Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 4. MARS 1989. 19 Kurteisi tungumálsins - eða af hveiju varð ellin að „ævikvöldi"? Tungan sjálf er lúmskur áhrifavaki í lífi okkar mannanna, eða á maður að segja þjóðfélagsþegna? og getur með réttum orðum hagað hlutun- um eftir höfði sínu. Það er ekki sama hvernig hlutirnir eru sagðir, ekki er það sama að vera bhndur eða sjónskertur, mállaus eða heymardaufur, mella eða gleði- kona. Einkum nú á tímum ímynd- ar, „image-making“ ogendalausrar „umíjöllunar“ á endalausum „vett- vangi“ er ekki sama hvaða nöfnum menn og hlutir eru nefndir. í síauknum mæh er hið daglega mál nú mótað af fjölmiðlunum og e.t.v. þess vegna er ahtaf verið að fitja upp á nýjum og opinberari heitiun og titlum, reynt er í sífehu að draga úr áhrifamætti orðanna svo enginn verði móðgaður. Hið ljóta, illa og óviðkunnanlega er klætt í búning þægilegra nafnorða og nafnorða- nafnorða og ef það nægir ekki til þá heilla setninga. Það sem í upp- hafl var kallað lýður varð að al- þýðu, síðan að „hinum lægst laun- uðu“ og loks „þeim þegnum þjóð- félagsins sem undir högg-eiga aö sækja". í þessari síðustu setningu er hins vegar sótt í ansi ruddalega hkingu aftan úr fornum ritum, sem hefur að vísu misst merkingarmátt sinn algerlega svo enginn sér nú lengur fyrir sér öxi reidda á loft yfir vosbúandi smælingjum. Með hinum stöðugu framforum nútímans miðar orðalag hans sí- fellt að því að gera hlutina þekki- legri í augum okkar, tungan reynir að breiða yfir staðreyndir sem að vísu hafa e.t.v. orðið óskrekkilegri með þessum sömu framfórum. Elli- belgir heita ekki lengur gamhngjar, eru ekki lengur kar-lægir heldur flagga virðulegri titlum eins og aldraðir eða eldri borgarar, „þeir sem komnir eru yfir miðjan ald- ur“, „þau sem nú njóta áhyggju- lauss ævikvölds". EUiheimilin eru sömuleiðis smám saman að hverfa í fortíðina, nú heita þau dvalar- heimhi aldraðra eða eru þjónustu- íbúðir cddraðra sem brátt á sjálf- sagt eftir að breytast í fullorðinna. Eftir því sem tíminn líður verður allt saman meinleysislegra og óá- kveðnara, konur eru ekki lengur gefnar mönnum svo geti þau átt „samfarir góðar“ eins og sagt var í íslendingasögunum heldur var síðar gengið að eiga, gengið í hjóna- band, gengið í það heilaga, gift sig, kvænst. Nú á dögum er hins vegar aðeins „flutt inn“, „farið að búa“, fólk er í sambúð, sambýli, sumir eru jafnvel bara í sambandi, fólk er saman, með hvort öðru, ætli næst komi ekki það að vera nálægt hvort öðru, hittast stundum, jú, það er eitthvað á milli þeirra, kannski eitthvað stórt, sem stækkar og stækkar þar til allir verða langt hver frá öðrum. Kona er ekki leng- ur eiginkona heldur „sambýlis- kona“ eða bara þetta hræðilega orð „maki“. Sú sem áöur hét hin heitt- elskaða varð að ástmey sem varð að kærustu sem varð að unnustu sem loks varð bara að „stelpunni sem hann er með“. Það hefur öfug verðbólga hlaupið í orðin okkar samfara fijálslegri og óákveðnari lifnaðarháttum. „Vægi“ orðanna „rýrnar“ „að magni“. Hér er að sjálfsögðu einnig um að ræða áhrif stofnanamálsins sem gerir stundarkorn að „magni tíma- fars“ og skreppitúr að „óaftur- virkri nálgun staðhæfinga í ljósi breytts samhengis í staðfærslu.“ En ég nenni hér ekki að fara með svo augljós leiðindi sem og öll fræð- ingaheitin og sný mér aftur að hin- um lúmskari málbreytingum sem Úr mínu höfði Hallgrímur Helgason allar miða að „afsektun" og „af- ljókkun" hlutanna. Sú mikla synd, sem tahn var í mínu ungdæmi og kölluð var „að vera öfugur", breyttist þó fljótt í „hinsegin" og hét um skeið sínu eðlilega nafni „hommi“ áður en aftur var tekið til að búa til annað betra og út- varpshæfara, „samkynhneigðir". Síðan kom „hýr“ sem eflaust á eft- ir að verða „hlýr“ þó sjálfur spái ég því að loks komi það að vera „mannlegur". En þessar breyting- ar hafa þó að vissu leyti verið til bóta því hneykslunarorðið öfugur mun nú varla heyrast lengur. Til bóta eru sjálfsagt einnig ýmis önn- ur orð yfir ýmis mannleg „vönt- unareinkenni". Feitir eiga nú „við offituvandamál að stríða“, rónar viö áfengisvandamál, lamaðir eru „bundnir við hjólastól“. Hergils- eyjar-fífliö breyttist í fávita og síðar í það sem í mínu ungdæmi voru kallaöir aumingjar, síðar vangefnir og nú þroskaheftir. Þannig