Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 4. MARS 1989. Sérstæð sakamál Hundurinn Duncan Scott var kvæntur versl- unarmaöur og tveggja barna faðir þegar hann komst í náin kynni við Bridget Murphy, unga skrifstofu- stúlku sem vann hjá sama fyrir- tæki. Af henni þáði hann hund sem hún vildi gefa honum og hundinn gaf hann konu sinni. Það átti hins vegar eftir að hafa afdrifaíkar af- leiðingar eins og fram kemur í þessari óvenjulegu frásögn. ,,En hvað hann er fallegur" sagði Elaine kona Duncans þegar hann færði henni hundinn. Hann hét Tommy. Hann sleikti á henni nefið og hún kyssti hann á dökkt trýnið. „Það var svo sannarlega hugul- samt af þér að gefa mér hann," sagði Elaine og kyssti mann sinn á kinnina. „Stundum er ég svo ein- mana þegar þú ert í London og börnin í skóla.“ Duncan, sem var þrjátíu og tveggja ára, hló ánægjulega. Það var greinilegt að konu hans féll vel við hundinn. Hann þyrfti því ekki að hafa frekari áhyggjur af honum. Duncan Scott hafði ekki sagt konu sinni sann- leikann um hundinn. Hann hafði ekki keypt Tommy hjá dýrasala. Hann hafði fengið hann að gjöf frá ástmey sinni, Bridget Murphy, nítj- án ára skrifstofustúlku hjá fyrir- tækinu sem hann vann hjá. Þegar hann kom seint heim á kvöldin og þóttist hafa verið að vinna yfir- vinnu hafði hann í raun verið með Bridget. Bridget hafði kysst hann þegar hún gaf honum Tommy og sagt að hann myndi minna hann á hana helgarnar löngu sem hann væri heima í Ockley, smábænum sem Scottshjónin bjuggu í Qörutíu kíló- metra sunnan við London. „Þá ert þú meö konunni þinni og ég sit hér einmana og afbrýðisöm," sagði hún. Hundurinn og rúmið Það kom þó fljótlega í ljós að Tommy hafði ekki áhuga á því að umgangast Duncan. Hann sniðg- ekk hann þvert á móti. Hann hænd- ist hins vegar mjög að Elaine, konu hans. Reyndar elti hann hana um allt og henni fór brátt að þykja mjög vænt um hann. Bömin skiptu Tommy hins vegar minna máli. Er Tommy hafði veriö á heimil- inu í hálfan mánuð lét hann greini- lega á sér skilja að hann hefði ekki lengur áhuga á þyí að sofa í körfu niöri í eldhúsi. Á hverju kvöldi vældi hann ámátlega þegar Elaine lagði hann í körfuna. Loks gat hún ekki hlustað lengur á væhð í honum og tók hann með sér upp í svefnherbergi. Þar setti hún körfuna hans á gólfið en vart hafði hún lagt Tommy í hana þegar hann stökk upp í rúmið til hennar. Milli hjónanna Frá þessu kvöldi varð Tommy ekki þokað úr rúminu og staöur- inn, sem hann valdi sér, var á milli hjónanna. Ekki leið á löngu þar til Duncan fór að hata hundinn. Þótt hann ætti ástmey í London hafði hann alltaf hlakkað til að koma heim til konu sinnar. Og hann elskaði hana enn eftir tíu ára hjónaband. Nú var hins vegar kom- inn varðhundur í rúmið og hann leyfði ekki að Duncan svo mikið sem snerti við konu sinni. Elaine Scott með hundinn undir handleggnum á krá i Ockley. Bridget Murphy. Kvöld eitt reyndi Duncan að gera það en þá fór svo að hundurinn beit hann í handlegginn. Duncan dró sig þá til baka en fannst verst að Elaine skyldi taka málstað hundsins. „Þú hlýtur að hafa meitt hann,“ sagði hún. Fullsaddur Tveimur mánuðum síðar var ástandið enn það sama og þá var Duncan búinn að fá nóg. Hann krafðist þess af Elaine að hún léti Tommy frá sér. Hann þyldi hund- inn ekki lengur. Duncan til mikill- ar undrunar tók Elaine aftur mál- stað Tommys og það á svo ótvíræð- an hátt að ekki varð um afstöðu hennar efast. „Ef Tommy á að fara fer ég líka,“ sagði hún reiðilega. Brátt voru þau hjónin farin aö rífast. Rifrildið endaði með því að Duncan lét ofan í ferðatösku, hót- aöi skilnaði og hélt af stað til Lon- don þar sem hann fékk inni á gisti- húsi. Daginn eftir tók hann svo litla íbúð á leigu. Um þetta leyti var Bridget í hálfs mánaðar sumarleyfi á Spáni. Vildi sættast Eftir um vikutíma sá Duncan eft- ir framkomu sinni við konu sína. Seint um kvöld ók han til Ockley. Þá var komið langt fram yfir miö- nætti. Hann opnaði varlega og læddist upp á efri hæðina þar sem svefnherbergiö var. Þegar hann opnaði dyrnar stóð Tommy fyrir innan og það leyndi sér ekki aö hann var ekki hrifinn af því að Duncan var kominn heim aftur. „Hver er þar?