Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 4. MARS 1989. Undirgeijaður bjór Pilsner Pilsnerinn er vinsælastur af öll- um undirgerjuöum bjórtegundum. Uppruna hans er að leita í borginni PUsen í Tékkóslóvakíu. Heima- menn kalla þennan bjór pilsner eða Plezensky og fylgja þá nafhi borg- arinnar nákvæmlega á sínu máli. Þessi nafnkunna bjórtegund varð til árið 1842 með samstilltu átaki bruggara í Pilsen. Hinn eini sanni pilsner heitir Plezensky Prazdroj en er seldur í Bretlandi og Þýskalandi undir nafninu Pilsner Urqell. Merking þessa heitis er „hinn upprunalegi pilsner“. Eftiriikingar af þjóðarbjór Tékka verða seint taldar allar og sumir framleiðendur bjórsins vilja reynd- ar ekkert við upprunann kannast. Þá fær þetta bjórafbrigði sérstakt nafn þar sem orðhlutinn „pils“ kemur oftast fyrir í einhverri mynd. Rétt gerjaöur pilsner er með um 4,5 til 5% af alkóhóli miðaö við rúmmál. Best þykir að bera hann fram kældan en þó ekki kaldari en átta gráður. Múnchenbjór Annar frægur undirgeijaður bjór er kenndur við bjórborgina Munchen i Þýskalandi. Hann er dekkri en pilsnerinn en þó ekki áberandi sætur. Þetta afbrigði varð til í ýrasum brugghúsum í Mönchen á síðari hluta 19. aldar. Þar í borg er hann jafnan nefndur Dirnkel. Bragöiö líkist nokkuð maltbjór sem annars er yfirgerjaður. Múnchenbjórinn er litið eitt veik- ari en hefðbundinn pilsner og er gjaman borinn fram volgur. Vínarbjór Enn er ein undirgerjuð bjórteg- und sem oftast er kennd við Vínar- borg. Þessi bjór er sterkari en frændur hans frá Munchen og Pils- en. Bjór kenndur við Vínarborg nýtur vinsælda um allan heim þótt hvergi sé hann vinsælli en í Mið- Evrópu. Utan Austurríkis er Vínarbjór- inn oft kallaður Márzen en heima- menn gefa honum sin á milli virð- ingarheitið Spesial. Einn frægasti framleiöandi Vínarbjórsins er Lö- venbráu. Heima í Austurríki er Kaiser Preminum þó í mestum rnetum. Um þessar tegundir getum við Islendingar nú valiö. Styrkleik- inn er yfirleitt um 5,5%. Vínarbjór- inn þykir bestur lítiö kældur. Dortmundari Margir Þjóðveijar halda einnig upp á bjór sem er kenndur við Borgina Dortmund. Sá bjór er nokkru dekkri en pilsner en telst þó ljós bjór. í Þýskalandi er þessi bjór einnig oft nefndur Export og er þekktur víða um lönd undir þvi nafni. Hann er sterkur og á að geymast lengi. Nafnið Export er dregið af því aö bjórinn var upphaflega bruggaður sem verslunarvara en heimamenn völdu sér aöra miði að drekka. Rxportbjórinn gegndi því áður fyrr svipuðu hlutverki í verslun Dort- mundara og skreiðin hiá okkur ís- lendingum. íslendingar hafa bara þurrkað skreið ofan í útlendinga en við viljum frekar harðfisk. Hollendingar og Belgar brugga stælingar af þessum bjór og kalla Dort. Styrkleiki bjórsins er um og yfir 5%. Hann þykir bestur lítillega kældur. Hafursbjór Enn ein undirgerjaða bjórteg- undin, sem Þjóðvetjar hafa fundið upp á að brugga, er kallaöur Bock eða hafursbjór. Sá er upphaflega frá Norður-Þýskalandi en er nú mest braggaður í Múnchen. Þetta er rótsterkur bjór, yfir 6% að styrk- leika og er að jafiiaði ekki braggað- ur nema af sérstöku tilefni. Slík tilefni gefast einkum á hátíðum þegar Þjóðveijar hafa bjór í önd- vegi. ítalskir munkar, sem tóku sér bólfestu í Bæjaralandi fyrir margt löngu, eru upphafsmenn aö af- brigði af Bock-bjómum