Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989.
'7
Páll Karlsson og Bjarni Þórðarson sem fengu ekki að fara á þingpalla.
Þingverðir vjldu leita í pokanum og eins undir leppnum sem Páll er með
fyrir hægra auganu. DV-mynd KAE
Páll Karlsson og Bjami Þóröarson:
Við fengum ekki að
fara á þingpalla
Páll Karlsson og Bjarni Þórðarson
eru ekki sáttir við að vera meinað
að hlusta á umræður þingmanna.
„Við ætluöum að fara á þingpalla
til að hlusta á þá menn sem við kus-
um - og eins þá sem við kusum ekki.
Okkur var meinað að vera inni í Al-
þingishúsinu. í síðustu viku var ég
að hlusta á fund hjá efri deild. Eftir
að fundi var shtið kallaðí ég til þing-
mannanna. Þeir brostu að athuga-
semdum mínum. Þá kom þar þing-
vörður sem sagði mér áð þetta mætti
ég ekki gera. Eg sagði honum að ég
hefði ekki gert mér grein fyrir því
og baðst afsökunar. Þegar við kom-
um á mánudaginn vildu þingverðim-
ir ekki hleypa okkur á pallana. Þeir
vildu í fyrstu fá að leita í poka sem
ég var með. Þar var lítið að finna -
annað en óhrein nærfót - og það
sagði ég þeim. Þeir höfðu grunsemd-
ir um fleira en pokann. Páll, félagi
minn, er með lepp fyrir hægra auga.
Þingverðimir vildu fá að kíkja undir
leppinn. Ég spurði þá hvort þeir
héldu að Palh væri með M-16 orustu-
þotu undir leppnum," sagði Bjarni
Þórðarson.
„Ég meiddist á auga sem krakki
og á gamlárskvöld varð ég fyrir frek-
ari meiðslum. Ég geng til læknis og
þarf að fá sprautur vikulega. Það
má með engu móti koma birta að
auganu. Þegar ég sagði þingvörðun-
um frá þessu - þá vildu þeir-fá lækn-
isvottorð því th sönnunar,“ ságði
Páll Karlsson.
„Ég hafði af þessu lúmskt gaman.
Ég spurði einn þingvarðanna hvaö
hann hefði gert hefðum við verið með
hækjur. Þrátt fyrir að við sjáum
spaugilega hluti við þetta emm við
ósáttir við þessar móttökur. Ef þeir
vildu meina mér aðgang vegna þess
að ég ávarpaði þingmenn í síðustu
viku - þá er hart að meina Palla að-
gang fyrir það eitt að vera með lepp
fyrir auga,“ sagði Bjami Þórðarson.
-sme
Margrét Guönadóttir, forstðöumaöur:
Sigur yfir eyðni-
veirunni aðeins
tímaspursmál
„Ég held að það líði ekki langur hvetjir sýklar sem þau ynnu ekki á.
timi þar til koma á markaðinn lyf „Ég vil taka það skýrt fram að
sem mun sigrast á eyöniveirunni hér er ég að tala ura einstaklinga
og lengja og gera bærilegt líf þeirra sem þegar hafa sýkst af eyðnivei-
sem sýkst hafa. Ég tel raunar að runni. Og ég er að tala um lyf sem
það sé aðeins tímaspursmál hve- muni halda niðri útbreiðslu vei-
nær slíkt lyf kemur á markaðinn. runnar frá einni frumu til annarar.
Ég minni á lyfið AZT en l>að hefur Það myndi gera sjúkhngum kleift
haft hhöarverkanir, sumir sjúkl- aðlifagóðulífi. Þessilyfkomaalls
ingar þola það hla. Nú eru að koma ekki í staöinn fyrir sóttvarnir eða
önnur lyf sem meiri vonir eru forvarnir gegn eyðnl Ég held að
bundnar við. Þau verka á innri bólusetning gegn eyðni veröi ekki
efnaskipti á veirunni og hún getur á dagskrá í bih. Ég veit þó að verið
ekki fiölgað sér í návist þeirra," erað vinnaaðþvíaðframleiðaefni
sagðiMargrétGuðnadóttirprófess- sem má reyna í ónæmisaðgerðir.
or, forstöðumaður Rannsóknastofu En þar erum við kornin inn á annað
Háskólans í meina&æði, í samtah svið. Ég er þess fullviss að það er
við DV. miklu lengri og erfiðari leiö fram
Margrét sagði að unnið væri á undan í bóluefni sem kemur í veg
fullu á fjölmörgum stöðum í heim- fyrir sjúkdóminn. Ég tel það íjar-
inum að finna réttu lyfin sem allir lægan draum ef hann er þá nokk-
eyönisjúkhngar þola. Hún sagði að ur," sagði Margrét Guðnadóttir.
það yröi þó eins með þessi lyf og -S.dór
önnur sýldalyf, að ahtaf yrðu ehi-
Beðið eftir svari ráðuneytis
Samband almennra lífeyrissjóða
hefur enn ekki ákveðið að stefna rík-
inu vegna breytinga á grunni lán-
skjaravísitölunnar. Ástæðan er sú
að viðskiptaráðuneytið hefur enn
ekki svarað beiðni stjórnar sam-
bandsins um afrit af því lögfræðilega
áliti sem lá til grundvahar breyting-
unm.