“ spurði Elaine í svefnrofanum og kveikti ljósið. Nú játaði Duncan syndir sínar fyrir Elaine. Hann sagði henni frá konunum sem verið höfðu ástmeyj- ar hans og bað hana um að taka sig aftur og losa sig við hundinn. En Elaine varö ekki þokað. „Þú ert búinn að halda fram hjá mér árum saman,“ sagði hún. „Tommy er hins vegar tryggðin holdi klædd. Hann verður hér hjá mér en þú ferð til London. Nú er það ég sem vil fá skilnað. Skilurðu það?“ Tommy gelti þegar Duncan gekk dapur í bragði út úr svefnherberginu. Daginn eftir sótti hann Bridget út á flugvöll og sagði henni það sem gerst hafði og bætti svo við: „Þaö er beinlínis óhugnanlegt að sjá hvernig þessi fjandans rakki er búinn aö leggja undir sig heimili mitt. Og nú er ekkert annað fram- undan en skilnaður við Elaine.“ Bridget kastaði sér upp um háls- inn á honum, kyssti hann og hló hvellum hlátri. Hún brosti út undir eyru og það leyndi sér ekki hve glöð og ánægð hún var. „Þetta er besti hundur í heimi,“ sagði hún svo. „Ég gæti kysst hann Duncan Scott. beint á trýnið." „Hvaö áttu við með því?“ spuröi Duncan. Bridget tók ekki eftir því hve þungur Duncan var á brúnina þegar hann lagði þessa spumingu fyrir hana. Hún gerði sér því ekki ljóst hvað hann var í raun að hugsa og svar- aði: „Þetta var einmitt það sem ég hafði í huga þegar ég gafþér hund- inn.“ Svo þagnaði hún í stutta stund en bætti svo við: „Það hefur þá farið eins og ég vonaöi.“ „Hvað áttu við meö þessu?“ spurði Duncan. Bridget sagði honum þá sögu sem var á sinn hátt forsaga þessa máls sem átti eftir aö hafa svo afdrifarík- ar afleiðingar fyrir hana og Dun- can. Tommy haíði áður verið í eigu frænku Bridget, Jane, sem gift hafði verið starfsmanni tryggingafélags. Er hundurinn hafði verið hjá henni um hríð hændist hann svo mjög að henni aö hann elti hana hvert sem hún fór. Svo hafði hann látið á sér skilja að hann vildi ekki sofa einn sér og því hafði hún tekiö hann með sér upp í svefnherbergi. Og þegar karfan hans var komin þang- að hafði hann stokkið upp í rúm til þeirra hjóna og þaðan hafði ekki verið hægt að þoka honum. Eiginmaður Jane, Ian, fór brátt aö leggja hatur á hundinn. Þar kom að þeim hjónum varð sundurorða hans vegna og í kjölfarið fylgdu rifr- ildi sem enduðu svo meö skilnaði. Nokkra síðar veiktist Jane og var lögö á sjúkrahús. „Þá keypti ég hundinn,“ sagði Bridget, „og svo gaf ég þér hann.“ Duncan varð nú skyndilega gripinn mik- illi reiði. Honum fannst hann hafa orðið að þola mikla niðurlægingu að kona hans skyldi hafa krafist skilnaðar. Þá saknaði hann hennar og barna þeirra tveggja. Brátt náðu svo sterkar tilfiningar tökum á honum að hann mátti vart mæla. Sumir heföu jafnvel talið að hann væri að fá taugaáfall. Hann þráði hefnd. Hann langaði til að hefna sín á stúlkunni sem hafði eyðilagt hjónaband hans og líf hans. „Litla, undirfórula drósin þín,“ hrópaði hann á Bridget. „Ég hef aldrei haft í hyggju að kvænast þér.“ Örlagastundin í lífi Bridget og Duncans rann nú upp. Vart hafði hann sleppt orðinu er hann þreif til hennar. Þau stóðu þá á gangstétt og strætisvagn kom eftir götunni. Duncan hratt henni fyrir hann og augnabliki síðar varð hún undir einu hjóhnu og var öll. Margt fólk var á gangstéttinni er þetta gerðist og vitni að atburðin- um því mörg. Lögreglan kom brátt á vettvang og Duncan var settur í varðhald. Mál Duncans Scotts var tekið fyr- ir í Old Bailey réttinum í London. Meðal þeirra sem þangað voru kvaddir til að skýra einstaka þætti þess var dr. Kenneth Jones, próf- essor og dýrasálfræðingur. Hann sagði meðal annars: „Þaö er ekki óþekkt að hundar hænist svo að fólki að það fái vart um frjálst höfuð strokið. Það skipt- ir í þessu sambandi engu hvort um er að ræða hund eða tík, persónan gem um er að ræða er alltaf kona. Hvers vegna svo er vitum við ekki enn þá.“ Verjandi Duncans Scott hélt því fram að skjólstæðingur hans hefði ekki verið með réttu ráði á þeirri stund sem hann framdi glæpinn. Kviðdómendur voru honum ekki sammála. Dómurinn féll í október 1985 og hljóðaði á tíu ára fangelsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.