Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989.'
3
DV
Höskuldur Jónsson, forsljóri ÁTVR, um innkaupsverð á innlendum bjór:
Fréttir
Innlendir framleiðendur eiga
að geta teygt sig býsna langt
„Það er metnaðarmál fyrir okkur
að selja innlendan bjór en það þýðir
ekki að við kaupum hann á hvaða
verði sem er. Það hefur engum dottið
í hug að innlendir bjórframleiðendur
hafi sjálfdæmi varðandi það verð
sem þeir ætla að selja sína fram-
leiðslu á. Þeir standa ekki svo illa
gagnvart erlendum bjór. Strax við
innflutning á erlendri vöru eru lögð
75 prósent á kostnaðarverðiö til bóta
fyrir íslenska framleiðendur. Þar er
jöfnunargjald 3 prósent og verðauki
72 prósent. Ef innlendir framleiðend-
ur geta ekki lifað við það verða þeir
að fara að gera upp við sig hvort
þeir ætli að deyja,“ sagði Höskuldur
Jónsson, forstjóri ÁTVR, við DV.
Undanfarið hafa átt sér stað við-
ræður milli ÁTVR og innlendu fram-
leiðendanna um innkaupsverð inn-
lends bjórs til áfengisverslunarinn-
ar. Hefur htið miðað í samkomulags-
átt en enginn aðilanna mun vera sér-
lega eftirgefanlegur. Innkaupsverð á
þeim erlenda bjór, sem verður seldur
í áfengisverslununum er í kringum
13 krónur, en það verð, sem innlend-
ir framleiðendur munu bjóða, hggur
um og yfir 20 krónum. Innlendir
framleiöendur kalla verð erlendu
framleiðendanna undirboðsverð eða
„dumping“ verð. Telja þeir eigið verð
raunverulegt og eðlilegt og í sam-
ræmi við innkaupsverð í Skandinav-
íu. Upphaflegar hugmyndir um bjór-
verð gengur út á að innkaupsverð á
innlendum og erlendum bjór verði
sambærilegt þó erlendi bjórinn verði
um 25 prósent dýrari í sölu.
Staðgreiða milljón lítra
„Hvað er eðlilegt og ekki eðlilegt?
Forstjóri. Sanitas:
Tökumekki þátt
„Það stendur allt í járnum í við-
ræðum okkar við Á.T.V.R. Höskuld-
ur Jónsson vih ekki hlusta á okkar
verðtilboð og vill fá okkur nær undir-
boðsverði erlendu framleiðendanna.
Hvaö vakir fyrir mönnum að pína
íslenskan iðnað niður? Ráðamenn
tjáðu okkur alltaf að við fengjum
eðlilegt verð fyrir bjórinn. Það verð-
tilboð, sem við höfum skilað inn, get-
ur ekki talist annað en eðlhegt. Við
höfum nefnt að sama verð gildi fyrir
áfengisverslunina og hefur gilt fyrir
fríhöfnina. Verðtilboð okkar er svip-
að og heildsöluverð framleiðenda í
nágrannalöndum okkar eins og Sví-
þjóð. Sá erlendi bjór, sem hefur verið
vahnn til sölu hér á landi, komst inn
með undirboðum. Við tökum ekki
þátt í slíkum undirboðum," sagði
Ragnar Birgisson, forstjóri Sanitas, í
viðtali við DV.
„Álagning Á.T.V.R. er feikileg og
því spurning hver sé að okra á hverj-
um. Það er ekkert óeðlilegt við okkar
tilboð. Gosdós er í dag seld á um 20
krónur í heildsölu og bjór er alltaf
dýrari en gos. Það er viðurkennt um
allan heim. Það eru ekki neytendur
sem njóta góðs af því ef innkaups-
verðið er pínt niður. Á.T.V.R. hirðir
þennan mismun. Einokunarfyrir-
tæki eins og áfengisverslunin þurfa
ekki að glíma við sömu lögmál og
við. Við gefum okkur ekki fet og höf-
um mörg rök með okkur. Mikil lækk-
un á verðtilboði okkar þýddi dauða-
dóm fyrir okkur.“
Ragnar sagði að íslensk fyrirtæki
væru ung í bjórframleiðslu og væru
að keppa við stórfyrirtæki sem hefðu
aldagamlar hefðir við framleiðsluna
og heíðu þróað sína vöru. Innlendir
framleiöendur þyrftu svigrúm að
þróa sína framleiöslu. „Hvað með
íslenskan iðnað?“ _hlh
Áfengisverslunin kaupir eina milljón
lítra á einu bretti og staðgreiðir vör-
una, auk þess sem tryggt er að við
munum ekki fara á hausinn í nán-
ustu framtíð. Við hjá áfengisverslun-
inni teljum að framleiðendur geti því
teygt sig býsna langt hvað innkaups-
verð varðar. Innlendir framleiðend-
ur veita allavega stórum kaupendum
hérlendis magnafslátt. En það má
ekki gleyma í þessu máh að þetta eru
viðskipti og menn vilja fá sem mest
fyrir sinn snúð.“
- Innlendir framleiðendur kalla
verðtilboð erlendra framleiðenda,
sem fengu inni, undirboð.
„Menn mega ekki gleyma að fyrir-
tæki, sem framleiða allt að 60 milljón
hektólítra, 60 mihjón tonn, á ári geta
boðið ýmislegt sem framleiðendur
einnar mihjónar htra geta ekki. Ef
við tökum Budweiser sem dæmi þá
kaupir herinn í Keflavík þann bjór á
sama verði og við. Þeirra verð þekk-
ist því í veröldinni."
ÁTVR og innlendir framleiðendur
eiga með sér fleiri fundi á næstunni
þar sem reynt verður að komast að
samkomulagi fyrir 1. mars.
-hlh
V.
minnl
belgir
Nú kynnum við nýja Magnamín
belgi sem eru minni en áður
en innihalda sömu bætiefni.
Nýju belgirnir hafa þann kost að það er
mjög auðvelt að kyngja þeim og þar við
bætist að fleiri belgir eru í hverju glasi.
Magnamín, íslensku bætiefnabelgirnir, eru
sérstaklega saman settir með þarfir íslend-
inga í huga. í þeim er að finna flest þau
bætiefni sem nauðsynleg eru til að halda
heilsu í nútímaþjóðfélagi.
Magnamín inniheldur 24 nauðsynleg víta-
mín og steinefni sem íslendingar á öllum
aldri þarfnast.
Betri kaup! Hvert glas inniheldur nú 100
belgi í stað 70.
Lýsi hf. Grandavegi42, Reykjavik.