Stjóm sambandsins óskaði eftir
álitinu á fundi með ráðuneytismönn-
um fyrir tæpum hálfum mánuði. Hjá
viðskiptaráðuneytinu fengust þær
upplýsingar að svars við beiðni líf-
eyrissjóðanna væri að vænta innan
tíðar. -gse
Fréttir
Stórir og smáir fuglar berjast nú við vetur konung:
Grágæsir á tjörninni
eru háðar manninum
- skorsteinar meö lokuöum sótlúgum eru dauöagildrur
Það er alltaf vinsælt að fara niður að tjörn og gefa fuglunum brauð. I vetr-
arkuidum eru manneskjurnar sérlega velkomnar og er þá oft handagangur
í öskjunni. Af þeim fuglum er dvelja í görðum og á tjörninni i Reykjavík
eru aðeins grágæsirnar aiveg háðar manninum. Eru þær þvi titt svangar
og því aðgangsharðar við gjöfina eins og myndin ber með sér.
DV-mynd GVA
„Þessir litlu fuglar hefðu það nú
af þó að maðurinn gaukaði ekki ein-
hverju að þeim. Þessar tegundir
væru löngu útdauðar ef þær ættu
aht sitt undir manninum. Margar
fuglategundimar hafa verið lengur á
landinu en mannskepnan og lifað
margan harðan veturinn af. En það
er engu að síður mjög fahega hugsað
og gerir tilveru greyjanna mun auð-
veldari ef fólk man eftir þeim og kast-
ar einhverju æthegu út til þeirra af
og til,“ sagði Ævar Petersen fugla-
fræðingur í samtali við DV.
Nú er vetur konungur virkilega
farinn að gera vart við sig með fann-
fergi og kulda. Eiga fuglarnir þá í vök
að veijast. Á það ekki síst við smá-
fuglana sem em að sniglast í görðum
í þéttbýh og þá fugla sem eiga at-
hvarf á tjörnum.
Grágæsirnar
háðar manninum
„Þeir hjá borginni gefa fuglunum á
tjörninni reglulega og sjá um að dæla
heitu vatni í tjömina svo vökina í
hominu leggi ekki. Þessir fuglar em
þó ekki alveg háðir manneskjunni.
Ef vökina leggur'fljúga fuglarnir út
í Skerjafjörö eða út á höfn í leit að
náttúrulegu fæði.’Þó eru grágæsim-
ar á tjörninni alveg háðar mann-
skepnunni. Það eru um 2-300 grá-
gæsir við tjörnina og eru þær oft
ansi aðgangsharðar þegar verið er
að gefa þar sem þær eru svangar.
Grágæsir eru farfuglar ef undan er
skilinn þessi hópur við tjörnina."
■ Ævar segir að þegar vont er veður
safnist smáfuglamir saman í bæjum.
Þetta séu mikið til fræætur sem sjást
oft við sinutoppa úti við sjó í leit að
fræjum. Þegar hlánar halda smáfugl-
amir strax út fyrir bæinn og inn th
bæjar aftur þegar kólnar. Af algeng-
um smáfuglum í görðum bæjanna
nefnir Ævar stara, snjótittlinga,
skógarþresti auk fjallafinka, shki-
toppa og loks auðnutittlinga sem
koma lítið í gjafir en snudda í birk-
inu. Síðan eru fleiri fuglar sem hafa
vetrardvöl hérlendis en halda sig
utan bæja.
„Þótt það hljómi undarlega eru
nokkrar tegundir sem koma hingað
á haustin til vetrardvalar. Þar má
nefna svartþresti og gráþresti sem
flýja í tiltölulega milt loftslag hér frá
hörðum vetmm Norður-Skandinav-
íu.“
Skorsteinar dauðagildrur
Ársæll Kr. Einarsson hefur verið
lögregluþjónn í Reykjavík í 46 ár og
hjálpað mörgum í sínu starfi. Hann
hafði samband við blaðið th að minna
á smáfuglana og um leið að benda á
dauðagildrur sem fólk virtist ekki
vita almennilega um.
„Ég er búinn að bjarga nokkrum
smáfuglum út úr miðstöðvarher-
berginu hjá mér. Þeir leita í yhnn
sem kemur frá skorsteinunum og
hrapa niður í þá. Ef sótlúgurnar við
rót skrosteinsins em ekki opnar
verða þessi litlu grey hungurmorða
þarna niðri. Það er hrygghegt til þess
að vita að fjöldi smáfugla verði hung-
urmorða inni í miðjum húsum,“
sagði Ársæll.
Ævar Petersen tók undir þessi orð
Ársæls og sagði fugla oft deyja í skor-
steinum þegar sótlúgumar eru hafð-
ar lokaöar.
-hlh
ÓDÝRT - Á H/IEÐAN BIRGÐIR ENDAST - ÓDÝRT
Frábært teppatilboð
á meðan birgðir endast
JLVölundur
Teppadeild
Hringbraut 120
Sími 28600
I dag og næstu daga á
meðan birgðir endast
bjóðum við nokkrar
gerðir af gólfteppum á
sérlega hagstæðu verði.
Dæmi: 4 metra breið
lykkjuteppi frá kr. 560
ferm.
Hér er um að ræða teppi
af mörgum gerðum,
bæði þykk og þunn, 2-4
m á breidd.
Ef þig vantar gólfteppi
þá sleppir þú ekki þessu
einstæða tækifæri.
Við bjóðum hagstæð
greiðslukjör.
JLVölundur
Teppadeild
Hringbraut 120
Sími 28600
Opið laugardaga
kl. 10-14
ÓDÝRT - Á MEÐAIM BIRGDIR ENDAST - ÓDÝRT