sem kallast Doppelbock. Þaö er sterkasti bjór sem um getur og er jafnvel hafður 13% að styrkleika. Hveitibjór Einn þekktasta hveitibjórinn kalla Þjóövetjar Weisenbier. Bæj- arar eru sérfræðingar í bruggun þessarar tegundar. Weisenbier er til í mörgum afbrigðum sera yfir- leitt eru um 5% að styrkleika. Hann er borinn frara lítillega kældur og með sneið af sítrónu. Berhnarbúar eiga einnig sinn hveitibjór sem þeir kalla Weisse. Þetta er veikur bjór sem borgarbú- ar nota sem svaladrykk og hafa rifsbeijasaft með. Styrkleiki Weisse-bjórsins má ekki fara yfir 3%. Belgar hafa lært þá iðju af Þjóð- verjum að brugga hveitibjór. Sitt afbrigði kalla þeir Gueuze- lambibic. Bjórinn gerja þeir snögg- lega og láta hann standa stutt áður en hans er neytt. Þetta er því léleg söluvara og á mjög undir högg aö sækja á markaðnum. -GK Ættir öls AUan bjór vilja sérfræðingar greina í tvær ættir. Onnur er kölluð undir- geijuð og hin yfirgerjuð. Sú síðari skiptist reyndar upp í tvær fjölskyld- ur eftir því hvort notað er hveiti við bruggunina eða ekki. Yfirgerjaöur bjór er sá mjöður sem fylgt hefur mannkyninu um aldir og árþúsund. Egill Skallagrímsson hef- ur ekki haft úr öðrum bjór að velja en kvartaði þó ekki. Nafnið yfirgerj- un er rakið til þess að viö eðlilegan húshita leita gerlarnir tii yfirborðs- ins við bruggunina. Talið er að bruggarar í Múnchen í Þýskalandi hafi á 15. öld komist að því aö brugga mætti allt öðruvísi bjór með því að kæla bjórámurnar. Þá sukku gerlarnir til botnsins en í ámunni þroskaðist ljós mjöður, líkur lagerölinu sem nú nýtur mestra vin- sælda í flestum löndum heims. Þetta hefur síðan verið kölluð undirger- jun. Afbrigöi og stælingar Oft er undirgeijaður bjór nefndur einu nafni lageröl. í enskumælandi löndum er þó með lageröh aðeins átt við bjórinn og aðrar þjóðir kalla það pilsner. Innan flokkanna sem kenndir eru við yfir- og undirgerjun eru margar sögufrægar tegundir sem hafa gefið öllum sínum líkum nafn sitt. Dæmi um það er pilsnerinn sem löghlýðnir íslendingar hafa orðið að láta sér lynda í meira en sjö áratugi. í sumum tilvikum er um hreinar stælingar að ræða en í öðrum tilvik- um er hægt að tala um bjórflokka þar sem uppruninn leynir sér ekki þrátt fyrir ýmis afbrigði. Um þessa undirflokkun er þó lítið samkomulag og ýmis nöfn notuð eftir héruðum, löndum og álfum. Sjaldgæf afbrigði af bjór era oft aðeins brugguö í einu brugghúsi. Vinsælustu tegundimar era aftur á móti seldar undir þúsund- um vörumerkja. Þjóðaríþróttir Undirgerjun á bjór er hst sem Þjóðverjar hafa kennt þjóðum heimsins enda eru þeir upphafsmenn að flestum tegundum bjórs af þeirri ætt. Þeir brugga þó líka yfirgerjaðan bjór og nota til þess hveiti með hefð- bundnum bjórefnum. Á sama hátt og Þjóðverjar eru sér- fræðingar í undirgerjun á bjór þá hafa Englendingar gert yfirgerjun að sérgrein sinni enda fastheldnir á fornar hefðir. Þar í landi fær slíkur bjór auknefnið „ale“ eða öl. Þvi fer þó fjarri að Englendingar séu einir um öhð því það er braggað um allar Bretlandseyjar. Það vefst heldur ekki fyrir meginlandsbúum að koma góðu öh á kúta. -GK Yfirgerjaður bjór Vahónar í Suður-Belgíu halda mik- ið upp á yfirgerjaðan bjór sem þeir kaha saisons. Þetta afbrigði er talið mjög gott öl og er yfirleitt haft um 5% að styrkleika. Flæmingjar í Norður-Belgíu