Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 4. MARS 1989. 3 Fréttír Bændur og eigendur hestanna sem fluttir voru að norðan: Flutmngimum var ábótavant „Það er greinilegt að meðferðin sem hrossin fengu var ekki nógu góð. Það hefur komið fram að það varð að aflífa eitt þeirra. Önnur eru meidd og fara ekki á þeim tíma sem ætlað var. Flutningunum var ábóta- vant og ekki hefur verið farið nógu gætilega. Að sjálfsögðu erum við óánægðir með þetta. Það fer einn bændanna til Reykjavíkur til að kynna sér þetta frekar," sagði Björn Runólfsson, bóndi á Hofsstöðum í Skagafirði. Bjöm átti sex hross á bílnum sem var með tuttugu hross á ferð til Reykjavíkur. Ferðin tók á þriðja sól- arhring. Eitt hrossa Björns meiddist á fæti og fer ekki til Svíðjóðar, en þangað hafa hrossin verið seld, á þeim tíma sem ætlað var. Bjöm sagðíst telja að rétt hefði ver- ið að fresta því-að flytja hrossin á milli landa. Þeim hefði ekki veitt af lengri tíma til að jafna sig eftir hið erfiðaferðalag. -sme Ríkisstjórnin hefur forgöngu um verðhækkanir „Þohnmæði launafólks eru tak- mörk sett og það er kominn tími til að ríkisstjóm íslands átti sig á því að heimilin í landinu sætta sig ekki lengur við gegndarlausar verðhækk- anir og tilhtsleysi í garð landsmann- a,“ segir í ályktun stjómar Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja. I ályktuninni segir að ríkisstjómin hafi nú riðið á vaðið VcU-ðandi verð- hækkanir með hækkun á taxta ýmissa ríkisstofnana. Það sé ekki til þess fallið að bæta andrúmsloftið fyr- ir komandi samninga við verkalýðs- félögin. -gse Fjáröflunar- útvarp fyrir sundfélagið Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesi: Verð frá kr. 1.743.000,-. Traustur og sterkbyggður dugnaðarforkur, sem sam- einar kosti sportieppa og fólksbíls. Frábær ferðabíll með allt að því ótakmörkuðu rými fyrir fólk og farangur, 4ra dyra með 2,3 I eða 2,6 I bensín- vél. Dagana 3.-5.mars standa Sundfélag Akraness og Skagablaðiö fyrir út- varpsrekstri til íjáröflunar fyrir sundfélagið. Útvarp Akranes mun senda út á FM-91.0 og hófst með ávarpi formanns sundfélagsins, Sturlaugs Sturlaugssonar, kl. 13 í gær. Útvarpinu lýkur kl. 17 þann fimmta. Það er ekki að efa að bæjarbúar og nágrannar munu hafa bæði gagn og gaman af þessu framtaki því dag- skráin er vönduð og mikið í hana lagt og hefur undirbúningur staðið í þó nokkurn tíma. Það era margir sem leggja hönd á plóginn til þess að útvarpið gangi vel. Ert þú í bílahuj Reyndu þá bíl frá General Motors og finndu muninn! II OM BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SIMI 687300 Ferðaskrífstofan Atlantik býður aðeins fyrsta flokk. Fyrsta flokks ferðir, fyrsta flokks gististaði, fyrsta flokks fararstjórn, fyrsta flokks frí. Þetta sannreyna viðskiptavinir Atlantik ár eftir ár; þess vegna fara þeir aftur og aftur - með Ferðaskrifstofunni Atlantik. Portoroz í Júgóslavíu öfn rósanna í heillandi umhverfi á strönd Adríahafsins á sér langa sögu lystisemda. Þangað sótti evrópski aðallinn til hvíldar og heilsubótar, þar hafa listamenn unnið mörg sín frægustu verk, þar blómstrar slavnesk menning í margbreytileika sem á fáa sína líka. í Höfn rósanna bjóðast möguleikar á margs konar dægradvöl og næturlífi. Sólríkar strendur og hafið heilla, veitingastaðir og útikaffi gleðja, söfn og listaverk auka á ánægjuna, næturklúbbar og spilavíti skemmta þeim sem aldrei sofa. Gististaðir Férðaskrifstofunnar Atlantik í Portoroz tryggja fyrsta flokks frí. Ferðir til Portoroz hefjast íjúní. Grand Hotel Palace við myndræna höfnina; vistarverur eins og alla dreymir um í fyrsta flokks fríi. Grand Hotel Metropol meistaraverk nútíma byggingalistar; veitingaþjónusta, stærsta spilavíti landsins, sundlaug og einkaströnd. Ijotel Bernardin á slóvensku ströndinni í nágrenni miðaldabæjarins Piran. Öndvegis hótel í skemmtilegu umhverfi. Mallorka perla Midjardarhafsins ndrúmsloftið - þetta hlýja og glaðværa andrúmsloft sem einkennir Mallorka umlykur gesti eyjarinnar strax við komuna. Og við tekur dvöl þar sem sólskin fjölbreyttar skemmtanir, einstök náttúrufegurð, gestrisni eyjaskeggja og ævaforn menning gera hvern dag ógleymanlegan. Mallorka býr yfir öllu því sem eirrkennir frábært frí: stórborgarstemming í Palma, friðsæl fjallaþorp, verslanir heimsþekktra fyrirtækja, veitingahús af öllum gerðum, listasöfn, siglingar og sjóskíði, kastalar og krókótt öngstræti. - Og sólin, óviðjafnanleg Miðjarðarhafssól. Mallorka er allt þetta og miklu meira. Mallorkaferðirnar hefjast 23. mars. Royal Cristina Royal Playa de Palma Royal Magaluf við Palmaströndina. Eitt alglæsi- við Palmaströndina. Fallegt og á Magalufströndinni. Stórgött legasta íbúðahótel eyjarinnar. sívinsælt íbúðahótel. íbúðahótel á líflegum stað. Royal Jardin del Mar, mjög gott íbúðahótel í Santa Ponsa þar sem öllum líður vel. Engin útsala. Aðeins fyrsti flokkur. Alltaf. í öllum ferðum. HALLVEIGARSTlG 1 SlMI 28388 OG 28580

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.