Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Blaðsíða 30
4? LAU GARDAGUR ,4.. MABS4989. Skák Stórmótið 1 linares: Ivanchuk er efstur fyrir lokaumferðina - Balashov sigraði á Fjarkamótinu Sovéski stórmeistarinn Júri Balashov sigraði á Fjarkamóti Skáksambands íslands. Myndin er tekin að Hótel Loftleiðum þar sem Fjarkamótið fór fram. Er Sovétmaðurinn Vassily Ivanc- huk efni í heimsmeistara? Þessu velta skákunnendur nú fyrir sér eftir frábæra frammistöðu hans til þessa á stórmótinu í Linares, sem lýkur í dag. Ivanchuk er aðeins 19 ára gamall og sjötti stigahæsti stór- meistari heims, með 2635 stig, á eftir Kasparov, Karpov, Short, Spe- elman og Beljavsky. Er einni umferð var ólokið í Lin- ares er Ivanchuk efstur og Karpov næstur. Innbyrðis skák þeirra í 10. umferð lauk með jafntefli eftir 30 leiki. Ivanchuk hefur 7 v. af 9 mögulegum, Karpov hefur 5,5 v. og biðskák. Staðan var annars nokkuð óljós vegna íjölda biðskáka, sem teíla átti í gærkvöldi. Ljubojevic hafði 4,5 v. og tvær biðskákir, Ju- supov 4 v. og eina biðskák (hann situr yfir í síðustu umferð), Tim- man og Short 3,5 v. og tvær bið- skákir, Gulko og Portisch 3,5 v. og eina biðskák, Jóhann Hjartarson og Beljavsky 3 v. og eina biðskák hvor og Sokolov rak lestina með 3 v. Jóhanni Hjartarsyni hefur ekki vegnað sem skyldi en hann hefur þó átt góða spretti. Hann gaf bið- skák sína viö Ivanchuk úr 9. um- ferð án þess að tefla hana áfram og skák hans við Timman úr 10. umferð fór í biö. Það er teflt með „gömlu tímamörkunum“ í Linares, sem skýrir hinn mikla fjölda bið- skáka - hlé er gert á skákinni eftir 40 leiki eða fimm tíma setu, en nú tíðkast að tefla í sex tíma, sextíu leiki. Vassily Ivanchuk komst fyrst í sviðsljósið er hann varð Evrópu- meistari unglinga 1987. Hann vann mikið afrek í fyrra er hann varð einn efstur á opna mótinu í New York og nældi sér í tuttugu þúsund dah fyrir vikið. Hann tefldi í sov- ésku ólympíusveitinni í Þessalón- iku. Við skákborðið er hann dáhtið furðulegur í hátt; horfir oft á tíðum út í loftið og snýr upp á yfirskegg- ið, eins og hann sé annars hugar. Sagt er að hann sé furðufugl mik- ih. Ýmsir telja að það ætti ekki að koma aö sök, því að dæmi um létt- geggjaða heimsmeistara séu vissu- lega fyrir hendi og kannski fleiri heldur en hin. Skoðum tvær skákir frá mótinu. Fyrri skákin er athyghsverð vegna þess að þar eigast við væntanlegir mótherjar í heimsmeistarakeppn- inni - Anatoly Karpov og Artur Jusupov. Þeir munu heyja einvígi síðar á árinu í London, ásamt Spe- elman og Timman, en þessir fjórir tefla nú um réttinn til að skora á heimsmeistarann Kasparov. Er skemmst frá að segja aö Karpov fer heldur létt með landa sinn. Skákin bendir til þess að Jusupov verði Karpov ekki sérlega erfiður. Við látum skák Ivanchuk við Timman einnig fljóta með. Hún sýnir beittan og markvissan skákstíl Sovétmannsins. Ivanchuk fær betri stöðu eftir byrjunina og heldur Timman í greipum sér. Hann teflir skemmtilega í lokin. í stað þess að seilast eftir peði, held- ur hann stöðuyfirburðunum og þegar peðið svo loks er dæmt til að faha gefst Timman upp. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Artur Jusupov Hollensk vörn 1. c4 f5 2. d4 Rf6 3. g3 g6 4. Bg2 Bg7 5. Rc3 d6 6. Rf3 0-0 7. 0-0 c6 Byriunarleikimir einkennast vafalítið af sálfræðilegum skæru- hernaði. Hvorugur vill ljóstra upp um leynivopn fyrir væntanlegt áskorendaeinvígi. Þess vegna velur Jusupov leik sem falhö hefur í skugga vinsæla kostsins, 7. - De8 og Karpov er einnig snöggur að vikja frá hefðbundnum leiðum. Algengast er 8. d5, sem leitt getur th mikiha sviptinga. 