urðu vitlausraspítalar að geðveikrahæl- um en heita nú því saklausa nafni geðdeildir. Hvernig væri næst: lyndisathvörf? Þjóðfélagslegar breytingar hafa einnig valdið því að „sveitalýður" og „sveitamenn" hétu á tímabih „dreifbýhsfólk“ og síðan einfald- lega „fólk úti á landsbyggðinni". Nú eru þessir sömu menn „fólk búsett utan höfuðborgarsvæðis- ins“. Og sveitarómagarnir urðu bæjarblokkarar en eru nú kallaðir „skjólstæðingar félagsmálastofn- unar“. E.t.v. eru þessir þjóðfélags- hópar þó ekki samanburðarhæfir, ekki frekar en þrælar, hjú, vinnu- konur, heimihsþjónustur og au- pair (þetta líka fína franska orð!). Einnig hefur upplýsingin hjálpað upp á þröngsýni og fáfræði fortíð- arinnar. í einhvem tíma voru vilh- menn Afríku kallaðir blámenn, síð- an negrar, svertingjar og loks „Bandaríkjamenn af afrískum uppruna". Bættar samgöngur hafa þá gert „óbyggðir" að „öræfum“ og „mið-hálendi“ en vorkunnsemi gert „tukthús" að „hegningar- húsum“ að „fangelsum" að „fanga- heimilum" að „athvörfum fyrir af- brotamenn“ að „afplánunarmið- stöðvum". Nauðgari er nú aðeins „kynferðisafbrotamaður". Jafnvel hjá „forvörðum“ menn- ingarinnar, sjálfum listamönnun- um hafa orðin hlaðið utan á sig merkingarleysum. Gamla góða orðið skáld er nú „ljóðskáld" sem hljómar einhvem veginn meir eins og það sé að fást við eitthvað, jú þaö er að yrkja „ljóð“, ekki eitt- hvert kviðhngsbuh. Sumir kalla sig þó frekar rithöfunda því þaö hljóm- ar betur á styrkjaumsóknum, hljómar meir eins og vinnandi maður. En það nægir ekki því nú em það „ritmálshöfundar“ sem bhva. Listamenn urðu hstmálarar (ekki múrarar) og síðan myndhst- armenn sem gera „myndlistar- verk“ en sumir hafa jafnvel „feng- ist við myndverkagerð í fleiri, fleiri ár“ og „sýna afurðir sínar“. List er ekki lengur list heldur þetta hræðilega orð „sjónmenntavett- vangur“. Þá er fátítt núorðið að listamenn „frelsist" eða „endurfæðist" né heldur verða þeir fyrir „andlegum , uppljómunum". Nei, nú verða þeir fyrir mismunandi „miklum hug- hrifum“ eða „vinna úr áhrifum sem þeir hafa orðið fyrir" eða „nota þessar hugmyndir sem útgangs- punkt í sínum verkum“. Fólk er jú ekki lengur „að mennta sig“ né er það „í námi“ heldur er það „á námslánum". Frægast er þó hve stjómmála- menn þurfa mest á þessari „merk- ingarrénun" tungumálsins að halda, þeim kemur hún best til nota þegar hylja þarf óþægilegar skoðanir eða klæða vond mál í fagran eða a.m.k. hlutlausan bún- ing. Málin þessi eru skoðuð, að vísu e.t.v. „ofan í kjölinn", það „má at- huga“ þau, „vissulega", þau „gætu komið til athugunar" eða þá að allt heila klabbið „er hjá ráðherra". Bráðabirgðalög og launalækkanir eru „verðstöðvanir", „launafryst- ing“, efnahagsákvarðanir em „efnahagsráðstafanir" ef ekki til- færslur eða samantektir, því ekki „efnahagsendurbætur“, „betrum- bætur ríkisstjórnarinnar“? En sjálf sagan hefur einnig breytt ýmsum orðum í pólitík, ýmsum flokkum. Bolsar gengu í Kommúni- staflokk sem klofnaði í Sósíalista- flokk og síöan Alþýöubandalag, Alþýðuflokk og væntanlega Laun- þegasambandið eða Almennings- flokkinn. Á sama tíma urðu götu- slagir og vinnustöðvanir að verk- fóllum og yfirvinnubanni. Nú eru það veikindadagar og „ströngustu reglugerðum hlýtt“ til að „hægja á starfseminni“. Kröfugöngur urðu mótmælagöngur og síöan „mót- mælastöður" eða „undirskrifta- safnanir". Aðallinn í landinu er því ekki lengur hinir ríku heldur „íjár- magnseigendur" eða „breiðu bök- in“ eða „hinir betur megandi". At- vinnurekendur ekki „spekúlantar" eða „fjárglæframenn", því síður „athafnamenn" heldur „vinnuveit- endur", ef ekki færendur, þvi ekki gefendur? Það 'er sjálfsagt ekki langt aö bíða þess að „launþegar" verði „launanjótendur". Það er því ekki að undra að þegar upp kemur í þessum tíma hinn ógnvænlegi kynsjúkdómur sem „kallar menn brott úr þessum heimi“ er hann ekki kallaður neinu því nafni sem likist öðrum og fyrri samnefnurum sínum. Hann er kallaður AIDS sem er háfræðileg skammstöfun á læknamáli, orð sem enginn skilur, hefur ekki þessa hræðilegu merkingu í sér eins og „svarti dauði“, „sárasótt", „holds- veiki" eða „spánska veikin“. Við veigrum okkur og þeim hinum sýktu við því sem eðlilegt verður að teljast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.