varðandi launaútgjöld og ut-
anlandsferðir ríkisstarfsmanna breyta ekki fjárhags-
stöðu ríkissjóðs úr haha í hagnað. Ólafur er bundinn
af lögum og sjálfvirkni eins og Jón Baldvin hefur bent
á og niðurskurður í opinbera geiranum krefst algerrar
uppstokkunar á hlutverki ríkisins ef árangur á að nást.
En margt smátt gerir eitt stórt og vissulega skiptir það
máh að fjármálaráðherra og forstöðumenn ríkisstofn-
ana gangi á undan með það fordæmi og þann ásetning
að draga saman í mannahaldi og launagreiðslum. Ríkinu
er ekki vorkunn frekar en öðrum.
Viðleitni Ólafs Ragnars er virðingarverð. Það er rétt
sem ráðherrann segir að ríkið getur ekki endalaust sótt
fjármuni í vasa skattborgaranna. Jafnvel ríkisrekstur-
inn hefur sín takmörk. Hvort Ólafi tekst það sem öðrum
hefur ekki tekist verður reynslan að skera úr um. En
hann vhl vel. Ehert B. Schram
Mikill kjötútflutningur er frá Namibíu til Suður-Afriku og fleiri Afríkuríkja. - Frá búgarði í Namibíu.
Makríll og
apartheid
Heimspólitíkin teygir víöa anga
sína og kemur róti á hug manna á
hinum ólíklegustu stöðum. Þannig
er nú fátt um kveðjur milh Græn-
lendinga og Færeyinga og Græn-
lendingar hóta Færeyingum efna-
hagslegum refsiaðgerðum út af
heimspólitísku stórmáli, Namibíu.
í stuttu máh vilja Færeyingar fylla
upp í eyðu í vertíðinni með því að
veiöa makríl og fleiri tegundir við
strönd Namibíu og fá til þess til-
skiidar veiðiheimildir hjá sfjórn-
völdum þar, en þau stjómvöld eru
Suður-Afríka.
Grænlendingar segja að Samein-
uðu þjóðirnar hafi samþykkt við-
skiptabann allra aðildarríkja sam-
takanna á Suður-Afríku og þetta
hafi Danir, sem fara með utanríkis-
mál beggja, samþykkt fyrir þeirra
hönd. Nú séu Færeyingar að svíkja
ht og skipta við menn sem sýni
blökkumönnum ranglæti, í blóra
við vilja þjóða heims. Því muni
Grænlendingar refsa Færeyingum
með því að banna þeim að veiða
loðnu og annað innan sinnar 200
mílna lögsögu ef þeir fari að standa
í samningum um veiðirétt við
strendur Namibíu.
Veiðar við strönd Namibíu verði
Færeyingum því dýrkeyptar. Þess-
um hótunum fylgir mikill tilfrnn-
ingahiti en Danir eru í klemmu.
Þetta er eitt dæmi þess hvað komið
getur upp á þegar hagsmunir og
tilfinningar rekast á. - Grænlend-
ingar hafa líklega meiri samkennd
með íbúum Namibíu en Færeying-
ar.
Namibía
Suðvestur-Afríka, sem nú heitir
Namibía, hefur veriö undir stjóm
Suður-Afríku síðan 1915. Þaö ár,
sem var annað ár fyrri heimsstyrj-
aldarinnar, hertóku Suður-Afríku-
menn sem bandamenn Breta þýsku
nýlenduna Suðvestur-Afríku og
fengu síðar umboö Þjóðabanda-
lagsins sáluga th að stjóma henni.
Þegar Sameinuðu þjóðirnar vom
stofnaðar framlengdu þær umboð-
ið en höfnuðu kröfu Suður-Afríku
um að innhma þetta landsvæði.
Síðan var umboðið afturkahað, eft-
ir að Suöur-Afríkumenn innleiddu
apartheidlög sín í Namibíu 1969.
En það er ekki fyrr en nú á síðustu
mánuöum að Suður-Afríkumenn
hafa samþykkt að veita Namibíu
sjálfstæði á næstu árum og var
samiö um það mál í tengslum við
friðarsamninga í Angóla.
Stríðin í Angóla og Namibíu hafa
verið mjög samtvinnuð undanfarin
ár, enda býr sami þjóðflokkur, Ov-
imbundu, báðum megin landa-
mæranna. Sunnar búa frændur
þeirra, Ovambo, og sá þjóðflokkur
er uppistaðan í sjálfstæðishreyf-
ingunni SWAPO sem herjað hefur
í Namibíu síðan 1977.
Þeir friðarsamningar, sem gerðir
hafa verið, eru ekki enn frágengnir
en Namibía á þó að fá sjálfstæði,
að minnsta kosti að nafninu til, á
KjaUarinn
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
næstunni, enda þótt efnahagslífið
sé svo nátengt Suður-Afríku að
sjálfstæðiö mun ekki ná ýkja langt.