8. b3 Dc7 Kannski er svartur of fljótur að velja drottningu sinni stað. Hvitur getur nú ógnað henni úr fjarlægð Skák Jón L. Árnason með hrók sínum. Til greina kemur 8. - a5 strax. 9. Ba3 a5 10. Hcl Ra6 11. Dd2! Bd7 12. Hfel Rb4 13. Bb2 e5? Karpov hefur komið mönnum sínum haganlega fyrir, þannig að hann eigi hægt með að mæta þess- ari framrás. Jusupov gætir sín ekki á þessu. 14. a3 Ra6 15. dxe5 dxe5 16. Rb5! cxb5 17. cxb5 Rc5 Svartur á ekki annað. Ef drottn- ingin víkur sér undan fellur á a6 og síðan á e5 og svarta staðan hryn- ur. 18. Bxe5 Db6 19. Bxf6 Bxf6 20. Dd5 + Re6 21. Dxd7 Had8 Jusupov hefur áreiðanlega séð 16. leik Karpovs fyrir en tahð hann ekki ganga vegna þessa svars. Drottning Karpovs á sér ekki und- ankomu auðið en næsti leikur breytir myndinni. 22. Hc6! Hxd7 Eftir 22. - bxc6 23. Dxe6 + Kg7 24. bxc6 hefur hvítur þrjú peð gegn skiptamun og fahega stöðu. Svart- ur verður því að sætta sig við upp- skipti á drottningum en jafntefhs- hkumar í endatafhnu eru hverf- andi. Bridge Hörkubarátta um meistara- titil Bridgefélags Reykjavíkur Bridgefélag Reykjavíkur Nú er lokiö 5 umferðum af 7 í aðal- sveitakeppni félagsins sem spiluð er með Monradsniði. Sveit Pólaris er sem fyrr með forystu en sveit Braga Haukssonar er ekki langt undan. Sveit Pólaris er skipuð þeim Erni Arnþórssyni, Guðlaugi R. Jóhanns- syni, Guðmundi Páli Arnarsyni, Þor- láki Jónssyni, Karli Sigurhjartarsyni og Sævari Þorbjarnarsyni. Staða efstu sveita er þannig: Það er tvísýn barátta um meistaratitil Bridgefélags Reykjavíkur því þegar ein umferð er eftir eiga sjö sveitir möguleika á að vinna titilinn. Röð og stig efstu sveitanna fyrir úrslita- umferðina er þessi: 1. Samvinnuferðir-Landsýn 110 2. Delta 110 3. Pólaris 109 4. Bragi Hauksson 108 5. Flugleiðir 105 6. Eiríkur Hjaltason 104 7. Modem Iceland • 103 8. Sigfús Ámason 96 Ekki verður spilað næsta miðvikudag vegna undankeppni íslandsmótsins. Sveitir Pólaris og Delta áttust við í síð- ustu umferð og vann sú síðamefnda góð- an sigur. Spilið í dag átti stóran þátt í þvi. V/Allir. ♦ G65 V Á954 ♦ - + DG8752 ♦ D102 V G106 ♦ ÁKD106 + 94 * Á983 V K872 ♦ G972 + Á * K74 V D3 ♦ 8543 4» K1063 í lokaöa salnum sátu n-s Hörður Am- þórsson og Gylfi Baldursson en a-v Guö- laugur R. Jóhannsson og Öm Amþórs- son. Bridge ísak Sigurðsson Þar gengur sagnir á þessa leið: Vestur Norður Austur Suður 1T pass 1H pass 1G pass 3G pass pass pass Þessi samningur var dauðadæmdur með laufi út og n-s fengu 200. í opna salnum sátu n-s Guðmundur Páll Amarson og Karl Sigurhjartarson en a-v undirritaður og Símon Símonar- son. Sagnir tóku aðra stefnu: Vestur Norður Austur Suöur 1T pass 1H pass 1G pass 3T pass 3H pass 3S pass 4T pass 5T pass pass pass Guðmundur Páll valdi gott útspil sem var hjartafimma. Hann var hins vegar óheppinn með sagnhafa því Símon kannaðist eitthvað við handbragðið og stakk upp kóngnum. Þá kom lítið tromp á ásinn og síðan spaðadrottning. Lítið frá norðri, litiö úr bhndum og suður átti slaginn á kónginn. Hann spilaði nú hjartadrottningu og Guðmundur gætti ekki að sér og gaf. Það var allt sem Símon þurfti. Hann tromp- aði lauf í blindum, tók trompin og svín- aði spaða. Ellefu slagir og 600 í viðbót til Delta sem græddi 13 impa á spilinu. 1. Pólaris 101 2. Bragi Hauksson 93 3.4. Modern Iceland 88 3.4. Delta 88 5. Hótel Höfn 86 6. Samvinnuferðir/Landsýn 85 Bridgefélag Breiðfirðinga Fimmta kvöldið af átta í hinni vin- sælu barómeterkeppni félagsins var spiluð. Nú er lokið 35 umferðum af 55 í hinni vinsælu barómeterkeppni fé- lagsins og hafa Hahgrímur Hall- grímsson (Sigmundur Stefánsson) - Sveinn Sigurgeirsson endurheimt fyrsta sætið í keppninni og náð nokk- urri forystu. Þeir skoruðu heil 216 stig síðasta spilakvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.