Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 4. MARS 1989. ;litum rk hjá BUl Ford að velja eina stúlku úr þessum glæsilega hópi. iigurvegari keppninnar tekur síöan þátt í Supermodel of the irld, sem fram fer í ágúst. Þar eru miklirfjármunir í húfi í verðlaunin eru rúmar tólf milijónir íslenskra króna. Les- dur DV geta virt fyrir sér myndimar á síðunni og spáð um 3lit til gamans. -ELA/DV-myndirKAE 49 Ein færasta snyrtidama landsins er Ólöf Ingólfsdóttir og stúlkurnar voru sannarlega heppnar að fá hana í förðunina. Sigurrós Jónsdóttir Sigurrós Jónsdóttir er fædd í Vestmannaeyjum 22. nóvember 1972. Hún flutti til Bandaríkjanna á fyrsta ári og bjó þar í fimm ár meðan faðir hennar nam lífefnafræði. Þá bjó Sigurrós í hálft ár í Þýskalandi. Hún er á viðskiptabraut Fjölbrautaskólans í Ármúla og ætlar sér að ljúka verslunarprófi en fara síðan í hárgreiðslunám. Áhugamáhn er margs konar, svo sem ferðalög og fjallgöngur. Foreldrar Sigurrósar eru Guðrún Stefánsdóttir og Jón Bragi Bjarnason. Sigurrós er 175 sm á hæð. Unnur Halldórsdóttir Unnur Margrét Halldórsdóttir er Reykvíkingur, ættuð úr Húnavatnssýslu, fædd 4. október 1970. Hún er á nýmálabraut Fjölbrautaskólans í Ármúla. Unnur Margrét ætlar að ljúka stúdentsprófi og fara síðan í Kennaraháskóla íslands. Áhuga- málin eru íþróttir, ferðalög og tónlist. Unnur hefur lært á píanó í sjö ár bæði í Tónmenntaskólanum í Reykjavík og Nýja tónlist- arskólanum. Foreldrar hennar eru Ólöf Hulda Karlsdóttir og Halldór Hjartarson. Unnur Margrét er 179 sm á hæð. ' Bára Kemp er löngu þekkt fyrir snilld sína í hárgreiðslu. Hún lagði DV og stúlkunum lið fyrir myndatökurnar. Sigurrós Jonsdóttir. Unnur Margrét Halldórsdóttir. Ari Jóhannsson hjá Hári og snyrtingu var ekki siður hjálpleg- ur en Bára við að gera stúlkurnar sem glæsilegastar. Anna G. Hermannsdóttir Anna L. Magnúsdóttir Anna Guðný Hermannsdóttir er Reykvikingur, fædd 29. nóv- ember 1972. Anna Guðný er á fyrsta ári í Menntaskólanum viö Sund en segir ekkert ákveðið með framtíðina. Ákveðið er þó að ljúka stúdentsprófi og jafnvel fara í sjúkraþjálfun. Áhuga- málin eru fyrst og fremst útivera og ferðalög. Þá hefur hún æft jassballett í þrjú ár. Anna Guðný hefur áhuga á fyrirsætu- störfum. Foreldrar hennar eru Sigríður Guðmundsdóttir og Hermann Hermannsson. Anna Guðný er 182 sm á hæð. Anna Lára Magnúsdóttir er Kópavogsbúi, fædd 10. apríl 1972. Hún er í Menntaskólanum í Reykjavík. Anna Lára bjó um fjög- urra ára skeið á Húsavík. Hestar eru aðaláhugamál hennar og á fjölskyldan sjö hesta. Þá eru ferðalög einnig á óskalistanum en Anna Lára hefur ferðast bæði um Bandaríkin og Evrópu. Foreldrar hennar eru Sigrún Axelsdóttir og Magnús Torfason. Anna Lára er 172 sm á hæð. Anna Guðný Hermannsdóttir. Anna Lára Magnúsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.