Landið er gríðarstórt, meira en
átta sinnum stærra en ísland, en
íbúar aðeins rúmlega mihjón.
Landkostir eru rýrir, tveir þriðju
hlutar þessa svæðis eru óbyggheg-
ar eyðimerkur og hrjóstur. Strand-
lengjan er sæbrött og hafnlaus að
kalla aö undanteknum Walvisflóa
sem er eina hafskipahöfnin á
strönd Afríku sunnanverðrar, allt
frá Benguela í Angóla til Höföa-
borgar í Suður-Afríku, en í Bengu-
elastraumnum úti fyrir eru mjög
auðug fiskimið sem Færeyingar
hafa áhuga á, ásamt fleirum.
Það gæti því virst sem eftir litlu
væri að slægjast fyrir Suður-Afríku
aö stjórna Namibíu en það er öðru
nær, auðæfi í jörðu gera Namibíu
eftirsóknarverða. Þar er að fmna
demanta, kopar, gull, kóbolt, úran-
íum, wolfram og fosfat og þetta er
allt lítið nýtt enn sem komið er.
Aö auki eiga Suður-Afríkumenn
meginhlutann af því haglendi sem
er í Namibíu og rækta þar stórar
nautgripahjarðir og flytja út kjöt
til Suöur-Afríku og fleiri Afríku-
ríkja. Auk Ovambomanna og fleiri
smærri ættflokka, búa búskmenn
og hottintottar í óbyggöum Namib-
íu. Hvítir menn eru fáir og búa
flestir í höfuðborginni Windhoek.
Hernaður
Swapo-hreyfingin hefur herjað í
Namibíu í rúman áratug og fengið
til þess stuðning frá mörgum ríkj-
um, bæði innan Afríku og utan.
Hernaðurinn hefur verið hefð-
bundinn frelsisstríðshemaður sem
er aðallega í því fólginn að hrekja
kotbændur á vergang til þess að
þeir sjái þá eina lausn sinna mála
að ganga í hð með skæruliðum.
Swapo hefur haft þann hátt á að
brenna uppskeru þeirra bænda
sem ekki vilja ganga í lið með þeim
og drepa kvikfé þeirra og meö því
lagt noröurhluta Namibíu að miklu
leyti í auðn, en hefur lítið orðið
ágengt gagnvart hvítu landeigend-
imum í suðri.
Þetta eru hefðbundnar skæru-
höaaöferðir, þær sömu og UNITA
notar í Angóla og RENAMO í
Mósambík. Atök við stjórnarher-
inn eru fátíð og verða þá helst ef
annar aðilinn leiðir hinn í fyrirsát
og í þeim átökum hefur stjómar-
herinn venjulega betur. Örsjaldan
komast skæruhðar í tæri við verð-
ugt skotmark, svo sem raforkuver
eða járnbrautarbrú, en aðalaðferð-
in er að ala á upplausn með því að
hrekja bændur á vonarvöl og drepa
þá sem ekki vhja ganga í hð með
þeim. Vegna þessa eru vinsældir
skæruliða meðal almennings mjög
orðum auknar og háfleygt tal um
frelsi og sjálfstæði heyrist mest í
útlöndum.
Apartheidstefnan í Namibíu hef-
ur ekki náð aö verða mikið hitamál
innanlands, enda er byggðin svo
dreifð og hvítir menn svo fáir að
henni verður ekki við komið nema
þá helst í höfuðborginni Windhoek,
en hún er mikið hitamál á Græn-
landi, eins og Færeyingar fá nú að
kenna á. Hvítir menn í Namibíu
samþykktu reyndar árið 1977 að
Namibía fengi sjálfstæöi og blökku-
menn full póhtísk réttindi en Suð-
ur-Afríkustjórn ógilti þá atkvæða-
greiðslu.
Refsiaðgerðir
Það kann að virðast langsótt að
Grænlendingar fari að beita Fær-
eyinga lögregluaðgerðum vegna
þess eins að þeir vhja tala við yfir-
völd í Namibíu um makrílveiðar.
En í raun og veru eru Grænlend-
ingar þama með sterkan málstað.
Sameinuðu þjóðirnar vhja þetta og
styðja SWAPO. Þetta ætti að vekja
okkur íslendinga til umhugsunar
um þaö sem viö gætum átt von á,
að vísu ekki frá Grænlendingum,
ef okkur tekst að einangra okkpr
svo á alþjóðavettvangi aö nafn Is-
lands eitt verði nóg th að vekja
neikvæðar tilfinningar með ann-
arra þjóða fólki. Hvalveiðar eru að
verða svipað skammarorð og
apartheid og á því verður aö verða
breyting áður en ímynd íslands
skaðast varanlega.
Gunnar Eyþórsson
„Hvalveiðar eru að verða svipað
skammarorð og apartheid og á því
verður að verða breyting áður en
ímynd Islands skaðast varanlega.“