Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Blaðsíða 26
26 „Bogdan er einfari. Hann er ein- stakt ljúfmenni utan vallar en hann tekur starf sitt mjög alvarlega. Metn- aðurinn er ólýsanlegur og hann ætl- ast til að þeir sem vinna meö honum leggi jafnmikið af mörkum,“ segir Guðjón „Gaupi“ Guðmundsson, tré- smiður og liðstjóri landsliðsins í handbolta. Hann er að lýsa mannin- um sem hann hefur unnið með í 11 ár og tekið við skömmum sem lofi með honum. Nú hefur Guðjón ákveð- iö að hætta, í það minnsta ef Bogdan hættir að þjálfa landsliðið. „Ellefu ár eru langur tími og það væri erfltt fyrir mig að starfa með öðrum sem liðstjóri," heldur Guðjón áfram. „Þetta samstarf hefur markað mig mjög og á eftir að fylgja mér alla ævi. Það hefur orðiö stór hluti af lífl mínu. Hjá mér hefur lífið snúist um handbolta í ellefu ár og sumum hefur fundist nóg um. ímynd hörkutólsins Bogdan er nokkuð hrjúfur maður á yfirborðinu en hann er mikið ljúf- menni og hefur mikinn húmor. Hann er aldrei beinlínis einstrengingslegur en það getur verið erfitt að ræða við hann um handbolta vegna þess að hann hefur yfirburðaþekkingu á greininni. Handboltamenn og fjölmiðlar hafa búið til ímynd um Bogdan sem harð- an náunga og hálfgerða grýlu. Sjálfur hefur hann ekkert gert til að breyta þessari ímynd. Hann hefur aldrei verið yfirlýsingaglaður og vill láta verkin tala. Hann er ákaflega jarð- bundinn og hann veit hvað hann vill. En þessi ímynd hefur orðið til þótt hún eigi litla stoð í raunveruleikan- um. Ég hef orðið áþreifanlega var við að menn vilja lýsa honum sem hörkutóh. Þetta hefur mér oft leiðst, sérstaklega þegar þessu er haldið fram opinberlega nafnlaust. Það kemur dagur eftir þennan dag Sjálfur talar Bogdan lítið um álit annarra á sér og það er ómögulegt að segja hvernig þessi ímynd snertir hann. Mér er minnisstætt að eftir aö við komum frá ólympíuleikunum skruppum við saman í Kringluna og fórum þar í banka. Andrúmsloftið var mjög þrúgandi og okkur leið þar nánast eins og á aftökupahi. Bogdan sagði þá við mig afskaplega rólegur: „Það kemur dagur eftir þennan dag.“ Bogdan hefur markað það djúp spor í íslenskan handbolta aö yfir það verður ekki breitt á næstu árum jafn- vel þótt hann hætti að þjálfa hér á landi. Ég er ekki viss um að alhr átti sig á hvað hann hefur unnið mikið starf hér. Hann er harður og ákveðinn en hann er sanngjarn. Það eru alhr jafn- ir fyrir honum. Hann heldur mönn- um í hæfilegri fjarlægð frá sér og það getur enginn keypt hann á gömlum kunningsskap eða vinskap fyrir utan íþróttirnar sjálfar. Þegar inn i íþróttasahnn er komið skiptir það ekki máh. Hann er atvinnumaður fram í fingurgóma." Sekúndu frá takmarkinu Guðjón viðurkennir að eftir að hann hættir myndist tómarúm í lífi hans. „Þaö er samt kominn tími th að breyta til,“ segir hann. „Eftir ólympíuleikana varð ég fyrir áfalh, sérstaklega eftir að heim var komið. Ég er ekki viss um að ég vhji ganga Guðjón Guðmundsson með Dórótheu dóttur sinni. Fjölskyldan hefur lítið komist að vegna handboltans. Bogdar - segir Guðjón Guðmunds í gegnum það aftur. Lokapunkturinn á sex ára törn átti að vera á ólympíu- leikum og við vorum eina sekúndu frá því marki. Við náöum þó næstbesta árangri sem við höfum náð á ólympíuleikum. Það spruttu upp fjölmargir sérfræð- ingar sem vissu nákvæmlega hvers vegna okkur gekk ekki betur. Við vissum vel að þetta gæti gerst. Mönn- um finnst að hla hafi gengið þegar toppárangur næst ekki. Ég get vel skihð að fólk var von- svikiö en mér fannst öll umræðan um aö láta Bogdan hætta vera út í hött. Menn voru hættir að ræða um málefnið og farnir að ræða um per- sónur. Það sem fór mest fyrir bijóstið á mér var að það var haldinn stór sam- bandsstjórnarfundur þar sem 22 aðil- ar innan Handknattleikssambands- ins sögðu áht sitt á þjálfaranum og liðinu. Þessir menn tóku ákvörðun um hvort Bogdan yrði látinn halda áfram eða ekki án þess að hafa kom- iö á æfingar eða séð hðið í alþjóða- keppni utan íslands. Menn voru þó á því að hægt væri að láta