Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 4. MARS 1989. 11 Bræður tveir frá Rauðasandi ; Vísnaþáttur Ástin gerir augun blind, enda sjást ei gallar. Fyrir þinni fógru mynd fölna hinar allar. Bölvaö ólán eltir mig eins og hundur smala. En ég veit, um þaö við þig þarflaust er aö tala. Af því þú ert, eins og ég öllu láni sviptur,- reyndar ögn á annan veg af því þú ert giftur. Söknuð milda engin orö, enda skal ei kvarta. Hugurinn fylgir Betu um borð, biláð úr og hjarta. Sæmundur, ég sendi þér sundurleitan braginn. Nú er andinn yfir mér, eins og fyrri daginn. Þessar vísur eru, eins og menn sjá, sín úr hverri áttinni. í kverinu er getið sumra tilefna en ég verð að sleppa þeim hér. Við verðum að halda áfram á líkri braut. Ef menn vökvun enga fá, er í vændum dauði. Maður lifir ekki á einu saman brauði. Þó ég fari á fyllirí og fái skelli, Rauðasandur Landfræðiþekking undirritaðs er í lágmarki. Kannski hefur undirvit- undin skipað mér aö safna þó nokkru skeggi hin síðustu ár til þess að fela kinnroða minn, en þegar það dugar ekki segi ég: Ætli það sé ekki víða pottur brotinn í þeim sökum. Ég er fæddur og uppalinn í Patreksfjarðar- kauptúni og nokkru fyrir innan þorpið tekur við Rauðasandshrepp- ur. Hann nær inn í fjaröarbotn og yfir flallið. Þar blasir Breiðafiörður við og nokkurt undirlendi með Saurbæ á Rauðasandi sem lands- frægt höfuðból. Þar í nágrenni er allstór hópur kotbýla og er Sjöundá syðst og nú í eyði, Keflavík er líka í eyði á hinum enda strandlengjunnar en var áður fræg verstöð. Lengst í áttina til Grænlands teygir sig Látra- bjargið, og Látrabyggðin var og er nyrsta byggt ból í okkar heimsálfu. Það er Patreksfiarðarmegin á þess- um mikla fiallaskaga. Sauðlauks- dalur er einn af innstu bæjunum í Patreksfirði, sunnan fiarðarins. Þá er ótalin öll byggðin þeim megin. En allt er þetta Rauðasandshreppur, þrjár lengst prestiausar kirkjusóknir síðustu áratugi, nú ekki fiölmennar. En eitt kotið í Rauðasandsþorpinu heitir Skógur. Ekki veit ég hvort þar hefur í manna minnum sést nokkur hrísla. En á þessum bæ voru í upp- hafi þessarar aldar greind hjón sem ólu upp mannvænan bamahóp, tveir piltar vöktu snemma á sér athygli vegna hagmælsku. Þeir verða nú nefndir hér og nokkrar vísur þeirra birtar. Teitur Hartmann Teitur Jónsson Hartmann (1890- 1947) fór ungur til Vesturheims, kom aftur til íslands og starfaði sem lyfia- sveinn og húsamálari í Reykjavík, á Austfiörðum og loks á ísafirði. Hann var fiölhæfur maður en nokkuð öl- kær. 1951 gaf Guðrún, ekkja hans, út Vísnakver Hartmanns og eru vís- ur þær er hér eru þangað sóttar. Lífið allt er strit og stríð, stundir man ég tvennar. Gobba var svo góð og blíð, græt ég vegna hennar. Það af hjarta mælir minn munnur nautnasjúkur: Enginn koss er eins og þinn yndislega mjúkur. Djarfar ferðir, Dóra mín, í dimmu em famar. Mörg em sporin mín til þín og margar hringingarnar. alltaf stend ég upp á ný og í mig helli. Magnús frá Skógi Yngri bróðirinn, Magnús Jónsson frá Skógi (1905-75), varð búfræðingur frá Hólum. Hann var bóndi, póst- maður, bókbindari og esperantó- kennari í útvarpi og margt fleira. Hann gaf út ljóðakver 1952 og kennslubók í esperantó. Svona orti hann: Þó að úti þyki kalt þarflaust er að kvarta, þegar inni allt er falt, sem yljar munni og hjarta. Lítill er á legg að sjá, litlum skila arfi, lítilsmetinn leggst ég frá litlu ævistarfi. Nú hjaðna hélurósir og hljóðnar veðragnýr. Nú lengjast dagar ljósir og lifnar gróður nýr. En vorsins vænsti gróður í veröld hverfleikans er aukinn sannleikssjóður í sálarlífi manns. Hættan oft við hæla bjó, heppnin stýrði þó frá grandi. Meðan aðrir sóttu sjó sumir fengu drátt í landi. Þó mig særðan skorti skjól skal ég ekki kvarta, þó er hart að sjá ei sól sumardaga bjarta. Áhyggjur og ótti væta auga sumra marga nótt. Þeir sem eiga gulls að gæta geta aldrei sofið rótt. Utanáskrift: Jón úr Vör Fannborg 7 Kópavogi Jón úr Vör ALLAR TERTUR TIL VEISLU NNAR FRÁ BAKARÍINU KRÁS STENDUR EITTHVAÐ TIL? EF SVO ER ÞÁ ERUM VIÐ TIL ÞJÓNUSTU REIÐUBÚIN MEÐ FYRSTA FLOKKS MAT ÚR VEISLUELDHÚSINU OKKAR Við tökum að okkur veislur og marmamót af öllum stærðum og gerðum og bjóðum eingöngu upp á fyrsta flokks hráefni og fjölbreytni í vali: Kalt borð, heita rétti, pottrétti og smárétti. Ekki má gleyma brauðinu okkar sem er það besta í bænum: Kokkteilsnittur, kaffisnittur, kokkteilpinnar, brauðsneiðar, hálfar og heilar, og okkar rómuðu brauðtertur. Svo erum við með hagstætt verð. FYRIRTÆKI 0G STOFNANIR! VIÐ MINNUM Á OKKAR UMTÖLUÐU MATARBAKKA ÚR BAKKAELDHÚSINU í HÁDEGINU. HÆGT ER AÐ VELJA UM 5 TEGUNDIR, HEITAN MAT, KABARETT OG MEGRUNARMAT. SENDUM OG SÆKJUM. PÖNTUNARSÍMI 68-68-80. Hólmaseli 2 ■ Símar 79899 & 79874 PANTIÐ K| TÍMANLEGA Ui VEITINGAMAÐURINN Bíldshöfða 16 - Sími 68-68-80 „Vel þess virði"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.