Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 4. MARS 1989. 41 LífsstOl Hvað kostar flug og bíll? Úrval Samv./Lands. Útsýn Arnarflug Verðið er uppgefið af ferðaskrif- stofunum og miðað'við eftirfarandi forsendur: - Fariðverðieftir l.júní 1989ogferð- in taki 3 vikur. - Miðað er við fjóra í bíl þar af tvö börn á aldrinum 2-12 ára. - Bíll í verðflokki A, það er ódýrasta tegund. - Bílnum sé skilaö aftur á sama stað og hann var leigður á. - Verðin sem gefin eru uþp fyrir Hamborg og Amsterdam koma til með að hækka þann 1. apríl þar sem Arnarflug hefur enn ekki geflð út sumarverðskrá. Innifalið í verði allra er flug og bíll, ótakmarkaður akstur, söluskattur og kaskótrygging. Flugvallargjald og slysatrygging eru hins vegar ekki innifalin í verðinu. Flug og bíll: Svipað verð hjá ferðaskrifstofuniim Ferðamátinn flug og bíll nýtur sí- vaxandi vinsælda meðal íslendinga. Nær allar ferðaskrifstofur hér á landi bjóða upp á þennan ferðamögu- leika svo og flugfélögin. Þegar DV kannaði verð á þessum ferðum í hð- inni viku kom í ljós að verðlagningin virðist í flestum tilvikum vera mjög svipuð eins og sést á meðfylgjandi súluritum. Skýringin á því er að hluta til sú að flugfélögin bjóða upp á stöðluð flugfargjöld. Bílaleigurnar eru að vísu mismunandi en í flestum tilvik- um er boðið upp á nýja eða mjög nýlega bíla og þjónusta þeirra er í mörgum tilvikum með sama sniði. Sú aðstoð, sem flestar ferðaskrif- stofurnar og flugfélögin bjóða, er einnig í flestum tilvikum lík. Ef ósk- að er, er fólk aðstoðað við val á ferða- leiðum og bókanir á gistingu og það getur einnig í sumum tilvikum fengið bæklinga yfir skemmtilega áningar- staði sem á leið þeirra verða þó ekki sé það algilt. Sessur, burðarrúm ogbílstólar Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hefur og reynst fólki mjög hjálplegt varðandi ferðamátann flug og bíl. FÍB hefur meðal annars staðið fyrir námskeiðum í samvinnu við Umferðarráð og fleiri aðila fyrir þá sem hyggja á akstur um Evrópu. Einnig veita þessir aðilar upplýsing- ar um tryggingar, hvers konar öku- skírteini þurfa að vera með í fartesk- inu ásamt ýmsum öðrum hagnýtum upplýsingum. Fyrir þá sem ferðast með börn er hægt að fá leigðar sessur, bílstóla og buröarrúm í bíhnn en í flestum til- vikum þarf að hafa einhvern fyrir- vara á því og vera búin að panta það fyrirfram og fyrir þessa hluti þarf að greiða aukagjald. Ótakmarkaðir Hvað er skemmtilegra en geta stansað hvar sem hugurinn girnist og til dæmis ef maður rekst óvænt á skemmtilegan útimarkað. ferðamöguleikar Ferðamátinn flug og bíll býður upp á nær ótakmarkaða möguleika í vali á leiðum og skoðunarferðum. Hægt er að skipuleggja ferðina út í æsar fyrirfram, velja ökuleiðir, áætla hversu lengi á að dvelja á hverjum stað og láta ferðaskrifstofur eða flugfélög bóka fyrir sig hótel og sumarhús á leiðinni. Svo er hins veg- ar hægt að fljúga út í bláinn, kaupa sér kort og keyra þangað sem hver hefur löngun til. Hins vegar ætti fólk að hafa í huga æth það í óskipulagða ferð að vanda- mál með gistingu gætu skotið upp kolhnum, sérstaklega um hásumar- ið. Þá má hafa þann möguleika í huga að taka með sér tjald og gista á tjaldstæðum sem mörg hver eru afskaplega vel búin víða um Evrópu eða gista á litlum sveitagististöðum. Þó að fólk vilji ekki gera stíf plön varðandi ferðalagið skal þó á það bent að með því að vera búin að lesa sér til um helstu áningarstaði og gera lausleg plön er hægt að fá mun meira út úr ferðinni en eha. Takið tillit til barnanna Svo ætti fólk að hafa í huga að ætla sér ekki um of, 150-200 kíló- metra dagleiðir eru hámark, sérstak- lega ef börnin eru með. Þegar htil börn eru með í bílnum þarf einnig að skipuleggja ferðina miklum mun betur. Þegar hótel eða sumarhús eru valin er gott að vera búin að kynna sér upp á hvers konar aðstöðu þau bjóða fyrir börn. Til dæmis að ganga úr skugga um hvort sundlaug er á staðnum eða hvort ein- hver leikaðstaða er fyrir hendi. Oft á tíðum er einnig hægt að fá upplýs- ingar um hvort hótehn eru vinsam- leg í garð barna með því að skoða hótelskrár því í þeim er oft að flnna klausur þar að lútandi. Það er einnig sniðugt að velja akst- ursleiðir þar sem sundlaugar, dýra- garðar eða einhver leiksvæði fyrir böm eru á leiðinni því það er gott fyrir krakkana að fá að hreyfa sig sem oftast. Svo er sjálfsagt að hafa nægt les- efni í bílnum fyrir böm, til dæmis um þau héruð og lönd sem ekið er um, leikfóng, til dæmis púsluspil, láta þau færa dagbók yfir ferðina og svo framvegis. Einnig er mjög þægi- legt að hafa segulband og nokkrar skemmtilegar barnasögur á hljóð- snældum, það dreifir huganum og róar börnin í bílnum. -J.Mar Ferðamátinn flug og bíll nýtur sifellt meiri vinsælda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.