þjálfarann halda áfram en það þyrfti að skipta um allt gengið í kringum hðið. Þetta er eins og að byrja á því að reka sendhinn þegar hla gengur hjá fyrirtæki. Það átti aö slátra einhverjum án þess að vitað væri nákvæmlega hvað fór úrskeið- is. Menn vildu ráða töfrakúst Það var rétt ákvöðrun að bréyta ekki stjórn liðsins eftir ólympíuleik- ana. Yfirstjómin var ákveöin í að láta Bogdan ekki fara. Þeir voru stað- fastir og tóku ábyrga afstöðu til máls- ins. Þetta hefur skilað okkur miklu núna. Menn töluðu um að nýir vend- ir sópuðu best og gleymdu því að í svona starfi á ekki að rjúka upp til handa og fóta þegar hla gengur og ráða einhvern töfrakúst til að sópa hðinu saman. Þannig gerast hlutim- ir ekki. Það má heldur ekki gleyma leik- mönnunum. Ég vil ekki taka einn leikmann út úr en ég verð þó að nefna Þorghs Óttar sérstaklega. Hann stóð vel með þjálfaranum og stjórn hðs- ins, eins og reyndar liðið í hehd. Það hafa verið sögusagnir um að hann væri ekki of trúr liðinu en hann stóð af sér þessa rimmu og kláraði dæm- iö. Svona afgerandi stuöningur gleymist ekki. Sjálfsagt hefur hann veriö búinn að ígmnda máhð vel og tók skynsamlega ákvörðun." Annar einfari Annar áberandi maður í hand- boltanum er Jón Hjaltalín Magnús- son og er ekki skapminni en Bogdan. „Þeir ná vel sarnan," segir Guðjón. „Þeir eru þó ekki sammáia um alla hluti og þegar tveir skapmikhr menn mætast þá verður eitthvað að láta undan. Jón er ákveðinn án þess að vera beinlínis frekur. Þaö er ágætur kostur og okkur hefði ekki tekist svona vel án þess að hafa Jón við hhðina á landsliðinu. Hann hefur varið hðið á allan hátt. Jón er umdehdur innan hand- knattleikshreyfingarinnar en ég held að það sé engum vafa undirorpiö að hann er sá maður sem á mestan þátt í velgengni liðsins ásamt þjálfaran- um. Jón er svipaður einfari og Bogdan. Hann fer sínar eigin leiðir og ég held að það sé af hinu góða í afreksíþrótt- um. Ég held að það sem Bogdan kall- ar „sósíaldemókratíseringu" i íþrótt- um eigi ekki við. Hún er ágæt með en það verður að vera einræði með undankomuleiðum þó. Þaö hefur haft mikið að segja hvað forystumað- urinn hefur unniö af mikihi einurð og festu. Það má kalla þetta frekju en ég vil þó frekar kalla þeta ágæta stjómun. Það er stundum sagt að of mikih tími og peningar fari í landsliðið en ef við ættum ekki þetta landshð þá væri áhuginn væri ekki svona mik- hl.“ Skilur íslensku en talar þýsku Þegar Bogdan kemur fram í sjón- varpi hér heima talar hann alltaf pólsku. Enginn hefur heyrt hann tala íslensku þrátt fyrir ellefu ára dvöl hér. Á æfingum notar hann þýsku. Sagt er að Guðjón sé sá eini sem skil- ur Bogdan. „Það hafa aldrei veriö tungumálaerfiðleikar okkar í milli,“ segir Guðjón. „Hann skhur íslensku en talar hana ekki. Ástæðan fyrir því að hann hefur ekki lagt sig eftir að læra málið er sjálfsagt sú að hann hefur alltaf verið að hætta. Við tölum saman á þýsku, sem við köllum telex- þýsku og er ágætis mál. Þessi þýska er kannski óþekkt mállýska sem enginn skhur nema þeir sem hafa umgengist Bogdan. En ég hef oft staðið Bogdan að því að skhja íslensku vel, sérstaklega þegar rætt er um hvernig hann ætti að vinna og hvernig ekki. Hann fylgist vel með fréttum og þekkir vel th íslenskra málefna. Hann hefur oft rætt við mig um hvað allt hefur breyst mikið á þessum ell- efu árum. LAUGARDAGUR 4. MARS 1989. Þarf tíma til að ná árangri Ég veit að hann er oft ósáttur við það sem sagt er um hann í hita leiks- ins en leiðir það hjá sér. Mér er það minnisstætt þegar Bogdan stjómaði hðinu árið 1983 í tveimur leikjum gegn Tékkum hér heima. Hann var þá að byria með liðið og hafði tvo eða þrjá daga til undirbúnings. Þessir leikir töpuðust og þá var skrifað í DV að svo virtist sem ís- lensku leikmennirnir hefðu gleymt öllu því sem þeir hefðu kunnað áður. Þetta væru nýir leikmenn. Mér þótti þetta óvægið og brá við að lesturinn. Ég sagði Bogdan frá þessu en hann sagði: „Þetta er aht í lagi. Ég ætla að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.