eiga hka sitt öl sem þeir kalla trappiste. Þetta er rótsterkur munkamjöður sem nú er braggaður víða í ölgerðar- húsum í Belgíu og Hollandi. Mjöður- inn er hafður 6 til 8% að styrkleika. Kölnaröl Við ána Rín er bruggað öl sem kennt er við borgina Köln. Þetta er mjög ljóst öl og telst veikur bjór. Þjóðverjar telja Kölnarmjöðinn fara betur með pylsum en annað öl. Dusseldorf Alt Norðar í Þýskalandi er bruggað- ur bjór sem kenndur er við borgina Dússeldorf og gjarnan kallaður Dússeldorf Alt. Þessi bjór er náskyld- ur enska öhnu, oft kryddaður með ávöxtum, og framreiddur volgur. Brúntöl Einn flokkur yfirgeijaðs öls, sem bruggað er á meginlandinu, er kall- aöur brúnt öl. Þetta er sætur bjór, dökkur á ht, nokkuð sterkur og upp- ranalega ættaöur frá Bretlandseyj- um. Brúnu bjóramir eru oft taldir til stæhnga á betur þekktum bresk- um tegundum. Miltöl Af því öli sem Englendingar bragga er svokahað milt öl ódýrast og veikast. Það er mest braggað í Miðlöndunum og héruðunum norð- ur undir landamærin við Skotland. Mhda ölið er um 2,5 til 3,55% að styrkleika. Það er yfirleitt kara- mellulitað en þó mismunandi dökkt. Bitterbjór Bitterinn er þjóðardrykkur Eng- lendinga. Aðrar þjóðir hafa þetta bragðmikla yfirgerjaða öl í litlum metum. Bitterinn er til í ýmsum af- brigðum og sumum mjög beiskum. Bitterinn er frá 3 til 5,5% að styrk- leika. Englendingar drekka hann aðeins volgan og bara úr kútum. Ljóst öl Þegar bitterinn hefur verið settur á flöskur fær hann nýtt nafn og kah- ast eftir það ljóst öl. Af ljósa ölinu er tegund sem heitir Burton tahn bera af öllum öðram. Ljósa öhð fékk nafn sitt til aðgreiningar frá öðrum bitter sem kallaður er Porter og er mjög dökkur. Porter Porterinn er upphaflega sérstakt Lundúnaöl en brugghús'þar í borg eru hætt að framleiða hann. Porter- inn er þó enn bruggaður í ööram löndum og með undirgerjun en ósvikinn porter er yfirgeijaður. Porterbjórinn þótti mjög svipaður og írski þjóðardrykkurinn bitter sto- ut og varð undir í samkeppninni við hann um hylli bjórmanna. Guinness Frægasta tegundin af bitter stout er Guinness frá Dyfhnni. Ýmis brugghús selja Guinnessbjór en sá eini sanni kemur frá samnefndu brugghúsi. Bitter stout er einnig framleiddur undir ýmsum örðum vörumerkjum viða um heim. Hann er beiskur og bragðmikhl og er látinn ná allt að 7% styrkleika. Mjólkurstout Englendingar famleiða einnig bjór sem þeir kaha „stout“ og kenna oft við mjólk því hann er ljósari, sætari og veikari en sá írski. Annar enskur bjór af þessum flokki er rúss- neskur stout sem er sterkur og var upphaflega braggaður th sölu í Rússlandi. Skosktöl Skoskt öl er samheiti á fram- leiðslu Skota á bjór sem er svipaður og enski bitterinn. Þetta öl er nú mest selt til meginlandsins. Nafnið skoskt öl er einkum notað í Belgíu og Frakklandi en heimamenn nota það ekki. Skoska öhð er sterkt og borið fram volgt eins og hhðstætt öl frá öðram hlutum Bretlandseyja. Eimbjór Um aldamótin 1800 kom fram í Bandaríkjunum ný gerð af bjór sem þarlendir menn kaha eimbjór. Þessi bjór er bruggaður undir þrýstingi og stígur upp gufa þegar bjórámurnar era opnaðar. Af því er nafnið dregið. Eimbjórinn naut og nýtur enn mestra vinsælda á vesturströnd Bandaríkjanna en hefur aldrei náð verulegri útbreiðslu. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.